Morgunblaðið - 01.09.1994, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Grettir
Tommi og Jenni
Gerir það líf þitt Það held ég nú! Hundar vernda Talaðu um streitu!
betra að eiga mann, veita manni huggun, ást, gleði
hund? og félagsskap, það er þeirra starf.
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329
Um hauskúpur
Athugasemd við gagnrýni
Frá Pétri Rúnari Guðnasyni:
ÍSLENDINGAR geta oft verið fyndn-
ir og skemmtilegir og sennilega eig-
um við fleiri húmorista en flestar
þjóðir. En það eru nokkrar undan-
tekningar á þessu sem öðru og í 44.
eintaki Eintaks er gott dæmi um
eina slíka, og um að sumir eru
ófyndnari en aðrir. Þar gefur á 21.
síðu að líta einhvern hrottalegasta
gagnrýnisdálk síðari tíma. Gagnrýn-
andinn, hvers nafn ég læt liggja á
milli hluta, tekur sig til og rakkar í
nokkrum línum niður tvo af bestu
gamanmyndaþáttum sem Ríkissjón-
varpið hefur tekið til sýninga. Þætt-
imir skipa sér í hóp með löngu sígild-
um perlum eins og Black Adder,
George & Mildred og Sledge Ham-
mer sem því miður ekki sjást lengur
á skjánum.
Gagnrýnandi Eintaks þeytir í
grein sinni fram fúkyrðum um þætt-
ina The Brittas Empire og Sækjast
sér um líkir (Sharon & Tracy). Þetta
er greinilega gert í þeim tilgangi ein-
um að svala undarlegum gagnrýn-
andakomplexum sem pistlahöfundur
er gagntekinn af. Ekki fer mikið
fyrir rökstuðningi í greininni en höf-
undur hamast hins vegar við að grafa
upp neikvæðustu lýsingarorð hinnar
íslensku orðaflóru svo sem: „helvíti",
„ömurlegt“ og „fúll“. Síðan þegar
orðaforði höfundar er tæmdur tekur
hann til við að bæta „einhverrar
[heilsuræktamiðstöðvar]“ og „ein-
hvernftíman] eitthvað [fyndið]“ fyrir
framan hin ýmsustu orð.
Góðir leikarar sem
fara á kostum
Helst finnur hann systrunum
Sharon og Tracy það til foráttu að
þær séu ljótar og feitar (önnur þeirra
er reyndar þétt en hin alls ekki).
Menn verða sem sagt fyndnari og
skemmtilegri eftir því sem þeir eru
horaðri. Gaman væri að sjá þessa
kenningu höfundar greinarinnar
heimfærða á John Goodman, John
Candy eða þá Roseannel! Hið rétta
er að í þáttunum fylgjumst við með
hinum stórgóðu leikurum fara á kost-
um með cockney framburði á brönd-
urum sem eru hverjir öðrum betri.
Síðan fá systurnar oftar en ekki
heimsókn frá hinni snobbuðu Dorian-
nágrannakonu sinni (greinarhöfund-
ur Eintaks minnist augljóslega ekki
á hana þar sem því-grannari-því-
fyndnari kenning hans myndi ekki
þola það.
Síðan snýr höfundur sér að góð-
GREINARHÖFUNDUR tek-
ur heilsuræktarstöðvarfor-
stjórann Brittas sem dæmi
um breskan húmor þar sem
atferli leikaranna skiptir
jafn mikiu máli og orðin sem
þeir segja
borgaranum Brittas. Brittas þessi
stjórnar (einhverri) heilsuræktarstöð.
Greinarhöfundi þykir fátt til hans
koma þar sem hann segi aldrei neitt
fyndið. Enn og aftur verður Eintaks-
gaur reik í greiningu á breskum
húmor. Því það eru ekki endilega
orðin sem vekja hlátrasköll hjá öllum
hinum siðmenntaða heimi í atferli
Mr. Brittasar heldur raddblærinn og
andlitsgretturnar sem slá m.a.s.
meistara Bill Cosby við! Meðal ann-
arra smellinna persóna í þáttunum
eru hin sígrátandi móttökudama, ill-
þefjandi húsvörðurinn og homminn
sem sér um sundlauginna. Þættirnir
eru sýndir á laugardagskvöldum
(tóku við af Simpsonsfjölsk.) og ætti
enginn unnandi breskrar fyndni að
láta þá fram hjá sér fara. Eintak
ætti hins vegar alvarlega að hugsa
sinn gang. Greinin sem vitnað var í
hér á undan er bara svo fámunalega
illa skrifuð að halda mætti að ein-
hver poppskríbent hefði verið fenginn
til að skrifa hana. Hver setningin á
fætur annarri er svo fúl að mann
hreinlega sundlar.
Eg vona svo sannarlega að Eintak
sleppi þessum leiðindum því annars
neyðist ég til að sleppa Eintaki. Og
Siguijón Kjartansson ætti ekki að
hætta sér of langt frá Baywatch',
Melrose Place og Nágrönnum.
PÉTUR RÚNAR GUÐNASON,
Álfhólsvegi 27,
Kópavogi.
Kylfa ræður kasti
Frá Benjamín H.J. Eiríkssyni:
í LESBÓK Morgunblaðsins 27.8.
1994 er grein um bókina Mergur
málsins. Yfir fyrirsögninni er teikni-
mynd af mönnum í bardaga. Þeir
kastast á kylfum. Ég held að það
sé þessi mynd sem fær mig loksins
til að setja þessi orð á blað.
Ég kynntist Jóni Jóhannessyni
þegar við vorum samtímis í skóla á
Akureyri veturinn 1929-30. Mörgum
árum seinna, þegar hann var orðinn
prófessor í sögu, vorum við eitt sinn
á gangi nálægt háskólanum hér í bæ.
Börn voru þar að boltaleik. Þá sagði
Jón við mig: „Það var þá þegar ég
sá þennan leik sem ég áttaði mig á
orðtakinu: Að láta kylfu ráða kasti."
Hann hafði séð hvernig farið var
að að ákveða hver ætti að ráða fyrsta
kastinu. Það var gert með því að
„láta kylfu ráða kasti“! Annar fyrir-
liðinn lét hönd sína neðst á kylfuna,
sem þarna var prik, síðan hinn hönd
sína þar fyrir ofan, og svo koll af
kolli upp prikið, kylfuna. Sá byijaði
sem endaði efst.
Þar sem þessi orð varða bókina
Mergur málsins læt ég fljóta með,
að ég held að orðtakið að láta deigan
síga verði bezt skýrt með því að
gera ráð fyrir því, að „deigan" sé
þarna þýzka orðið degen, sverð.
BENJAMÍN H.J. EIRÍKSSON,
alias Eirik Torin.