Morgunblaðið - 01.09.1994, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1994 57
KNATTSPYRNA
URSLIT
Knattspyrna
4. deild, úrslitakeppni.
Síðari leikir:
KS-Njarðvík.......................4:1
Mitca 3, Ragnar Hauksson - Ignvar Georgs-
son.
■KS vann samanlagt 8:3 og mætir Leikni
í undanúrslitum og fer fyrri leikurinn fram
á Siglufirði á laugardaginn.
Leiknir - Sindri..................4:3
Róbert Arnþórsson, Friðrik Jónsson, Heiðar
Orn Ómarsson, Pétur Arnþórsson - Ejub
2, Arnþór Gunnarsson.
■Leiknir vann samanlagt 10:6.
Víkingur Ó. - Ægir................2:5
Sigurður S. Herðinsson, Zigrid Mehic -
■Ægir vann samanlagt 9:5 og leikur við
Magna frá Grenivik í undanúrslitum.
Huginn - Magni.....................2:1
■Staðan 2:2 eftir báða leikina en Magni
fer áfram á marki skoruðu á útivelli.
England
Arsenal — Blackburn...............0:0
37.629.
Chelsea — Man. City...............3:0
(Peacock 4., Wise 73., Vonk 83. - sjálfsm.).
21,740.
Leicester — Q.P.R.................1:1
(Gee 89.) - (Willis 41. - sjálfsm.). 18.695.
Man. United — Wimbiedon...........3:0
(Cantona 40., McClair 81., Giggs 84.).
43.440.
Sheff. Wednesday — Norwich........0:0
Southampton — Liverpool...........0:2
- (Fowler 21., Bames 78.). 15.190.
West Ham — Newcastle..............1:3
(Hutchinson 87. víti) - (Potts 32. - sjálfsm.,
Lee 35., Mathie 88.). 18.580.
Staða efstu liða:
Newcastle Man. United 4 4 3 0 1 0 0 15:3 7:1 12 10
Nott. Forest 3 1 0 5:2 10
Liverpool 3 0 0 11:1 9
Chelsea 3 0 A- -8:2 9
Tottenham 4 3 0 1 9:6 9
Blackburn 4 2 2 0 8:1 8
Leeds 2 1 1 5:4 7
Man. City 4 2 0 2 7:6 6
Aston Villa 4 1 3 0 5:4 6
Norwich 4 1 2 1 1:2 5
Sheff. Wed 1 1 2 6:7 4
Arsenal 1 1 2 3:4 4
Q.P.R 4 1 1 2 5:7 4
Ipswich 4 1 1 2 4:6 4
■ Dregin verða 6 stig frá Tottenham í lok
keppnistímabiisins.
1. deild:
Derby — Middlesbrough .............0:1
Swindon — W.B.A....................0:0
Skotland
Deildarbikarkeppnin, 3. umferð:
Dundee — Celtie.....:...............1:2
Hamilton — Dundee United............2:2
■Staðan var 1:1 eftir venjulegan leiktíma
og síðan 2:2 eftir framlengingu. Dundee
United vann síðan 5:3 í vítaspyrnukeppni.
Hearts — St Johnstone..............2:4
Motherwell — Airdrieonians.........1:2
■Staðan jöfn að loknum venjulegum leik-
tíma og því var framlengt.
Raith — Kilmamock...................3:2
Rangers — Falkirk...................1:2
Italía
Bikarkeppnin, 2. umferð — fyrri leikir:
Fiorenzuola — Roma..................0:3
Parma — Perugia.....................4:0
AC Milan — Palermo.................0:1
Padova — Inter......................0:3
Como — Foggia.......................0:2
Cagliari — Atalanta............... 1:0
Sampdoria — Vicenza................5:1
Bari — Piacenza....................0:1
Napoli — Fidelis Andria.............3:2
Cremonese — Lecce...................1:1
Cesena — Genoa.....................0:1
Reggiana — Brescia..................1:0
Juventus — Chievo...................0:0
Udinese — Fiorentina................1:0
■Leikurinn flautaður af eftir 35 mínútur
vegna rigningar.
Holland
Deildarkeppnin:
RKC Waalwijk — Roda JC Kerkrade.....1:1
Twente — Dordrecht ’90..............2:2
Sparta — Feyenoord..................0:1
NAC Breda — Vitesse Arnhem..........0:0
MW — NEC Nijmegen...................1:2
Utrecht — Heerenveen................4:0
Groningen — Willem II...............3:1
PSV Eindhoven — Go Ahead Eagles.....4:1
Staða efstu liða:
PSV Eindhoven...........2 2 0 0 8:3 4
Utrecht.................2 2 0 0 7:2 4
Feyenoord..............2 1 1 0 2:1 3
Volendam................1 1 0 0 3:0 2
Ajax...................1 1 0 0 3:1 2
NEC Nijmegen...........2 1 0 1 4:4 2
Dordrecht ’90..........2 0 2 0 3:3 2
Frakkland
Deildarkeppnin:
Le Havre — Bordeaux.................1:1
Lens — St Etienne...................0:0
Sochaux — Montpellier...............2:0
Strasbourg — Martigues..............5:0
Nantes — Rennes.....................2:0
Lyon —Caen..........................1:0
Monaco — Nice.......................0:2
Metz — Lille........................1:1
Bastia —P.S.G.......................1:2
Cannes — Auxerre.....................31
Staða efstu liða:
Nantes................7 5 2 0 12: 6 17
Cannes................7 5 1 1 13: 4 16
Lyon..................7 4 2 1 8: 7 14
St Etienne............7 3 3 1 13: 5 12
Lens..................7 3 3 1 11: 5 12
Amór og Hlynur í sviðsljósinu
- skoruðu báðir í 3:1 sigri Örebro á Frölunda í Gautaborg í gærkvöldi
ÍSLENDINGARNIR Arnór Guð-
johnsen og Hlynur Stefánsson
voru í sviðsljósinu með liði sínu
Örebro í sænsku úrvalsdeild-
inni ígærkvöldi. Þeirvoru
bestu leikmenn vallarins og
skoruðu sitt markið hvor í 3:1
sigri gegn Fröiunda í Gauta-
borg. Örebro hefur nú unnið
f imm leiki í röð og er í öðru
sæti deildarinnar með 37 stig,
einu stigi á eftir Malmö.
Frölunda gerði fyrsta markið í
gær á 25. mínútu þrátt fyrir
að vera lakara liðið á vellinum.
Hlynur og Arnór
komust báðir í.færi
í fyrri hálfleik, en
markvörður Frö-
lunda sá við þeim.
í síðari hálfleik tók Örebro völdin
með íslendingana í aðalhlutverki á
miðjunni. Hlynur jafnaði leikinn á
55. mínútu með marki af 40 metra
færi. Hann fékk boltann við miðju-
hringinn og sá að markvörður Frö-
Arnór
Grétar
Eyþórsson
skrifar frá
Gautaborg
lunda hafði
hætt sér of
langt út úr
markinu og
vippaði lag-
lega yfir hann
og í markið.
Matthias
Jonsson kom
Örebro í 2:1 á
68. mínútu og
Arnór innsigl-
aði sigurinn
með marki á
77. mínútu. Sending kom fyrir
markið þar sem Amór kom á ferð-
inni og hamraði boltann í netið frá
vítapunkti.
Eins og áður segir léku íslending-
arnir mjög vel. Arnór vann vel á
miðjunni, átti góðar sendingar og
var hættulegur upp við markið.
Hlynur er gríðarlega sterkur og
vann vel fyrir liðið og skilaði varnar-
hlutverki sínu með sóma.
Það kom greinilega í ljós eftir
leikinn hverjir eru stjörnumar í lið-
Hlynur
BoJohansson,
kemur í boði KSÍ
Knattspyrnusamband íslands hefur boðið Bo Johannsyni, fyrrum
landsliðsþjálfara íslands, að koma til íslands til að sjá leikinn
gegn Svíum í næstu viku. Bo þjálfaði Silkeborg í Danmörku síðasta
keppnistímabil með góðum árangri og var á dögunum valinn þjálfari
ársins í Danmörku. Hann býr nú í Svíþjóð.
Eggert Magnússon, formaður KSÍ, sagði að Bo væri mjög ánægður
að fá þetta tækifæri til að heimsækja ísland. Hann kemur hingað ásamt
eiginkonu sinni á laugardaginn og munu þau dvelja hér á landi fram
yfir landsleikinn á miðvikudag.
KORFUKNATTLEIKUR
Grindvíkingar án
útlendings í EM
Smith fór af landi brott um síðustu helgi
TONY Smith, bandaríksi leik-
maðurinn sem var kominn til
Grindvíkinga og ætlaði að leika
með liðinu í vetur, hvarf af landi
brott um helgina án þess að
láta Grindavíkinga vita og frétt-
ist af honum í Tyrklandi f gær.
Allt útlit er því fyrir að Grindvík-
ingar verði án erlends leik-
manns í Evrópuieik sínum á
þriðjudaginn.
Grindvíkingar hafa verið mjög
ánægðir með Smith, sem er
bakvörður, og hann hefur leikið vel
með liðinu undanfarið. Einu skila-
boðin sem Grindvíkingar fengu frá
SNOKER/ HMU-21
Jóhannes í undanúrslit
Jóhannes B. Jóhannesson leikur
í undanúrslitum á heimsmeist-
aramóti U-21 í snóker, sem lýkur
í Finnlandi um helgina. Jóhannes
var talinn sigurstranglegastur
fyrir mótið og hefur leikið af ör-
yggi, unnið alla leiki nema einn í
riðlakeppninni.
Hnna mætti Hollendingi í 8-liða
úrslitum í gær og vann 5-3, en í
16 manna úrslitum hafði hann
betur gegn Tælendingi, 5-4, í
hörkuleik. „Það var erfiður leikur
en hrikalega góður, sá besti í
keppninni,” sagði Jóhannes. „Tæ-
lendingurinn var mjög góður, en
það er eins og að ég eflist við að
spila við sterka menn.“
Hann sagði að Hollendingurinn
hefði verið mun léttari. „Tælend-
ingurinn var miklu sterkari og ég
þurfti ekki að hafa eins mikið fyr-
ir sigrinum, spilaði reyndar ekki
eins vel og í 16 manna úrslitunum,
en nógu vel til að komast áfram.“
56 keppendur í átta riðlum
hófu keppni og fjórir eru eftir.
Þegar Morgunblaðið talaði við
Jóhannes spilar annaðhvort við
Flan Hayes frá írlandi eða Eng-
lendinginn David Grey í undaúr-
slitum í dag.
inu. Það tók
undirritaðan
20 mínútur að
komast að ís-
lendingunum
svo mikill var
átroðningur
sænskra
fréttamanna.
Þeir voru í við-
tölum við sjón-
varp, útvarp
og auk þess
myndaðir í
bak og fyrir — og m.a. settir á þá
víkingahjálmar. Þeir voru mikið
spurðir út í Evrópuleikinn gegn
Svíum í næstu viku.
Arnór sagðist vera mjög ánægð-
ur með leikinn. „Þrátt fyrir þessa
velgengni að undanförnu setjum við
stefnuna á Evrópusæti, við erum
ekkert sérstaklega að horfa á meist-
aratitilinn. Eg er mjög ánægður
með lífið hér í Svíþjóð og mér hefur
verið vel tekið hjá Örebro,“ sagði
Arnór við Morgunblaðið.
Hlynur, sem gerði annað mark
sitt á tímabilinu, var ánægður með
leikinn og sagðist I góðri æfingu.
„Ég hef verið að koma upp í síð-
ustu leikjum eftir svolitla lægð. Ég
er mjög ánægur með leikinn og eig-
in frammistöðu. Þetta hefur gengið
mjög vel hjá okkur og jafnvel fram-
ar vonum,“ sagði Hlynur.
Þeir sögðu um landsleikinn í
næstu viku að Svíar væru vissulega
með sterk lið, „en margir sterkusfcí-
leikmenn liðsins hafa verið í lægð
að undanförnu eins og Martin Da-
hlin og Kenneth Andersson. Það er
aldrei að vita hvað getur gerst á
Laugardalsvellinum. Það er ljóst að
Svíar fara ekki til íslands til að
leika sér að okkur,“ sögðu íslensku
landsliðsmennirnir kampakátir.
Þrír aðrir leikir voru í sænsku
deildinni í gær. Gautaborg tapaði
fyrir Halmstad 3:1, Malmö vann
Helsingborg 2:0 og Öster og Norr-
köping gerðu jafntefli, 1:1. Malmö
er efst með 38 stig, Örebro 37,
Gautaborg 36 og Öster 34 stig.
ÍSLAND - SVÍÞJÓÐ
Á LAUGARDALSVELLI 7. SEPTEMBER
HeW
trygg' P
ffi Íða-
...á stórleik ársins!
Smith voru að hann kæmi aftur
þriðjudaginn 6. september. Þann
dag á Grindavík hins vegar að leika
fyrri leik sinn í Evrópukeppninni,
hér heima gegn sænsku liði, og því
búast Grindvíkingar alveg eins við
að vera án erlends leikmanns í þeim
leik.
Góðu fréttirnar fyrir Grindvík-
inga eru hins vegar þær að Helgi
Jónas Guðfinnsson, sem ætlaði í
skóla í Bandaríkjunum, er ekki enn
farinn og verður með í leiknum.
Helgi Jónas bíður eftir staðfestingu
frá skólanum og á meðan hún kem-
ur ekki fer hann ekki út.
OPNA - Sómamótið
SOMI
SVIKUR EN6AN
HÁFORGJAFAFARMÓT í
GOLFI
laugardaginn
3. september 1994
Mótsstaður: Bakkakotsvöllur, Mosfellsdal. Sími 668480
Skráning: Fimmtudaginn 1. sept. og föstudaginn 2. sept.
klukkan 16.00 til 22.00 í síma 668480.
Framkvæmd: 18 holu höggleikur, með og án forgjafar, karla- og
kvennaflokkur. Byrjað að ræsa kl. 8.00.
Þátttökuréttur, kylfingar - forgjöf 20 og hærri.
1., 2. og 3. verðlaun með og án forgjafar í karla- og
kvennaflokki auk nándarverðlauna á par 3 brautum.
Munið fongjafarskírteinin. Mótsgjald kr. 1.500.
Styrktaraðili: Sómi hf.
Golfklúbbur Bakkakots