Morgunblaðið - 01.09.1994, Síða 12
12 FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Viðgerð að ljúka
á Filjakirkju
Hátíðarsamkoma á sunnudag
Skorradal - Viðgerð og endurbygg-
ingu á hinni tæplega 100 ára gömlu
Fitjakirkju er að ljúka og stefnt er
að hátíðarsamkomu sunnudaginn 4.
september nk. Fitjakirkja í Skorrad-
al er lítil timburkirkja, byggð árið
1897 af þáverandi bændum á Fitj-
um, Júlíusi og Stefáni Guðmunds-
sonum. Kirkjan var orðin illa farinn
og voru ráðagerðir uppi um að rífa
hana og byggja nýja í hennar stað.
Árið 1989 var þó tekin sú ákvörðun
að ráðast í endurbyggingu á gömlu
kirkjunni vár því verki lokið nú í
sumar.
Kirkjan er óbreytt að innan en
ytra byrðið hefur verið endumýjað,
grindin styrkt og hún fest niður
tryggilega. Áður stóð hún á hlöðnum
grunni án allra bindinga og ber það
vott um veðursæld í innanverðum
Skorradal að hún skuli ekki fyrir
löngu verið fokin af grunni eins og
urðu örlög Hvanneyrarkirkju, sem
reist var 1893 en fauk 1902.
Eigendur Fitja hafa séð um verk-
ið í samráði við Stefán Örn Stefáns-
son, arkitekt, en Gunnar Bjarnason,
trésmiður, hefur haft veg og vanda
af smíðavinnu. Jafnhliða endurbygg-
ingu kirkjunnar hefur kirkjugarður-
inn, girðingin ásamt sáluhliði verið
lagað og endurbætt svo til fyrri
myndar er.
Kirkjan hefur verið á Fitjum frá
öndverðri kristni því hinn frægi
Fitjakaleikur sem varðveittur er í
Þjóðminjasafninu er frá því um
1200. Fitjakirkja var helguð heilög-
um Nikulási.
Þann 4. september kl. 14 verður
hátíðarmessa í Fitjakirkju og eru öll
núverandi og fyrrverandi sókn-
arbörn, sveitungar og aðrir velunn-
arar kirkjunnar velkomnir. Þess má
að lokum geta að þó kirkjan sé orð-
in 97 ára er eitt sóknarbarna hennar
árinu eldra, en það er Þórður Run-
ólfsson, bóndi í Haga, sem er trúlega
elsti starfandi bóndi landsins.
Morgunblaðið/Davíð Pétursson
FITJAKIRKJA í Skorradal.
Dreifbýlisly fsalar
óttast áhrif lyfjalaga
Hveragerði - Árlegur fundur
dreifbýlisapótekara var haldinn að
Hótel Örk í Hveragerði 28. ágúst
sl. Fundinn sóttu apótekarar frá
20 apótekum víðsvegar að af land-
inu ásamt mökum sínum.
Á fundinum voru rædd ýmis
mál er varða lyfjadreifíngu utan
þéttbýlis og má þar nefna sam-
skipti við sveita- og heilsugæslu-
stjórnir og einnig dýralyf og dreif-
ingu þeirra.
Hæst bar þó umræður um ný
lyfjalög og óvissuna um framtíð-
ina í kjölfar þeirar. Fram kom að
frjáls álagning á verð lausasölu-
lyfja í Finnlandi hefur á stuttum
tíma leitt til allt að 62% hækkun-
ar og óttast apótekarar að eitt-
hvað svipað geti átt sér stað hér
á landi. Fyrir utan að fyrirsjáan-
legt er mismunandi verð lyfja til
neytenda eftir því hvar á landinu
þeir búa.
Einar Magnússon, lyfjamála-
stjóri, var gestur fundarins.
' '
; - 3 / •
,,;>r
Morgunblaðið/Ágúst Blöndal
Lífleg starfsemi kajakklúbbsins
Neskaupstað - í sumar hefur
verið mjög lífleg starfsemi hjá
kajakklúbbnum Kaj í Neskaup-
stað m.a. hafa þeir fengið tvo
erlenda þjálfara, annars vegar
frá Nýja Sjálandi og hins vegar
Bretlandi, til að þjálfa og leið-
beina félögum klúbbsins í kajak-
róðri og meðferð kajaka. Þá hafa
félagarnir farið í ferðir á kajök-
unum í næstu firði í nágrenni
Neskaupstaðar. Klúbburinn var
stofnaður á síðasta ári og eru
félagar 22. l’ormaður er Pétur
Arason. Á myndinni má sjá
nokkra félaga klúbbsins koma
úr róðri ásamt breskum þjálfara
Ársþing sveitarfélaga á Norðurlandi vestra
Lengri starfstíma
grunnskóla mótmælt
Blönduósi - Menntamálaráðherra,
Ólafur G. Einarsson, lýsti því yfir
á ársþingi Sambands sveitarfélaga
í Norðurlandskjördæmi vestra,
SSNV, sem haldið var á Blönduósi
um helgina, að hann væri tilbúin
að falla frá lengingu skólaársins í
10 mánuði ef betri nýting næðist á
starfstíma grunnskólanna.
Ársþing SSNV mótmælti einnig
harðlega hugmyndum um að lög-
festa 10 mánaða starfstíma grunn-
skólans og lagði áherslu á að sveit-
arfélögunum væri tryggt nægilegt
fjármagn til að standa undir þeim
kröfum sem gerðar eru til grunn-
skólans á hverjum tíma.
Auk skólamála var fjallað um
umhverfismál á ársþinginu og voru
fráveitumál ofarlega á baugi. Fé-
lagsmálaráðherra, Guðmundur
Ámi Stefánsson, og umhverfisráð-
herra, Össur Skarphéðinsson,
ávörpuðu þingið.
Þetta ársþing var annað í röð-
inni frá stofnun Sambands sveitar-
félaga í Norðurlandskjördæmi
vestra. Björn Sigurbjörnsson á
Sauðárkróki var endurkjörinn for-
maður sambandsins.
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Viðburðaríkur laug-
ardagur á Selfossi
Út er kominn gcisla-
dlskurinn Heitur vinðut
meO hljómsveitinni ■mmmmnmmmm
Neot Etnsteiger iil Minningar- og útgáfutónleikar verða
minningar um Pétur tnga haldnir í sal Hagaskóia sunnudaginn
Þorgllsson og túnlisl hans. 4 septemberkl. 21.00.
Selfossi - Búist er við fjölmenni í
miðbæ Selfoss næstkomandi laugar-
dag, 3. september. Útimarkaður
verður í hinum bláhvítu markaðs-
tjöldum Selfyssinga þar sem búist
er við fjölda söluaðila af Suðurlandi
sem munu bjóða vörur á góðu verði.
Þetta er fimmti og síðasti markaðs-
dagur sumarsins.
Keppni aflraunamanna í Háianda-
greinum fer fram á túni við hlið
markaðstjaldanna. Keppnin, sem ér
íslandsmót í Hálandaieikum, hefst
klukkan 15 með skrúðgöngu inn á
keppnissvæðið. Það er Andrés Guð-
mundsson aflraunamaður sem er for-
svarsmaður keppninnar. Hann sagði
að hefð væri fyrir því að bæjarstjóri
setti keppnina 0g opnaði hana með
fyrsta kastinu. Þetta kemur í hlut
Karls Bjömssonar bæjarstjóra á Sel-
fossi. Andrés leitar nú að sekkjapípu-
ieikara til að fara fyrir skrúðgöngu
keppenda inn á keppnissvæðið en
keppendur verða allir í skoskum pils-
um og leyndardómur yfír því í hverju
þeir verða innanundir.
Hjólað, gengið og hlaupið
Brúarhlaup Selfoss fer fram þenn-
an dag og hefst með 10 km hjólreið-
um klukkan 13 og 5, 10 og 21 km
hlaupi klukkan 14. Á Selfossi fer
skráning fram í Vöruhúsi KÁ á föstu-
dag og í Reykjavík á skrifstofu
UMFÍ. Búist er við góðri þátttöku í
hlaupinu eins og í fyrra.
Morgunblaðið/Sig. Jóns. í.]
ANDRÉS Guðmundsson lyftir
hér Sigurði Rúnari Birgissyni, I
átta ára, á hjólinu.
Myndlistarsýning Tolla hefst í
Kaffi-krús þennan dag. Þá munu
veitingastaðir og verslanir á staðnum
leggja sig fram um að gera fólki til
hæfis. Gert er ráð fyrir verulegri
umferð á Selfossi um helgina. Tjald-
markaðir, tívolí og fleiri viðburðir í
miðbænum hafa í sumar aukið um-:
ferð á Selfossi og þeir dagar hafa
verið stærstir hjá miðbæjarverslun-
unum.