Morgunblaðið - 03.12.1994, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Léleg arðsemi
getur beint fjárfest-
ingu til útlanda
- segir Þórður Friðjónsson, forstjóri
Þjóðhagsstofnunar
LÉLEG arðsemi hjá íslenskum fyrir-
tækjum kann að beina fjárfestingu
íslendinga til atvinnulífs erlendis
með vaxandi opnun fjármagnsmark-
aðar, að sögn Þórðar Friðjónssonar,
forstjóra Þjóðhagsstofnunar. Hann
segir skýringuna á lélegri arðsemi
hérlendis en í nágrannalöndunum
felast að hluta í gengisstefnu stjóm-
vaida á liðnum árum og segir mikil-
vægt að halda verðbólgu og vöxtum
í skefjum og raungengi stöðugu til
að bæta stöðu fyrirtækja.
Eins og komið hefur fram í Morg-
unblaðinu er arðsemi íslenskra fyrir-
tækja töluvert lægri en í 12 ríkjum
Efnahags- og þróunarstofnunar
(OECD). Hagnaður fyrirtækja var
að meðaltali tæp’5% af veltu og 11%
af eigin fé árin 1987-1992 í OECD-
ríkjunum 12, en sambærilegar tölur
fyrir ísland eru 0,2% og 0,7%.
Þórður sagði að munurinn á arð-
semi á eigin fé á milli íslands og
hinna ríkjanna væri að vísu nokkuð
ýktur því hér væru uppgjörsaðferðir
öðruvísi en annars staðar en það
breytti ekki meginniðurstöðunni, það
er að arðsemi íslenskra fyrirtækja
hefði verið léleg um árabil.
Það væri engin einföld skýring á
þessarri lélegu arðsemi, en hún lægi
í efnahagsstefnunni, efnahagsgerð-
inni og ef til vill viðhorfum manna
hér til arðsemi og atvinnulífs. Einnig
væri hugsanlegt að fyrirtækin hefðu
getað staðið sig betur. Ein mikilvæg
skýring væri gengisstefna stjóm-
valda á liðnum ámm, sem hefði löng-
um stýrt afkomu í sjávarútvegi í því
skyni að halda uppi kaupmætti og
einkaneyslu. Stjómvöld hefðu oft
skráð gengið hærra en efnahagsskil-
yrði hefðu gefið tilefni til, en sjávar-
útveginum hefði svo verið rétt hjálp-
arhönd eftir öðram leiðum með fjár-
magnsfyrirgreiðslu, skattaívilnunum
og þess háttar aðgerðum. Afleiðingin
af þessu væri að arðsemi sjávarút-
vegsfyrirtækja og eiginfjárstaða
væri léleg.
„Það er svo alveg Ijóst eftir að
frelsi í fjármagnsviðskiptum er orðin
regla hér á landi, að það gengur
ekki til lengdar að arðsemi íslenskra
fyrirtækja sé að jafnaði lakari en
annars staðar. Það stafar einfaldlega
af því að stórir íjárfestar eins og til
dæmis lífeyrissjóðir ijárfestu frekar
í atvinnulífi erlendis en hér á landi
við slík skilyrði og það hefði í för
með sér stöðugan þrýsting á gjald-
eyrisforðann," sagði Þórður.
Þá mætti segja að það væri enn
mikilvægara hér á landi en víða ann-
ars staðar að eiginfjárstaða fyr-
irtækja væri sterk, til að búa þau
undir þær sveiflur sem hér era í sjáv-
arútvegi og efnahagslífí.
Meðal þess sem ríkisvaldið gæti
gert tii að bæta arðsemi íslenskra
fyrirtækja - auk þess að halda verð-
bólgu niðri og raungengi krónunnar
stöðugu - er að stuðla að viðunandi
afkomu í eigin fjármálum til að halda
vöxtum í skefjum og sjá til þess að
skattaumhverfí hér sé ekki óhagstæð-
ara en annars staðar, sagði Þórður.
Gjaldeyrisviðskipti
Morgunblaðið/Sverrir
KIRSTEN English tekur í hönd Björns Sigurðssonar við undirritun samningsins. Á bak við þau
er Gunnar Egidius og til hægri Ivan Mulcahy og Þorsteinn Thorarensen (standandi), sem lét af
störfum sem fulltrúi Reuters á íslandi eftir 43 ár.
mest seldu fólks-
bílategundirnar
íjan.-nóv. 1994
%
Br.frá
fyrraári
%
1. Tovota 1.309 25,7 13,2
2. Nissan 759 14,9 -3,4
3. Volkswagen 535 10,5 141,0
4. Hyundai 461 9,1 12,4
5. Mitsubishi 385 7,6 -52,1
6. Lada 216 4,2 -15,6
7. Renault 212 4,2 22,5
8. Volvo 182 3,6 -1,6
9. Opel 136 2,7 369,0
10. Daihatsu 126 2,5 -35,4
Aðrir 771 15,1 -27,0
Samtals 5.092 100,0 -3,0
5251 Innflutningur
5Æ bifreiða í
jan.-nóv.
1993 og
1994
I — FÓLKS-
m BÍLAR,
te'-sa nýir
VÖRU-,
SENDI- og
5PFERDA-
BÍLAR, nýir
578
531
1993 1994
1993 1994
Opel eftirsóttur
ÞRATT fyrir tæplega 20% aukningu í nýskráningu fólksbíla í nóvember
miðað við sama mánuð í fyrra, varð 3% samdráttur fyrstu ellefu mánuði
þessa árs samanborið við sama tímabil á síðasta ári. Þá var fjöldi
nýskráðra bíla 5.251 samanborið við 5.092 frá janúarbyrjun til loka
nóvember á þessu ári. 346 fólksbflar voru hiris vegar nýskráðir í síðasta
mánuði samanborið við 289 í nóvember í fyrra. Undanfarna mánuði hefur
fjöidi nýskráðra bfla verði meiri en sömu mán> ði í fyrra og samdrátturinn
á milli ára sem var kominn í um 20% sl. vor hefur því minnkað jafnt og
þétt. Ef sú verður áfram þróunin í desember má búast við að nýskrán-
ingar fólksbfla í ár verði svipaðar og í fyrra, en frá árinu 1991 hefur
nýskráningunum fækkað um ca. 25% á milli ára.
Þegar markaðshlutdeild söluhæstu bílategundanna er skoðuð hér á
kortinu að ofan vekur góður árangur Opel sérstaka athygli en salan hefur
tæplega fimmfaldast á milli ára.
HELGARTILBOÐ
laugardag 3. des. og sunnudag 4. des.
Ilerraskór
Teg. 3012
Stærðir 39-46
Verð kr. 5.500
llerraskór
Teg. 2380
Stærðir 39-46
Helgartilboð kr. 3.900
Verð kr. 4.300
Helgartilboð kr. 2.900
Barnaskór
Kuldaskór með riflás
HELGAROPNUN
Laugard. 3. des. kl. 10-18.
Sunnud. 4. des. kl. 13-17.
Verö kr. 2.990
Helgartilboð kr. 1.990
SKOVERSLUN KOPAVOGS
Landshankinn
tengist Reuter
FULLTRÚAR Landsbanka íslands
og Reuters skrifuðu á fimmtudag
undir samning um tengingu Lands-
bankans við fullkomið upplýsinga-
net sem gerir gjaldeyrisviðskipti
hraðari og nákvæmari. Með kerf-
inu Reuter Dealing 2000-1 er
hægt að ná sambandi við banka
alls staðar í heiminum og ganga
frá samningum á tölvuskjánum á
svipstundu þegar menn sjá hag-
stætt tilboð.
Bjöm Sigurðsson, forstöðumað-
ur alþjóðasviðs Landsbankans,
sagði að helsta breytingin fyrir
bankann væri að hann ætti nú
möguleika á að fá betri verð í gjald-
eyrisviðskiptum og skammtíma-
lánum. Nú væri hægt að kalla fram
fjögur verðtilboð á sömu sekúnd-
unni og taka því sem hagstæðast
væri á stundinni.
Gjaldeyrisviðskipti Landsbank-
ans nema um 1,5 milljarði dollara
á ári, eða rúmlega 100 milljörðum
íslenskra króna.
Landsbankinn hefur haft að-
gang að upplýsinganeti Reuters
síðan 1985, en viðskiptin sjálf
þurftu samt að fara fram í gegnum
síma, sem tók oft nokkrar mínút-
ur. Nú sparast sá símkostnaður,
en einnig eru breytingar á alþjóða
gjaldeyrismarkaði svo gífurlega
hraðar að nokkurra mínútna töf
getur þýtt umtalsverðar verðbreyt-
ingar í stórum samningum. Þá
minnkar hættan á misskilningi í
viðskiptum, því það er hægt að
„frysta“ samninga á skjánum með
því að taka tilboðum þar með
nokkrum einföldum skipunum á
lyklaborði.
1,4 m „samtöl" á viku
Nú fara um 35% af gjaldeyri-
sviðskiptum heimsins í gegn um
Dealing-kerfi, að sögn Kirsten
English viðskiptafulltrúa Reuters
fyrir Noreg og ísland, en afgang-
urinn í gegnum síma eða miðlara.
Nú eru um 20.000 Dealing-skjáir
í heiminum og þeir tengjast í 1,4
milljón „samtölum" á viku, þar sem
skipst er á upplýsingum eða samn-
ingar gerðir um kaup og sölu. Is-
land er 23. landið sem tengist
Dealing-kerfinu, en forsendan fyrir
því er ljósleiðaratenging íslands
við umheiminn, því samskipti í
gegnum gervihnött eru ekki talin
vera nógu trygg í þessum viðskipt-
um.
Viðstaddur undirskriftina var
Þorsteinn Thorarensen, en hann
lætur nú formlega af störfum sem
fulltrúi Reuters á íslandi eftir 43
ára starf fyrir fyrirtækið.
DESEMBERTILBOÐ
LARRY JOHNSON
s
U
LARRY
JQHNSQN
SKQRNIR
12.«nQ,-
9.900,-
URVAL AF
ALVQRU
CQNVERSE
SKQM FRÁ
KR.1.990.■
ISWRPS SPORTVÖRUR, KLAPPARSTÍG, 8MI195MJ