Morgunblaðið - 03.12.1994, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 03.12.1994, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÓLYMPÍUSKÁKMÓTIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1994 47 íslendingar unnu Austurríkismenn 3:1 Hafa 7 vinninga af 8 mögulegum 137 krakk- ar kepptu í atskák NYLEGA var haldin undankeppni fyrir Evrópumót í atskák sem haldið verður í París 16.-18. des- ember nk. Keppendur voru alls 137 og vakti athygli góð frammistaða hjá yngstu keppandanum, Aron Níls- son, sem er aðeins 6 ára og er í Isaksskóla. Hann hlaut 5 vinninga af 7 mögulegum í flokki 12 ára og yngri. Keppt var í fjórum flokkum og tekur sigurvegarinn í hveijum flokki þátt í Evrópumótinu. Að auki fór fram happdrætti þar sem aðalverðlaunin voru ferð á Evrópu- mótið með sigurvegurunum. Þau hlaut Haukur Jóhannsson, 10 ára, Reykjavík. Einnig var dregið um marga aðra vinninga sem voru frá Sambíóunum og Vöku-Helgafelli. Plugleiðir styrktu einnig mótið og flytja sigurvegarana til Parísar. í drengjaflokki 12 ára og yngri var efstur Davíð Kjartansson, Reykjavík, með 7 vinninga af 7 mögulegum, og efstur drengja fæddir ’80-’81 varð Jón Viktor Gunnarsson, 14 ára, Reykjavík, efstur með 6 ‘A vinning af 7. í stúlknaflokki 12 ára og yngri varð efst Ingibjörg Edda Birgis- dóttir, Reykjavík, með 7 vinninga af 7 mögulegum og í stúlknaflokki fæddar ’80-’81 varð Berta Ell- ertsdóttir, Akranesi, með 4 'A vinn- ing af 5. SKÁK Umsjðn Bragi Kristjánsson ÍSLENDINGAR unnu Aust- urríkismenn með þremur vinning- um gegn einum í annarri umferð á Ólympíuskákmótinu í Moskvu í gær. Jóhann Hjartarson gerði jafntefli við alþjóðlega meistarann Stanec með svörtu mennina á fyrsta borði. Margeir Pétursson vann alþjóðlega meistarann Brest- ian á öðru borði. Helgi Ólafsson gerði jafntefli við stórmeistarann Karl Robatsch á þriðja borði og Helgi Áss Grétarsson vann alþjóð- lega meistarann Casagrande á fjórða borði. Jóhann tefldi harða baráttu- skák við Stanec. Jóhann vann peð, en lenti í miklum erfíðleikum. Hann varð að gefa tvö peð til baka og mátti hafa sig allan við til að ná jafntefli. Margeir vann sína skák mjög örugglega. Helgi Ólafsson gerði átakalítið jafntefli við gamla stórmeistarann Karl Robatsch á þriðja borði. Sá síðar- nefndi náði titlinum með besta árangri á 1. borði á Ólympíuskák- mótinu í Leipzig 1960. Á fjórða borði tefldi Helgi Áss til vinnings af mikilli hörku gegn Casagrande. Hann teygði sig nokkuð langt í vinningstilraunum og stóð höllum fæti þegar hann sneri á andstæð- inginn í heiftarlegu tímahraki beggja. Af öðrum úrslitum í annarri umferð má nefna Pólland - Ung- veijaland, 1 Vi-IVi, en Júdít Polg- ar tapaði fyrir Kusczynsky á fyrsta borði. Rússland - Kúba, 3-1, en heimsmeistarinn Gary Kasparov hefur enn ekki teflt fyr- ir Rússa á mótinu. Holland - Filippseyjar, 3-1. England - Kaz- akhstan, l'/2-2‘/2, John Nunn tap- aði. Bandaríkin - Ástralía, 3-1. Staðan eftir 2. umferð er sú að Litháar eru efstir með 8 vinninga. Júgóslavar og Frakkar eru í 2. -3. sæti með 7Vi v. hvor sveit. í 4. -10. sæti eru ísland, Bosnía, Kína, Túrkmenístan, Danmörk, Úzbekístan og Búljgaría með 7 vinninga hver þjóð. 111. sæti með 6 1/2 v. eru m. a. Rússar, Banda- ríkjamenn, Ungveijar og Þjóðveij- ar. Við skulum nú sjá vinningsskák Margeirs í viðureigninni við Aust- urríkismenn. Hvítt: Margeir Pétursson ' Svart: Egon Brestian Búdapestarbragð 1. d4 - Rf6, 2. c4 - e5?! Hraustlega leikið, en ekki reyn- ist þessi djarfa byijun vel gegn öruggri taflmennsku Margeirs. 3. dxe5 - Rg4, 4. Bf4 - Rc6, 5. Rf3 - Bb4+, 6. Rbd2 - De7, 7. e3 — Rgxe5, 8. Rxe5 — Rxe5, 9. Be2 - 0-0, 10. 0-0 - Rg6, 11. Bg3 - Bd6?! Ljótur leikur, sem sýnir, að svartur er hræddur við, að biskup- inn á b4 verði utangátta eftir hinn eðlileg leik, 11. — d6. — 12. Bxd6 - Dxd6, 13. Re4! - Hvítur þarf ekki að óttast drottningakaup, því að hann hefur komið mönnum sínum mun betur í spilið, t. d. 13.--Dxdl, 14. Hfxdl - d6, 15. c5 - f5, 16. cxd6 — fxe4, 17. d7 o. s. frv. 13. - - De7, 14. Rc3 - c6, 15. Dd4! - d6, 16. Hadl - Hd8, 17. f4 - f5 Svartur á úr vöndu að ráða. Hann getur ekki komið biskupnum á c8 í spilið, því að eftir 17.- Bd7 kemur 18. f5 — Re5 (18. — - Rf8 19. f6 - gxf6 20. Re4 ásamt 21. Rxf6+), 19. Dxd6, og ekki gengur 17.-----Be6 vegna 18. f5. Hvítur hótar hins vegar að leika 18. e4 með hótuninni 19. e5, eða jafnvel 18. f5 — Re5, 19. f6 — gxf6, 20. Re4 — f5, 21. Rxd6 o. s. frv. 18. e4! fxe4 Eftir 18.---Be6 á hvítur hinn óþægilega leik 19. g4! o. s. frv. 19. f5 - Rh4, 20. f6 - gxf6, 21. Re4 - Rf5, 22. Dxf6------Dxf6, 23. Rxf6+ - Kg7, 24. Rh5+ - Kh6, 25. Hf4! - He8, 26. Bf3 Be6, 27. Kf2 - Rýmir g-línuna fyrir hrókinn og tekur um leið e3-reitinn af svarta riddaranum. Nú getur ekk- ert komið í veg fyrir 28. g4 með afgerandi yfirburðum fyrir hvít. 27.-----Had8, 28. g4 - Rh4, 29. g5+ abcdafgh og svartur gafst upp, því að hann á gjörtapað tafl eftir 29. - — Kxg5 (29. - - Kg6, 30. Hf6+ - Kxg5, 31. Hgl+ — Bg4, 32. Hxg4+ Kxh5, 33. Bdl! ásamt 34. Hg8+) 30. Hgl+ - Bg4, 32. Hgxg4+ — Kh6, 33. Hxh4 o. s. frv. ). lúua sladgrciðsluafsláttui' og 7% aísláttur cf qrcitl: ur með afboi'qunum. Me.ð ollum sofasettum fvlgir að auki iólaqjöí: Glæsilegt niftæki frá fíræfánmum Onnsson! Gríptu gæsina meðan hún gefst og náðu þér í vönduð húsgögn á sérstöku tilboðsverði næstu daga. Mikið úrval glæsilegra ítalskra leðursófasetta á frábæru verði. Einnig vönduð sænsk husgögn; stakir stólar og sófar Opið laugardag og sunnudag 11-16. Opnunartilboö MILAN leðursófasett 3 733 136. stgr. Verö aðems TOSCANA leðursófasett 3-1-1 Verð aðeins: 274.068,- stgr. Stakir sófar 58.012stgr. GALLERÍ TRÉFORM Mál'SQrkasýninc/: Lfna Rut Karlsaáttir Stakir stólar 26.369,- stgr. Smiöj Kóp Sími 44544 uvegi avogi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.