Morgunblaðið - 03.12.1994, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.12.1994, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1994 33 JMtftgtinfrlflifefto STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MIKILVÆG TENGSL VIÐ KÍNA OPINBER heimsókn Davíðs Oddssonar forsætisráð- herra til Kína treystir enn frekar þau tengsl, sem myndazt hafa milli íslands og Kína á undanförnum misserum. Samskipti ríkjanna hafa aukizt verulega með opnun kínverska hagkerfisins. Ýmis íslenzk fyrirtæki hafa náð samningum við Kínverja um fjárfestingar og innflutning vöru og tækniþekkingar. Samfara auknum efnahagslegum samskiptum hafa pólitísk tengsl ríkjanna vaxið. I apríl fór Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra til Kína og lýsti því þá yfir að á næsta ári yrði íslenzkt sendiráð sett á stofn í landinu. Halldór Blöndal samgöngu- og landbúnaðar- ráðherra heimsótti Kínveija á seinasta ári og voru við það tækifæri undirritaðir samningar íslendinga og Kín- verja um stofnun verkfræðistofu og samstarf í vegagerð. Samskipti við Kína eru mikilvæg fyrir íslendinga. Annars vegar er Kína hraðvaxandi markaður. Hagvöxt- ur er nú meiri þar en víðast annars staðar í heiminum og kaupgeta almennings hefur aukizt mjög. Kína er þess vegna framtíðarmarkaður fyrir íslenzkar útflutn- ingsvörur og tækniþekkingu. Jafnframt liggur beint við að íslenzk fyrirtæki fjárfesti í Kína og öðlist þannig nokkra hlutdeild í hinum gífurlega efnahagsuppgangi. Hins vegar eru hin pólitísku tengsl við Kína einnig mikilvæg. Kína er vaxandi stórveldi, ekki sízt í krafti aukins efnahagsmáttar, og á fast sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Það er ánægjuefni að Davíð Odds- son tók í viðræðum sínum við kínverska ráðamenn upp mannréttindi og lýðræðisþróun. Eins og forsætisráð- herra benti á, er þetta umræðuefni, sem ekki er hægt að víkja sér undan. Það er engu að síður nauðsynlegt fyrir lítið ríki eins og ísland að hafa góð tengsl við slíkt stórveldi og geta komið sjónarmiðum sínum beint á framfæri við kín- versk stjórnvöld. REIKNINGSSKIL RÍKISSJÓÐS RÁÐGERT er að taka upp nútímalegar aðferðir við bókhald, reikningsskil, gerð ríkisreiknings og fjár- laga eftir tvö ár, áramótin 1996 og 1997. Tilgangurinn er að veita betri yfirsýn um umsvif ríkisins og verða m.a. tekjur, gjöld og skuldbindingar bókfærðar um leið og þær myndast, en ekki þegar til greiðslu kemur. Fjár- málaráðuneytið kemur með þessu m.a. til móts við kröf- ur Ríkisendurskoðunar, sem lengi hefur óskað eftir breytingum í þessa átt. Fyrirhugaðar breytingar munu færa reikningsskil rík- isins í það horf sem er hjá einkafyrirtækjum, sem skrá tekjur, gjöld og skuldbindingar jafnóðum, en þannig fæst gleggra yfirlit yfir rekstur og efnahag. Á alþjóða- vettvangi er þróunin í sömu átt í opinberum rekstri og er reyndar víða komin mun lengra en hér. Með þessum nýju reikningsskilum verður uppbygg- ingu fjárlaga gerbreytt og skipt í fimm hluta í staðinn fyrir tvo nú. Þar mun koma fram allur rekstur sem er á vegum ríkisins, þ.m.t. hlutafélaga í meirihlutaeigu þess. Hætt verður að draga ýmsar bætur frá skatttekj- um áður en þær eru færðar til bókar og færa sértekjur á móti gjöldum. Áhrifin verða þau, að niðurstöðutölur fjárlaga hækki verulega. Breytingin á reikningsskilum ríkisins er löngu tíma- bær og er reyndar furðulegt, hversu gamaldags þau eru og langt á eftir því sem gerist hjá einkafyrirtækj- um. Bókhald þar er með þeim hætti, að glöggt yfirlit fæst yfir daglegan rekstur, svo unnt sé að grípa strax til aðgerða stefni í óefni. Athygli vekur, að nýju yeikn- ingsskilin verða ekki tekin upp fyrr en í ársbyrjun 1997. Spurningin er, hvort ekki sé unnt að gera það fyrr á tímum tölvutækninnar. EFNAHAGS- OG KJARAMÁL Sjö prósentustiga muniir á eldri og nýrri vísitölunni Þegar sagnfræðingar framtíðarinnar meta söguþró- unina á síðasta fjórðungi tuttugustu aldarinnar eiga þeir örugglega eftir að staðnæmast við þær svipting- ar sem verið hafa í kringum verðtryggingu fjár- magns og þátt þess í mótun samfélags á íslandi. Saga verðtryggingar hér á landi er þó ekki nema rúmlega fímmtán ára, en útlit er fyrir að nýr kafli þeirrar sögu verði skrifaður í vetur. Hjálmar Jóns- son rifjaði upp forsöguna. Atlantshafsbandalagið í kreppu MÚSLIMAHERMENN í skotgröfum skammt fyrir utan Sarajevo í upphafi Bosníustriðsins árið 1992. Tengslin yfir hafið að rofna? Heimildarmenn telja nú meiri hættu á klofningi í Atlantshafsbandalaginu milli Vestur-Evrópu og Bandaríkjanna en nokkru sinni fyrr. Krístján Jóns- son hefur kynnt sér skrif í nokkrum vestrænum fjölmiðlum um málið FORSVARSMENN launþega- hreyfingarinnar hafa margir lýst því yfír að for- senda þess að hægt verði að ganga frá nýjum kjarasamningum í vetur sé að hlutfall launa í grund- velli lánskjaravísitölunnar verði end- urskoðað og hún jafnvel afnumin. Launþegahreyfingin geti ekki sótt kjarabætur við núverandi aðstæður þegar sérhver launahækkun sé að verulegu leyti tekin til baka í formi hækkunar skulda heimilanna í land- inu. Þessu verði að breyta og minnka vægi launanna í samhengi við frá- gang nýrra kjarasamninga. Kjarasamningar lausir Kjarasamningar langflestra laun- þega í landinu eru lausir um áramót- in og í fyrsta skipti i yfir fimm ár er útlit fyrir að efnahagsástandið leyfí að laun geti hækkað og kaup- máttur aukist frá því sem verið hef- ur. Ailt frá því þjóðarsáttarsamning- arnir voru gerðir snemma árs 1990 hafa kjarasamningar snúist um að ná tökum á miklum og stöðugum verðlagshækkunum og háum vöxtum í samræmi við það. Síðustu kjara- samningar vorið 1993 fólu ekki í sér neina almenna hækkun á kauptöxt- um og í kjarasamningunum árið áður hækkuðu kauptaxtar aðeins um 1,7%. Á þessum tíma hefur verðbólga hins vegar stöðugt farið lækkandi, frá því að vera mæld í tveggja stafa tölum árlega á síðasta áratug í það að vera einna minnst hér í öllum lönd- uin Evrópu. Óhætt er að að fullýrða að veruleg- an þátt í þessari þróun áttu þær breytingar sem gerðar voru á grund- velli lánskjaravísitölunnar snemma árs 1989. í stjómarsáttmála ríkis- stjórnar Steingríms Hermannssonar, sem tók við völdum síðla hausts 1988 af ríkisstjóm Þorsteins Pálssonar, er kveðið á um að laun skuli vega helm- ing í lánskjaravísitölu og vísitalan skuli afnumin þegar verðbólgan hafi verið undir 10% á sex mánaða tíma- bili. Þágildandi láns- kjaravísitala, sem tekin var upp tæpum tíu árum áður með lögum nr. 13/1979 um verðtrygg- ingu fjárskuldbindinga, var samansett af tveimur þriðju hlut- um úr framfærsluvísitölu og einum þriðja hluta úr byggingarvísitölu. Þessi verðtrygging varð til þess að misgengi varð á milli launa og láns- kjara þegar verðtrygging launa var tekin úr sambandi vegna efnahags- erfíðleika á ámnum 1983-85. Skuldir fólks hækkuðu en Iaunin stóðu í stað og það var til að koma í veg fyrir endurtekningu á slíku misgengi að ríkisstjórn Steingríms Hermannsson- ar vildi auka áhrif iauna í lánskjara- vísitölunni þegar efnahagserfíðleikar vom að nýju framundan og ljóst að kaupmáttur launa myndi rýrna. Vægi launa aukið Með reglugerð viðskiptaráðherra 23. janúar 1989 var mælt fyrir um nýjan grundvöll lánskjaravísitölu frá og með febrúargildi hennar, þar sem framfærslu-, byggingar- og launa- vísitala vógu þriðjung hver. Að auki hafa laun að því er talið er um helm- ingsvægi í byggingarvísitölunni og áhrif á framfærsluvísitölu, þannig að heildaráhrif launa í þessari nýju láns- kjaravísitölu vom rúm 50%. Jón Sig- urðsson, þáverandi viðskiptaráð- herra, sagði á blaðamannafundi þar sem breytingin var kynnt að hún væri hugsuð til þess að sætta sjónar- mið í þjóðfélaginu og koma í veg fyrir misgengi launa og lánskjara. Fullt samkomulag væri í ríkisstjórn- inni um þessa niðurstöðu. Nýi gmnd- völlurinn væri vægari skulduram þegar verr áraði og öfugt í góðæri en þegar til lengri tíma væri litið jafnaði þetta sig út. Hann sagði að þessi breyting hefði ekki verið borin undir launþegasamtökin, en rætt hefði verið við einstaka forystumenn í verkalýðshreyfíngunni. Áðspurður sagði Jón tilganginn ekki þann að setja launþega- hreyfinguna í spenni- treyju varðandi launa- kröfur. Hins vegar sé ekki óeðlilegt að menn líti til þess hvað geti fylgt í kjölfar samninga. Hann bindi vonir við að forystumenn í verkalýðshreyfingunni hafí í huga að peningaleg hækkun væri ekki best til þess fallin að tryggja betri lífskjör umbjóðenda þeirra. Þegar litið er yfir þá þróun sem orðið hefur á þeim nær sex árum sem liðin eru frá því vísitala sam- kvæmt nýjum grunni var tekin upp kemur í ljós að sú fyrirætlan að draga úr áhrifum verðlags á hækkun skulda hefur gengið eftir. Rúmlega sjö prósentustiga munur er á hækk- un nýju og eldri vísitölunnar. Þannig hefur lánskjaravísitalan núna í des- ember, reiknuð samkvæmt eldri granni, hækkað um 55,9% frá því sem var í janúar 1989, en hækkun nýju vísitölunnar á sama tímabili er 48,4%. Til að gefa einhveija hug- mynd um hveiju getur munað þegar stórar fjárhæðir eiga í hlut töldust eignir lífeyrissjóðanna í árslok 1988 72 milljarðar króna. Ef reiknað er með því að 70 milljarðar hafi verið verðtryggðir og þeir staðið óhreyfðir þennan tíma munar um 5 milljörðum króna eftir hvorri vísitölunni er reiknað. Ef miðað er við vísitöluna sem gilti fram í ársbýfjun 1989 hefðu þessar eignir Iífeyrissjóðanna verið 109 milljarðar í dag, en eign- irnar eru 104 milljarðar þegar miðað er við vísitöluna sem gilt hefur síðan breytingin var gerð. Samkvæmt því er ljóst að fjármagnseigendur, spari- íjáreigendur og aðrir, hafa orðið af verulegum fjárupphæðum á undan- förnum árum miðað við hinn fyrri grundvöll, fjárupphæðum sem að einhveiju leyti myndu skila sér aftur þegar laun hækkuðu umfram verð- lagshækkanir. Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar knúði fram þessa breytingu á lánskjaravísitölunni, því nánast allir sem hlut áttu að máli lögðust gegn breytingunni. í ályktun miðstjórnar ASI daginn eftir setningu reglugerð- arinnar segir að þessi breyting muni auka greiðslubyrði lántakenda til lengri tíma. Orðrétt segir: „Tvöfald- að vægi launa í lánskjaravísitölu setur einstakling í þá aðstöðu að samhliða hverri 10% kauphækkun hækka verðtryggð lán um 5%. Sama staðreynd blasir við atvinnurekand- anum. Þegar hann samþykkir kaup- hækkun er þar með ákveðin hækkun ijármagnskostnaðar fyrirtækisins. Þessi breyting mun því óhjákvæmi- lega torvelda samningagerð.“ Ályktun Bandalags starfsmanna ríkis og bæja ve_gna þessa er á svip- uðum nótum: „Akvörðun ríkisstjóm- arinnar í dag að binda lánskjaravísi- töluna þróun kaupgjalds stríðir gegn hagsmunum almennra launþega og er vægast sagt undarleg ráðstöfun á sama tíma og ríkisvaldið lætur í veðri vaka að það vilji gott samstarf við samtök launafólks. Hér er greinilega gerð tilraun til þess að gera almennt launafólk, sem þarf á kauptaxta- hækkunum að halda, ábyrgt fyrir hækkun lána og halda þannig aftur af réttmætum kröfum þess. Þessari ákvörðun er því harðlega mótmælt." Bankastjórn Seðlabankans lagðist gegn breytingunni og taldi með öllu óráðlegt að breyta lánskjaravísi- tölunni með þeim hætti sem lagt hefði verið til og reyna að láta slíka breytipgu gilda um eldri lánssamn- inga. I svipaðan streng tóku talsmenn banka, verðbréfafyrirtækja, lífeyris- sjóða og sparifjáreigenda og mál var höfðað fýrír dómstólum, þar sem rétt- ur stjórnvalda til að breyta gmnni lánskjaravísitölunnar, þannig að hann gilti um þá lánssamninga sem í gildi vom þegar breytingin var gerð, er véfengdur. Stjórnvöld unnu málið fyrir Héraðsdómi og var sá dómur síðan staðfestur af Hæstarétti. Vextir gætu hækkað Samkvæmt þessu hafa stjórnvöld heimild til að gera breytingar á grundvelli verðtryggingar að mati dómstóla. Það er svo aftur allt ann- að mál hvort slíkar breytingar á fárra ára bili eru vitlegar og hvort þær verða ekki til þess að veikja traust fólks. Eiríkur Guðnason, seðlabankastjóri, varaði í samtali við Morgunblaðið við breytingum og sagði þær að sínu mati óheppilegar. Þó svo Seðlabankinn hefði á sínum tíma verið andvígur að auka vægi launa í vísitölunni væri af tvennu illu skárra að hafa vísitöluna óbreytta en halda áfram að hringla með hana. Hann benti á að buast mætti við að markaðurinn brygðist við breytingum á verðtryggingu með því að breyta vöxtum til samræmis. Við endurteknar breytingar á lánskjara- vísitölu, skuldurum í hag, þannig að vísitalan mældi minni breytingar en almennt verðlag, mætti gera ráð fyrir að vextir yrðu hærri sem því næmi. Að auki væri hætta á að til viðbótar kæmi visst áhættuálag vegna óvissunnar sem skapaðist. RÁÐHERRAFUNDUR Atl- antshafsbandalagsins, , NATO, í Bmssel í vikulokin var í margra augum mikil- vægari en flestir fyrri fundir, óttast var að soðið gæti upp úr vegna Bos- níumálanna í samtökum þar sem oft- ast hefur tekist að sýna samstöðu út á við. Það tókst að breiða yfir ágrein- ing um stækkun NATO til austurs með því að fresta málinu um eitt ár. Hver fulltrúinn á fætur öðram brýndi einnig menn til að láta ekki deilurnar um Bosníu verða að innanmeini sem grandaði bandalaginu en margt bend- ir þó til þess að gamlar hrakspár um klofning milli Bandaríkjanna og Vest- ur-Evrópu geti verið að rætast. Sameiginlegi óvinurinn, sovétkom- múnisminn, er hmninn, Rússland mun eflast á ný og í versta falli undir hálf- fasískri þjóðemissinnastjórn en varla á allra næstu ámm. Sjálft límið sem hélt NATO saman, ógnin í austri, er horfið og aðildarríkin reyna nú að tryggja eigin hagsmuni í heimi þar sem kalda stríðið er ekki mælikvarði alls. Þrátt fyrir GATT-samninga um ftjáls- ari alþjóðaviðskipti og samvinnuna í Evrópusambandinu er fáu að treysta í öryggis- og vamarmálum og mörg óveðursský á himni, átökin á Balkan minna ráðamenn á hverfulleika þess sem eitt sinn virtist svo traust. Öll Evrópuríkin þykjast sjá þess merki að aukin áhrif einangrunar- sinna í Bandaríkjunum gætu valdið því að bandarískt herlið yrði kallað heim frá Evrópu. Bandarískir kjósend- ur eru margir orðnir langþreyttir á því sem þeir telja vanþakklæti Evr- ópumanna er hvorki þori né tími að annast eigin öryggismál. Klofningur í öryggisráðinu Skipbrot stórveldanna, sem hafa reynt að þvinga deiluaðila í Bosníu til að semja um frið, virðist vera al- gert. Þótt reynt sé að fínna annan sökudólg en NATO með því að benda á að SÞ verði samkvæmt reglunum að samþykkja allar hernaðaraðgerðir NATO gegn Serbum fyrirfram og bandalagið hafi ávallt gert það sem SÞ hafi farið fram á, er ljóst að það er andstaða Breta og Frakka í öryggisráðinu gegn loftárásunum sem kemur í veg fyrir að grip- ið sé til öflugri aðgerða. Rússar taka svo undir sjónarmið Breta og Frakka, að nokkru vegna þess að almenningsálit í Rúss- landi styður málstað Serba en einnig vegna þess að stjórn Borísar Jeltsíns forseta er staðráðin í að notfæra sér vaxandi klofning í NATO til að styrkja stöðu sína og reyna að tefja fyrir út- þenslu bandalagsins til austurs. Bosníudeilur og NATO Ætlunin var að senda Bosníu-Serb- um „viðvörun" með loftárásum nýver- ið á flugvöll, sem þjóðbræður þeirra í Króatíu höfðu lánað þeim. Þess var þó vandlega gætt að granda ekki flug- vélum Serba á jörðu niðri, ella var talin hætta á að þeir styggðust um of og útilokað yrði að draga þá að samningaborðinu. Senniiega hafa Serbar þurft að eyða tveim dögum í að moka ofan í sprengjuholurnar á vellinum og því fer fjarri að nokkur trúi því að árásir af þessu tagi hræði þá til að sættast á friðaráætlun SÞ um skiptingu Bosníu. William Perry, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði fyrir nokkm að Bosníu-Serbar hefðu í reynd unnið slaginn um múslimaborgina Bihac og vestur í Washington em fæstir í vafa um hvað valdi. Það sé vesaldómur V-Evrópumanna sem engu vilji til fórna þótt ástandið í gömlu Júgó- slavíu ógni friði í álfunni. Evrópumenn svara háðslega að Bandaríkjamenn geti trútt' um talað, þeir harðneiti að leggja fram landherlið í Bosníu. Dálkahöfundurinn Anthony Lewis segir i The New York Times að trúverðugleiki NATO og jafnvel rökin fyrir tilvist þess hafi hrunið er ekki hafi náðst samkomulag um að veija griðasvæði SÞ við Bihac. Einstök af- rekasaga þessa samstarfs við Atlants- haf sé ef til vill á enda. Hann viður- kennir réttmæti gagnrýninnar á Bandaríkjastjórn fyrir að leggja ekki til landher, aðeins fluglið, í Bosníu. En hann veltir jafnframt fyrir sér hvers vegna Bandaríkin ættu að leggja til menn í herleiðangur sem ekkert gagn verði að, leiðangur þar sem ekki sé ætlunin að gera upp á milli árásaraðila og fórnarlamba, þ. e. milli Serba og múslima. Evrópuríkin, með Breta og Frakka í fararbroddi, hafa ítrekað að ein- göngu sé hægt að leysa Bosníudeiluna með friðarsamningum. Útilokað sé að friða landið með hervaldi nema með því að senda þangað mörg hundruð þúsund manna her og öldungis óvíst sé hve lengi liðið þyrfti að vera í land- inu, ef til vill marga áratugi. Stjórnmálaskýrendur í Evrópu eru yfirleitt sammála um að leiðtogar Vesturveldanna myndu aldrei þora að bera svo herskáar tillögur á borð fyr- ir kjósendur sína. Bretar og Bandaríkjamenn Að sögn fréttaritara breska blaðs- ins The Daily Telegraph í Washing- ton, Ambrose Evans-Pritchards, er eins og skyndilega hafi brostið mikilvægur strengur í nánu samstarfi Bandaríkjamanna og Breta í öryggismálum, samstarfí sem hófst í heimsstyijöldinni síðari og var innsigl- að með stofnun NATO 1949. Gagn- kvæm óánægja vegna stefnunnar í málefnum gömlu Júgóslavíu hafi magnast undir niðri í þtjú ár, allt frá því að Serbar og Króatar hófu að berjast og nú sé ekki hægt að brúa gjána lengur. Serbar hafi árið 1991 fengið að jafna króatísku borgina Vukovar við jörðu með sprengjuvörpum án þess að NATO hefðist að. „Það var þá sem margir [bandarískir] áhrifamenn í utanríkismálum gerðu upp hug sinn; ef NATO hygðist bregðast með þessu hætti við vandamálum sem kæmu upp í kjölfar kalda stríðsins væri það ekki í þágu bandarískra siðferðisgilda að taka þátt í starfínu", segir Pritchard í fréttaskýringu. Evrópumenn telja að sú ákvörðun stjórnar Bills Clintons forseta fýrir skömmu að hlíta fyrirmælum þingsins og hætta að taka þátt í að framfýlgja vopnasölubanni á Bosníu beri vitni ábyrgðarleysi og einfeldningshætti. í Washington er þetta talin hárrétt ákvörðun, allt of lengi hafi verið hlust- að á ráð og undanbrögð Breta og Frakka. Þeir hafi sagt að sölubannið væri nauðsynlegt til að koma í veg fyrir að átökin breiddust út. „Það gerðist nú samt, eða hvað? Bosníu- menn [múslimar] vilja ekki sætta sig við að landinu sé nauðgað", sagði Will Marshall, einn af ráðgjöfum Warrens Christophers utanríkisráð- herra. Evans-Pritchard segir það dæmi- gert um vatnaskilin í samskiptum Bandaríkjamanna og V-Evrópu að stjórn Clintons hafí fyrir nokkrum dögum gefíð út ströng fyrirmæli um að Bretar ættu framvegis ekki að fá aðgang að upplýsingum leyniþjón- ustunnar um hergögn sem berast til Bosníu þrátt fyrir vopnasölubann SÞ. Stjórnvöld í London og París hafa m.a. beitt þeim rökum gegn hug- myndum um auknar loftárásir gegn Serbum að þá myndu gæsluliðar SÞ á jörðu niðri verða auðveld bráð hefndarþyrstum Serbum, sem hefðu í fullu tré við léttvopnaða gæslulið- ana. Einnig gætu Rússar, fornvinir Serba, talið sér skylt að styðja þá með vopnum ef Vesturveldin létu kné fylgja kviði og deilan gæti þá hleypt af stað nýju, köldu stríði. Ef allt gæsluliðið yrði kallað á brott myndu alþjóðlegar hjálparstofnanir, sem hafa haldið lífinu í hundruðum þús- unda óbreyttra borgara á átakasvæð- unum, einnig verða að hverfa á brott þar sem starf þeirra yrði ófram- kvæmanlegt. Kaldrifjaðir Evrópumenn Nefnd í Washington sem vinnur að friði á Balkanskaga og tekur málstað múslima er skipuð þungavigtarfólki á borð við Zbigniew Brzezinski, fyrrverandi þjóðarörygg- isráðgjafa Jimmys Cart- ers forseta, George Shultz, sem var utanríkisráðherra stjórnar Ronalds Reagans og Jeanne Kirkpatrick, sendiherra Reagan- stjórnarinnar hjá SÞ. Að sögn Evans- Pritchards telja þau að gæsluliðið sé afsökun fyrir aðgerðaleysinu, að Bret- ar og Frakkar hafi Iagt fram þúsund- ir manna í gæslulið SÞ í Bosníu með þann kaldrifjaða ásetning í huga að þannig mætti koma í veg fyrir að eitt- hvað raunhæft yrði gert til að veita múslimum hernaðaraðstoð. Það verð- ur erfitt að bjarga NATO ef tor- tryggni af þessu tagi verður ríkjandi í samstarfinu. Yngri og eldri iánskjaravísitalan Spornað við misgengi iauna og lána Dómur féil stjórnvöldum ívil Bandaríkja- menn þreyttir á vanþakklæti Rússar reyna að fresta út- þenslu INIATO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.