Morgunblaðið - 01.09.1994, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 01.09.1994, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1994 43 MIIMNIIMGAR + Hólmfríður The- odóra Halldórs- dóttir Hestnes var fædd 11. júlí 1916 að Múla á Skálmar- nesi í Barða- strandarsýslu. Hún lést á Landspítalan- um 22. ágúsfsíðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Steinunn Guðrún Jónsdóttir og Hall- dór Jónsson sem bjuggu lengst af á Arngerðareyri við Isafjarðardjúp. Hún var næstelst tíu systkina sem komust á legg. Hin eru Guðrún, Jón, Þórhallur, Ragna, Inga Lára, Baldvin, Theódór, Erling- ur Ebenezer og Hjördís. Þau eru öll á lífi nema Inga Lára sem lést 1938. Hólmfríður gift- ist eftirlifandi eiginmanni sín- um, Erling Peter Hestnes, þann 12. október 1940. Þau eignuðust tvö börn, Ingibjörgu Láru og Halldór Steinar, en auk þess áttu þau fósturdóttur, Guð- laugu Gunnþóru. Ingibjörg er gift Brynjólfi Sigurðssyni og eiga þau fjögur börn, Hólmfríði Theodóru, Agnar Þór, Ingunni Láru og Erling Jóhann. Halldór er kvæntur Huldu Gústafsdótt- ur og eiga þau þrjár dætur, Hrafnhildi, Agústu Björk og Hólmfríði Erlu. Guðlaug er gift Erni Arnarsyni og eiga þau eina dóttur, Svanfríði Eygló. Barna- barnabörnin eru sex að tölu. Hólmfríður og Erling hófu bú- skap á Isafirði en fluttu til Reykjavíkur 1942 og bjuggu þar síðan. Útför Hólm- fríðar fer fram frá Askirkju í dag. MANNKÆRLEIKUR og umhyggja eru fyrstu orðin, sem koma í hug- ann, þegar ég minnist tengdamóður rninnar, Hólmfríðar Th. Hest- nes. Þessa naut ég strax þegar ég fór að venja komur mínar á heimilið ungur að árum. Hvaðan koma slíkir eiginleikar? I tilviki tengdamóður minnar þarf ekki að leita langt. Steinunn, móðir hennar, var með afbrigðum ljúflynd kona. Þá voru miklir kærleikar milli Hólmfríðar tengdamóður minnar og ömmu hennar, Hólmfríðar Ebenez- ersdóttur. Börnin voru mörg á Arn- gerðareyri og þá var gott að geta leitað tií ömmunnar á bænum þegar þörf var fyrir hlýja hönd. Þetta góða innlegg ávaxtaði tengdamóðir mín hjá sjálfri sér í ríkum mæli og gaf af sjóði síhum öllum sem í návist hennar voru. Hólmfríður var næm á fólk og afar minnug. Hún fór nærri um mannkosti einstaklinga við fyrstu sýn. Oft ræddum við um lífið í Djúp- inu á árum áður, um búskapar- hætti, um mannlífið og um gamla torfbæinn, sem hún saknaði, þótt hún væri flutt í eitthvert veglegasta timburhús, sem til var í sveit á þeim tímum. Allt mundi hún, stór atvik sem smá. Ættfræði var henni hug- leikin. Hins vegar var lítillæti henn- ar í þeim mæli að hún hefði aldrei notað svo stórt orð um áhuga sinn á skyldleika fólks. Hún var hafsjór af fróðleik í þeim efnum. Hólmfríður naut skólagöngu eins og tíðkaðist á uppvaxtarárum henn- ar. Farskóli Nauteyrarhrepps var oftast haldinn á heimili foreldra hennar á Arngerðareyri og þaðan lauk hún prófi 1930 með lofsverðum vitnisburði. Síðar stundaði hún nám við Húsmæðraskólann Osk á ísafirði, fór til Reykjavíkur og lærði fatasaum og rak siðan um skeið saumastofu á ísafirði. Eftir giftingu helgaði liún sig húsmóðurstarfinu sem í hennar huga var öðrum störf- um mikilvægara. Þegar börnin voru uppkomin hóf hún aftur störf utan heimilis og starfaði lengst af á kaffi- stofu hjá Félagsstofnun stúdenta. Þegar hún var í því starfi vakti sér- staka athygli mína hvað hún þekkti marga stúdenta með nafni og hvað hún fór nærri um persónulega eigin- leika þeirra. En næmi tengdamóður minnar var ekki bundið við fólk heldur allt umhverfí hennar. Listfengi var henni í blóð borið. Það birtist með ýmsum hætti t. d. í hannyrðum og leirmunum, sem hún gerði, og smekklegu og hlýlegu heimili. Söknuðurinn er mikill á skilnað- arstundu. Þið Erling voruð samstiga allan ykkar sameiginlega æviveg. Velferð fjöiskyldunnar var ykkur hugleiknari en allt annað. Fyrst voru það börnin en síðan stækkaði hópurinn, tengdabörnin bættust við, þá ömmubörnin og síðast langömmubörnin. Okkur öllum varst þú sem móðir. Guð blessi minningu þína. Brynjólfur Sigurðsson. HÓLMFRÍÐ UR THEO- DÓRA HALLDÓRS- DÓTTIR HESTNES VILBOGIMAGNÚSSON + Vilbogi Magnússon fæddist 22. apríl 1922 á Stokkseyri. Hann lést í Borgarspítalanum 21. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogs- kirkju 30. ágúst. MÉR LÍÐUR eins og ég sé að kveðja afa minn í hinsta sinn, en innra með mér veit ég að hann á eftir að fylgja mér um ókomna tíð. Minningin um Villa afa er mér mjög kær því ég man hann sem yndislegan, góðan og kátan mann sem var ávallt reiðubúinn til að gera allt fyrir mig. Hann gladdist mikið þegar hann frétti að hann myndi fá að halda á fyrsta langafa- barninu sínu í byrjun næsta árs, en í stað þess fær hann að fylgjast með því að ofan. Ég veit að hann mun vernda það og vaka yfir því og það mun koma í minn hlut að halda minningu hans í heiðri. Afi veiktist mjög skyndilega en lét það ekki aftra sér frá því að vera sá afi sem við öll þekktum. Okkur var gefín von um að þetta myndi ekki raska lífi hans, en stuttu seinna sofnaði hann svefninum langa. Elsku afi minn, þú munt allt- af vera I huga mínum og mér líður vel því ég veit að þú er kominn í góðar hendur og þér líður vel. Að elska er að deyja þeim dauða, sem duftinu heitast ann að deyja er að elska hið auða, sem enginn lifandi fann. í unglingsins ástarioga og öldungsins feigðargrun er sáðkorn af sama toga, með samskonar tilætlun. (Steinn Steinarr) Rósa Viggósdóttir yngri. ERFIDRYKKJUR p L R L A N sími 620200 Mig langar með fáum orðum að minnast góðs manns sem ég fékk að kynnast í svo stuttan tíma. Hann var afi unnustu minnar, eða Villi afi eins og hann var alltaf kallaður, og voru þau mjög nánir og góðir vinir. Það var alltaf gaman og glatt á hjalla þegar við hittum Villa og Rósu, alltaf stutt í brosið og þannig mun ég muna eftir honum. Með þessum orðum kveð ég yndislegan og góðan mann sem ég vildi að ég hefði fengið að kynnast svo miklu betur. Elsku Rósa mín, ég bið Guð að styrkja og blessa þig og þína fjöl- skyldu á þessum erfiðu tímum. Mínar innilegustu samúðarkveðjur. Geir Leó Guðmundsson. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓSKAR GUÐMUNDSSON, Skerseyrarvegi 3, Hafnarfirði, andaðist á heimili sínu 27. ágúst. Útför hans ferfram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 2. septem- ber kl. 13.30. Þórunn Óskarsdóttir, Ólöf Óskarsdóttir, Jón Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIG. GUNNAR SIGURÐSSON fyrrverandi varaslökkviiiösstjóri, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 2. september kl. 10.30. Guðmundur Sigurðsson, Helga Halldórsdóttir, Sigurður Ágúst Sigurðsson, Guðrún B. Björnsdóttir og barnabörn. t Útför systur okkar, INGIGERÐAR ÞORSTEINSDÓTTUR frá Vatnsleysu, Jörfabakka 22, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 2. september nk. kl. 13.30. Steingerður Þorsteinsdóttir, Sigurður Þorsteinsson, Einar Geir Þorsteinsson, Kolbeinn Þorsteinsson, Bragi Þorsteinsson, Sigríður Þorsteinsdóttir, Viðar Þorsteinsson. t Elskulegur bróðir okkar og mágur, ÓLAFUR ÓLAFSSON vélstjóri, Snælandi 5, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 2. september kl. 15.00. Ásta Ó. Beck, Gyða Ólafsdóttir, Gunnar H. Ólafsson, Ása Ingvarsdóttir, Guðrún Ingvarsdóttir. t Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG ÁRSÆLSDÓTTIR, Mjóuhlíð 14, Reykjavík, sem lést 23. ágúst, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju f dag, fimmtudaginn 1. september, kl. 13.30. Jónfna Þorbjörnsdóttir, Hjalti Magnússon, Ingibjörg Gunnþórsdóttir, ívar og Kristín Laufey. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, HERDÍS HJÖRLEIFSDÓTTIR, Hátúni 29, Keflavík, sem lést í Landspítalanum 25. ágúst sl., verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 2. september kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélag íslands. Stefán Ólafsson, Ellen Guðrún Stefánsdóttir, Birgir Rafn Jóhannesson, Hjörleifur Stefánsson, Sigríður Ásdís Guðmundsdóttir, Stefán Stefánsson, Sigríður Sólveig Ólafsdóttir, Arnar Thor Stefánsson og barnabörn. t Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, tengdadóttur, móður, tengdamóður og ömmu, VALBORGAR KRISTJÁNSDÓTTUR, Strandgötu 32, Neskaupstað. Sérstakar þakkir færum við læknum og starfsfólki Borgarspítalans og Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar fyrir frábæra umönnun. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Björn Stefánsson. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARÍU ANDREU GUÐJÓNSDÓTTUR, Tómasarhaga 16.- Móeiður M. Þorláksdóttir, Árni Magnússon, Þorlákur Þorláksson, Elín Pálsdóttir, María Árnadóttir, Pétur Stefánsson, Þórdfs Árnadóttir, Guðmundur H. Ásgeirsson, Þorlákur Már Árnason, Edda Einarsdóttir, Halldóra J. Þorláksdóttir, Eiríkur Eli's Þorláksson, Hlédís Maren Guðmundsdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞÓRDÍSAR ÁGÚSTSDÓTTUR, Brautarholti 2, Ólafsvik. Hólmkell Ögmundsson, Jóhannes Ögmundsson, Eirfkur Ögmundsson, Bergmundur Ögmundsson, Agla Ögmundsdóttir, Hulda Ingvadóttir, VöggurIngvason, Sjöfn Darland, Anna Ingvadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Hjördi's Þorsteinsdóttir, Inga Sigurjónsdóttir, Sigri'ður Þóra Eggertsdóttir, Bjarni Eysteinsson, Lasse Karlsson, Ingveldur Björgvinsdóttir, Jörgen Darland, Gautur Hansen,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.