Morgunblaðið - 18.10.1994, Page 36

Morgunblaðið - 18.10.1994, Page 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1994 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Elskuleg eignkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, VILBORG KRISTBJÖRNSDÓTTIR, Steinagerði 2, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 20. október kl. 13.30. Gísli Sigurtryggvason, Tryggvi Gi'slason, Kristín S. Gísladóttir, Hannes S. Kristinsson, Valgeir K. Gíslason, Pálína Sveinsdóttir, Ævar Gíslason, Edda J. Einarsdóttir, Eygló Haraldsdóttir og barnabörn. t Hjartkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, HALLDÓR GUÐMUNDSON húsasmíðameistari, áðurtil heimilis á Hofsvallagötu 15, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju fimmtudaginn 20. október kl. 15.00. Þóra Halidórsdóttir, Gunnar R. Sveinbjörnsson, Gréta Halldórsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir, John P. De Marco, Ragnheiður I. Halldórsdóttir, Guðmundur V. Ólafsson, Guðmundur G. Halldórsson, Hólmfriður Rögnvaldsdóttir, Sigrún Halldórsdóttir, Hafþór Edmond Byrd, Björn Halldórsson, Auður Gilsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og systkini hins látna. + Eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ANNA SVEINBJÖRG OTTÓSDÓTTIR frá Svalvogum, Dýrafirði, til heimilis í Stóragerði 12, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 19. október kl. 13.30. Hreiðar A. Jónsson, Oddný Einarsdóttir, Elís B. Hreiðarsson, Kristján O. Hreiðarsson, Sólborg Hreiðarsdóttir, Sigurrós Hreiðarsdóttir, Þórarinn Hreiðarsson, Sigþór Haraldsson, Karólína ísleifsdóttir, Sigurður Kjartansson, Guðmundur Arnarsson, Kristín Enoksdóttir, barnabarn og barnabarnabarn. + Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, syst- ir, amma og_langamma, SIGURLAUG SIGURÐARDÓTTIR frá Kleifum f Skötufirði við ísafjarðardjúp, sem lést 10. október á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri, verður jarðsungin í Akureyrarkirkju miðvikudaginn 19. október kl. 13.30. Jökull Arngeir Guðmundsson, Guðbjörg Ragnheíður Þorgilsdóttir, Þórður Sigurðsson, Þorgils Hilmarsson, Sigurlaug Kolbrún Jökulsdóttir, Ari Jökulsson, Guðmundur Smári Jökulsson, Anna Sigríður Jökulsdóttir, Tinna Kristín Þorgilsdóttir, Heiðar Örn Stefánsson, Ómar Valur Jónasson, Egill Örn Eiriksson, Atli Freyr Eiriksson, Björk Guðmundsdóttir Jonassen. Islenskur efniviður íslenskar steintegundir henta margar afar vel í legsteina og hverskonar minnismerki. Eigum jafnan til fyrir- liggjandi margskonar íslenskt efni: Grástein, Blágrýti, Líparit og Gabbró. Áralöng reynsla. Leitið upplýsinga. if S. HELGASON HF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 • SÍMI 91-76677 KRISTÍN BJARKAN + Kristín Bjarkan fæddist í Reykjavík 21. maí 1942. Hún lést í Landspítalanum 8. október sl. Foreldr- ar hennar voru Sig- rún Oskarsdóttir og Ragnar Bjarkan deildarstjóri í dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu, en þau eru bæði Iátin. Systur Kristínar eru Inger, f. 1937, Anna, f. 1940 og Jóna, f. 1944. Hálfbróðir hennar er Axel 0. Lárusson, f. 1934 og háifsystir hennar er Þórunn, f. 1956. Krist- ín giftist vorið 1965 eftirlifandi manni sínum, Gunnari Ingi- mundarsyni rafmagnsverkfræð- ingi. Kristín og Gunnar eignuð- ÉG KYNNTIST Kristínu fyrst þegar ég hóf búskap með Sigrúnu dóttur hennar. Ég man enn í dag hversu vel mér var tekið og varð á ör- skömmum tíma einn af fjölskyld- unni. Kristín virtist alltaf vera í góðu skapi og full af orku. Þegar hún kom inn í herbergi var sem lifnaði yfir öllu og öllum þar. Við Sigrún bjuggum hjá Kristínu og Gunnari í um eitt ár, en þá héld- um við utan til náms og eftir það urðu samverustundir okkar slitrótt- ar, en ávallt afskaplega ánægjuleg- ar. Dvöl okkar Sigrúnar erlendis varð mun lengri en áætlað hafði verið í upphafi. í fyrrasumar eignuðumst við Sig- rún svo son, Arnór, og komu Kristín og Gunnar út til okkar og aðstoðuðu okkur við fyrstu skrefin. Þetta var fyrsta barnabarn þeirra og varð Kristín strax hin besta amma sem hægt er að hugsa sér. Hún kenndi okkur margt og hefði margt orðið mjög erfítt hefði hennar ekki notið við. Við íjölskyldan fórum svo heim um jólin og svo aftur í sumar og gistum í bæði skiptin hjá Kristínu og Gunnari. Það var mikil unun að horfa á þau Arnór og Kristínu saman, því bæði virtust þau hafa jafn gaman af að umgangast hvort annað. Krist- ín fór gjarnan með hann í langa göngutúra um Fossvogsdalinn og lék við hann þess á milli. Það er sárt til þess að hugsa að Arnór skuli ekki fá að njóta samvista við Krist- ínu ömmu iengur en raun varð á. Við sem eldri erum orðin komum til með að sakna hennar mikið og það mun alla tíð vanta eitthvað í líf okkar. Brynjólfur Þórsson. ANDLÁT náins vinar eða ættingja er alitaf óvænt, jafnvel þótt hinn látni hafi verið haldinn erfiðum sjúk- dómi, því ætíð býr í bijósti manns von um bata. Þannig var því einnig farið með mig þegar konan mín skýrði mér frá því að Kristín systir hennar væri látin. Mér var mjög brugðið. Við höfðum haldið fast í þá von að hinni hetjulegu baráttu Kristínar við hinn illkynja sjúkdóm mundi ljúka með sigri hennar. Hún Erfidrykkjur Glæsileg Ivíilii- hlaðlx>rð íallegir salirogmjög góð þjónusta. Upplýsiugar ísíma22322 P FLUGLEIDIR HlTEL LOFTLEIIIIE ust tvö börn og eru þau Sigrún, f. 5. september 1965, tölvunarfræðingur, maki hennar er Brynjólfur Þórsson rafmagnsverkfræð- ingur, barn þeirra er Arnór, f. 1993; og Davíð, f. 22. nóv- ember 1968, raf- magnsverkfræðing- ur. Kristín lauk prófi í snyrtifræð- um í Kaupmanna- höfn 1964 og hlaut síðar löggildingu í f ótaaðger ðafræð- um. Hún starfaði við fótsnyrt- ingu á Reykjalundi, Elliheimil- inu Grund og öldrunardeild Landspítalans í Hátúni 10. Útför hennar fer fram frá í Bústaða- kirkju dag. var bjartsýn og jákvæð til hins síð- asta og smitaði sem fyrr alla sem voru í návist hennar með lífsorku sinni og fjöri. Þegar horft er til baka koma margar minningar upp í hugann. Ég kynntist systrum konu minnar fyrir fjörutíu árum þegar ég fór að venja komur mínar á Háteigsveg 40. Þær voru fjórar systurnar sem bjuggu þar með móður sinni, Inger elst, þá Anna, Kristín og Jóna yngst. Ég var þá gæslumaður barnastú- kunnar Díönu og þær Kristín og Jóna gerðust þar virkir félagar, voru þar driffjaðrir í starfínu, sem var býsna líflegt í þá daga. Hugur Kristínar stóð til náms í snyrtifræðum og fór hún utan til náms haustið 1963, fyrst til Stokk- hólms, þar sem hún dvaldist stutt og síðar til Kaupmannahafnar, þar sem hún lauk prófi. í Kaupmanna- höfn kynntist hún ungum rafmagns- verkfræðinema, Gunnari Ingimund- arsyni frá Hafnarfirði sem síðar varð eiginmaður hennar. Þau bjuggu í Kaupmannahöfn í átta ár og þar eignuðust þau börnin sín tvö, Sig- rúnu, árið 1965 og Davíð, 1968. Eg átti því láni að fagna að geta oft heimsótt þau í Kaupmannahöfn meðan þau dvöldu þar, ég átti iðu- lega erindi til Stokkhólms og mér þótti ákaflega gott að geta komið við í Kaupmannahöfn og bjó þá hjá þeim hjónum eða systur minni Ingi- björgu, sem einnig bjó í Kaupmanna- höfn um þessar mundir. Ég minnist margra ánægjustunda sem ég átti með Stínu, Gunnari og krökkunum í þessum heimsóknum, gönguferða og bíltúra um Kaupmannahöfn og nágrenni. Þegar Kristín og Gunnar fluttu heim til íslands byggðu þau sér hús við Kvistaland í Reykjavík, sem þau keyptu í fokheldu ástandi. Gunnar er sannkallaður þúsundþjalasmiður og bar hús þeirra þess glöggt vitni. Þar kom Kristín sér upp aðstöðu fyrir fót- og handsnyrtingu sem hún stundaði um allmörg ár ásamt því að hún tók að sér fótsnyrtingu á Reykjalundi, Elliheimilinu Grund og Hátúni 10 sem hún annaðist meðan kraftar entust. Hennar Iétta lund og vinalega viðmót heillaði þá sem nutu þjónustu hennar, sem dáðu hana og elskuðu. Kristín var einstaklega barngóð. Hún lét sér sérstaklega annt um bamabörn okkar Ingerar og eiga þau ákaflega erfitt með að sætta sig við að hún sé horfin. Hún hlakkaði mik- ið til að eignast sjálf barnabarn og því varð henni það mikið gleðiefni þegar þau hjón Sigrún dóttir hennar og Brynjólfur Þórsson eignuðust son- inn Arnór á síðasta ári. Sigrún og Brynjólfur búa í Los Angeles í Banda- ríkjunum þannig að langt var á milli Arnórs litla og Kristínar ömmu, en Sigrún og Brynjólfur dvöldust hér heima um síðustu jól og aftur nú í sumar sem leið og þá dvöldust Sigrún og Arnór í Kvistalandinu fram á haust, þannig að amma Kristín gat notið samvista með barnabarni sínu í allmargar vikur. Húsið í Kvistalandinu er mjög stórt og var orðið óþarflega rúmt um þau Gunnar og Kristínu þar, sérstaklega eftir að Davíð sonur þeirra var farinn til náms í Frakk- landi. Því ákváðu þau hjón að minnka við sig húsnæði og fundu þau notalega íbúð í nýbyggðu húsi á horni Skúlagötu og Klapparstígs, með glæsilegu útsýni yfir ytri höfn- ina og flóann, þar sem Esjan skart- ar sínu fegursta. Þangað fluttu þau laugardaginn 1. október sl. og dag- inn eftir áttum við hjónin ánægju- lega stund í nýju íbúðinni með Krist- ínu og Gunnari ásamt Davíð, sem komið hafði heim til að aðstoða for- eldra sína við að mála og koma íbúð- inni í stand. Kristín var búin að skipuleggja hvernig hún vildi hafa allt niðurraðað í íbúðina og við að- stoðuðum við að koma hlutum á sinn stað. Síðan var sest niður og útsýnis- ins notið yfir kaffiboHa. En Kristínu auðnaðist ekki að njóta þess lengi að búa á nýja staðnum. Strax á mánudeginum var hún lögð inn á Landspítalar.n og áður en vikan var liðin var hún öll. Við kveðjum Kristínu Bjarkan með söknuði og trega og biðjum Guð að blessa hana, eiginmann, börn og barnabarn og þökkum henni fyrir allt og allt. Far þú í friði, friður Guðs blessi þig. Jóhann E. Björnsson. Kallið er komið. Þrautagöngunni er lokið. Á sjöunda ár var barist hetjulega við banvænan sjúkdóm, krabbamein. Mágkona mín var tíu ára þegar ég kynntist henni. Sigrún móðir hennar bjó þá við Háteigsveg 40 ásamt fjórum dætrum sínum, Inger, Önnu, Kristínu og Jónu, þá nýskilin við mann sinn, Ragnar Bjarkan. Kristín sem var þriðja í röðinni af systrunum, alltaf kát og létt, hvers manns hugljúfi. Hún gekk í Lindargötuskóla, en síðasta árinu lauk hún og útskrifað- ist úr Reykjaskóla í Hrútafirði. Þegar við Axel fluttum til Vest- mannaeyja, kom hún fljótlega og dvaldi hjá okkur. Hún fór í fisk eins og sagt er og skemmti sér konung- lega, enda hrókur alls fagnaðar. Ævintýraþráin var henni í blóð borin. Hún hleypti heimdraganum og hélt til Kaupmannahafnar. Þar stundaði hún alls konar þjónustu- störf til að geta menntað sig. Hún vildi læra eitthvað gagnlegt, lærði hand- og fótsnyrtingu og vann við það fag, meðan heilsan entist. Þótti frábær í sínu fagi og ákaflega vel látin, lundin var létt, alltaf sá hún ljósu punktana í tilverunni. Vildi öll- um gott gera og greiða úr hvers manns vandræðum. í Kaupmannahöfn kynntist hún manni sínum, Gunnari Ingimundar- syni, rafmagns- og tölvuverkfræð- ingi, en hann var þá í háskóla. Þau eignuðust tvö börn, Sigrúnu og Dav- íð, og undu glöð hag sínum þar ytra. Fljótlega keyptu þau sér hús í Al- bertslund og þegar betur gekk annað skammt frá stærra og vandaðra. Þeim leið vel í kóngsins Köben, Þangað var gott að heimsækja þau, enda þau hjónin alla tíð einstaklega samhent og samstillt. Held ég að leitun sé á öðru eins hjónabandi, Gunnar sem er einstakt ljúfmenni og Kristín þessi glaðlega og gefandi kona. Á þeirra heimili ríkti gagn- kvæm ást og virðing. Árið 1972 fluttu þau heim til ís- lands, byggðu sér hús við Kvistaland °g bjuggu þar lengst af. Þegar Sig- rún móðir Kristínar fór að tapa heilsu, innréttuðu þau og Sigrún í sameiningu íbúð fyrir hana, þar sem hún bjó lengi í öryggi, við hlið dótt- ur sinnar og fjölskyldu hennar. Var umhyggja þeirra mikil og þeim hér með þakkað fyrir það. Það er stundum sagt að einhver sé ekki allra. Kristín var allra. Hún kunni að lifa lífinu lifandi. Ræktaði fjölskyldu sína og vini eins og garð- inn sinn. Kristín var í kvenfélagi Bústaða- sóknar, í félagi snyrtisérfræðinga, gönguklúbbi og sinnti áhugamálum sínum af atorku meðan henni entist heilsa. Fyrir tveim árum, þegar hún varð fimmtug, var hún útskrifuð heil- brigð. Hún hélt upp á afmæli sitt með pomp og prakt. Augasteinninn hennar, Arnór,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.