Morgunblaðið - 18.10.1994, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 18.10.1994, Qupperneq 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ KRISTÍN BJÖRNSDÓTTIR #. ■4- Kristín Björns- ' dóttir var fædd á Litlu-Giljá Húnavatnssýslu 1. júní 1909. Hún lést i Reykjavík 11. október síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Björn Sigurðsson kenn- ari og bóndi og Sara Guðný Þor- leifsdóttir frá Fremrihúsum í Arnardal, en þau bjuggu á Húnsstöð- um, Bjarnastöðum og síðast á Litlu-Giljá. Kristín fluttist átta ára gömul með móður sinni og systkinum til Blönduóss, þar sem hún gekk í kvennaskólann. Systkinin voru: Sigrún, f. 16.6. 1899, d. 20.2. 1972, Guðrún, f. 12.3. 1903, d. 8.9. 1951, og Sigurður Gunnar, f. 11.1. 1907, d. 26.2. 1967. í Reykjavík starfaði hún í mörg ár á Landsímastöðinni, með árshléi er hún var í London og lærði m.a. á hið nýja langlínusam- band til Islands, sem opnað var er hún kom heim. Árið 1937 fór hún alfarið utan og dvaldist í París og síðar á Italíu, þar sem hún var í stríðsfangabúðum _ fasista í þijú ár. I stríðslok hélt hún til New York, þar sem hún gekk í skóla stórfyrirtækisins IBM og fór að vinna fyrir það. Haustið 1946 réðst hún til starfa í aðal- stöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York og alþjóðasam- tökunum lagði hún krafta sína í meira en tvo áratugi. Við starfslok 1969 fluttist Kristín til íslands og bjó í Reykjavík til æviloka. Utför hennar fer fram frá Áskirkju í dag. LÁTIN er móðursystir mín, Kristín Bjömsdóttir, eftir stórbrotinn lífs- feril. Móðir hennar, Sara Þorleifs- dóttir, var frá Hnífsdal og faðir hennar, Björn Sigurðsson, Möðru- fellingur, síðast bóndi og fræði- maður að Litlu-Giljá í Þingi í Húna- vatnssýslu. Varð hann úti 1911. Bjó hún með móður sinni, Söru, um tíma á Litlu-Giljá, en fluttist síðar til Blönduóss. Amma mín var kvennaskóla- gengin frá Thoru Melsted og var mjög fróð og mikil tungumála- kona. Kristín var næstyngst af fjórum systkinum, sem nú éru öll látin. Á Blönduósi lauk Kristín kvennaskólaprófí, á meðan kvennaskólinn þar var fyrst og fremst bóklegur, undir stjóm fóð- ursystur minnar, og var Kristín langyngsti nemandinn, sem braut- skráðist þaðan. Skömmu síðar gerðist hún starfskona Land- símans. Nokkru fyrir 1934 var hún kostuð og send til að kynna sér sjálfvirkan síma, það féll í hennar hlut að opna talsímasambandið við útlönd. Eftir það vann hún hjá Landsímanum til 1937 að hún hleypti heimdraganum og fluttist til London. Á þeim tíma voru kreppuár á íslandi og fór sendinefnd þaðan til að fá lán fyrir ísland hjá Hambros- banka, þar sem ísland var á barmi gjaldþrots. Var sendinefndin undir forystu Magnúsar Sigurðssonar landsbankastjóra. Elin dóttir Magnúsar var náin vinkona Krist- ínar. Af þeim sökum kom Magnús í heimsókn til Kristínar og bar sig illa vegna synjunarinnar. Kristín kvað hann ekki þurfa að örvænta, þar sem hún þekkti áhrifamenn, sem gætu komið þessu í lag, sem hún og gerði og bjargaði þar þjóð- arhag íslendinga í bili. Hefir hún aldrei hlotið þakklæti sem skyldi. Eftir það ferðaðist hún mikið um Evrópu, en dvaldi lengst í París. Var hún einstök málamanneskja. í striðsbyrjun var hún stödd í Belgíu og mun hafa flust fljótlega til Italíu. Á Parísarárunum buðust henni leikkonustörf hjá Alexander Corda. Hafði hún oft orð á því að það boð hefði hún átt að þiggja. Erlendis kynntist hún ýmsum frammámönnum og um tíma var hún málakennari Eddu Mussolini og kynntist þar mörgum háttsett- um Þjóðveijum, sem eindregið vildu fá hana sem njósnara í Ka- író. Höfðu þeir í ríkum mæli af- hent henni ýmis gögn til þess starfa. Þegar hún neitaði eindreg- ið, þótti Þjóðveijum ekki fært ann- að en setja hana í fangelsi á Ítalíu rtieð ýmsum öðrum pólitískum t GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR þjónn Drottins, lést 14. október á heimili sínu, Hverfisgötu 6b, Hafnarfirði. Aðstandendur. t Ástkær móðir mín, JÓHANNA ÞÓRÐARDÓTTIR frá Hvítárholti, dvaldi síðast á dvalarheimilinu Ási, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 15. október. Sigurður Guðmundsson. t Bróðir okkar, GÍSLI GÍSLASON, Hafnargötu 44, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 20. október nk. kl. 14.00. 'Guðrún Gísladóttir, Bjarni J. Gíslason, Sesselja Gísladóttir. MINNINGAR föngum. Þurfti hún að dvelja þar við illan aðbúnað í 3'h ár, eða þar til Bandaríkjamenn komu til sög- unnar og leystu fangana. Fyrst á eftir var hún yfirtúlkur bandarísku herstjórnarinnar. Ekki kunni Kristín við sig bak við víglín- una og gekk í Rauðakrossherdeild Bandaríkjanna og var þá í fremstu víglínu. Þar stóð hún sig afburða- vel og fékk æðsta heiðursmerki kvenna. Þar sem hún hafði verið í hernum, buðu Bandaríkjamenn henni skólavist í Bandaríkjunum. Hún valdi IBM-skólann og lauk þaðan fullnaðarprófí. Var hún síð- an valin til að kynna og leigja Sameinuðu þjóðunum IBM-útbún- að en SÞ voru þá undir stjórn Tryggva Lee. Tókst henni með samstarfsmönnum sínum að selja SÞ allan útbúnað IBM. Jafnframt bauðst henni starf hjá SÞ við gagnaöflun og varð síðar yfirmað- ur þeirrar deildar. Þegar ísland varð aðili að SÞ kom það í hennar hlut að draga íslenska fánann að húni. Hjá SÞ vann hún síðan þar til fullum starfsaldri var náð, en það var árið 1967. í starfí sínu kynntist hún mörg- um áhrifamönnum, jafnt banda- rískum svo og annarra þjóða. Eftir starfslok hefir hún búið á íslandi, en var þar samt öðru hveiju full- trúi ýmissa erlendra þjóða, á alls- heijarþingi SÞ. Á starfstíma sínum hjá SÞ tók hún frí á tveggja ára fresti, ferðaðist mikið um Evrópu, og heimsótti ættjörðina. Kristín var einstaklega hrein- lynd, en gat verið orðhvöss og orð- heppin. Þar sem hún var gestur var hún hrókur alls fagnaðar. Vík ég þá að kynnum okkar, sem byijuðu snemma. Meðan foreldrar mínir bjuggu á Víðimýri, var hún hvert sumar hjá okkur og var vin- átta okkar mikil og lét hún sér mjög annt um mig. Meðan hún var erlendis sendi hún mér jafnan góð- ar gjafír. Á árinu 1967 varð ég fyrir miklu áfalli og heimsótti hún mig reglulega og var mér jafnan uppörvandi. Kristín var einstök persóna og ógleymanleg. Minnist ég hennar með söknuði og þakklæti. Blessuð sé minning hennar. Þorvaldur Ari Arason. Ég vil í fáum orðum minnast Kristínar Bjömsdóttur frænku minnar, fyrrverandi starfsmanns hjá Sameinuðu þjóðunum í New York, sem nú er látin. Samskipti okkar voru ekki svo mikil, að um langt mál verði að ræða frá minni hendi, því að hún hvarf af landi brott þegar ég var barn að aldri, þar sem hún dvaldist langdvölum á erlendri grund. Ég var orðinn vel roskinn, þegar hún kom alkom- in heim til fóstuijarðarinnar og þekkti lítið til þess, sem á daga hennar hafði drifið meðan hún var erlendis. Við hittumst stundum og fórum þá út saman og heimsóttum gjarnan listsýningar, söfn, fórum á veitingastaði og í bíó og þar fram eftir götunum. Ég harma þau veikindi, sem hún varð að stríða við síðustu ár ævi sinnar og léku hana illa, eins og þeir vita, sem komu til hennar við sjúkrabeðinn og vil ég þakka þeim, sem það gjörðu og sýndu henni þannig hluttekningu og vinarhug á erfiðum stundum. Nú er hún fölnuð rósin á akrinum, sem horfði fagnandi á upprisu sólarinnar og sendi kossa á öldum Ijósvakans til fuglanna. Eggert E. Laxdal. Að morgni dags 9. nóvember 1946 var íslenski fáninn dreginn í fyrsta sinn að húni fyrir framan byggingu Sameinuðu þjóðanna í Lake Success, þar sem þessi nýju alþjóðasamtök höfðu komið sér fyrir í gamalli verksmiðjubyggingu utan við New York. íslandi var síðar um daginn veitt innganga í samfélag hinna sameinuðu þjóða. En áður var þangað komin til starfa íslensk stúlka, Kristín Bjömsdóttir frá Litlu-Giljá, og við hátíðlega aðhöfn dró hún stolt þjóðfána lands síns upp meðal fána annarra þeirra þjóða, sem höfðu að hugsjón að bindast samtökum sem gætu komið í veg fyrir að nokkum tíma aftur yrði heims- styijöld. Ljósmyndin sem Kristín átti af þessum atburði er söguleg og ætti að varðveitast. Kristín þekkti af eigin reynslu hörmungar styijaldar og gaf þá skýringu síðar á því af hveiju hún kom þar til liðs, að „sú göfuga stofnun hafði að stefnumáli allt sem ég trúði á“. Hún hafði þá set- ið í stríðfangabúðum fasista í þorpi uppi í fjöllunum á Suður-Ítalíu í rúm þijú ár og komist í maí 1945 til New York með fyrsta stóra bandaríska herflutningaskipinu sem flutti heim um sex þúsund hermenn og sex konur. Kristín hafði tekið loforð af hershöfðingj- um innrásarliðs bandamanna að koma henni yfír Atlantshafið stax og auðið væri, en hún hjálpaði á --------------------------------- ( móti í framsókninni við samskipti og túlkun á ítölsku, og bæði efndu ( þann samning. En síðustu mánuði stríðsins var hún með Rauða kross- inum á vígstöðvunum. Þrátt fyrir ómældar hörmungar í fangavist- inni og í kjölfarið liggjandi milli víglínanna þegar bandamenn sóttu upp eftir Italíuskaga, var þessi unga kona norðan af íslandi ekki niðurbrotin. Hélt reisn sinni og ^ gerði sínar kröfur. Það voru alla tíð einkenni á Kristínu. Ekki hefur alltaf verið auðvelt fyrir unga ís- * lenska stúlku að halda reisn sinni og láta ekki á sig ganga, stand- andi án bakhjarls á eigin fótum í stórborgum heimsins, London, París og Róm. Kristín fór alfarin utan 1937. Hafði áður verið eitt ár í London og þá m.a. verið módel fyrir tísku- fatnað í tvo tíma á dag, enda glæsi- leg stúlka með mikið ljóst hár. Eitt sinn hitti ég með henni fjöl- | skyldu, sem hún hafði í fyrstu ver- ið hjá að gæta bama í París og töluðu þau mikið um hve Kristín hefði hrifið fólk og verið fljótlega orðin eftirsótt meðal auðuga sam- kvæmisfólksins í stórborginni. Enda jafnvíg í samræðum á mörg- um tungumálum, ensku, frönsku, ítölsku og dönsku. Kristín þekkti því frá Ítalíu áhrifafólk þegar hún kom til New York. Hafði þar m.a. kynnst Ruth Leach, varaforseta stórfyrirtækis- ins IBM, sem varð til þess að eig- andinn og forseti IBM, Thomas Watson, bauð henni í skóla fyrir- tækisins í Endicott, þar sem hún lauk prófi og fór að vinna við að selja hinum nýstofnuðu alþjóða- samtökum reiknivélar IBM. Var henni boðin vinna hjá SÞ og starf- aði upp frá því þar, í 23 ár. Þegar ég, sem þetta skrifa, kom þar fá- kunnandi til vinnu 1949 voru sam- tökin enn í Lake Success, „nýja byggingin" á Manhattan rétt ókomin. Um leið og fólkið í þessu alþjóðlega samfélagi, fulltrúar og starfsfólk, heyrði að maður var íslendingur var strax nefnd Kristín Björns, sem allir þekktu. Hún var þá yfir samskiptadeild við Norður- löndin. En seinna var hún „docu- ment officer“ í 5. nefnd, ef ég man rétt, en í því fólst að sjá fulltrúum þjóðanna fyrir öllum þeim skjölum sem þeir kynnu að þurfa á að halda varðandi mál á dagskrá. Þetta var talið mikið vandaverk og var Krist- ín sjálf inni á öllum fundum til taks til að útvega hugsanleg og oft óvænt bakgrunnsskjöl. Við 'þá aðstoð kynntist hún fulltrúum þjóðanna og mörgum þeim stjóm- málamönnum sem hæst bar. Má geta þess að á myndinni frægu af Krúsjeff að beija skónum sínum í borðið á fundi allsheijarþingsins sést hvar Kristín stendur fyrir aft- an hann. Hló hún oft að þeim kúnstuga atburði og fleiru slíku sem hún varð vitni að. Lengi hafði Kristín gælt við þá hugmynd að flytjast heim til Is- lands þegar starfsævi lyki og það varð þegar hún varð sextug. Svo sem eðlilegt er reyndist henni þeg- ar til kom erfítt að koma úr því alþjóðlega andrúmslofti og öllum þessum umsvifum og samkvæmis- lífi, sem hún lifði í, og setjast í helgan stein. Hún bjó sér fallegt heimili, en nú fór Elli kerling að sækja á með sjúkdómum og áföll- um. Mörg síðustu árin bjó hún því í þjónustuíbúðum aldraðra við Dal- braut og síðast í Skjóli, og fékk á báðum stöðum góða umönnun. Kristín Björnsdóttir var stór- brotin kona, sem hafði lifað mikil ævintýri og einnig gengið í gegn- um miklar hörmungar af kjarki og reisn. Við vinir hennar söknum hennar nú á kveðjustund. Elín Pálmadóttir. ERFIDRYKKJUR cáfc p E R L A N sími620200 Faðir okkar, BRANDUR JÓN STEFÁNSSON fyrrverandi vegaverkstjóri, lést á heimili sínu, Kirkjuvegi 3, Vík í Mýrdal, laugardaginn 15. október. Börnin. + Elskulegur bróðir okkar og mágur, GUÐMUNDUR YNGVI HALLDÓRSSON, Boðagranda 7, áður á Blómvallagötu 10, andaðist í Borgarspítalanum 15. október. Margrét Halldórsdóttir, Dóra Halldórsdóttir, Bragi Brynjólfsson. LEGSTEINAR HELLUHRflUNI 14. HflFNflRFIRÐI, SÍMI 91-652707

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.