Morgunblaðið - 01.09.1994, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 01.09.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR1. SEPTEMBER 1994 39 MINNINGAR hljómburðartæki, Wichmann báta- vélar o.fl. Þegar árin liðu og synir hans gengu til liðs við reksturinn og margvíslegar tækninýjungar fóru að koma fram á sjónarsviðið, jukust umsvif og vöruval og í dag verslar fyrirtækið m.a. með ýmsar hágæða- vörur frá Þýskalandi, Japan og víð- ar. Nýstárlegt framtak sem styður og eykur álit á Einari Farestveit & Co. er „Matreiðsluskóli Drafnar" sem rekinn er í nánum tengslum við verslunina. Traustleiki ásamt áræði og vinnusemi hafa einkennt þróun fyrirtækisins frá upphafi. Einari var jafnframt annt um heildarhagsmuni verslunarstéttar- innar. Hann tók virkan þátt í starf- semi Félags ísl. stórkaupmanna, Verslunarráðs íslands og var meðal stofnenda Tollvörugeymslunnar og sat í stjórn hennar. Æskustöðvarnar og þarfir Norð- manna búsettra á íslandi voru hon- um líka hugleiknar. Ræktaði Einari þann garð af alúð. Hann sat í stjórn Nordmannslaget í 11 ár og þar af var hann formaður í 8 ár. Norskir samlandar hans mátu þetta mikils og 12. september 1958 útnefnir Ólafur Noregskonungur hann ridd- ara af fyrstu gráðu hinnar konung- legu norsku Skt. Ólafs orðu. Af þvi sem hér hefur Iítillega verið getið um er ljóst að það var góð sending sem kom hingað til lands frá minnsta sjálfstæða sveit- arfélagi Noregs á sínum tíma. Ungi maðurinn átti eftir að leggja það af mörkum með rösklega sextíu ára búsetu hérlendis sem allir hans mörgu afkomendur mega vera stoltir af. Við sendum Guðrúnu, börnum hennar og öðrum aðstandendum, okkar innilegustu samúðarkveðjur um leið og þakkaðar eru allar góð- ar og gengnar stundir. Guð varðveiti ykkur öll. Sigrún Sigurðardóttir, Sigurður Magnússon og synir. Komin er kveðjustund, tími til að þakka að lyktum vini mínum, Ein- ari Farestveit, löng og góð kynni, þessum sviphreina og gjörvilega norska íslendingi. Þegar við kynntumst á stríðsár- unum miðjum og urðum samstarfs- menn hjá firmanu G. Helgason & Melsteð, var Einar nýkominn norðan úr landi, þar sem hann hafði dvalið hátt í áratug og m.a. náð sér 5 hún- vetnskt kvonfang af beztu gerð, Guðrúnu Sigurðardóttur, kaup- mannsdóttur frá Hvammstanga. Ungur hleypti Einar heimdrag- anum á Hörðalandi, og eftir nám í lýðháskóla og verzlunarskóla kom hann hingað til lands og gerðist driffjöður loðdýraræktar fyrir norð- an og útflutningsverzlunar á því sviði. Síðan réð Páll Melsteð hann til sín þegar hann gerði skinnasölu að viðfangsefni í fyrirtæki sínu. Þá var Einar um þrítugt. Þar var ég starfandi fyrir og fór strax hið bezta á með okkur Ein- ari, enda var hann einkar þægilegur i viðmóti og ætíð hreinn og beinn. Þótt vegir okkar skildu á starfsvett- vangi eftir fá ár, slitnaði ekki vin- áttuþráðurinn okkar á milli, enda styrktist hann verulega fyrir til- verknað Guðnýjar, konu minnar, sem varð hægri hönd Einars, þegar hann tók að mér að stýra skrifstofu Pan American flugfélagsins, en sú skrifstofa var um árabil undir hand- arjaðri Páls Melsteðs. Og þegar Ein- ar stofnaði eigið heildsölufírma fyrir 30 árum, leitaði hann stundum til vinkonu sinnar, þegar sérstakar annir kölluðu að við bréfaskriftir. Eg minnist góðra stunda, sem við hjónin áttum á heimili Einars og Guðrúnar. Þar var gestrisni og hlýja alisráðandi. Síðustu samfundir mínir við þau hjón voru í desember síðast- liðnum, þegar efnt var til veizlu á áttræðisafmæli húsfreyjunnar. Kom þá skýrt í ljós, hve miklum vinsæld- um þau áttu að fagna. Tveimur og hálfu ári fyrr hafði slíkt veizla verið haldin á samskonar afmæli hús- bóndans, skömmu áður en þau hjón- in fluttu búferlum úr húsi sínu við Laugarásveg og settust að í Garðabæ. í því afmælisboði urðu margir til að heiðra hann í ávarps- orðum, þar sem fram kom, hve mörgum nýtum málum hann hafði lagt gott lið. Hann var t.d. formað- ur Nordmannslaget í Reykjavík um átta ára skeið og í stjórn félagsins lengur. Hann bar alla tíð sterkar taugar til ættjarðar sinnar en gerð- ist engu að síður mætur íslending- ur. Minning svo mikils drengskapar- manns mun lengi vara. Ég votta frú Guðrúnu, börnunum fimm og öðru fjölskyldufólki inni- lega samúð. Baldur Pálmason. Það er alltaf sárt þegar stundin rennur upp og kveðja þarf þann, sem manni er hlýtt tii og ber virðingu fyrir. Oft er sagt að maður komi í manns stað, en þeir sem þekktu Einar Farestveit vita að enginn kemur í hans stað. Einar var sér- stakur. Við kynntumst Einari sem inanni með mikla reynslu og sem búinn var að ganga í gegnum tímana tvenna. Hann var „business“-maður af lífi og sál. Einar hafði heiðarleik- ann í hávegum. Handsal hans var eins og undirskrift, hann stóð við orð sín og skuldbindingar. Þetta var það umhverfi, sem hann skapaði fyrirtækinu, og óhætt er að segja að það er afskaplega notalegt að vinna í þannig andrúmslofti. Einar gerði sér far um að setjast niður og spjalla við okkur. Umræðurnar snérust ekki bara um vinnuna, held- ur oft um allt milli himins og jarð- ar, um samgöngur fyrr og nú, um fjölskyldumál, lífíð og tilveruna að ógleymdri pólitíkinni, sem var óþijótandi umræðuefni og skemmti- legt. Þetta voru góðar stundir. Einar bar aldurinn vel. Alltaf mætti hann teinréttur í baki með hattinn á höfðinu, og aðdáunarvert var hvað hann var alltaf nýjunga- gjarn og fylgdist vel með. Fyrir nokkrum árum átti hann frumkvæð- ið að þvi að athuga með innflutning á „dansandi blómum" sem var þá nýjung á markaðnum. Að vísu reyndist verðið ekki nógu hagstætt þannig að ekkert varð úr því ea engu að síður var gaman að þessu. Einar, það er söknuður í bijóstum okkar að hafa þig ekki lengur hjá okkur, þetta ákveðna en samt hlýja viðmót. Þú hefur verið valinn til æðri verkefna. Megi góður Guð blessa þig, með þökk fyrir þann tíma, sem við áttum með þér. Guðrún, Gerda, Edda, Steinar, Arthur og Hákon, megi Guð styrkja ykkur og fjölskyldur ykkar. Við sendum ykkur, svo og öðrum ætt- ingjum og vinum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Starfsfólk Einars Farestveit & Co hf. Nú, þegar komið er að leiðarlok- um á vegferð Einars Farestveit í þessari jarðvist, er við hæfi að þakka fyrir þá samferð sem við hjá Vímu- lausri æsku áttum með þessum glæsilega heiðursmanni. Einar var kominn nokkuð á átt- ræðisaldur þegar foreldrasamtökin gerðust leigjendur í húsnæði hans í Borgartúni 28 og eignuðumst um leið hauk í horni og vin i raun alla tíð síðan. Fyrir allan þann stuðning sem Einar sýndi samtökunum verð- ur seint fullþakkað þó að aldrei hafi verið um neitt þakklæti beðið. Hann studdi samtökin með ráðum og dáð. Lítið dæmi má taka, þegar liann bað alla sem vildu gera honum gott á áttræðisafmælinu sínu, að láta Vímulausa æsku njóta þess. Þá safnaðist stórfé sem rann til samtakanna. Ég sjálf vil þakka fyrir allar þær skemmtilegu stundir sem ég átti með Einari að ræða um menn og málefni. Þá kynntist ég ekki aðeins miklum fjölskyldumanni, sem vildi veg sinnar eigin fjölskyldu sem mestan og bestan, heldur ekki síður hugsjónaríkum manni sem var fjöl- skyldumaður í víðasta skilningi þess orðs. Manni, sem vildi veg allra Ijöl- skyldna sem mestan og bestan, sönnum mannvini. Slíkum mönnum er mannbætandi að kynnast. Elísa Wium. SPARISIÓÐUR REYKJAVÍKUR OG NÁGRENNIS -fyrir þig og þína AUK / 8lA l<94-101
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.