Morgunblaðið - 01.09.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.09.1994, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Viðgerð að ljúka á Filjakirkju Hátíðarsamkoma á sunnudag Skorradal - Viðgerð og endurbygg- ingu á hinni tæplega 100 ára gömlu Fitjakirkju er að ljúka og stefnt er að hátíðarsamkomu sunnudaginn 4. september nk. Fitjakirkja í Skorrad- al er lítil timburkirkja, byggð árið 1897 af þáverandi bændum á Fitj- um, Júlíusi og Stefáni Guðmunds- sonum. Kirkjan var orðin illa farinn og voru ráðagerðir uppi um að rífa hana og byggja nýja í hennar stað. Árið 1989 var þó tekin sú ákvörðun að ráðast í endurbyggingu á gömlu kirkjunni vár því verki lokið nú í sumar. Kirkjan er óbreytt að innan en ytra byrðið hefur verið endumýjað, grindin styrkt og hún fest niður tryggilega. Áður stóð hún á hlöðnum grunni án allra bindinga og ber það vott um veðursæld í innanverðum Skorradal að hún skuli ekki fyrir löngu verið fokin af grunni eins og urðu örlög Hvanneyrarkirkju, sem reist var 1893 en fauk 1902. Eigendur Fitja hafa séð um verk- ið í samráði við Stefán Örn Stefáns- son, arkitekt, en Gunnar Bjarnason, trésmiður, hefur haft veg og vanda af smíðavinnu. Jafnhliða endurbygg- ingu kirkjunnar hefur kirkjugarður- inn, girðingin ásamt sáluhliði verið lagað og endurbætt svo til fyrri myndar er. Kirkjan hefur verið á Fitjum frá öndverðri kristni því hinn frægi Fitjakaleikur sem varðveittur er í Þjóðminjasafninu er frá því um 1200. Fitjakirkja var helguð heilög- um Nikulási. Þann 4. september kl. 14 verður hátíðarmessa í Fitjakirkju og eru öll núverandi og fyrrverandi sókn- arbörn, sveitungar og aðrir velunn- arar kirkjunnar velkomnir. Þess má að lokum geta að þó kirkjan sé orð- in 97 ára er eitt sóknarbarna hennar árinu eldra, en það er Þórður Run- ólfsson, bóndi í Haga, sem er trúlega elsti starfandi bóndi landsins. Morgunblaðið/Davíð Pétursson FITJAKIRKJA í Skorradal. Dreifbýlisly fsalar óttast áhrif lyfjalaga Hveragerði - Árlegur fundur dreifbýlisapótekara var haldinn að Hótel Örk í Hveragerði 28. ágúst sl. Fundinn sóttu apótekarar frá 20 apótekum víðsvegar að af land- inu ásamt mökum sínum. Á fundinum voru rædd ýmis mál er varða lyfjadreifíngu utan þéttbýlis og má þar nefna sam- skipti við sveita- og heilsugæslu- stjórnir og einnig dýralyf og dreif- ingu þeirra. Hæst bar þó umræður um ný lyfjalög og óvissuna um framtíð- ina í kjölfar þeirar. Fram kom að frjáls álagning á verð lausasölu- lyfja í Finnlandi hefur á stuttum tíma leitt til allt að 62% hækkun- ar og óttast apótekarar að eitt- hvað svipað geti átt sér stað hér á landi. Fyrir utan að fyrirsjáan- legt er mismunandi verð lyfja til neytenda eftir því hvar á landinu þeir búa. Einar Magnússon, lyfjamála- stjóri, var gestur fundarins. ' ' ; - 3 / • ,,;>r Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Lífleg starfsemi kajakklúbbsins Neskaupstað - í sumar hefur verið mjög lífleg starfsemi hjá kajakklúbbnum Kaj í Neskaup- stað m.a. hafa þeir fengið tvo erlenda þjálfara, annars vegar frá Nýja Sjálandi og hins vegar Bretlandi, til að þjálfa og leið- beina félögum klúbbsins í kajak- róðri og meðferð kajaka. Þá hafa félagarnir farið í ferðir á kajök- unum í næstu firði í nágrenni Neskaupstaðar. Klúbburinn var stofnaður á síðasta ári og eru félagar 22. l’ormaður er Pétur Arason. Á myndinni má sjá nokkra félaga klúbbsins koma úr róðri ásamt breskum þjálfara Ársþing sveitarfélaga á Norðurlandi vestra Lengri starfstíma grunnskóla mótmælt Blönduósi - Menntamálaráðherra, Ólafur G. Einarsson, lýsti því yfir á ársþingi Sambands sveitarfélaga í Norðurlandskjördæmi vestra, SSNV, sem haldið var á Blönduósi um helgina, að hann væri tilbúin að falla frá lengingu skólaársins í 10 mánuði ef betri nýting næðist á starfstíma grunnskólanna. Ársþing SSNV mótmælti einnig harðlega hugmyndum um að lög- festa 10 mánaða starfstíma grunn- skólans og lagði áherslu á að sveit- arfélögunum væri tryggt nægilegt fjármagn til að standa undir þeim kröfum sem gerðar eru til grunn- skólans á hverjum tíma. Auk skólamála var fjallað um umhverfismál á ársþinginu og voru fráveitumál ofarlega á baugi. Fé- lagsmálaráðherra, Guðmundur Ámi Stefánsson, og umhverfisráð- herra, Össur Skarphéðinsson, ávörpuðu þingið. Þetta ársþing var annað í röð- inni frá stofnun Sambands sveitar- félaga í Norðurlandskjördæmi vestra. Björn Sigurbjörnsson á Sauðárkróki var endurkjörinn for- maður sambandsins. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Viðburðaríkur laug- ardagur á Selfossi Út er kominn gcisla- dlskurinn Heitur vinðut meO hljómsveitinni ■mmmmnmmmm Neot Etnsteiger iil Minningar- og útgáfutónleikar verða minningar um Pétur tnga haldnir í sal Hagaskóia sunnudaginn Þorgllsson og túnlisl hans. 4 septemberkl. 21.00. Selfossi - Búist er við fjölmenni í miðbæ Selfoss næstkomandi laugar- dag, 3. september. Útimarkaður verður í hinum bláhvítu markaðs- tjöldum Selfyssinga þar sem búist er við fjölda söluaðila af Suðurlandi sem munu bjóða vörur á góðu verði. Þetta er fimmti og síðasti markaðs- dagur sumarsins. Keppni aflraunamanna í Háianda- greinum fer fram á túni við hlið markaðstjaldanna. Keppnin, sem ér íslandsmót í Hálandaieikum, hefst klukkan 15 með skrúðgöngu inn á keppnissvæðið. Það er Andrés Guð- mundsson aflraunamaður sem er for- svarsmaður keppninnar. Hann sagði að hefð væri fyrir því að bæjarstjóri setti keppnina 0g opnaði hana með fyrsta kastinu. Þetta kemur í hlut Karls Bjömssonar bæjarstjóra á Sel- fossi. Andrés leitar nú að sekkjapípu- ieikara til að fara fyrir skrúðgöngu keppenda inn á keppnissvæðið en keppendur verða allir í skoskum pils- um og leyndardómur yfír því í hverju þeir verða innanundir. Hjólað, gengið og hlaupið Brúarhlaup Selfoss fer fram þenn- an dag og hefst með 10 km hjólreið- um klukkan 13 og 5, 10 og 21 km hlaupi klukkan 14. Á Selfossi fer skráning fram í Vöruhúsi KÁ á föstu- dag og í Reykjavík á skrifstofu UMFÍ. Búist er við góðri þátttöku í hlaupinu eins og í fyrra. Morgunblaðið/Sig. Jóns. í.] ANDRÉS Guðmundsson lyftir hér Sigurði Rúnari Birgissyni, I átta ára, á hjólinu. Myndlistarsýning Tolla hefst í Kaffi-krús þennan dag. Þá munu veitingastaðir og verslanir á staðnum leggja sig fram um að gera fólki til hæfis. Gert er ráð fyrir verulegri umferð á Selfossi um helgina. Tjald- markaðir, tívolí og fleiri viðburðir í miðbænum hafa í sumar aukið um-: ferð á Selfossi og þeir dagar hafa verið stærstir hjá miðbæjarverslun- unum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.