Morgunblaðið - 01.09.1994, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 01.09.1994, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1994 47 LÍIMUR AÐ SKÝRAST Á SKÁKÞINGIÍSLANDS Hannes Hlífar efstur fyrir lokasprettinn HANNES Hlífar Stefánsson er í efsta sæti með 6 vinninga eftir sjö umferðir á Skákþingi Islands. Hér á hann í höggi við Banda- ríkjamanninn James Burden. SKAK Skákþing íslands FÉLAGSHEIMILINU ÁSGARÐI, VEST- MANNAEYJUM 23. ágúst - 3. september 1994 SJÖUNDA umferð í landsliðsflokki á Skákþingi íslands var tefld í Ásgarði, Vestmannaeyjum á mið- vikudagskvöld. Baráttan harðnar með hverri umferð og keppendur tefla allar skákir til þrautar. Á meðan umferðirnar eru tefldar, hver af annarri, heldur biðskákin endalausa áfram á hveijum morgni. Jón Garðar Viðarsson og Jóhann Hjartarson hafa nú setið 16 klukkustundir yfir skák sinni úr 3. umferð, en hún hefur farið sex sinnum í bið og er orðin lengsta skák íslandssögunnar, 167 leikir. Þessi langa skák er örugglega far- in að setja mark sitt á taflmennsku þeirra á mótinu. Hannes Hlífar Stefánsson hefur forystuna, með 6 vinninga, en hann vann brátt Pál Agnar Þórarinsson í 7. umferð. Sævar Bjarnason blandaði sér í baráttuna með því að leggja Jóhann Hjartarson að velli í hörkuskák. Jón Garðar fékk aftur biðskák, nú gegn Magnúsi Pálma Örnólfssyni. Helgi Ólafsson á betri biðskák gegn Þresti Þór- hallssyni. Guðmundur Halldórsson vann Rúnar Sigurpálsson og heimamað- urinn, Stefán Þór Sigurjónsson fékk sinn fyrsta vinning á mótinu gegn Bandaríkjamanninum, James Burden. Staðan eftir 7. umferð: Hannes Hlífar Stefánsson, 6 v., Sævar Bjarnason, 5 v., Helgi Ólafsson, 4 'h v. og 2 biðskákir, Jóhann Hjartarson, 4 v. og 2 biðskákir, Þröstur Þórhallsson, 4 v. og bið- skák, Rúnar Sigurpálsson, 3 'h v. Jón Garðar Viðarsson, 2'h v. og 2 biðskákir,' Guðmundur Halldórs- son, 2'h v., James Burden, 2'h v., Magnús Pálmi Örnólfsson, 2 v. og biðskák, Stefán Þór Siguijónsson, 1 v., Páll Agnar Þórarinsson, 'h v. Fjórar síðustu umferðirnar verða örugglega spennandi og skemmtilegar, sérstaklega þegar haft er í huga, að efsti maður mótsins, Hannes Hlífar, teflir þá við helstu keppinauta sína, Helga Sævar, Jóhann og Þröst! Staðan í mótinu er mjög óljós, vegna fjölda biðskáka, en þeim fer líklega ört fækkandi, þegar ei- lífðarskák Jóns Garðai’s og Jó- hanns lýkur. Við skulum nú sjá skák Sævars og Jóhanns úr 7. umferð, en Jó- hann er stigahæsti skákmaður ís- lands og tapar sjaldan fyrir löndum sínum. Hvítt: Sævar Bjarnason. Svart: Jóhann Hjartarson. Silkileyjarvörn. 1. e4 - c5, 2. Rf3 - e6, 3. Rc3 — a6, 4. g3 — d6, 5. Bg2 — Rc6, 6. 0-0 - Rf6, 7. d4 - cxd4, 8. Rxd4 — (Nú er komin upp þekkt staða í Silkileyjarvörn, eftir óvenju- lega leikjaröð. Það er sjaldgæft að sjá Sævar tefla svona stöður, því að hann teflir venjulega lokuð töfl.) 8. - Bd7, 9. Hel - Dc7, 10. a4 - (Önnur leið, sem gefur hvíti betra tafl, er 10. Rxc6 — bxc6, 11. Ra4 — Hb8, 12. c4 - c5, 13. Rc3 - Be7, 14. g4!? - Bc8, 15. g5 - Rd7, 16. f4 - 0-0, 17. b3 - He8, 18. Bb2 - Bb7, 19. Dg4 - Bf8, 20. He3 — g6 o.s.fi-v.) 10. - Be7, 11. Rb3 - 0-0, 12. a5 — b5, 13. axb6 — Dxb6, 14. Be3 - Dc7, 15. f4 - g6, 16. g4 — (Sævar leggur nú til hefðbund- innar atlögu á kóngsvæng.) 16. - Bc8, 17. g5 - (Einnig kom til greina að leika 17. e5!? með miklum flækjum, t.d. 17. - dxe5, 18. Rb5!? (eða 18. fxe5 - Rd7, 19. Rb5) axb5, 19. Hxa8 - exf4 o.s.frv.) 17. - Rd7, 18. h4 - Hb8, 19. h5 - He8, 20. Bfl - (Hvítur hefði einnig getað leikið 20. hxg6 — fxg6, 21. f5!? til að rýma d5-reitinn fyrir riddaranum á c3.) 20. - Rb4, 21. He2 - Bf8, 22. hxg6 — fxg6, 23. Bh3 — Bg7, 24. Dd2 - e5!? (Mjög tvíeggjaður leikur, sem veik- ir d5-reitinn og hleypir hvíta peð- inu til f5. 24. — Rb6 virðist eðli- legri og betri leikur.) 25. f5 - Rb6, 26. Rb5 - Axb5, 27. Dxb4 — gxf5 (Ekki gengur 27. - Rc4, 28. Ha7 — Hb7, 29. Dxb5! o.s.frv.) 28. Bxf5 - Rc4?! (Betra virðist 28. — Dc4, 29. Dxc4 (eða 29. Dd2 — Bxf5, 30. exf5 — Dg4+, 31. Hg2 - Dxf5) 29. - Rxc4 (29. - bxc4, 30. Ra5) 30. Ha7 - Hf8!, 31. Bxc8 - Hbxc8, 32. Bcl - Hf7, 33. Ha6 með vand- metinni stöðu.) 29. Ha7! - Dd8 (Eftir 29. - Hb7 kemur 30. Dxb5!) 30. Dc3! - (Hótunin er 31. Hh2.) 30. - d5, 31. Bc5 - Dxe4, 32. Bxe4 - Ddl+, 33. Kf2 - Be6, 34. Hel - Dg4, 35. Dg3 - b C d • f o h 35. - Hf8+ (Tímahrak Jóhanns eykur á vanda hans í þessari erfiðu stöðu. Eftir 35. — Dxg3+, 36. Kxg3 á hann enga skynsamlega vöm við hótun- inni 37. Hhl.) 36. Bxf8 - Hxf8+, 37. Kg2 - Dh5, 38. Rc5 - Bc8, 39. Bd3 - (Auðvitað ekki 39. Hhl? - De2+.) 39. — Bg4, 40. Be4 — Dxg5 (Tapar strax, en eftir 40. — Bc8, 41. b3 - Rd6, 42. Hxg7+ - Kxg7, 43. Dxe5+ - Kg8, 44. Dxd6 á hvítur mann yfir og auðunnið tafl.) 41. Re6 - Dd2+, 42. Kgl - Dxel+, 43. Dxel — Bxe6, 44. Dh4 og svartur gafst upp, því að 44. — h6 dugar skammt eftir 45. De7 — Bf7, 46. Bd5 o.s.frv. Bragi Kristjánsson SJÓNARHORN Hundabit um- talsvert vanda- mál hér á landi Varla líður sá dagur að ekki sé komið með einstakling, sem hefur verið bitinn af hundi, á slysadeild. Margrét Þorvaldsdóttir ræðir við Vilhjálm Arason sérfræðing á slysavarðstofu Borgarspítalans um þetta falda heilbrigðis- vandamál. Á UNDANFÖRNUM árum hefur hundaeign hér á landi stórauk- ist. Það sem vekur athygli er iive mikið frelsi flestir hundar hafa, af hendi eigenda sinna, til að hlaupa um lausir. Víða erlendis gilda fastar reglur um gæslu á hundum. Flestir hundaeigendur gera sér grein fyrir þessum kvöð- um, bæði er að þeir vilja lifa í sátt við umhverfið og ekki síst vilja þeir fyrirbyggja kærur og málarekstur verði hundi þeirra á að bíta og valda óviðkomandi einstakiingi meiðslum. Eitt til- efni þessarar greinar er atvik á Álftanesi þegar ungir piltar forð- uðu sér undan hundum sem virt- ust vera til alls vísir. Hundabit eru algengari en flestir gera sér grein fyrir. Vil- hjálmur Arason, sérfræðingur á slysadeild Borgarspítalans, segir í samtali við Morgunblaðið að hundabit sé töluvert vandamál hér á landi, varla líði sá dagur að ekki sé komið með einhvern á slysadeild vegna hundabits með töluverða áverka. Eitthvað er um bit og klór af völdum katta eða annarra dýra en það eru ekki eins alvarlegir áverkar. Aðspurður sagðist Vilhjálmur ekki vita til þess að dauðsfall hafi orðið af völdum hundabits hér landi. Vilhjálmur sagði að þeir sem helst verði fyrir bitum hunda séu börn, svo og blaðberar og póst- burðarfólk eða aðrir sem koma reglulega þar sem hundar eru án þess að vingast við þá sérstak- lega. Börn eru oftast bitin á út- limi og kemur fyrir að þau eru bitin í andlit og eru þeir áverkar alvarlegir. Oft tengjast þessir hundar sem bíta næstu nágrönn- um og þess vegna eru slík atvik sjaldnar tilkynnt lögreglu en skyldi. Vilhjálmur sagði að alvarlega áverka ætti að tilkynna lögreglu, vegna þess að hundur sem einu sinni hefur bitið er líklegur til að gera það aftur og þá geta af- leiðingarnar orðið mun alvar- legri. Fólki væri gerð grein fyrir þeirri hættu, og hann sagði að landi eru um 858.000 manns bitnir af hundum árlega og leiði þau til 20 dauðsfalla. Heil- brigðiseftirlitið í Denver í Colorado, sem kynnti sér þessi mál, komst að því að 0,5—1 prósent allra til- fella á slysavarðstofu eru vegna hundabits. Eftir að gerð hafði verið könnun á um 180 hundum sem höfðu bitið og jafnmörgum öðrum sem ekki höfðu gert það, þykir ástæða til að hvetja til fyrirbyggj- andi aðgerða og auk- innar fræðslu. Tals- maður stofnunarinn- ar segir að þó að hundar séu á svo mörgum heimilum, virðast fæstir hundaeigendur gera sér grein fyrir því að hunda verður að nálgast með ákveðni og festu. Þeir segja að þessi meiðsli sem þeir valda séu ekki til- viljanir. Hann bendir einnig á að foreldrar eigi aldrei að skilja ung börn eftir ein með stórum hundum. -- í könnuninni k kemur fram að það eru börn undir 12 ára aldri sem verða oftast fyrir biti og þá aðal- lega í andliti, senni- lega vegna hæðar sinnar og varnarleys- is. Þegar hundar gera atlögu að hvor öðrum ráðast þeir að hálsi hvor annars og venjulega á stærsti hundurinn upptökin. Ung börn eru venjulega minni en stórir hundar og þau hafa ekki nægan þroska til að greina hættulega hegðun þeirra. Hvað sem því líður, segja eftir- þeir hvettu fólk til að tilkynna bitáverka til lögreglu._________ Hundabit geta verið þolendum hættuleg, Vilhjálmur var spurður um meðferð. Hann sagði að við stærri og “““ dýpri áverka væru gefin sýklalyf og stífkrampasprauta ef bólu- setning væri ekki í lagi. í Bandaríkjunum þar sem hundar eru á þriðjungi allra heimila, eru hundabit sögð vera dulið heilbrigðisvandamál. Þar í Ekki eru allir hundarbestu vinir barna litsmenn að hundaeigendur geti stórlega dregið út hundabitum með einföldum ákvörðunum og vali á hundategund, kyni, vönun og þjálfun. Könnunin leiddi í ljós að sú tegund hunda sem biti oftast væru óvanaðir german shepherd hundar (karldýrið) og chow chow liundar af kínversku kyni. Þessir hundar vógu meira en 25 kíló og voru 5 ára og eldri. Þeir voru á heimilum með börn- um 10 ára eða yngri og voru tjóðraðir daglangt á bletti við heimilin. Þessir hundar höfðu áður glefsað í gestkomandi. Könnunin náði ekki yfir bull terrier (veiðihundakyn), en víða hefur verið banr.að að vera með hunda af þessu kyni. Fólki er eindregið ráðlagt að vera ekki með liunda, sem þjálfaðir eru til að ráðast á önnur dýr, á heimil- um með ungum börnum. í greininni, sem hér er vitnað í og birtist í Science News 18. júní síðastliðinn, er þess getið að þau hundakyn sem síður séu líkleg til meiðsla séu poodle hundar, chihuahua, golden retriever, skoskur terrier og hjaltneskur fjárhundur (Shetland sheepdog). Sachs, sem stjórnaði rann- sókninni, segir að hann sé ekki að hvetja foreldra til að skipta á hundi fyrir hamstur eða kanínu, en foreldrar verði að vera meira meðvitaðir um áhættuna. „Hundar eru eðal kyn,“ segir hann, „en við verðum einnig að gera okkur grein fyrir því að hundar eru í eðli sínu — þátt fyrir allt — rándýr.“ Af þessu er ljóst að allir ættu að hafa fyrir reglu að umgang- ast óviðkomandi hunda með var- úð. Sýni hundar óeðlilega hegðun er aldrei að vita hvað þeir gera. Viðbrögð piltanna á Álftanesi, sem urðu óvænt fyrir áreiti hunda voru því án efa hár-rétt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.