Morgunblaðið - 01.09.1994, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF TIL BLAÐSIIMS
Er ég hólpinn
eða glataður?
Frá Nils Gíslasyni:
ER GLÖTUN til, hvað þarf til að
verða hólpinn? Hvað er það sem
gerir manninn hólpinn, gefur hon-
um eilíft líf?
Sá sem ekki tekur sjálfgefið að
allt sé í stakasta lagi og fer að
lesa hvað stendur í Nýja testa-
mentinu um þessi mál verður skelf-
ingu lostinn. Jesús segir sjálfur:
„Því að vítt er hliðið og vegurinn
breiður sem liggur til glötunar, og
margir þeir sem þar fara inn. Hve
þröngt er það hlið og mjór sá veg-
ur, er liggur til lífsins, og fáir þeir
sem finna hann.“
Á hvaða vegi er þjóðin? Það virð-
ist vera grundvallaratriði til að
verða hólpinn að sérhver taki per-
sónulega ákvörðun um að gefast
Guði. Þetta ferli er í stuttu máli
þannig: Það byijar með því að þú
heyrir orð Guðs boðað. Orðið seg-
ir: „Allir hafa syndgað og skortir
Guðs dýrð.“ Lausnin er: „Af náð
eruð þér hólpnir orðnir fyrir trú“
og „Svo kemur þá trúin af boðun-
inni, en boðunin byggist á orði
Krists." Boðunin er: „Gjörið iðrun
og látið skírast hver og einn í nafni
Jesú Krists til fyrirgefningar synda
yðar.“
Gagnasafn
Morgunblaðsins
Allt efni sem birtist í Morgun-
blaðinu og Lesbók verður
framvegis varðveitt í upplýs-
ingasafni þess. Morgunblaðið
áskilur sér rétt til að ráðstafa
efninu þaðan, hvort sem er
með endurbirtingu eða á ann-
an hátt. Þeir sem afhenda
blaðinu efni til birtingar teljast
samþykkja þetta, ef ekki fylg-
ir fyrirvari hér að lútandi.
Sú spurning sem vaknar þegar
þetta er haft í huga, er þessi: Er
það hugsanlegt að mestur hluti
þjóðarinnar sé á glötunarvegi? Er
það mögulegt að flestir prestar
með biskup í fararbroddi séu að
boða kenningar sem eru svo rang-
ar að þær leiði flesta til glötunar?
Hver setti það í stjórnarskrá að
hér skyldi vera „Evangelísk-lút-
ersk kirkja“? (Hvað sem það nú
þýðir.) Er það kirkja sem reynir
af öllum mætti að vera kristin
kirkja? Hvernig væri að endur-
skoða þá ákvörun? Hver er ávöxtur
þjóðkirkjunnar? Er hann: „Frillu-
lífi, óhreinleiki, saurlífi, skurðgoða-
dýrkun, ijölkyngi, íjandskapur,
deilur, metingur, reiði, eigingirni,
tvídrægni, flokkadráttur, öfund,
ofdrykkja, svall“ og annað þessu
líkt. Og það segi ég yður fyrir,
eins og ég hef áður sagt, „að þeir
sem slíkt gjöra, munu ekki erfa
Guðs ríki.“ Eða er hann „Kær-
leiki, gleði friður langlyndi, gæska,
góðvild, trúmennska, hógværð,
bindindi,"? Hvað finnst þér? Jesús
sagði: „Af ávöxtunum skuluð þið
þekkja þá.“
Kæri lesandi. Ég veit að þér er
ekki sama um þessi mál. Það er
eitthvað inni í okkur sem þarfnast
fullvissu um að lífið hafi tilgang,
og tilgangurinn er að vera sátt við
þann sem bjó allt til. Skapara okk-
ar. Hann sendi síðan Jesú til okkar
að reyna að láta okkur finna að
hann elskar okkur meira en hægt
er að skilja. Láttu það ekki ráða,
hver trú þín er, að Danakóngi þótti
pólitískt hagkvæmt að skikka svo-
kallaða lúterstrú með blóðsúthell-
ingum upp á okkur Islendinga. Þú
þarft sjálfur að standa frammi fyr-
ir Guði einn dag, þá duga engar
afsakanir. Guð blessi þig til að
finna mjóa veginn.
NILS GÍSLASON,
Lyngholti 2, Akureyri.
Yfirlýsing frá
Ólafi G. Einarssyni,
menntamálaráðherra
VEGNA misvísandi frétta í fjöl-
miðlum og mótmæla Fram-
sóknarfélags Stykkishólms varð-
andi ráðningu skólastjóra í
Stykkishólmi tek ég eftirfarandi
fram: Umsækjendur um stöðuna
voru tveir, þeir Gunnar Svan-
laugsson, aðstoðarskólastjóri, og
Kristinn Breiðfjörð Guðmunds-
son, skólastjóri. Eftir að málið
kom til umfjöllunar í mennta-
málaráðuneytinu var kosning í
hinum nýja Stykkishólmsbæ
kærð og nýjar kosningar ákveðn-
ar. Umboð þeirra skólanefndar
sem tjáði sig um umsækjendur
er því ógilt. Þótt ráðherra sé
ekki bundinn af umsögn skóla-
nefndar ber honum að leita um-
sagnar hennar. Til greina hefði
komið með lögjöfnun að leita
umsagnar fyrri skólanefndar. En
þar sem skammur tími var til
stefnu og lagaákvæði ekki ótví-
ræð ákvað ég að fela núverandi
aðstoðarskólastjóra Gunnari
Svanlaugssyni að gegna starfi
skólastjóra næsta skólaár. Hér
er því ekki um venjulega setningu
í starf að ræða.
Vegna ályktunar Framsóknar-
félags Stykkishólms um að þessi
afgreiðsla sé í andstöðu við yfir-
lýsingar mínar á undanförnum
vikum um að „menntun umsækj-
enda og vilji heimamanna eigi
að ráða“ skal það áréttað að yfir-
lýsingar mínar, um að menntun
sé veigamikill þáttur þegar tekn-
ar eru ákvarðanir um val í skóla-
stjórastöður, eru í fullu gildi. Það
skyti skökku við ef yfirvöld
menntamála gæfu menntun ekki
það vægi sem henni ber í nútíma-
þjóðfélagi.
Við ráðningu skólastjóra á
Hvolsvelli nýlega, var ég ósam-
mála skólanefnd og fræðslustjóra
um val á umsækjendum. Mikil
og fjölþætt menntun umsækj-
enda, sem þessir aðilar höfðu
ekki valið, réði úrslitum.
í því tilviki sem hér um ræðir
kemur menntun umsækjenda á
hinn bóginn ekki tilálita, þar sem
hér er ekki tekin afstaða til um-
sóknanna, enda hefði ekki verið
farið að lögum með því að setja
annan hvorn umsækjenda til árs
eins og venja er. Síðara atriðið
um „að vilji heimamanna eigi að
ráða“ eru ekki mín orð en ég get
vissulega tekið undir þau, að því
gefnu að heimamenn viðhafi fag-
leg vinnubrögð með gæði í skóla-
starfi að leiðarljósi, við val sitt á
umsækjendum. Áréttað er í því
sambandi að hér er ekki tekin
afstaða til umsóknanna.
Menntamálaráðuneytinu,
31. ágúst 1994.
i MÁLASKÓLII
FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1994 49
^^^269081
f~l Danska, sænska, enska, þýska, franska, ítalska, spænska, rússneska og íslenska.
n Innritun daglega frá kl. 13-19.
I I Kennsla hefst 19. september.
□ Starfsmenntunarsjóðir ýmissa starfsmannafélaga greiða skólagjöld félagsmanna
að fullu og Verslunarmannafélag Reykjavíkur veitir sínum mönnum námsstyrk.
[~1 Kennslan fer fram í Miðstræti 7.
26908:
HALLDÓRS
lasuuro
Allar AEG frystikistur eru FREON - fríar
Kí&iALi HFL 290
RÚMMÁL 266 lítrar
Hæð86 cm
Breidd 100 cm
Dýpt 64 cm
Verð kr.
STGR.
43.650,
mmmi hfl i 20
RÚMMÁL 125 litrar
Hæð 86 cm
Breidd 55 cm
Dýpt 64 cm
Verð kr.
STGR.
el 53
RÚMMÁL 500 lítrar
Hæð 86 cm
Breidd 150 cm
Dýpt 73 cm
Verð kr.
STGR.
wmmrm.
ilÉiTirVJ HFL230
RÚMMÁL 210 lítrar
Hæð 86 cm
Breidd 80 cm
Dýpt 64 cm
Verð kr. STGR.
IMjIII HFL 390
RÚMMÁL 365 litrar
Hæð 86 cm
Breidd 130 cm
Dýpt 64 cm
Verð kr. STGR.
Verð kr. STGR.
64.950,
ORMSSONHF
Lágmúla 8, Sími 38820
Umbobsmenn um land allt
Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guöni Hallgrlmsson,
Grundarfiröi. Ásubúð.Búöardal
Vestfirölr: Rafbúö Jónasar Þór.Patreksfiröi. Rafverk, Bolungarvík.Straumurjsafirði.
Noröurland: Kf. Steingrímsfjaröar.Hólmavík. Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfiröingabúö,
Sauöárkróki. KEA byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri.KEA, Dalvik. Kf. Þingeyinga, Húsavík.Urö, Raufarhöfn.
Austurland: Sveinn Guömundsson, Egilsstööum. Kf. Vopnfiröinga, Vopnafiröi. Stál, Seyöisfiröi. Verslunin Vik, Neskaupsstaö.
Hjalti Sigurðsson, Eskifiröi. Rafnet, Reyöarfiröi Kf. Fáskrúösfiröinga, Fáskrúösfiröi. KASK, Höfn
Suöurland: Kf. Rangæinga, Hvolsvelli. Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Jón Þorbergs, Kirkjubæjarklaustri
Brimnes, Vestmannaeyjum.
Reykjanes: Stapafell, Keflavtk. Rafborg, Grlndavlk. FIT, Hafnarfirði
AEG AEG AEG AEG AEG AiG AEG AEG AEG AEC AiG A£G AEG AEG AEG AEG AEG AEG AE(