Morgunblaðið - 01.09.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.09.1994, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Sinf óníuhlj óms veitin Starfsáríð að hefjast OPNUNARTÓNLEIKAR Sinfóníuhljómsveitar íslands verða 15., 16. og 17. september. ÁSKRIFTARTÓNLEIKUM starfs- ársins sem nú fer í hönd hjá Sinfón- íuhljómsveit íslands verður skipt í fjórar raðir; gula, rauða, græna og bláa. I gulu tónleikaröðinni verða sex tónleikar þar sem lögð er áhersla á stór hljómsveitarverk og íslenska einleikara og einsöngvara. Tönleika- dagar verða að öll jöfnu fyrsti fimmtudagur í hvetjum mánuði. í rauðu tónleikaröðinni verða sex tón- leikar þar sem áhersla er lögð á ein- leikara og einsöngvara sem hafa unnið sér alþjóðlega hylli. Tónleika- dagar verða að öllu jöfnu þriðji fimmtudagur hvers mánaðar. í grænu tónleikaröðinni verða fernir tónleikar þar sem lögð er áhersla á vinsæla og aðgengilega tónlist. Þar má m.a. nefna Gershwin kvöld, Vín- artónleikana, óperutónlist og klass- íska tónlist. í bláu tónieikaröðinni verða tvennir tónleikar í Hallgríms- kirkju. Þar má m.a. fínna verk eftir Tippett, fiðlukonsert eftir Mozart og Sögusinfóníu Jóns Leifs. í vetur verður einnig talsvert um aukatón- leika og geta má um opnunartónleik- ana 15., 16. og 17. september, þar sem Þorsteinn Gauti Sigurðsson verður einleikari með hljómsveitinni. Hljómsveitarstjóri verður Rico Sacc- ani og er áskrifendum boðið að kaupa miða á þá tónleika með 25% afslætti. Kvöldtónleikarnir hefjast að öllu jöfnu kl. 20 Opnunartónleikar starfsársins verða 15. september eins og fyrr segir en þá verður Hátíðarforleikur eftir Shostakovitch fluttur, Paganini tilbrigði fyrir píanó og hljómsveit eftir Rakhmanínov, Karneval for- leikur eftir Borodin, Espagna eftir Chabrier og Eldfulginn eftir Stravin- sky. Einleikari Þorsteinn Gauti Sig- urðsson. Hljómsveitarstjóri Rico Saccani. Gul tónleikaröð 22. september. Mitt fólk eftir Oliver Kentish, Fiðlukonsert eftir Sibelius. Sinfónía nr. 5 eftir Tsjajkovskíj. Einleikari Sigrún Eð- valdsdóttir. Einsöngvari Michael J. Clarke. Hljómsveitarstjóri Osmo Vanská. Þess má geta að tónverk Oliver Kentish, Mitt fólk, er gjöf bresku ríkisstjórnarinnar til íslend- inga á 50 ára lýðveldisafmæli 1994. 1. desember. Efnisskrá óákveðin. Hljómsveitarstjóri Petri Sakari. 5. janúar. Árcana eftir Varese, Flautukonsert eftir Atla Heimi Sveinsson. Symphonie Fantastique eftir Berlioz. Einleikari Kolbeinn Bjarnason. Sinfóníuhljómsveit ís- lands og Sinfóníuhljómsveit æskunn- ar. Hljómsveitarstjóri Osmo Vánská. 2. febrúar. Fiðlukonsert eftir Beethoven. Vorblót eftir Stravinsky. Einleikari Elmar Oliveira. Hljóm- sveitarstjóri Osmo Vánská. 6. apríl. Russlan & Ludmilla, forl. eftir Glinka, Píanókonsert eftir Gri- eg. Sinfónía nr. 10 eftir Shos- takovich. Einleikari Steinunn Birna Ragnarsdóttir. Hljómsveitarstjóri Stefan Sanderling. 4. maí. Prelúdía og fúga fyrir strengjasveit eftir Britten, Píanó- konsert eftir Khatsjatúrjan. Sinfónía nr. 4 eftir Beethoven. Einleikari Iz- umi Tateno. Hljómsveitarstjóri Jerzy Maksymiuk. Rauð tónleikaröð 27. október. Sinfónía nr. 35 „Haffner" eftir Mozart. Formgerð II eftir Herbert H. Ágústsson. Sin- fónía nr. 1 e'ftir Mahler. Einleikari Guðný Guðmunmdsdóttir. Hljóm- sveitarstjóri Richard Bernas. 17. nóvember. Haflög eftir Þor- kel Sigurbjörnsson. Konsert fyrir klarinett og hljómsv. eftir Mozart. Sinfónía nr. 3 eftir Rakhmanínov. Einleikari Hans Rudolf Stalder. Hljómsveitarstjóri Takuo Yasa. 19. janúar. Sinfónía nr. 4 eftir Kokkonen. Le Baiser de la Fee eft- ir Stravinsky. Cellokonsert eftir Elgar. Einleikari Gary Hoffman. Hljómsveitarstjóri Osmo Vánská. 16. febrúar. Four sea interludes from Peter Grimes eftir Britten. Sjávarmyndir eftir Elgar. Sinfónía nr. 6 eftir Tsjajkovskíj. Einsöngvari Rannveig Bragadóttir. Hljómsveit- arstjóri Petri Sakari. 16. mars. Adagio eftir Magnús Bl. Jóhannesson. Píanókonsert nr. 2 eftir Chopin. Sinfónía nr. 4 eftir Lutoslawski. Einleikari Grygory Sokolov. Hljómsveitarstjóri Osmo Vánská. 18. maí. Marea eftir M. Lind- berg. Konsert fyrir Marimba & hljómsv. eftir Áskel Másson. La Mer eftir Debussy. Einleikari Eve- lyn Glennie. Hljómsveitarstjóri Osmo Vánská. Græn tónleikaröð 10. nóvember. Jónsmessunætur- draumur, forl. eftir Mendelsohn. sel- lókonsert í H dúr eftir Boccerhini. Sinfónía nr. 41 „Jupiter" eftir Moz- art. Einleikari Gunnar Kvaran. Hijómsveitarstjóri Guillermo Figu- eroa. 12. janúar. Vínartónleikar. Vín- artónlist. Hljómsveitarstjóri Páll P. Pálsson. 9. mars. Strike up the band eftir Gershwin. Píanókonsert í F dúr eftir Gershwin. Söngvar fyrir jasshljóm- sveit eftir D. Ellington. Sinfónískar myndir úr Porgy & Bess eftir Gers- hwin. 27. apríl. Óperutónlist. Einsöngv- ari Ingibjörg Guðjónsdóttir. Hljóm- sveitarstjóri Orwain Arwell Hughes. Blá tónleikaröð 20. október. Requiem in our time eftir Rautavaara. A Child of our Time eftir M. Tippett. Einsöngvarar: Sigrún Hjálmtýsdóttir, Björk Jóns- dóttir, Garðar Cortes, Tómas Tómas- son og kór íslensku óperunnar. Hljómsveitarstjóri Osmo Vánská. 2. mars. Fiðlukonsert í A dúr eftir Mozart. Sögusinfónía eftir Jón Leifs. Einleikari Isabelle van Keuluen. Hljómsveitarstjóri Osmo Vánská. Aukatónleikar 3. og 5. nóvember kl. 14.30. Blökkumannatónlist. Opera Ebony. Hljómsveitarstjóri Everett Lee. 17. desember kl. 14.30. Jólatónleik- ar. Tónlist helguð jólunum. Hljóm- sveitarstjóri Gerrit Schuil. 26. janúar kl. 20. Útskriftartónleikar Tónlistarskólans í Reykjavík. Fiðlu- konsert nr. 1 eftir Shostakovich. Sellókonsert eftir Schumann. Flautukonsert nr. 1 eftir Mozart. Sellókonsert eftir Dvorak. Einleikar- ar Una Sveinbjarnardóttir, Sigurgeir Arnarson, Sigurður Bjarki Gunnars- son og Stefán Ragnar Höskuldsson. Hljómsveitarstjóri Bernharður Wilk- inson. 4. febrúar kl. 17. Tónleikar fyrir ungt fólk. Efniskrá óákveðin. Ein- leikari Harri Lidsle, túba. Hljóm- sveitarstjóri Osmo Vánská. 23. febrúar. kl. 20. Myrkir músík- dagar. Langnætti eftir Jón Nordal. Konsert fyrir sax-kvartett og hljómsv. Nýtt verk eftir Snorra S. Birgisson. Geysir eftir Jón Leifs. Einleikarar Rascher kvartettinn (sax-kvartett). Hljómsveitarstjóri Ánn Manson. Almenn sala áskriftarskírteina hefst mánudaginn 12. september og fer salan fram á skrifstofu hljóm- sveitarinnar í Háskólabíói. Skrifstof- an er opin alla virka daga frá kl. 9-17 og laugardaginn 10. september verður skrifstofan opin frá kl. 10-14. Verð áskriftarskírteina er óbreytt frá því í fyrra og sem fyrr fá áskrif- endur 15-25% afslátt eftir flölda keyptra tónleikaraða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.