Morgunblaðið - 01.09.1994, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 01.09.1994, Qupperneq 56
56 FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR FRJALSIÞROTTIR ÚRSLIT Reuter Gull-koss MIKE Pouuell með eina af 20 gullstöngum sínum sem hann fékk fyrir sigur í fjórum stærstu Grand Prix mótunum. Mike Powell og Jackson náðu „gull-femunni“ GRINDAHLAUPARINN Colin Jackson frá Bretlandi og Mike Powell langstökkvari frá Bandaríkjunum sigruðu í sínum grein- um á Grand Prix mótinu í Berlína í fyrrakvöld og tryggðu sér um leið gullstangirnar eftirsóttu, sem eru metnar á rúmlega 34 milljónir króna. Þeir unnu ígreinum sínum á stærstu Grand Prix mótunum; í Osió, Zúrich, Brussel og Berlín og náðu því „gull fernunni". Jackson og Powell fengu í verð- laun 20 eins kílóa gullstangir hvor. Heimsmeistarinn Colin Jack- son fór í gegnum tímabilið án þess að tapa einni einustu keppni. í fyrra kvöld hljóp hann á besta tíma ársins 13,02 sekúndum og var 0,05 sek. á undan Mark Cear frá Bandaríkjunum. Hann sagðist að sjálfsögðu vera ánægður með sig- >. urinn og vonaðist til að þessi góði árangur hans og Linford Christie í sumar myndi hleypa nýju blóði í breskt frjálsíþróttalíf. Mike Powell hefur haft sömu yfirburði í lagnstökkinu. Hann átti þó von á harðari keppni, en landi hans Carl Lewis hætti við að keppa rétt áður en langstökkskeppnin hófst. Powell stökk lengst 8,20 metra í fjórðu tilraun. Hann sagð- ist ekki hafa fundið fyrir aukinni spennu vegna verðlaunanna sem OLYMPIUHREYFINGIN í boði væru. „Ég hugsaði aðeins um það eitt, að ég yrði að gera betur en aðrir til að sigra. En nú þarf ég að hugsa um það hvernig ég á að koma gullinu í verð,“ sagði Powell. Það sem helst vakti athygli fyr- ir utan „gulldrengina" var þriðji ósigur Linfords Christie í 100 metra hlaupi á þremur dögum. Hann náði aðein þriðja sæti á eft- ir Dennis Mitchell og Jon Drumm- ond. Annars var keppnin mjög jöfn og komu þremenningarnir nær hnífjafnir í mark. Mitchell hljóp á 10,00 sek. og Drummond og Christie á 10,01, en Drummond var dæmdur sjónarmun á undan eftir myndbandi. „Einn daginn sigrar þú, en annan tapar þú, svo einfalt er það,“ sagði Christie sem er 34 ára. Gagnrýni á bruðl og atvinnumennsku Fyrsti varaforseti IOC vill að fyrstu hugsjónirnar verði í heiðri hafðar KEVAN Gosper, fyrsti varafor- seti Alþjóða ólympíunefndar- innar, IOC, gagnrýndi í ræðu á ráðstefnu IOC í París, sem haldinn er þessa dagana vegna aldarafmælis samtakanna fyrr í sumar, að hugsjón Ólympíu- leikanna hefði verið ofurseld 'bruðli og atvinnumennsku og bað um að hugsjónirnar um manngildi og þátttöku allra yrðu í heiðri hafðar. Framtíð Ólympíleikanna var til umræðu og hvatti Gosper leið- toga til að beijast gegn því að leik- arnir yrðu eingöngu fyrir besta íþróttafólkið, að varast aukin áhrif auglýsinga og viðamiklar dagskrár tengdar leikunum. Ræða hans stakk í stúf við aðrar, sem voru hefðbundnar hátíðaræður án gagn- rýni, og var þvert á stefnu Samar- anch, forseta IOC. Stefnan hefur verið að fjölga atvinnumönnum á leikunum og er bandaríska körfuknattleiksliðið, „draumaliðið“, sem var með í Barc- elona 1992, nærtækt dæmi. Gosper nefndi það ekki sérstaklega, en ekki fór framhjá neinum hvað hann átti við. „Hvernig getur ólympíu- hreyfingin staðið á því að hún höfði til allra hvar sem er í heiminum, ef við einskorðum leikana aðeins við bestu íþróttamennina frá stærstu þjóðunum, fyrst og fremst á kostnað svo nefndra þróunar- þjóða?,“ spurði hann. Hann sagði að tilhneigingin til að laða bestu atvinnumennina á leikana gæti latt ungt fólk, sem sæi fyrir sér að það þyrfti að fórna öllu fyrir íþróttirn- ar, ætlaði það sér á toppinn. „Þýðir það að íþróttamaður á Olympíuleik- um geti ekki leyft sér að gera neitt annað — megi ekki hafa önnur markmið í lífinu? í stuttu máli, einu í 5 L A l\l D 7. SEPT. KL. 20:00 Starfandi dómarar og aðrir með gild aðgangskort fá afhenta aðgöngumiða á leikinn á Laugardalsvelli, sunnudaginn 4. september kl. 11:00 - 18:00 og mánudaginn 5. septemberkl. 11:00 - 18:00. ATH! MIÐAR VERÐA EKKÍ AFHENTIR FYRIR UTAN ÞENNAN TÍMA. Aðilar utan af landi, með gild aðgangskort, geta hringt á skrifstofu KSÍ á sama tíma og látið taka frá fyrir sig miða sem síðan verða afhentir samkvæmt nánara samkomulagi. I ■. sinni íþróttamaður á Ólympíuleik- um, alltaf íþróttamaður, rétt eins og skylmingamennirnir til foma. Áhættan er sú að komandi kynslóð- ir ungs fólks taka ekki áhættuna að vera með.“ Gosper sagði að tími væri kom- inn til að stöðva bruðlið samfara' opnunarhátíðum og lokaathöfnum leikanna, sem væri ekki í anda hugsjónarinnar í byijun. „Hvernig væri að sýna hugrekki og segja hingað og ekki lengra, þegar sýn- ingar koma í staðinn fyrir sál og líkama þrátt fyrir þá staðreynd að um er að ræða skemmtun, sem skilar milljónum dollara í kassann til uppbyggingar íþrótta í heimin- um. Við þurfum að forðast yfir- gengilegar skrautsýningar ef við viljum að fólk þrái Ólympíuleika og muni eftir þeim vegna þess sem þeir eru.“ Hann gagnrýndi einnig fjölgun styrktaraðila á leikunum, sem hækkaði miðaverð fyrir almennt íþróttaáhugafólk og minnkaði framboðið fyrir almenning. „Verð- um við að horfast í augu við þá staðreynd innan tíðar að þeir, sem vilja mæta á leikana, sitja heima. Að ekki sé rými fyrir ungu kynslóð- ina, þegar keppnin er í hámarki og úrslit standa yfir, vegna heiðurs- gesta og fulltrúa fyrirtækja?" Gosper spurði margra spurningá, en svaraði þeim ekki sjálfur. En ræðan hitti í mark og fékk leiðtog- ana til að velta framtíð Ólympíuleik- anna fyrir sér. HANDKNATTLEIKUR Gunnar og Sigurgeir milliríkjadómarar SKAGAMENNIRNIR Gunnar Viðarsson og Sigurgeir Sveins- son voru á námskeiði í Dan- mörku í síðustu viku og útskrif- uðust um helgina sem a-milli- rfkjadómarar í handknattleik. Þar með á ísland fjögur milli- ríkjapör og hafa þau aldrei verið fleiri. etta var síðasta námskeið sinnar tegundar, en hér eftir verður tröppugangurinn á toppinn mun erf- iðari og tekur lengri tíma að sögn Kjartans K. Steinbachs, sem kenndi á námskeiðinu í Kaupmannahöfn. Hann sagði að á þingi Álþjóða hand- knattleikssambandsins, sem verður í Hollandi í næstu viku, yrði sam- þykkkt að fyrst yrðu menn lands- dómarar, síðan b-dómarar í viðkom- andi álfu og svo a-dómarar, b-dóm- arar hjá IHF, a-dómar hjá IHF og loks yrðu 30 pör af um 300 pörum valin í úrvalshóp dómara. Rögnvald Erlingsson og Stefán Arnaldsson eru í þeim hópi, en auk þess eru Guðjón L. Sigurðsson og Hákon Siguijóns- son og Gunnar Kjartansson og Ólaf- ur Haraldsson í hópi a-milliríkjadóm- ara. Um 200 Evrópuleikir eru fram- undan hjá félagsliðum karla og kvenna og verða eftirlitsdómarar á átta þeirra, en Kjartan verður eftir- litsdómari á leik Drott og Zagreb í Svíþjóð. Rögnvaid og Stefán hafa verið settir á tvo leiki í 1. umferð karla, Gunnar og Ólafur á einn karlaleik og einn kvennaleik og Guð- jón og Hákon á einn kvennaleik. Frjálsíþróttir Grand Prix-mót í Berlín á þriðjudagskvöld. 100 m grindahlaup kvenna: sek. 1. Yulia Graudyn (Rússl.)..........12.62 2. Yordanka Donkova (Búlgaríu).....12.68 3. Tatyana Reshnetnikova (Rússl.)..12.74 110 m grindahlaup karla: 1. Colin Jackson (Bretl.)..........13.02 2. Mark Crear (Bandar.)............13.07 3. Mark McKoy (Austurr.)...........13.29 100 m hlaup karla: 1. Dennis Mitchell (Bandar.).......10.00 2. Jon Drummond (Bandar.)..........10.01 3. Linford Christie (Bretl.).......10.02 1.500 m hlaup karla: mín. 1. Venuste Niyongabo (Burundi)...3:31.18 2. Matthew Yates (Bretl.)........3:35.32 3. Abdi Bile (Sómalíu)...........3:35.38 Langstökk karla: m. 1. Mike Powell (Bandar.J............8.20 2. Stanislav Tarasenk (Ukraínu).....7.90 3. Dion Bentley (Bandar.)...........7.90 200 m hlaup kvenna: sek. 1. Merlene Ottey (Jamaíku).........22.07 2. GwenTorrence (Bandar.)..........22.15 3. Irina Privalova (Rússl.)........22,37 Stangarstökk: m. 1. Sergei Bubka (Úkraínu)...........6.05 2. Rodion Gatauliin (Rússl.)........5.85 3. Igor Trandenkov (Rússl.).........5.80 5.000 m kvenna: mín. 1. Alison Wyeth (Breti.)........15:10.38 2. Kathrin Wessel (Þýskal.)......15:10.84 1.500 m hlaup kvenna: 1. Angela Chalmers (Kanada)......4:04.39 2. Hassiba Boulmerka (Algeria)...4:05.73 400 m hlaup karla: sek. 1. Michael Johnson (Bandar.).......44.04 2. Steve Lewis (Bandar.)...........44.73 3. Roger Black (Bretl.)............45.09 400 m grindahlaup karla: 1. Samuel Matete (Sambíu)..........48.22 2. Stephane Diagana (Frakkl.)......48.49 3. Derrick Adkins (Bandar.)........48.53 800 m hlaup karla: mín. 1. Wilson Kipketer (Kenýu).......1:43.95 2. Benson Koech (Kenýu)..........1:44.20 3. Patrick Konchellah (Kenýu)....1:44.42 5.000 m hlaup karla. 1. Dieter Baumann (Þýskal.).....13:12.47 2. Khalid Skah (Marokkó)........13:12.74 Kringlukast kvenna: m. 1. Daniela Costian (Ástralíu)......66.06 2. Barbara Echavarria (Kúbu).......63.48 3. Ellina Zvereva (H-Rússl.).......63.14 Langstökk kvcnna: 1. Heike Dreschler(Þýskal.).........6.91 2. Inessa Kravets (Ukraínu).........6.89 3. Fiona May (Ítalíu)...............6.76 Spjótkast karla: 1. Andrey Moruyev (Rússl.).........85.18 2. Raymond Hecht (Þýskal.).........84.10 3. Jan Zelezny (Tékkl.)............83.16 3.000 m hindrunarhlaup karla: min. 1. Moses Kiptanui (Kenýu)........8:09.16 2. Richard Kosgei (Kenýu)........8:10.20 3. Mark Groghan (Bandar.)........8:10.56 Hástökk karla: m. 1. Troy Kemp (Bahamas)..............2.30 1. Javier Sotomayor (Kúbu)..........2.30 3. Dragutin Topic (Júgósl.).........2.25 Reykjalundarhlaupið Reykjalundarhlaupið fór fram á dögunum og voru þátttakendur um 700, en 29 luku keppni í 14 km hlaupi. Konur klst. FríðaBjarnadóttir...............1:06.01 Ursula Júnemann..................1:07.46 Rósa Friðriksdóttir..:..........1:14.51 Bryndís Svavarsdóttir............1:20.18 Bryndís Siguijónsdóttir..........1:27.16 Svava Kristín Valfells...........1:27.16 Karlar Brynjólfur Ásþórsson...............55.44 Jóhann Heiðar Jóhannsson...........57.05 Jósef G. Sigþórsson................58.22 Karl Jón Karlsson.................59.41 Páll Steinþórsson................1:01.16 Kristján Gunnarsson..............1:03.41 PéturlngiFrantzon................1:07.23 Leifur Þórðarson.................1:05.12 Gunnlaugur Ragnarsson...........1:05.53, Áki Snorrason...................1:06.41 Helmuth Hinriksson...............1:07.29 Jón E. Guðvars...................1:08.59 Björn Magnússon..................1:11.45 Anton Antonsson..................1:11.56 Guðmundur Friðjónsson............1:14.27 Sigurður Guðmundsson.............1:15.38 Alfreð Atlason...................1:16.07 Þorsteinn G. Gunnarsson..........1:16.45 Ingólfur Sveinsson...............1:17.56 Róbert Pétursson.................1:17.56 Jón H. Ásbjörnsson...............1:17.56 Kristinn Karlsson.............. 1:22.22 Ólafur Geirsson..................1:23.33 í kvöld Knattspyrna EM U-16 ára drengja: KR-völlur: ísland - Finnland.kl. 18 Handknattleikur Opna Reykjavíkurmótið Austurberg: Valur-KA................kl. 17.00 KA-U-18ára..............kl. 20.00 ÍH-Valur................kl. 21.30 Framhús: Haukar-ÍR...............kl. 19.30 Fylkir-Fram.............kl. 21.00 Seljaskóli: Víkingur - UMFA.........kl. 18.00 FH-Stjarnan.............kl. 19.30 Breiðablik - KR.........kl. 21.00

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.