Morgunblaðið - 01.09.1994, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 01.09.1994, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MAGNÚS GRÍMSSON tMag'nús Gríms- son skipstjóri var fæddur í Súða- vík við Álftafjörð vestra 11. desember 1919. Hann lést af slysförum að kvöldi 22. ágúst sl. Foreldr- ar hans voru hjónin Grímur Jónsson, út- gerðarmaður í Súðavík, og kona hans, Þuríður Magn- úsdóttir. Magnús gekk í Verzlunar- skóla íslands en fór svo í Stýrimanna- skólann í Reykjavík. Hann varð skipstjóri 19 ára gamall og stundaði sjó allt til 68 ára ald- urs og var þá einn af elstu starf- andi togaraskipstjórum lands- ins. Fram til ársins 1947 stund- aði hann sjó frá Súðavík en frá Reykjavík eftir það. Hann var einkum kunnur sem skipstjóri á togveiðum á stærri sem smærri bátum sem hann ýmist sjálfur átti eða aðrir. Hann kvæntist Kristjönu Skagfjörð Kristjánsdóttur árið 1941 og eignuðust þau sex börn sem eru: Þuríður, forstöðumaður. Hennar dóttir er Þórunn Rán Jónsdóttir. Bolli, skipatæknifræðing- ur, eiginkona Anna Einarsdóttir, fyrr- um ráðgjafi heyrnarlausra. Þeirra börn eru Ásta og Magnús. Atli, blaðamaður, eigin- kona Unnur Ragn- arsdóttir, skrifstofu- maður. Sonur Atla af fyrra hjónabandi er Grímur. Svanhild- ur deildarstjóri. Hennar sonur er Þrándur Grétars- son. Matthildur, húsmóðir, eig- inmaður Árni Jónsson, fram- kvæmdastjóri. Börn Matthildar af fyrra hjónabandi eru Jón Valgeir Williams og Kristjana Skagfjörð Williams, en þau Árni eiga dótturina Evu Rán. Helga, húsmóðir, eiginmaður Kristján Þorvaldsson sjómaður. Sonur Helgu af fyrra hjóna- bandi er Styrmir Bolli Kristj- ánsson en sonur af síðara hjónabandi er Úlfar Örn. Barnabörn Magnúsar eru tíu en barnabarnabörn eru tvö. Útför Magnúsar fer fram frá Fossvogskirkju í dag. AÐ MAGNÚSI Grímssyni stóðu sterkir stofnar. Afi hans í föður- ætt var Jón Valgeir Hermannsson, útvegsbóndi í Súðavík en amma Guðrún Jóhannesdóttir. Jón Val- geir bjó framan af ævi víða á Hornströndum, þar á meðal í Reka- vík, Furufirði og í Skjaldar-Bjarn- arvík og loks í Steingrímsfirði. Á harðindaárunum um 1890 brugðu ^þau Jón Valgeir og Guðrún búi og hugðust flytjast til Vesturheims. Undarleg atvik réðu því að af því varð þó ekki. Er yfir að ísafjarðar- djúpi kom veiktist eitt barna þeirra og dvaldi fjölskyldan hjá vinafólki í Æðey uns það hresstist. Var þá lagt af stað á róðrarskipi til Isa- fjarðar en við Arnarnes sást frá bátnum hvar Ameríkufarið sigldi út Djúpið. Sannaðist þar að enginn ræður sínum næturstað. Jón Valgeir og fjölskylda hans fluttist npkkru seinna inn í Súða- vík við Álftafjörð og keypti Jón þar hálfa jörðina Súðavík af Hjalta óðalsbónda Sveinssyni. Þar uxu börnin úr grasi. Þeirra á meðal var '•■‘Grímur Jónsson faðir Magnúsar Grímssonar, sem í dag er kvaddur hinstu kveðju. Grímur gerðist síðar kaupmaður í Súðavík og umsvifa- mikill útgerðarmaður og varð landskunnur af störfum sínum. Hann stofnaði meðal annars fyrsti- húsið Frosta og var hreppstjóri Súðavíkurhrepps um tæpra þriggja áratuga skeið. í móðurætt var Magnús Gríms- son ættaður úr Ámessýslu. Móðir hans, Þuríður Magnúsdóttir, var dóttir Magnúsar Símonarsonar sjó- manns í Þorlákshöfn og Helgu Jónsdóttur. Á heimilinu dvöldu löngum vertíðarmenn hvaðanæva af landinu í uppvexti hennar og kunni Þuríður margt frá þeim tím- um að segja og á þann hátt að unun þótti á að hlýða, en kunna frásagnargáfu hefur Magnús son- ur hennar vafalaust erft frá henni. Þuríður átti skyldmenni á Isafírði og mun það hafa verið fyrir milligöngu þeirra að hún réðst sem ráðskona að síldverkunarstöð sem H.P. Duus rak á Hattareyri við Álftafjörð á árunum fyrir 1920. Þar kynntist hún Grími Jónssyni. Felldu þau hugi saman og gengu hjónaband 1918, Grímur hafði þá eignast alla jörðina Súðavík og varð Súðavíkurheimilið fyrr en varði þekkt að rausn og myndar- brag, heimilismenn skiptu oft tug- um og gestakomur voru tíðar. Umkomulaus börn tóku þau hjón í uppfóstur, böm sem alla tíð síðan „ -elskuðu þau og virtu sem foreldra. Magnús Grímsson fæddist þann 11. desember 1919 og vegna veik- inda móðurinnar við fæðingu hans varð þeim Grími og Þuríði ekki fleiri barna auðið. Hlutskipti einka- barnsins er ekki ætíð auðvelt. Þótt ást foreldranna á syninum væri mikil og fölskvalaus var gjarna harðar tekið á bernskuyfirsjónum Magnúsar en annarra bama; slíkt var skaplyndi Gríms og Þuríðar að hlutdrægni, þegar eigið barn var annars vegar, vildu þau ekki láta á sig sannast. Þannig fór því fjarri að Magnús hafí alist upp við sérstakt eftirlæti þótt hann ætti efnaða foreldra á þeirrar tíðar vísu. Súðavík var snautt og fámennt þorp á þessum tíma og ólíkt þeim velmegandi útgerðarstað sem nú er. Þetta var þyrping smárra húsa sem flest stóðu rétt ofan við fjöru- kambinn. Varla kemur á óvart að Magnús var lítt stálpaður þegar það varð eftirlætisiðja hans sem annarra drengja í sjávarplássum að verða sér úti um skektu og róa út á fjörð með færi. Með þeim hætti hefur sjómannseðlið verið vakið til lífsins í mörgum mannin- um og svo fór um Magnús Gríms- son. Fleiri tilfinningar skutu rót- um. Lognið á Álftafirðinum í góð- viðri gleymist gömlum Súðvíking- um aldrei og þegar árin færast yfír verður seiðmagn minninganna sterkt. Magnús var einmitt á heim- leið eftir að hafa vitjað Súðavíkur enn einu sinni þegar kallið kom. Ungur nam hann við héraðsskól- ann á Laugarvatni og fimmtán ára var hann sendur suður til Reykja- víkur til náms í Verzlunarskólan- um, en faðir hans hafði verið í fyrsta nemendahópi þess skóla 1905-1907. Hefur Grímur eflaust vonað að sonurinn yrði honum til aðstoðar við útgerðina, en svo átti ekki að fara. Þótt Magnús sæti tvo vetur í skólanum hætti sjórinn ekki að toga í hann. í stað þess að ljúka náminu réð hann sig á togarann Belgaum með Aðalsteini Pálssyni skipstjóra en settist svo í Stýrimannaskólann og lauk hinu minna fiskimannaprófi vorið 1939. Að því búnu fluttist hann vestur til Súðavíkur og gerðist formaður á einum báta föður síns, þá aðeins nítján ára gamall. Þessi bátur var mótorbáturinn Bolli, 16 lestir að stærð. En Magnús kom ekki einn síns liðs í heimahaga að þessu sinni. Með honum fluttist unnusta hans og senn eiginkona, Kristjana Skagfjörð Kristjánsdóttir. Foreldr- ar hennar voru Kristján Skagfjörð múrarameistari í Reykjavík og Matthildur Helgadóttir. Spytja má hvort Magnús hefði MINNINGAR orðið farsælli ef hann hefði lokið skóla og tekið við útgerð föður síns. Hann ræddi þetta við nokkur barna sinna skömmu fyrir andlát sitt. Hann skýrði frá því hvernig faðir hans hefði unnið við flatn- ingsborðin ásamt verkafólki sínu langt fram á kvöld en síðan sest við bókhald, færslur og reikninga eftir að vinnudegi lauk, oft fram á rauða nótt. „Ég hefði ekki viljað lifa þá ævi sem hann pabbi minn gerði,“ varð Magnúsi að orði. Grímur Jónsson hlífði sér ekki fremur en svo margir atorkumenn fyrri daga. Hann ofbauð enda kröftum sínum um síðir og varð að draga sig í hlé fyrir aldur fram. Magnús stundaði línuveiðar á smáum mótorbátum föður síns á stríðsárunum. Það starf var ekki heiglum hent. Sótt var langt út og stórviðri áttu til að skella á fyrirvaralaust en veðurfregnir voru stopular vegna styrjaldarástands- ins. Á þeim slóðum sem vestfirsku bátarnir veiddu var víða fjöldi af tundurduflum sem daglega sáust skammt undan borðstokknum eða festust í línunni. Ekki náðu allir bátanna heilir til hafnar og marga frásögn rakti Magnús Grímsson af því hve mjóu munaði stundum. Er mikil síld tók að veiðast eftir stríð keyptu þeir Magnús og Grím- ur faðir hans nýjan hundrað lesta bát, einn hinna svonefndu Svíþjóð- arbáta. Hlaut báturinn nafnið Jón Valgeir eftir afa Magnúsar og gerði hann bátinn lengst af út frá Reykjavík. Þangað fluttist hann með fjölskyldu sína árið 1947 og lauk þar hinu meira fiskimanna- prófí vorið 1948. En svipull er sjávarafli. Ár síld- arleysis fóru í hönd og útgerð Jóns Valgeirs var erfið. Magnús gerði bátinn út til ársins 1955 en varð þá að láta hann vegna skuldsetn- inga. Hið sama varð hlutskipti fjölda útgerðarmanna sem treyst höfðu á „silfur sjávarins" á þessum árum. Segja má að er hér var komið sögu hafi nýtt skeið hafist á sjó- mannsferli Magnúsar. Hann gerð- ist skipstjóri á ýmsum stærri bát- um um tíma, en keypti 25 lesta bát, Sæborgu. árið 1957. Sæborgu gerði hann út í fimm ár og gekk sú útgerð að óskum. Festi Magnús brátt kaup á öðrum báti af svip- aðri stærð, Sæfara, og átti þannig tvo báta á tímabili. Hlé varð þó á eigin útgerð hans 1962 því tvö næstu árin gerðist hann skipstjóri á stærri fiskibátum í eigu annarra. Þeir voru Hrafnkell frá Neskaup- stað og Guðmundur góði frá Reykjavík og var siglt með aflann til Skotlands. Senn hóf hann eigin útgerð að nýju er hann lét smíða Sæborgu II árið 1964 og var það 30 lesta bátur. Aftur reyndist gifta fylgja nafni og útgerðin gekk prýðilega. Árið 1968 gekk Magnús Grímsson í félag við dr. Jakob Sigurðsson um útgerð á 125 lesta báti, Sæ- borgu RE-20, og 1974 á rúmlega 200 lesta skipi, Skjaidborgu RE- 40. Þriðja skipið sem þeir Jakob gerðu út saman var ný Sæborg RE-20 og var hún stærst skipa þeirra eða 267 lestir. Samstarf þeirra Jakobs stóð til ársins 1978. Magnús gerðist nú afleysinga- skipstjóri á skuttogurunum Dag- nýju og Arinbirni um tveggja ára bil eða þar til hann árið 1980 réðst sem stýrimaður á flutningaskipið Eddu og var í langsiglingum næstu tvö árin. Hann gerðist að því búnu enn afleysingaskipstjóri á togurum og var með Engey og Arinbjörn þar til hann lét af sjómennsku 68 ára. Hann var þá einn elsti starf- andi togaraskipstjóri landsins. Eftir að Magnús hóf smábátaút- gerð varð botnvarpan hans eftir- lætis veiðarfæri. Þreyttist hann aldrei á að ígrunda eiginleika henn- ar og sat löngum við að teikna nýjar gerðir og hugleiða betrum- bætur. Hann gerðist allra manna kunnugastur togslóðum víðs vegar við landið og fískaði oft þar sem hraunbotn var undir að mestu og þar sem fáir ef nokkrir aðrir hefðu getað fiskað. Botnvarpan og með- ferð hennar varð listgrein hans ef svo mætti segja og hún fullnægði því ósvikna veiðimannseðli sem í Magnúsi bjó og sjálfsagt ævintýra- löngun. Gengu margar sögur af veiðiskap hans, sumar ýktar eins og gengur, en oftast þess eðlis að þær vöktu bros eða gaman. Magnús Grímsson var gæddur ríkulegum frásagnar- og næstum leikarahæfileikum sem öfluðu hon- um ómældra vinsælda. Hvarvetna var hann aufúsugestur og hvar- vetna vakti hann gleði með glensi sínu og orðheppni. Samt fundu allir að undir þessu yfirborði bjó mikil seigla og dugur í bland við næmt en ríkt geð. Ekki bar oft við að hann reiddist en kæmi það fyr- ir var það með þeim hætti að gu- staði af honum í meira lagi. Aldrei stóð slíkt nema skamma stund og Magnús Grímsson var að nýju orð- inn sama glaða og reifa kempan sem brá birtu yfir umhverfi sitt. Þannig verður hann og munaður af þeim ótal mörgu sem virtu hann og höfðu mætur á honum. Mikill harmur var að Magnúsi kveðinn er hann missti Kristjönu konu sína árið 1979. Hún var hon- um sú stoð og stytta að betri gat Magnús ekki óskað sér. Má nærri geta að sú vinna, sem Kristjana innti af hendi við uppeldi sex barna auk allra þeirra anna sem á sjó- mannskonuna hlaðast í fjarveru eiginmannsins á hafinu, var ekki lítil. Ást þeirra hjóna og eindrægni í stóru sem smáu var öllum ljós og fyölskyldulífið með þeim hætti að ekki bar skugga á. Þess minn- ast börn þeirra með þakklæti á þessari stundu. Missir eiginkonunnar var Magn- úsi þungbær en tíminn læknar öll sár. Hann bjó einn síns liðs og allt til hinstu stundar í Feijuvogi 21, en honum var lánuð afimrða góð heilsa. Eftir að hann hætti sjó- mennsku var af og til áfram leitað til hans að fara einn eða fleiri túra með togara búna nýmóðins fiskleit- artækjum. Er það vottur um hvetja trú menn báru til hans sem mikils kunnáttumanns í meðferð botn- vörpunnar og farsældar sem skip- stjórnanda. Að auki vann hann við að búa til veiðarfæri, einkum botn- vörpur fyrir minni báta, og voru engir sviknir af handbragði hans. Fór hann iðulega á sjó með yngri skipstjórum að kenna þeim notkun veiðarfærisins og síðast nú á sl. sumri. Þá var hann á fyrra ári fenginn til þess að sigla báti er seldur var úr landi suður til írlands og gekk sú för giftusamlega. Undanfarin ár var hann og leið- beinandi í sjóvinnu við skóla í Reykjavík. Kenndi hann þar verk- legar og bóklegar greinar til undir- búnings fyrir hið minna skipstjóm- arpróf og fór með nemendur á sjó á kennsluskipi. Ekki brást að með- al nemendanna aflaði hann sér vin- sælda og eignaðist einlæga vináttu margra, einkum þeirra sem fylla munu flokk íslenskra sjómanna framtíðarinnar. Oft komu nemend- ur að heimsækja hann sem mun ekki algengt í samskiptum yngri skólanema og kennara, en Magn- úsi var með afbrigðum vel lagið að umgangast unglinga. Honum féll enda kennslan vel og lá jafnan besta orð til nemenda sinna. Þannig naut hann lífsins á margvíslegan hátt og í samskipt- um við böm sín og góðvini sem heimsóttu hann oft og sátu með honum að tafli. Nær daglega lá leið hans niður á Grandagarð þar sem hann fann forna og nýja kunn- ingja að máli, enda hugurinn ávallt bundinn við sjó og bátaútgerð. Þá er þess að geta að hann tók dijúg- an þátt í starfi átthagafélagsins, Félags Álftfírðinga og Seyðfirð- inga vestra. Hver maður bjóst við að Magn- úsar Grímssonar mundi njóta við í mörg ár enn. Um sl. áramót kom hann úr ferð til nokkurra landa í Afríku og S-Evrópu og ferðaðist hann einn síns liðs sem sýnir að heilsa og kjarkur var óbilaður. Því kom fregnin um fráfall hans sem reiðarslag yfir alla sem tíl hans þekktu og þá ekki síst Súðvíkinga sem hann hafði kvatt aðeins degi áður. Var fáni víða dreginn í hálfa stöng í þorpinu daginn eftir lát hans og menn spurðu hvað gerst hafði. Fleira verður ekki rakið hér af ferli Magnúsar Grímssonar þótt öllum sem þetta kunna að lesa og til hans þekktu sé ljóst hve stiklað er hér á stóru og mörgu frásagnar- verðu sleppt. Megi guð gefa honum góða heimkomu. Blessuð sé minn- ing hans. Barnabörn. Með þessum fáu Iínum vil ég kveðja Magnús Grímsson en milli fjölskyldu hans og minnar hafa haldist vináttubönd í hartnær 40 ár. Spruttu kynnin upphaflega af því að eiginmaður minn, Viktor Jacoben, var í fjölda ára vélstjóri hjá Magnúsi og varð þeim strax ágætlega til vina. Aldrei var nein lognmolla þar sem Magnús fór. í kringum hann léku ætíð vindar framtakssemi og lífsgleði. Hann var flestum mann- kostum gæddur og er ánægjulegt að hafa orðið þeirrar gæfu aðnjót- andi að fá að kynnast konum. Ég og fjölskylda mín vottum börnum Magnúsar og öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúð. Hildur Steingrímsdóttir og fjölskylda. Flestir sem hafa stundað sjó- mennsku, þekkja eða hafa heyrt um dugnað og kænsku Magnúsar Grímssonar. Hann var mikill sjó- sóknari, fylginn sér og duglegur. Þá var hann mikill aflamaður, enda landskunnur skipstjóri og þjóð- sagnapersóna innan sjávarútvegs- ins. í Svíþjóð lét Magnús smíða fyrir sig bát, sem hét Jón Valgeir RE, en hét lengst af Hafþór RE. En þá komu síldarleysisár og varð Magnús að selja bátinn. Síðar keypti hann lítinn bát sem var Sæborg RE, 30 tonna bátur. Sæ- borgu átti hann í nokkur ár en seldi hana þegar hann hafði fengið ný- smíði frá Stykkishólmi, er var Sæ- borg II RE og var 30 tonn. A árunum um og eftir 1960 var Magnús brautryðjandi í loðnuveið- um og á litlu Sæborginni veiddi hann loðnu í beitu, einkum fyrir Vestfirðinga, þar sem línuveiðar voru mest stundaðar. Þá var Magnús um tíma skip- stjóri á Guðmundi góða RE, Hrafn- keli NK, Magnúsi IV RE o.fl. bát- um. Árið 1968 keypti hann í félagi við Jakob Sigurðsson Fagraklett, sem var 100 tonna vélbátur, og bar hann nafnið Sæborg RE 20. Á þann bát aflaðist vel. Á einni vetrarver- tíðinni aflaði hann yfir 600 tonna af slægðum fiski, og var þess sér- staklega getið í ijölmiðlum, en hann var alltaf á trolli. Þegar Sæborgin brann keyptu þeir félagar 233 tonna stálbát, sem einnig bar nafn- ið Sæborg RÉ, en áður keyptu þeir í félagi Sólfara og skýrðu Skjald- borgu RE. Síðar seldu þeir Skjald- borgu og Jakob keypti hlut Magnús- ar í Sæborgu. Hugur Magnúsar stóð til skuttogarakaupa á árinu 1972 en forlögin urðu til þess að ekki varð af togarakaupum. Við það var Magnús aldrei sáttur. Eftir að Magnús hætti útgerð leysti hann af á hinum ýmsu skipum og gerði ágætis túra t.d. á togaran- um Arinbirni RE, en þá var hann einn af elstu skipstjórum í íslenska flotanum og gaf yngri mönnunum ekkert eftir. Magnús var með loðnu- skipið Júpiter RE á togveiðum, fór síðar langa túra á fraktskipum og sumarið 1993 sigldi hann Bylgjunni VE til írlands, en þangað hafði hún verið seld. Um tíma vann Magnús í Hamp- iðjunni hf. við uppsetningu trolla. Þá sá hann einnig um sjóvinnunám- skeið við Austurbæjarskólann, en það átti einkar vel við Magnús að kenna unglingum handtökin til sjós.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.