Morgunblaðið - 03.12.1994, Blaðsíða 1
88 SIÐUR LESBOK/C/D
STOFNAÐ 1913
277. TBL. 82. ARG.
LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1994
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Ágreiningur milli Atlantshafsbandalagsins og SÞ í Bosníu-málinu
Deilt um hvort halda
eigi áfram eftirlitsflugi
Sarajevo. Reuter.
YFIRMENN friðargæsluliða Sam-
einuðu þjóðanna í Bosníu sögðu í
gær að þeir hefðu beðið Atlants-
hafsbandalagið (NATO) um að
hætta eftirlitsflugi yfir landinu til
að koma í veg fyrir átök við flug-
skeytasveitir Serba, sem leita að
vestrænum herþotum með ratsjám.
Warren Christopher, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, lagði hins
vegar áherslu á að NATO myndi
ekki hætta að framfylgja banni
Sameinuðu þjóðanna við flugi yfir
Bosníu.
Yfirmenn friðargæsluliðsins
sögðu að þeir hefðu óskað eftir því
að eftirlitsfluginu yrði hætt til að
greiða fyrir vopnahlésviðræðum við
leiðtoga Serba. Þeir hafa einnig
áhyggjur af öryggi rúmlega 400
friðargæsluliða sem Bosníu-Serbar
halda í gíslingu til að hindra loft-
árásir af hálfu NATO.
Flugbanninu
verði framfylgt
Þótt yfirmenn friðargæsluliðsins
geti hindrað að NATO geri loftárás-
ir á serbnéskar hersveitir sem sækja
gegn stjórnarher Bosníu geta þeir
ekki stöðvað árásir NATO á flug-
skeytastöðvar Serba, sem stilla rat-
sjár sínar á herþoturnar á eftirlits-
flugi.
Timothy Hewlett, talsmaður frið-
argæsluliðsins í Sarajevo, sagði að
herþotur NATO hefðu ekki farið í
eftirlitsflug í tvo daga. „NATO
heldur áfram að framfylgja flug-
banninu," sagði hins vegar Warren
Christopher.
Heimildarmenn innan bandalags-
ins sögðu að flugvélar NATO héldu
áfram að líjúga frá herstöðvum á
Ítalíu, þannig að þær gætu skorist
í leikinn í Bosníu ef nauðsyn krefði.
Yfirmenn friðargæsluliðsins viður-
kenndu að AWACS-ratsjárflugvélar
NATO héldu áfram að fljúga yfir
Bosníu og hægt yrði að biðja um
aðstoð herþotna hvenær sem þörf
væri fyrir þær.
Deilan um eftirlitsflugið tengist
ágreiningi innan NATO og Samein-
uðu þjóðanna milli Bandaríkjanna
og Vestur-Evrópuríkja um hvort
gera eigi loftárásir á serbneskar
hersveitir.
Talið er að Serbar hafi skotið
flugskeyti sem lenti á byggingu
forseta Bosniu í Sarajevo í gær,
nokkrum mínútum áður en Yasushi
Akashi, sendimaður Sameinuðu
þjóðanna, og Sir Michael Rose, yfir-
maður friðargæsluliðsins, komu til
borgarinnar. Serbar slepptu 70 hol-
lenskum friðargæsluliðum og Ak-
ashi og Rose ætluðu að freista þess
að fá leiðtoga Serba til að láta hina
lausa.
Króatar og Serbar semja
Króatísk stjórnvöld og Serbar í
Krajina-héraði, sem er um þriðjung-
ur af Króatíu, undirrituðu í gær
samning um efnahagslega sam-
vinnu sem greiða á fyrir lyktum
þriggja ára deilu þeirra um land-
svæði.
í samningnum felst meðal annars
að vegir milli yfirráðasvæða Króata
og Serba verða opnaðir að nýju og
olíuleiðsla milli Króatíu og Krajina
verður tekin í notkun.
Synja
Rússum
um undan-
þágur
Brussel. Reuter.
UTANRÍKISRÁÐHERRAR Atl-
antshafsbandalagsins (NATO) úti-
lokuðu í gær að veita Rússum
nýjar undanþágur vegna nýrrar
áætlunar um stækkun bandalags-
ins til austurs.
Willy Claes framkvæmdastjóri
NATO sagði að ekki yrði breytt
einu orði í samþykkt bandalagsins
frá í fyrradag um eins árs athugurt
á því hvernig best yrði staðið að
stækkuninni.
Claes reyndi að gera lítið úr
nýjum fyrirvörum Rússa varðandi
stækkunina og sagði það sína
skoðun að þeir myndu sjá fljótt
að sér.
I opna skjöldu
Andrej Kozyrev utanríkisráð-
herra Rússlands kom forráða-
mönnum NATO í opna skjöldu í
fyrradag er hann frestaði að undir-
rita samning Rússa og NATO um
samstarf í þágu friðar og sagði
að stækkunaráform bandalagsins
þörfnuðust frekari skýringar.
Warren Christopher utanrikis-
ráðherra Bandaríkjanna sagðist
álíta eftir 75 mínútna fund með
Kozyrev í gærmorgun, að engrar
fyrirstöðu væri að vænta frá Rúss-
um varðandi stækkun bandalags-
ins.
Háttsettur fulltrúi NATO sagði
í gær, að áætlunin um stækkun
bandalagsins væri það lítt ögrandi
að ekki væri hægt að þynna hana
út. Kröfur Rússa gengju nánast
út á það að hún yrði með öllu lögð
á hilluna.
Reuter
Biðja Jeltsín
að stöðva
loftárásir
RÚSSNESKAR orrustuþotur
lögðu uppreisnarmönnum í
Tsjetsjníu lið í gær og gerðu loft-
árásir á borgina Grozní og ná-
grenni með þeim afleiðingum að
a.m.k. niu manns biðu bana. Rúss-
nesk þingnefnd, sem stödd er í
borginni til þess að freista þess
að fá Dzhokhar Dúdajev forseta
tii að sieppa rússneskum her-
mönnum, sem teknir voru til
fanga í bardögum um síðustu
helgi, hvatti Borís Jeltsín Rúss-
landsforseta í gær til þess að
stöðva loftárásirnar. Tsjetsjnísk-
ar mæður, vopnaðar Kalashníkov-
rifflum, mótmæltu ófriðnum i
Tsjetsjnjju á útifundi í Grozní í
gær. A spjaldinu er þess krafist
að blóðsúthellingum linni.
Reuter
NAFTA og
ESB semji
París. Reuter.
JEAN Chretien forsætisráðherra
Kanada Iagði í gær til að aðildar-
ríki Fríverslunarsamnings Norður-
Ameríku og Evrópusambandið
semdu um aukið frelsi í viðskiptum.
Chretien varaði við því að við-
skiptablokkir tækju upp verndar-
stefnu. Hann sagði að svæðisbundið
efnahagssamstarf gæti dregið úr
viðskiptum út fyrir það svæði.
■ Kanadamenn vilja/22
Finnar
eigna sér
jólasveininn
FINNAR hafa á undanförnum
árum varið miklum fjármunum
til þess að reyna að teUa íbúum
heimsbyggðarinnar trú um að
heimkyuni jólasvcinsins séu
norðarlega í Finnlandi. Það er
liður í tilraunum þeirra til að
laða fleiri ferðamenn til lands-
ins. Af þessu tilefni ferðast
finnskir jólasveinar nú um
heiminn þveran og endilangan.
Var myndin tekin er einn þeirra
hafði viðdvöl á munaðarleys-
ingjahæli í Bangkok í gær.
Fylgdi fréttinni að á bak við
skeggið góða sé finnskur leik-
ari að nafni Lao Lastumaki.
Vilja banna fyrirtækj-
um að styrkja flokka
i. Reuter.
París.
EDOUARD Balladur, forsætisráð-
herra Frakklands,, greindi frá því
í gær að sérfræðinganefnd, sem
gera ætti tillögur til að vinna gegn
spillingu, legði til að banna ætti
fyrirtækjum að styðja stjórnmála-
flokka.
Nefndin var sett á laggirnar í
septembermánuði í kjölfar þess að
hvert hneykslismálið á fætur öðru,
þar sem háttsettir stjórnmálamenn
komu við sögu, kom upp í Frakk-
landi.
Balladur sagði að ríkisstjórn sín
myndi taka sér góðan tíma í að
skoða skýrslu nefndarinnar en hún
lagði fram 27 tillögur til að bæta
opinbert siðferði í Frakklandi. „Það
er ekki hægt að taka skyndiá-
kvarðanir í svona alvarlegum mál-
um . Við verðum að íhuga ákvarð-
anir okkar vel,“ sagði forsætisráð-
herrann.
Ráðherrar sögðu af sér
Þrír ráðherrar í stjórn Balladurs
hafa að undanförnu orðið að segja
af sér vegna spillingarmála og
rannsókn stendur nú yfir á mörg-
um fyrirtækjum sem grunuð eru
um að hafa gefið ólöglegar gjafir
gegn því að fá t.d. byggingarverk-
efni í staðinn.
Simone Rozes, einn þriggja
nefndarmanna og heiðurforseti
hæstaréttar Frakklands, sagðist
telja að óhjákvæmilega yrði að
stöðva styrki fyrirtækja til stjórn-
málaflokka. Slíkir styrkir hlytu
ávallt að vekja grunsemdir um
hvað menn vildu fá í staðinn. Hún
bætti því við að einnig væri rétt
að allir þeir er gegndu opinberum
embættum gerðu grein fyrir við-
skiptahagsmunum sínum og
tengslum.