Morgunblaðið - 03.12.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.12.1994, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Almenningi boðið að skoða Þjóðarbókhlöðu um helgina LANDSBÓKASAFN íslands - Há- skólabókasafn opnar dyr Þjóðar- bókhlöðu í dag, laugardag, og á morgun, sunnudag, og verður al- menningi boðið að skoða safnið og Þjóðarbókhlöðu. Erland Kolding Nielsen, aðal- bókavörður Konunglega bóka- safnsins í Kaupmannahöfn, af- henti við opnun safnsins á fimmtudag gjöf frá Danmörku, 100 þúsund danskar krónur eða 1,1 milljón íslenskra króna. Danska menntamálaráðuneytið veitir upphæðina fyrir hönd Dan- merkur. Orðabækur og ljósritunarvél Auk þessarar gjafar hefur danska sendiráðið styrkt lands- söfnun stúdenta í Háskóla íslands til að auka bóka- og tölvusafn hins nýja safns. Klaus Otto Kapp- el, sendiherra, hefur þegar afhent forkólfum átaksins fyrstu bindi Stóru dönsku alfræðiorðabókar- innar, en bókin er 20 bindi alls sem verða afhent smám saman um leið og þau koma út. Konica-fyrirtækið i Þýskalandi og Umfang hf., umboðsfyrirtæki þess hérlendis, gáfu Þjóðarbók- KLAUS Otto Kappel, sendiherra Danmerkur á íslandi, afhenti Skúla Helgasyni, framkvæmdasfjóra þjóðarátaks stúdenta fyrir Þjóðarbókhlöðu, fyrstu bindi Stóru dönsku alfræðiorðabókarinn- ar við opnun Þjóðarbókhlöðu á fimmtudag. hlöðu á þriðjudag Konica-ljósrit- 1,4 milljónir króna. Eckhard unarvél af nýjustu og fullkomn- Granel, markaðssljóri Konica, af- ustu gerð sem metin er á tæplega henti landsbókaverði vélina. Unglingar dæmdir fyrir rán og árásir HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær fjóra 15-17 ára pilta sem frömdu tvö rán í Reykjavík í september sl. í 7-12 mánaða fang- elsi fyrir ránin og ýmis önnur brot framin fyrr á árinu. Tveir piltanna höfðu m.a. ráðist á mann og stór- slasað eftir að hann reyndi að stöðva flótta þeirra og þriðja pilts- ins frá innbrotsstað. Við ákvörðun refsingar piltanna var tekið tillit til ungs aldurs þeirra, eins og lög kveða á um, og vegna þess var refsing þeirra þriggja pilt- anna, sem hlutu 7-10 mánaða fang- elsi, skilorðsbundin. Sá fjórði á hins vegar talsverðan sakaferil að baki og hefur fengið skilorðsdóma fyrir þjófnað og bílþjófnað. Hann hefur tvisvar rofið skilorð, þar á meðal skilorðsdóm frá í vor, og er 12 mánaða fangelsi hans því óskilorðs- bundið. Þrír piltanna voru dæmdir fyrir að hafa í mars sl. vetur brotist inn í söluturn í Vesturbergi og stolið þaðan 24 sígarettupökkum. Á leið frá innbrotsstaðnum kom að þeim rúmlega þrítugur maður sem ætlaði að stöðva piltana og láta þá bíða lögreglu. Hann náði taki á einum en hinir tveir réðust á hann með höggum og spörkum og skilið vð hann kinnbeinsbrotinn, rifbeins- brotinn og með rifið nýra. Þá voru þrír piltanna dæmdir fyrir að hafa ráðist inn í söluturn við Seljabraut í haust og réðist einn þeirra að afgreiðslustúlku meðan hinir leituðu verðmæta sem þeir fundu ekki. Nokkrum dögum síðar voru allir giltamir á ferð í verslun Nóatúns í Árbæ þar sem þeir ógnuðu af- greiðslufólki til að opna peninga- skáp og komust undan með um 40 þúsund krónur. Játuðu að mestu Piltarnir játuðu sakargiftir að mestu en einn þeirra sem einnig var dæmdur fyrir að hafa ráðist á mann og handarbrotið neitaði þeirri ákæm en var dæmdur sekur á grandvelli framburða vitna. Síðustu brot piltanna í þessum málum voru framin í september og gaf ríkissaksóknari út ákæra 8. nóvember. Dómur liggur því fyrir rúmum þremur vikum eftir útgáfu ákæra. Morgunblaðið/Svemr JÓNAS Aðalsteinsson hrl. skoðar möguleika Lagasafns íslands AG. Við hlið hans situr Aðalsteinn Magnússon, framkvæmda- sfjóri Aðgengis hf., og lengst til vinstri er Axel Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Úrlausnar hf. Tölvutækt lagasafn LAGASAFN íslands er komið út á tölvutæku formi og inniheldur það öll lög.sem í gildi eru. í gær var Jónasi Aðalsteinssyni hæstaréttarlögmanni afhent form- lega fyrsta eintakið af Lagasafni íslands AG, sem svo er nefnt, en Jónas hefur ásamt fleiri aðilum verið með það til reynslu. Hefur hann lýst yfir ánægju sinni með það og telur það geta valdið mik- illi byltingu í vinnubrögðum lög- manna, að því er Segir í fréttatil- kynningu frá Úrlausn hf., sem sér um þjónustu og sölu á lagasafninu. Avarp menntamálaráðherra í Langholtskirkju Fjölmiðlafólk sýni af sér siðgæði og ábyrgð ÓLAFUR G. Einarsson mennta- málaráðherra benti á, í ávarpi sem hann flutti á fyrsta sunnudegi í aðventu í Langholtskirkju, að á sama hátt og þjóðfélaginu sé nauð- synlegt að stjómmálamenn og emb- ættismenn sýni af sér siðgæði og ábyrgð sé brýnt að þeir sem við fjöl- miðla starfa geri slíkt hið sama. Hann telur að framtíðin muni leiða í ljós að við stöndum nú á krossgöt- um í siðbót þjóðfélagsins. Fyrirgreiðslupólitík er tímaskekkja Ólafur gerir að umtalsefni í ávarpi sínu umræðu þá sem undanfarið hefur átt sér stað um stjómsýslu hvers þjóðfélags. „Ber þar hæst umræðu um pólitíska ábyrgð og pólitískt siðgæði. Krafa dagsins er að þeir sem um stjómvölinn halda misnoti ekki völd sín og er það vel.“ Ólafur segir að nauðsynlegt sé að láta af fyrirgreiðslupólitík, hún sé tímaskekkja og hafí aldrei átt rétt á sér þótt viðhorf til hennar hafí löngum verið það að hún væri dyggð þingmannsins og hluti af ábyrgð hans við að gera vel við kjör- dæmi sitt. „Þegar grannt er skoðað getur fyrirgreiðslupólitík sett stjórn- málamönnum stólinn fyrir dymar með að vinna faglega og heiðarlega að málum. Þannig getur hún bundið stjórnmálamenn á klafa vindsælda- kappphlaups um kjósendur." Fjölmiðlar eru viðbótarvaldsvið Ólafur segir að á það hafí verið bent að hin hefðbundna þrískipting valds sé ófullnægjandi, fjölmiðlar séu í raun viðbótarvaldsvið. „Und- anfarið hefur fjölmiðlum verið tíð- rætt um pólitískt siðgæði en fjöl- miðlafólk má ekki falla í þá gryfju að fara offari í slíkum málum. Því ber eins og öðram að nálgast hlut- ina á málefnalegan hátt. Pólitíska siðbót verður að reka af heilindum. Á sama hátt og hveiju þjóðfélagi er það nauðsyn að stjórnmálamenn og embættismenn þess sýni af sér siðgæði og ábyrgð er brýnt að þeir sem við fjölmiðlana starfa geri slíkt hið sama. Annað er spilling. Þannig er ljóst að ef takast á að siðbæta þjóðfélag okkar er mikilvægt að allir taki höndum saman. Það er trú mín að framtíðin muni leiða í ljós að við stöndum á krossgötum í þeim efnum nú. Að framtíðin beri í skauti sér stjómsýslu sem gerir ráðamönn- um kleift að standa að faglegri stefnumótun í ríkari mæli en nú er.“ að hann kæmi ekki með okkur heim aftur. Heimilismenn á Laugaskjóli fluttir af lögheimili sínu vegna verkfalls sjúkraliða „Eins og flótti ór brennandi húsi“ SKÖMMU eftir hádegi í gær vora níu vistmenn á Laugaskjóli, sambýli fyrir sjúklinga með Alzheimer og aðra heilabilunarsjúkdóma, fluttir þaðan og yfír á hjúkranarheimilið Skjól sem rekur Laugaskjól. Fimm sjúkraliðar, eða helmingur starfs- fólks, hafa starfað á Laugaskjóli og fengið undanþágur í verkfallinu. Sambýlið hefur samt sem áður verið rekið með lágmarks mannafla og þótti sýnt að ástandið seinustu vikur gæti ekki varáð lengur, að sögn Aðalheiðar Vilhjálmsdóttur, hjúkran- arfræðings og forstöðumánns á Laugaskjóli. Vaktir standi þannig að fáist ekki undanþága sé enginn sjúkraliði á vakt og gæti það ástand komið upp að sambýlið væri mannlaust, sem kemur „vitaskuld ekki til greina", segir Aðalheiður. Geysileg röskun Þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem heimilismenn á Lauga- skjóli hafa neyðst til að flytja sig um set, en í sumar var efnt til flutn- inga vegna framkvæmda í sambýl- inu. Þurftu heimilismenn að dveljast á Skjóli í sex vikur, en flutningamir flokkast undir færslu milli deilda. Heimilismenn era á aldrinum 77-89 ára og allflestir hrjáðir af alvarlegum elliglöpum vegna sjúkdóma sinna. Aðalheiður segir þá þarfnast „heil- mikillar umönnunar, bæði stjómunar og tilsagnar. Þau era misjafnlega fær um að koma sér á fætur en öll þarfn- ast þau aðstoðar við dagleg þrif og þvottamál." í fyrradag var endanleg ákvörðun um flutningana tekin og var rætt við aðstandendur heimilis- manna í kjölfarið. „Við myndum ekki flytja fólkið nema alveg tilneydd. Þetta er algjört neyðarúrræði, sem við gripum fyrst til þegar búið var að útiloka allar leiðir aðrar, þannig að okkur fellur mjög þungt að þurfa að grípa til þessa ráðs,“ segir Aðal- heiður. Hún segir að flutningamir í sumar hafi gengið betur en starfsfólk þorði að vona, en þeir hafí þó valdið miklu losi á högum heimilismanna, sérstak- lega þar sem minni margra þeirra sé óstöðugt. Rólegheit og regla séu heimilisfólkinu afskaplega mikilvæg og flutningar í nýtt umhverfi valdi geysilegri röskun. „Heimilismenn era misjafnlega í stakk búnir til að tak- ast á við flutninga, en sammerkt með þeim öllum er að hugurinn er orðinn lasinn og gerir þeim erfítt fyrir að vinna úr þessum breytingum. Líkamlegt ástand þeirra er líka mis- jafnt,“ segir Aðalheiður. „Við reyn- um auðvitað að flytja eins mjúklega og við mögulega getum og styðjumst þá við reynsluna frá því í sumar. Flutningarnir þá voru að vísu undir öðram formerkjum, t.d. var tíminn að heiman nákvæmlega afmarkaður, þannig að allt var miklu léttara f framkvæmd." ' Gæti brugðið til beggja vona Aðspurð um hvort hún telji að all- ir einstaklingamir níu muni þola flutningana, -vitnar Aðalheiður í lækni sambýlisins þegar hann fékk sömu spumingu á fundi með að- standendum: „Eg þori hreinlega ekki að leggja mat á það, það getur brugð- ið til beggja vona. Flutningarnir gætu raskað einhvetjum svo mikið Þorri heimilismanna á lögheimili á Laugaskjóli. Aðalheiður kveðst ekki vera nægilega kunnug reglum á þessu sviði til að geta svarað því hvort flutningur fólks frá lögheimili þeirra sé í blóra við reglur. „Hjúkrun- arforstjóri Skjóls bar upp sömu spurningu við landlækni fyrir fáein- um dögum. Hann sagði að það væri ekkert sem hægt væri að halda í miðað við núverandi ástand, þetta væri nánast eins og flótti úr brenn- andi húsi,“ segir Aðalheiður. Verkfall sjúkraliða hefur nú staðið yfír frá 10. nóvember. Undanþágur hafa einnig verið skornar niður á Skjóli og er reksturinn þar einnig : orðmn aðkrepptur, að sögn Aðalheið- aT. í Hafnarbúðum, sem er deild frá Landakoti, var sjö rúmum af nítján lokað fyrir um viku og sjúklingarnir : fluttir upp á Landakot. Um aldraða ! langlegusjúklinga er að ræða og er sjúklingunum sem eru eftir í Hafnar- ! búðum sinnt á efri hæð byggingar- \ innar, en lítil eða engin starfsemi á neðri hæð hennar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.