Morgunblaðið - 03.12.1994, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 03.12.1994, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1994 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Rög-nvaldur ' Ólafsson fædd- ist á Brimilsvöllum á Snæfellsnesi 18. júlí 1917. Foreldrar hans voru Kristó- lína Kristjánsdóttir frá Bár í Eyrar- sveit, f. 4. ágúst 1885, d. 29. nóv. 1960, og Ólafur Bjarnason frá Hofi á Kjalarnesi, f. 10. ágúst 1889, d. 3. ágúst 1982. Systk- ini Rögnvalds voru: 1) Sigurður, f. 7. mars 1916, d. 14. ágúst 1993, apótekari í Reykjavík, eftirlif- andi eiginkona Þorbjörg Jóns- dóttir. 2) Hrefna, f. 26. apríl 1919, d. 6. janúar 1934. 3) Björg, f. 19. mars 1921, hús- móðir í Reykjavík, maki Sigur- jón Sigurðsson, fv. bankastarfs- maður. 4) Bjarni, f. 30. janúar 1923, fv. pósthússtjóri í Ólafs- vík, eiginkona Marta Kristjáns- dóttir, þau eru búsett í Ólafs- vík. 5) Kristján, f. 7. okt. 1924, - d. 7. okt. 1945. 6) Hlíf, f. 23. nóv. 1927, húsmóðir í Reykja- vík, maki Magnús Hallgrímsson verkfræðingur. Eftirlifandi eiginkona Rögnvalds er Jóna Unnur Agústsdóttir frá Máva- hlíð í Fróðárhreppi. Þau eign- uðust einn son, Ölaf, sem er kvæntur Hildi Gunnarsdóttur og eiga þau þijá syni, og fóstur- dótturina Þuríði, sem gift er Jóni Magnússyni, en þau eiga tvo syni og eina dóttur. Rögn- í DAG kveðjum við ástkæran tengdaföður og afa, Rögnvald Ólafsson, eða Rögga eins og hann var alltaf kallaður. Ég vil þakka honum alla þá velvild og hlýhug sem hann sýndi mér og sonum okkar Óla, þeim Rögnvaldi, Örvari og Jóni Steinari. Hann var góður og traustur tengdafaðir og afi, sem ávallt var hægt að leita til. Minn- ingar um góðan mann geymast um ókomin ár eða þar til við hittumst á ný fyrir handan, þangað sem við öll förum að lokum. Hans verður sárt saknað af mér og afastrákun- um. Við kveðjum þig með eftirfar- andi vísu. Þig, sem í íjarlægð pllin bak við dvelur og fagrar vonir tengdir líf mitt við, minn hugur þráir, hjartað ákaft saknar, er horfnum stundum ljúfum dvel ég hjá. Heyrirðu ei, hvem hjartað kallar á? Heyrirðu storminn, kveðju mína ber? Þú fagra minning eftir skildir eina, sem aldrei gleymi, meðan lífs ég er. (Valdimar H. Hallstað.) Hildur og synir. Með Rögnvaldi Ólafssyni er fall- inn frá einn af máttarstólpum at- vinnulífs á Snæfellsnesi. Einn þeirra manna sem sett hafa svip á mannlíf undir Jökli og staðið af sér storma og sviptingar í sjávarútvegi með þeim hætti að fyrirtæki hans, Hraðfrystihús Hellissands, sem hann tók við 1950 og hefur stjórn- að síðan, stendur betur en flest íslensk fyrirtæki í sjávarútvegi. Það segir mikið um mannkosti Rögn- valds. valdur stundaði nám við Reykholts- skóla að loknu barnaskólanámi og lauk þaðan prófi 1938. Hann stund- aði bústörf á heimili foreldra sinna að Brimilsvöllum til 1946, en þá ræður hann sig til starfa sem skrifstofumað- ur hjá Hraðfrysti- húsinu í Innri- Njarðvík og starfar þar til ársins 1950. Hinn 10. des. það ár tók hann við rekstri Hrað- frystihúss Hellissands og starf- aði sem framkvæmdastjóri við fyrirtækið til dauðadags. Rögn- valdi voru falin margskonar trúnaðarstörf um ævina. Hann var um árabil í sljórn Spari- sjóðs Hellissands, og starfaði hann í sparisjóðnum samhliða rekstri Hraðfrystihússins, sýslunefndarmaður í 16 ár, í stjórn Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna um langt árabil svo og í sljórn Samlags skreið- arframleiðenda og Vinnuveit- endafélags Breiðafjarðar. Rögnvaldur starfaði í Lions- hreyfingunni svo og í Sjálfstæð- isflokknum þar sem hann gegndi mörgum trúnaðarstörf- um. Þá var Rögnvaldur frétta- ritari Morgunblaðsins um langt árabil. Útför Rögnvalds Ólafs- sonar verður gerð frá Ingjalds- hólskirkju í dag. Jarðsett verð- ur frá Brimilsvallakirkju. Kynni okkar Rögnvalds og vin- átta hefur varað allt frá því er ég kynntist honum fyrst en leiðir okk- ar lágu saman eftir að Rögnvaldur fór að verða heimamaður í Máva- hlíð með eiginkonu sinni, Jónu Ágústsdóttur, móðursystur minni. Samgangur, frændsemi og vinátta milli heimilis foreldra minna og heimilis þeirra Rögnvalds og Jónu var með þeim hætti að ég fékk tækifæri til þess að kynnast Rögn- valdi náið. Þau kynni leiddu til þess að hann varð síðar náinn ráð- gjafí minn, ekki síst á vettvangi stjómmálanna. Þegar leitað var eftir því að ég gæfi kost á mér til framboðs til Alþingis var það ekki síst fyrir áeggjan og hvatningu Rögnvalds að ég gaf kost á mér. I þeim viðræð- um sem fram fóru á milli okkar af því tilefni höfðaði hann mjög til mín sem Snæfellings og Vestlend- ings og þess að tengsl bæjarstjóra við atvinnulífið opnuðu mér mögu- leika til þess að beita áhrifum í þágu kjördæmisins á Alþingi. Rögnvaldur var áhrifamaður í röðum sjálfstæðismanna á Vestur- landi og var hvarvetna leitað eftir ráðum hans. Ferill Rögnvalds Ólafssonar var einstaklega farsæll. Hann var fast- ur fyrir og rökfastur en mildur í afstöðu sinni nema hann væri beitt- ur órétti eða honum sýndist menn stefna í ófæru. Gleðimaður var hann á góðri stundu og naut þess að vera í góðra vina hópi. Vettvangur Rögnvalds var út- gerð og fiskvinnsla og allt sem tengdist þeim atvinnuvegi. Þegar hann hóf störf hjá Hraðfrystihúsi Hellissands hf. árið 1950 var hrað- frystiiðnaðurinn að hefja sitt blómaskeið, tímar uppbyggingar og landvinninga á erlendum mörk- uðum fóru í hönd. Samt sem áður var sjávarútvegurinn illa búinn og framundan var mikið uppbygging- arstarf og starf frumkvöðla á öllum sviðum. Áhugi Rögnvalds á at- vinnurekstrinum beindist einkum að fiskvinnslu og þar fylgdist hann vel með öllum breytingum og nýj- ungum. Hann var mjög gætinn og vildi ekki flana út í fjárfestingu, án þess að hann sæi fyrir að hún gæfi þann arð sem nauðsynlegur væri til þess að tryggja fyriitækinu traustan rekstrargrundvöll. Hraðfrystihús Hellissands var ekki öflugt fyrirtæki þegar Rögn- valdur tók þar við stjórnartaumum. Fyrsta áratuginn vo'ru miklar þrengingar hjá fyrirtækinu en með traustri stjórn tókst Rögnvaldi að efla reksturinn svo að nú þegar hann fellur frá er Hraðfrystihús Hellissands sterkt og vel stætt fyrirtæki sem veitir mikla vinnu. Rögnvaldur stóð við stjórnvöl fyrir- tækisins allt til þess er hann veikt- ist í síðasta mánuði og var að alla daga og lét ekkert fara framhjá sér. Við stjórn fyrirtækisins naut hann samstarfs við son sinn Ólaf, sem alla tíð hefur 'unnið við hlið föður síns og var samstarf þeirra einstakt en þeir störfuðu nánast sem einn maður. Er það raunar til marks um samheldni fjölskyldunn- ar, sem þau Jóna og Rögnvaldur lögðu ríka áherslu á. Heimili þeirra stóð öllum opið og er það kunnugt hversu vel Jóna hefur tekið þátt í öllu starfi Rögnvalds. Samhliða störfum fyrir fyrirtæk- ið sat Rögnvaldur í stjórn Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna. Hann var mjög ákveðinn talsmaður þess fýrirtækis og vildi efla Sölumið- stöðina og vék ekki úr þeim við- skiptum á hveiju sem gekk á mörk- uðum fyrir sjávarafurðir. Afstaða Rögnvalds í sjávarút- vegsmálum var mjög skýr, þar á meðal til stjórnunar fiskveiða. Hann taldi að veiðiheimildir ætti bæði að tengja skipum og vinnslu- stöðvum. Þannig taldi hann skap- ast mestan stöðugleika og festu í þessari mikilvægu atvinnugrein. Auðlindina ætti að nýta með hlið- sjón af stöðu markaða og tryggja þannig hveiju byggðarlagi mestan afrakstur og trygga atvinnu fyrir íbúana. Ég tel mikinn skaða fyrir íslenskan sjávarútveg að þau sjón- armið sem Rögnvaldur Ólafsson var m.a. talsmaður fyrir, að fisk- vinnslan hafi kvóta, skuli ekki enn hafa náð fram að ganga. Rögnvaldur var sjálfstæðismað- ur og tók mikinn þátt í starfí flokks- ins. Hann sat landsfundi flokksins í áratugi og var í flokksráði sem fulltrúi Snæfellinga, svo og í kjör- dæmisráði. Hann beitti sér mjög við val manna í framboð til Alþing- is og var þingmönnum hollur og einlægur ráðgjafí. Afstaða Rögn- valds í flokksstarfí mótaðist af flokkshollustu og hann vann af miklum áhuga og þekkingu í kosn- ingum. Hann lagði jafnan áherslu á það að starfíð innan stjómmála- flokkanna væri mikilvægur þáttur lýðræðisins og flokkarnir væru vettvangur til þess að móta samfé- lagið, ná fram umbótum í þjóðfé- laginu og sinna lýðræðisskyldu. Flokkarnir væru ekki fyrir einstak- ar persónur eða þá sem væru í framboði hveiju sinni. í ljósi þessar- ar afstöðu hans til stjómmála- flokka ber að skoða það að hann hafði miklar efasemdir um stuðning einstakra þingmanna við ríkisstjórn sem flokkurinn ætti ekki aðild að. Rögnvaldur sýndi átthögum sín- um í Fróðárhreppi mikla tryggð. Með sama hætti naut Hellissandur, hans heimabyggð, tryggðar hans. Hann lagði allt í sölurnar fyrir at- vinnuöryggi starfsfólksins. Slík af- staða er metin af íbúum og þeim sem til þekktu. Rögnvaldur gegndi ýmsum trún- aðarstörfum. Hann sat í sýslunefnd og í stjórn Sparisjóðs Hellissands og naut trúnaðar og trausts á Snæ- fellsnesi. Á kveðjustundu vil ég minnast Rögnvalds Ólafssonar með þakk- læti og færa fjölskyldu hans samúðarkveðjur. Sturla Böðvarsson. Mig langar til að minnast góðs vinar míns, Rögnvalds Ólafssonar. Rögnvaldur var mjög traustur mað- ur og mikils metinn í byggðarlag- inu. Hann var ráðinn sem fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Hell- issands árið 1950 en þá hafði starf- semi fyrirtækisins legið niðri í tæpt ár vegna fjárhagslegra örðugleika. í upphafi ætlaði hann sér aðeins að vera í eitt ár til að reyna að koma fyrirtækinu af stað að nýju. Að loknu þessu eina ári fannst honum hann eiga of margt ógert í fyrirtækinu og ákvað því að halda áfram. Starfsferill Rögnvalds í þessi 44 ár hjá Hraðfrystihúsi Hellissands lýsir best hve röggsamur og úr- ræðagóður maður hann var, því að í dag er Hraðfrystihús Hellissands langstærsti atvinnurekandinn í byggðarlaginu og er því okkar kjöl- festa hér. Það var orðinn fastur liður hjá mér að koma við á skrifstofunni hjá Rögnvaldi til þess að ræða það sem var að gerast í þjóðfélaginu og ekki síst í bæjarfélaginu. Rögn- valdur var mjög fróður maður og gat upplýst mann um allt, hvort sem það voru lándsmálin eða íþrótt- ir og mátti hann helst aldrei missa af fréttatíma og er mér mjög minnisstætt er við fórum nokkrir saman til laxveiða norður í Mið- ijarðará og hann vildi eingöngu vera með mér við ána þó svo ég væri í fólksbíl, en hinir á stærri bílum. Eftir einn dag hafði ég á orði við hann hvort það væri nú ekki betra að hann veiddi frekar með öðrum þar sem þeir væru á betri bílum og þyrfti hann því minna að labba. Þá svaraði hann um leið að það væri nú í lagi að labba meira fyrst hann gæti hlust- að á útvarpið, en í þessum jeppum væri ekki nokkur leið að ná út- varpi. Oftast fór mesti tíminn í það að ræða pólitík. Rögnvaldur var mikill sjálfstæð- ismaður og gegndi mörgum trúnað- arstörfum fyrir Sjálfstæðisflokk- inn. Þegar kosningar voru í nánd hvort sem það voru alþingis- eða sveitarstjórnarkosningar tvíefldist hann allur og var hann aðaldriffjöð- ur okkar sjálfstæðismanna á staðn- um. Hittust menn gjarnan á skrif- stofunni hjá honum til að ræða gang mála í kosningabaráttunni og er ég hræddur um að næstu kosningar verði hálf sviplausar hjá okkur sjálfstæðismönnum hérna á staðnum þar sem Rögnvaldur er nú /allinn frá. Ég og fjölskylda mín viljum að lokum votta Jónu og fjölskyldu hennar okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Rögnvalds Ólafssonar. Ásbjörn Ottarsson. Mig langar með þessum fátæk- legu orðum að minnast vinar míns og yfírmanns í Hraðfrystihúsi Hell- issands til margra ára. Þau per- sónueinkenni sem mér koma fyrst í huga þegar ég minnist Rögnvalds eru hversu traustur og áreiðanlegur hann var. Það var ávallt hægt að reiða sig á að orð hans stæðu eins og stafur á bók. Rögnvaldur hafði þann eftirsóknarverða eiginleika að vera í senn drífandi athafnamað- ur og prúðmenni sem ávallt reynd- ist traustur vinur þegar á þurfti að halda. Hann rak fyrirtækið ásamt Ólafi, syni sínum, af dugn- aði og útsjónarsemi og lét ekki bugast þrátt fyrir ýmis áföll og mótbyr á köflum. Rögnvaldur tók virkan þátt í félagslífí samferðarmanna sinna. Hann var einn af stofnendum Li- onsklúbbs Nesinga um 1970, for- maður Sjálfstæðisfélagsins Snæ- fells til fjölda ára og átti sæti í kjördæmisráði Sj álfstæðisflokksins á Vesturlandi allt til dauðadags, auk þess sem hann sinnti ýmsum öðrum trúnaðarstörfum sem hon- um voru falin. Rögnvaldur var alla tíð mikill náttúruunnandi og sótti líkamlegan og andlegan styrk í náttúruna með útiveru og stang- veiði sem hann hafði mikla ánægju af. Það hefur alltaf verið sérstak- lega ljúft að sækja þau Rögnvald og Jónu heim og var gestrisni þeirra til fyrirmyndar og þeim til mikils sóma. RÖGNVALDUR ÓLAFSSON Ég vil koma á framfæri þakk- læti mínu fyrir ánægjulegt sam- starf undanfarin ár og áratugi. í minningunni lifa samskipti við góð- an og traustan samferðarmann og vin sem hefur með atorku sinni og dugnaði stuðlað að uppbyggingu og viðhaldi atvinnulífs á Snæfells- nesi, auk þess sem hann markaði djúp spor í samfélagið með fórn- fúsu framlagi sínu til menningar- og félagsmála. Ég sendi eiginkonu hins látna, Jónu Ágústsdóttur, börnum hans og bamabörnum, mínar innilegustu samúðarkveðjur. Elfar Sigurðsson. Með fáum orðum langar okkur að minnast vinar okkar Rögnvalds Ólafssonar frá Hellissandi. Með honum er genginn einn af þeim gömlu heiðursmönnum er óðum fer fækkandi. Það var fyrir um sjö árum þegar Þorgrímur hóf störf hjá Hraðfrysti- húsi Hellissands að við kynntumst þeim mætu hjónum Rögnvaldi og Jónu. Á þeim fjórum árum sem Þorgrímur starfaði hjá Rögnvaldi tókust með okkur vináttubönd. Við minnumst margra góðara stunda með þeim með þakklæti í huga. Á heimili þeirra fengum við ávallt höfðinglegar móttökur. Aldrei fundum við fyrir því að um hálfrar aldar aldursmun væri að ræða þeg- ar Rögnvaldur var annars vegar, því ekki aðeins bar hann aldurinn vel í útliti, heldur var hann einnig ungur í anda. Aldrei verður nógsamlega þakk- að hversu vel hann reyndist Þor- grími með öllum sinum góðu ráðum og stuðningi, enda ómetanlegt fyr- ir ungan mann að geta leitað ráða hjá jafn traustum, reyndum og heiðarlegum manni og Rögnvaldi. Ekki grunaði okkur í sumar þeg- ar við skírðum litla drenginn okkar Rögnvald að nafni hans ætti svo skammt eftir ólifað. Elsku Jóna okkar, börn og barnabörn, við send- um ykkur innilegar samúðarkveðj- ur. Um leið og við kveðjum Rögn- vald biðjum við Guð að gefa ykkur styrk á erfíðri stund. Guðlaug Stella Brynjólfsdóttir, Þorgrímur Leifsson. Með Rögnvaldi Ólafssyni fyrrum framkvæmdastjóra er fallinn í val- inn verðugur fulltrúi þeirrar kyn- slóðar sem braut þjóðinni leið frá fátækt til nægta með vinnusemi sinni og áræði. Þótt Rögnvaldur hafí verið orð- inn 77 ára þegar hann lést þykir sem hann hverfi nú af sviðinu fyr- ir aldur fram. Það er vegna þess að hann hélt krafti sínum og hressi- legu bragði til síðustu stundar. Það eru ekki nema fáeinar vikur síðan Rögnvaldur lék á als oddi í mann- fagnaði, sagði sögur, heilsaði upp á menn og hló sínum karlmannlega hlátri. Það sópaði að honum hvar sem hann fór og hann hafði sömu framkomu við háa sem lága. Eng- inn þurfti að velkjast í vafa um skoðanir hans og meiningar. Rögn- valdur var sterkra stofna og hélt sínu við hvern sem var. Okkur finnst líka, kunningjum hans, erfitt að hugsa okkur Hellis- sand án höfðingjans sem svo mikið mark setti á staðinn bæði í eigin persónu og með verkum sínum. Sem betur fer lifa þó verkin mann- inn og Hraðfrystihús Hellissands er í góðum höndum einkasonarins Ólafs sem fetar fótspor vörðuð trausti og heiðarleika. Ég hefi í nokkur ár átt viðskipti við HH. Þau viðskipti voru mínu fyrirtæki hagstæð og öll orð Rögn- valds voru blaði betri. Lét hann mig njóta trygglyndis síns lengur en hans eigin hagur krafðist. Ekki síst fyrir það gleður það mig mjög að við fráfall Rögnvalds Ólafssonar stendur fyrirtækið hans eins og brimbijótur upp úr þeim ólgusjó sem atvinnurekstur okkar Snæfellinga því miður hrekst í. Það er von mín að verk og starfs- andi Rögnvaldar megi lifa sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.