Morgunblaðið - 18.10.1994, Side 7

Morgunblaðið - 18.10.1994, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1994 7 FRÉTTIR Rjúpnaveiðin hófst um helgina Tvær skyttur villtust BJÖRGUNARSVEITIR á höfuð- borgarsvæðinu leituðu að ijúpna- skyttu við Kleifarvatn sl. laugar- dagskvöld. Maðurinn fannst skammt frá bíl sínum um kl. tvö um nóttina. Hann var dálítið hrufl- aður og þurfti að leita aðstoðar læknis. Björgunarsveitir höfðu þá leitað hans í um 5 tíma með að- stoð leitarhunds. Þyrla var kölluð til um miðnættið. Síðdegis á sunnudaginn stóð til að hefja leit að rjúpnaskyttu við Þingvelli. Um kl. 19 eða um hálf- tíma eftir að óskað var aðstoðar björgunarsveita kom maðurinn fram við þjónustumiðstöðina á Þingvöllum. Fjöldi manna fór á ijúpnaveiðar um helgina, en veiðitíminn hófst á laugardag. Talið er að á annað hundrað skyttur hafi verið við veiðar á Holltavörðuheiði. Veiði var misjöfn. Húsvíkingar fjölmenntu á rjúpnaveiði Húsvíkingar fjölmenntu sem áður til ijúpna hina fyrstu leyfilegu veiðidaga og var veður frekar hagstætt á sunnudeginum en frekar leiðinlegt fyrsta daginn. Heiðarlönd eru hvít og fengur misjafn. Þeir sem mest fengu voru við gangnamannskofa að Þeistareykj- um á Reykjaheiði. Tóku þeir dag- inn snemma og fengu þónokkrir 20 til 30 ijúpur. En þeir sem voru í næsta nágrenni Húsavíkur fengu margir lítið og sumir ekki neitt. Sá sem mest fékk fyrsta daginn var Haukur Eiðsson en hann veiddi 50 ijúpur. Mest mun nú vera um ijúpur á Reykjaheiði en lítið mun hafa sést og veiðst í Kelduhverfi og Mý- vatnssveit. Sumir landeigendur hafa alveg friðað sín lönd og sam- staða er um að leyfa ekki að skot- ið sé í Aðaldalshrauni. -----♦ ♦ ♦--- Ný rekstr- amefnd áSogni HEILBRIGÐISRÁÐHERRA hefur skipað Sigmund Sigfússon, geð- lækni á Akureyri, formann rekstr- arnefndar réttargeðdeildarinnar á Sogni í Ölfusi. Sigmundur tekur við af Páli Sigurðssyni, ráðuneytis- stjóra í heilbrigðisráðuneytinu. Deilur hafa verið innan stofnunar- innar, sem m.a. leiddu til þess að hjúkrunarforstjóri lét af störfum í ágústmánuði. í nýrri rekstrarnefnd sitja ásamt Sigmundi, Sigríður Páls- dóttir hjúkrunarfræðingur, skipuð af heilbrigðisráðherra, Kjartan Ólafsson, tilnefndur af Ölfís- hreppi, Gísli Páll Pálsson, tilnefnd- ur af dómsmálaráðherra, Páll Jónsson tannlæknir, tilnefndur af stjórn Sjúkrahúss Suðurlands. Guðjón Magnússon, skrifstofu- stjóri, mun fara með málefni rétt- argeðdeildarinnar innan heilbrigð- isráðuneytisins. Morgunblaðið/Björn Björnsson Thor Vilhjálmsson sýndi nýliðunum júdótökin Sauðárkróki. Morgunblaðið. UM nokkurt skeið hafa júdóáhuga- menn á Sauðárkróki komið saman og stundað æfingai-, en sérstök júdódeild Ungmennafélagsins Tindastólsvarstofnuð nýlega. For- maður er Karl Lúðvíksson íþrótta- kennari, en segja má að Jón Oðinn Oðinsson, júdóþjálfari á Akureyri, sé guðfaðir deildarinnar, svo vel sem hann hefur stutt við bakið á þeim fáu sem stundað hafa þessa íþrótt vestan Tröllaskaga. Júdó- deildin gekkst fyrir kynningu til að höfða sérstaklega til þeirra sem eldri eru, en áhugi hinna yngri er miklu meiri. Var leitað til Thors Vilhjálmssonar, nthöfundar, og hann beðinn að segja frá sinni reynslu sem júdómaður, en Thor hóf æfingar um fertugt en hefur nú svart belti og æfir enn, orðinn 69 ára gamall. Thor viðheldur með því bæði andlegu og líkamlegn at- gervi svo sem sjá mátti er sást undir iljar heimamanna þegar hinn 69 ára gamli unglingur tók þá júdó- tökum. Kynningin tókst vel og sagði Karl, að þegar hefðu komið nýir menn til að reyna sig en rúm væri fyrir fleiri og yrðu í vetur tvær æfingar í viku fyrir hvorn hóp. í samráði við framleiðendur hafa bætiefnin í | m. a. verið prófuð með frábærum árangri á eftirtöldum hifreiðategundum: ^ðjjjjfi^ 02) Í O VOIA iiii”- á Shell-i|(«ðvuiHim í allir tijóta góðs aí: BETRA3ENSIN S<díii Bctra SIiHI-Ihmisih a biliiin ií lurstu Slirll-stöd. l!ei>liiloi» iiotkun laimar |iór ríkulc BETRIBILL Skógrækt meó Skeljungi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.