Morgunblaðið - 01.09.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.09.1994, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MA'iW. Morgunblaðið/Sverrir Bætt fjarskipti við úthafið í skoðun PÓSTl og síma hefur borist erindi frá Landssambandi íslenskra út- vegsmanna þar sem þess er farið á leit að fjarskiptaþjónusta við úthafs- veiðiskip í Barentshafi verði bætt. Gústaf Arnar yfirverkfræðingur Pósts og síma segir að vel verði tek- ið í erindi útvegsmanna en of snemmt sé að segja til um sérstakar aðgerðir á þessu stigi. Sambærileg ósk var sett fram á fundi vinnuhóps útgerðarmanna sem eiga skip í Barentshafi í fyrradag. Gústaf Arnar segir að erindið hafi verið sent áfram til fjarskiptastöðv- arinnar í Gufunesi. Stuttbylgja eða gervitungl „Ég ætla að ræða við þá í dag um hvað hægt sé að gera. Þetta er dálítið nýtt fyrir okkur því þetta er svæði sem íslensk skip hafa ekki sótt í mörg ár og því hefur ekkert verið hugað að fjarskiptum fyrir svæðið," sagði Gústaf Arnar. Hann sagði að farsími drægi í mesta lagi 50-60 km út fyrir land- steinana og það sem þyrfti til að bæta fjarskiptin væru stuttbylgju- sendingar. „Stuttbylgjusendingar eru mjög misjafnar eftir skilyrðum og engan veginn eins öruggar og hærri tíðnir sem farsíminn er á. Fjarskipti á stuttbylgju eru oft sérlega erfið á heimskautasvæðunum og því meit'i truflanir sem norðar er farið. Annar möguleiki er að nota gervitungla- sendingar en það eru ekki nema mjög fá skip sem eru útbúin fyrir þær svo það er ekki lausn sem ligg- ur á borðinu. Auk þess er það kostn- aðarsamt fyrir tal en hins vegar eru til ódýrari tæki fyrir gagnasending- ar. Á þeim tækjum er mjög viðráð- anlegt verð en það eru fyrst og fremst minni skipin sem hafa fjár- fest í slíkum tækjum. Stærri togar- arnir hafa yfirleitt treyst á stutt- bylgjuna því þeir hafa hingað til mest verið að veiðum skammt frá landi,“ sagði Gústaf Arnar. Hópur manna fjárfestir í söngferli Höllu Margrétar Amadóttur óperusöngkonu Telja hana efni í stórsöngvara Morgunblaðið/Sverrir HALLA Margrét Árnadóttir ásamt velgjörðarmönnum sinum, Bjarna Árnasyni (t.v.) og Ingva Hrafni Jónssyni. Prinsessa í einkaheimsókn DANSKA prinsessan Benedikta kom með danska varðskipinu Trinton til Reykjavíkur á þriðju- dag frá Grænlandi þar sem hún var I einkaheimsókn. Prinsessan ferðaðist til Þingvalla, að Geysi og GuIIfossi. í gær heimsótti hún Norræna húsið, Handritastofn- un og Vigdísi Finnbogadóttur, forseta Islands, að Bessastöðum. Prinsessan tók síðan á móti for- setanum um borð í Trinton og sýndi P.G. Hesselballe skipherra þeim brúna. Á milli þeirra má greina Klaus Otto Kappel, sendi- herra Dana. Benedikta hélt til Kaupamannhafnar í gær. —---» ♦ ♦--- Utvarp frá borgarstjórn SAMKOMULAG hefur tekist mílli borgaryfirvalda og Aðalstöðvar- innar um að útvarpað verði frá fundum í borgarstjórn Reykjavík- ur. Fundirnir eru haldnir tvisvar í mánuði, fyrsta og þriðja fimmtu- dag hvers mánaðar, og heljast kl. 17. „Þetta gæti orðið til þess að borgarfulltrúar komi betur undir- búnir en áður og að málefnaleg umræða yrði meiri en áður. Þarna fá bæði stjórn og stjórnarandstaða meiri athygli," sagði Baldvin Jóns- son eigandi Aðalstöðvarinnar. ATHYGLISVERÐ auglýsing birtist í Morgunblaðinu fyrir skömmu. Þar var óskað eftir samstarfi við nokkra fjárfesta til að standa straum af kostnaði við upphafsskref söngferils ungs söngvara sem er að ljúka námi. „Pjárfestingin verður endurgreidd að tveimur árum liðnum með arði af tvennum tónleikum, sem söngvarinn heldur hérlendis,“ segir í auglýsing- unni. Þá segir einnig: „Stuðnings- mannahópurinn telur umræddan söngvara hugsanlega standa á þrö- skuldi glæsilegs ferils og vill leggja sitt af mörkum til að kanna hvort það mat er rétt.“ Söngvarinn sem um ræðir er Halla Margrét Ámadótt- ir og þeir sem hafa frumkvæði að því að styðja hana svo dyggilega eru Bjarni Ámason og Ingvi Hrafn Jóns- son. Bjami Árnason segir að það taki ■ langan tíma fyrir söngvara að koma sér á framfæri. „Þetta er ung stúlka sem er að Ijúka margra ára söng- námi og við höfum tekið okkur sam- an nokkrir um að fjárfesta í henni. Við trúum að hún sé efni í stórsöngv- ara. Hún hefur allt til að bera og framtíðin bíður en hún getur ekki einbeitt sér að ferlinum ef hún þarf að vinna fyrir sér um leiðr“ segir Bjarni. Lifandi og kjarkmikil Ingvi Hrafn segir að þetta hafi komið til þannig að hann hafi kynnst Höllu Margréti fyrir nokkrum árum, fundist hún afskaplega skemmtileg, lifandi og kjarkmikil ung kona. Ingvi Hrafn segist vita að Kristján Jó- hannsson hafi barist af alefli við erf- iðar aðstæður í áratug ef ekki lengur áður en hann fór að sjá árangur erfið- is síns. „Róður hjá Höllu Margréti verður ekki síður erfiður og þess vegna vil ég rétta henni hjálparhönd á sama hátt og ég var svo lánsamur að geta greitt götu Kristjáns í tengsl- um við sjónvarpsþátt bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CBS sem ver- ið er að vinna um hann. Til þess að gefa henni kost á að hafa tíma til að stíga fyrstu skrefin á hinni hörðu braut listarinnar datt okkur í hug að búa til hóp fjárfesta. Fjárfestingin er lifandi listamaður sem er búinn að beijast áfram af feiknarlegum dugnaði," segir Ingvi Hrafn. Hann segir að hópurinn sé orðinn nægilega stór til að hægt verði að tryggja Höllu Margréti og barni henni lífs- viðurværi næstu tvö árin, aðeins eigi eftir að ganga frá fjárfestingarformi og hnýta nokkra lausa enda. Vantar hjálp til að fara alla leið Halla Margrét segir sjálf að vel- gjörðarmenn hennar eigi mikinn heiður skilinn fyrir framtak sitt. „Ég er búin með hið eiginlega tæknilega nám úti og hjálpin sem ég þarf er að fara alla leið og hasla mér völl sem atvinnumaður." Halla Margrét telur sig tilbúna til að hella sér út í hinn harða heim atvinnumennskunnar. „Ég var í einkanámi og þegar mér fannst ég vera tæknilega nógu góð sótti ég um að komast í óperusmiðju og flaug inn í hana í janúar sl. Að henni standa La Fenice, elsta óperuhús ítalíUj Arena í Veróna og Veneto-sýsla. I smiðjunni hef ég fengið gífurlega mikla reynslu og talsverða athygli. Þar er vel hugsað um okkur skjól- stæðingana. Aðstandendurnir hafa góð sambönd við umboðsmenn og þeir hjálpa okkur að koma okkur á framfæri á Ítalíu. Ég hef kynnt mig vel af því sem ég hef gert á vegum óperusmiðjunnar og það hefur verið skrifað mjög fallega um mig í ítölsk- um blöðum. Það hefur hjálpað mér mikið og gefið mér sjálfstraust. Við það að finna að ítalirnir trúa á mig og þessir menn hérna heima þori ég að trúa á mig sjálf. En þegar tíman- um í óperusmiðjunni lýkur um næstu áramót missi ég líka stuðninginn sem ég hef af henni. Þá tekur stuðningur- inn hér að heiman við. Ég held þó að ég ætti að geta verið ágætis sölu- vara ef ég held rétt á spöðunum. Þetta er spurning um skynsemi. En þetta er líka spurning um áræði og þor og ég er manneskja sem þori,“ segir Halla Margrét Árnadóttir. LOKAUTKALL , , - » |i. f , , . Upplysmgar ekki gefnar i sima! Í4VÚRVAL ÚTSÝN 0ATXA5/® Lágmúla 4, í Hafnarfirði, f Keflavík, á Akureyri, á Selfossi • og hjá umboðsmönnum um land allt. Ekki gert ráð fyrir greiðslum sveitarfélaga í Atvinnuleysistryggmgasjóð næsta ár Ráðherra vill viðræður GUÐMUNDUR Árni Stefánsson, fé- lagsmálaráðhern, vill að teknar verði upp viðræður á milli forsvars- manna sveitarfélaganna í landinu og ríkisins um leiðir til að fækka á at- vinnuleysisskrá. Hann segist óttast að án atbeina sveitarfélaganna hafi Atvinnuleysistryggingasjóður lítil Bronstein vill halda fjöltefli DAVID Bronstein stórmeistari í skák er væntanlegur til landsins 6. sept- ember og í frétt frá Skáksambandi íslands segir að hann sé tilbúinn að halda fyrirlestra og tefla fjöltefli meðan á dvöl hans hér stehdur. David Bronstein kemur hingað í einkaerindum ásamt konu sinni og mun dveljast hér til 18. september. tök á að halda áfram að búa til störf handa atvinnulausu fólki. Fyrrverandi félagsmálaráðherra og forystumenn Sambands sveitar- félaga gerðu samning í desember 1993 um að sveitarfélög greiddu 600 millj. í Atvinnuleysistryggingasjóð og að þeim fjármunum yrði varið til | átaksverkefna til að draga úr at- vinnuleysi. Samningurinn gerði ráð fyrir að ekki yrði framhald á greiðsl- um sveitarfélaga í sjóðinn 1995. I ræðu á landsþingi Sambands ís- lenskra sveitarfélaga í gær pskaði Guðmundur Árni eftir viðræðum við sveitarfélögin um áframhaldandi stuðning sveitarfélaganna við átaks- verkefnin eða aðrar leiðir til að fækka á atvinnuleysisskrá og minnti á að í ár hefðu 3.100 störf orðið til vegna átak'sverkefnanna, en það jafngildir 863 heilsársstörfum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.