Morgunblaðið - 03.12.1994, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Góðar íbúðir til sölu:
í Hamrahverfi, Grafarvogi,
eru glæsilegar „penthouse“-íbúðir með mjög góðu útsýni. Á hæðinni,
sem er 120 fm, eru 2-3 svefnherb., góðar stofur, rúmgott eldhús,
bað, þvottahús og stórar svalir á móti suðri. Steyptur stigi er upp í ris.
[ risi má t.d. toma fyrir svefnherbergjum, sjónvherb. eða tómstunda-
herb. Bílskúr fylgir. Til sýnis fullbúið.
Á Snorrabrauf v/Droplaugarstaði
3ja herb. 90 fm íbúð á 4. hæð mót suðri. (búðin er í nýju húsi og
ætluð fyrir 55 ára og eldri. Lyfta er í húsinu.
Við Stelkshóla
í 3ja hæða húsi, rúmg. 2ja herb. íbúð á 3. hæð. Gott útsýni. Stórar svalir
mót suðri. Ibúðin er nýmáluð, flísar á gólfum í stofu, baði og eldhúsi,
parket á svefnherb. Áhugaverð ibúð.
Öm ísebarn, byggingameistari, sfmi 31104og 989-61606.
21150-21370
LARUS P. VALDIMARSSOM.framkvæmdastjori
KRISTJAM KRISTJÁMSSOM. ioggiltur fasteignasali
Til sýnis og sölu m.a. eigna:
Á vinsælum stað í Vogunum
Vel byggt steinhús, ein hæð, um 165 fm auk bílsk. 23 fm. 5 svefnh.
m.m. Glæsileg lóð. Eignaskipti möguleg.
Stór og góð - hagkvæm skipti
3ja herb. íbúð miðsv. við Hraunbæ, 84,8 fm. Sér þvottaaðstaða. Ágæt
sameign nýmáluð og sprunguþétt. Skipti æskileg á raðhúsi með stór-
um bílskúr.
Sumarhús - vinnupláss - frábært verð
Á vinsælum stað á Vatnsleysuströnd nýlegt timburhús, hæð með
portbyggðu risi. Grunnfl. 6x6 fm. Gott vinnuhúsnæði fylgir 8x6 fm
með 3ja metra vegghæð. Eignarland 6000 fm. Útsýnisstaður í góðu
vegasambandi. Aðstaða fyrir bát í fjöru. Verö aðeins kr. 2,3 millj. ef
samið er fljótlega.
Suðuríbúð - sérþvottah. - bílskúr
Stór og góð 2ja herb. íb. í suðurenda við Jöklasel. Ágæt sameign. Selst
í skiptum fyrir 4ra herb. íb. í nágr. sem má þarfnast endurbóta.
Með 40 ára húsnæðislánum
Nokkrar 3ja herb. íbúðir m.a. við Súluhóla, Eiríksgötu, Dvergabakka.
Vinsamlegast leitið nánari upplýsinga.
Skammt frá KR-heimilinu
Sólrík 4ra herb. íb. tæpir 100 fm, vel með farin. Góð lán. Tilboð óskast.
Öll eins og ný - mikið útsýni
Suðuríb. 2ja herb. á 2. hæð miðsvæðis við Hraunbæ. Ágæt sameign.
40 ára húsnæðislán kr. 3,2 miilj.
• • •
Opiðidag kl. 10-14.
Fjöldi eigna i skiptum.
Almenna fasteignasalan sf. ____________________________
var stofnuð 12. júlí 1944. LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370
ALMENNA
FASTEIGNASAL AW
Arnarhraun — Hf* Fallegt eldra tvfl. einbhús
á góðum stað. Husið er stofur, 3-4 stór og góð herb., sjónv-
íiol, sldhús, baðherb., snyrting o.fl. Bílskúr.
Hraunflöt v/Álftanesveg. Nýl. gullfal-
iegt einbhús á einni hæð. Húsið skiptist í stofur, 3 svefn-
herb., baðherb. o.fl. Rúmgóður bílsk. nú sem 3ja herb. íb.
Stór falleg ióð. Mikið útsýni. Laust. Verð 18,0 millj.
Neðstaberg. Fallegt vandað einbhús 194,4 fm
með innb. bílskúr. Frábær staður. Öll þjónusta og skólar i
næsta nágr. Skipti mögul. Verð i 6,5-17,0 miilj.
Opið hús - Blikahólar 12.
2ja herb. 80,6 fm falleg íb. á 1. hæð í 3ja hæða blokk.
Rúmg. falleg íb. m.a. parket. Svo fylgir 28 fm bílskúr með j
heitu og köldu vatni. Ahv. byggsj. 2.350 þús. Eignin verð-
í ur til sýnis laugardag og sunnudag kl. 14-17. Hannes á ,
j bjöllu. Sjón er sögu ríkari. Verið velkomin!
Valhúsabraut - Seltjn. 4ra herb. 98,2
fm íb. á 1. hæð i tvíb. Nýl. eldhús, gott baðherb. Sérhiti, sér-
inng. 45 fm bflskúr. Verð 8,8 millj.
Sunnuflöt - Gbæ. Einbýlishús með íítilli íb.
á jarðh. Húsið stendur á sérlega r'allegum og rólegum stað
við Lækínn og nraunjaðarinn. Gott hús, tvöf. bílsk.
B U
Oldugata. Virðul. og faííegt stefnhús á eftirsóttum
stað f miðborginni. Húsið er tvær hæðir, kj. og bílsk., samtals
317 fm. Séríb. f kj.
Brunnstígur — Nf,. Einbhús, 197,7 fin,
járnkl., hæð og ris á steinkj, Hús sem geíur mikla mögul.
Ath. verð aðeins 8,4 millj.
$.62-1200
Sigrún Sigurpálsd., iögg. fast.
Dan V.S. Wíium, iögg. fast.
FRÉTTIR
Jafnréttisráð um opinberar nefndir, sljórnir og ráð
Hlutur kvenna í opinberum nefndum,
stjórnum og ráðum 1990 og 1994
’90’94 ’90’94 ’90’94 ’90’94 ’90’94 ’90’94 ’90’94 ’90’94 ’90’94 ’90’94
Konum
fjölgar en
ekki nógu
hratt
KONUM í opinberum nefndum,
stjórnum og ráðum hefur fjölgað
nokkuð á síðastliðnum fjórum
árum, eða úr um 16% nefndar-
manna í 20,8%. Konur eru 592 af
2.842 aðalmönnum í nefndum,
stjórnum og ráðum.
Þetta kemur fram í skýrslu, sem
Jafnréttisráð hefur tekið saman.
Þar er vitnað til markmiða fjögurra
ára framkvæmdaáætlunar ríkis-
stjórnarinnar, sem samþykkt var á
Alþingi í maí 1993, en þau eru
m.a. að hlutur kvenna í opinberum
nefndum, stjórnum og ráðum, verði
orðinn 30% fyrir 1. janúar 1997.
Þarf róttækar aðgerðir
í fréttatilkynningu frá Jafnréttis-
ráði segir að fjölgun kvenna í opin-
berum nefndum hafi ekki verið
hraðari en svo, að grípa verði til
róttækra aðgerða, eigi að ná þessu
markmiði. „Ef ekki verður ýtt á
eftir þróuninni á einhvern hátt má
búast við að 30% markmiðinu verði
ekki náð fyrr en eftir átta ár, þ.e.
árið 2002,“ segir Jafnréttisráð.
Hlutur kvenna hefur aukizt mest
í nefndum á vegum þriggja ráðu-
neyta; forsætisráðuneytis, dóms-
málaráðuneytis og félagsmálaráðu-
neytis. í síðastnefnda ráðuneytinu
hefur verið farið fram úr markmið-
um framkvæmdaáætlunarinnar, og
þar eru konur nú um 40% nefndar-
manna.
Umboðsmaður Alþingis gagnrýnir utanríkisráðuneytið
Ovandaðir starfshættir í
upplýsingagj öf til þings
UMBOÐSMAÐUR Alþingis telur
að viðbrögð utanríkisráðuneytisins
við álitum hans varðandi ráðningu
tollvarðar á Keflavíkurflugvelli hafi
leitt í ljós óvandaða starfshætti við
meðferð þeirra mála, m.a. í skiptum
við embætti umboðsmanns Alþingis
og upplýsingagjöf til Alþingis. Þetta
kemur fram í ársskýrslu umboðs-
manns. í framhaldi af athugasemd-
um umboðsmanns í þessa veru rit-
aði utanríkisráðuneytið umboðs-
manni bréf, þar sem fram kemur
að það muni í framtíðinni sinna
upplýsingaskyldu sinni af meiri
samviskusemi en gert hafi verið til
þessa. Til að tryggja það hafa tveir
starfsmenn ráðuneytisins verið til-
nefndir sém tengiliðir við embætti
umboðsmanns.
■Forsaga málsins er sú, að í októ-
ber 1992 skilaði umboðsmaður áliti
sínu varðandi kvörtun er honum
hafði borist vegna ráðningar toll-
varðar á Keflavíkurflugvelli. 4. jan-
úar sl. ritaði umboðsmaður utanrík-
isráðherra bréf, þar sem hann vek-
ur máls á ummælum ráðherra á
Alþingi í október 1993. Þar hafi
ráðherra vitnað til bréfs, sem deild-
arstjóri Tollgæslunnar hafi „ritað
um starfslega og persónulega eigin-
leika hvers umsækjenda fyrir sig“.
Umboðsmaður óskaði eftir að fá
bréfið í hendur. Þá hafi ráðherra
enn fremur sagt að það væri „álit
flesta starfsmanna Tollgæslunnar
sem nú geta gert samanburð að sú
ákvörðun ráðuneytisins að ráða [C]
hafi verið skásti kosturinn“ og ósk-
aði umboðsmaður eftir gögnum um
þetta álit. Loks benti umboðsmaður
á að ráðherra hefði vitnað til til-
lögu, sem fyrir hann hefði verið
lögð af varnarmálaskrifstofu og
óskaði eftir að sjá hana.
I svari utanríkisráðuneytisins
kemur fram að tillagan um ráðn-
ingu, sem ráðherra vísaði til, hefði
verið kynnt ráðherra munnlega af
skrifstofustjóra varnarmálaskrif-
stofu.
Bréfið samið eftir blaðaskrif
í framhaldi af þessu tók umboðs-
maður skýrslu af tveimur starfs-
mönnum utanríkisráðuneytisins,
núverandi ráðuneytisstjóra, sem
áður var skrifstofustjóri varnar-
málaskrifstofu, og deildarstjóra í
tollgæslunni. „Ráðuneytið hefur í
viðbrögðum sínum og samskiptum
við embætti umboðsmanns Alþingis
eigi gætt vandaðra starfshátta,"
segir umboðsmaður og rekur hvað
hann telur áfátt í þeim efnum. Þar
kemur fram, að utanríkisráðuneytið
hefði aldrei látið umboðsmanni í té
upplýsingar um bréf, sem deildar-
stjóri tollgæslunnar hafði „ritað um
starfslega og persónulega eigin-
leika hvers umsækjanda fyrir sig“.
Umboðsmaður segir, að tollvarðar-
staðan hafi verið veitt í október
1990, en nefnt bréf ritað í október
1993, eða um það bil þremur árum
seinna. „Var bréfið samið að beiðni
skrifstofustjóra varnarmáladeildar,
eftir að blaðaskrif höfðu orðið um
málið í framhaldi af birtingu álits
míns. Ég tel að utanríkisráðherra
hefði átt að gera Alþingi ljóst,
hvernig bréfið var til komið,“ segir
umboðsmaður. Hann bendir á, að
samkvæmt upplýsingum ráðuneyt-
isins hafi deildarstjóri tollgæslunn-
ar á sínum tíma, áður en staðan
var veitt, komið upplýsingum af því
tagi, sem bréfið geymdi að hluta,
munnlega á framfæri við skrifstofu-
stjórann. „Ef á þeim var byggt í
raun við umrædda stöðuveitingu,
eins og nú er haldið fram af hálfu
utanríkisráðuneytisins, er að-
finnsluvert, að þær skyldu ekki
skráðar og látnar fylgja gögnum
málsins. Þá fór það í bága við lög
um umboðsmann Alþingis og vand-
aða stjórnsýsluhætti að láta þessara
upplýsingar í engu getið, þegar ég
leitaði sérstaklega eftir upplýsing-
um og skýringum frá ráðuneytinu,"
segir umboðsmaður.
Rangar og órökstuddar
staðhæfingar
Umboðsmaður bendir á, að í
umræddu bréfi séu rangar og órök-
studdar staðhæfingar. Þar sé meðal
annars sagt, að umsækjandi hafi
starfað á nokkrum vinnustöðum
síðan og sé nú atvinnulaus. Segi
„það nokkuð um starfshæfni hans“.
Umboðmaður segir að við nánari
athugun hans hafi ekkert komið
fram sem réttlæti þessa umsögn.
Þá hafi verið staðhæft í bréfinu og
ræðu ráðherrans á þingi, að um-
boðsmaður hafi farið með rangt
mál þegar hann fjallaði um mennt-
un tiltekins umsækjanda. Þessu
mótmælir umboðsmaður og segir
fram komið að deildarstjórinn hafi
ekki kynnt sér álit hans þegar hann
bar fram þessar staðhæfingar og
af hálfu utanríkisráðuneytisins hafi
ekki verið gengið úr skugga um,
hvort staðhæfingarnar ættu við rök
að styðjast, áður en þær voru endur-
teknar á Alþingi.
Þá segir umboðsmaður, að i
máli utanríkisráðherra á Alþingi í
nóvember 1993 hafi þeirri skoðun
verið lýst, að engin lagaskylda væri
til að svara skriflega þeim mönnum,
sem sótt hafi um stöður, og sé at-
hugasemd sín ekki talin eiga við
rök að styðjast. „Af þessu tilefni
skal lögð áhersla á, að það er hlut-
verk umboðsmanns að sjá til þess,
að stjórnvöld fylgi vönduðum
stjórnsýsluháttum í störfum sínum,
hvað sem beinum lagaskyldum líð-
ur. Ef stjórnvöld sýna ekki almenna
háttsemi í störfum, er umboðs-
manni rétt að benda þeim á það.“
Formgallar lagfærðir
Síðustu tilskrif utanríkisráðu-
neytisins vegna málsins bárust
umboðsmanni hinn 18. október sl.
Þar kemur fram, að lagfærir hafi
verið ábentir formgallar, sem tíðk-
ast hafi við ráðningar í opinberar
stöður á varnarsvæðinu að meira
eða minna leyti undanfarna ára-
tugi. Þá er bent á að tveir starfs-
menn utanríkisráðuneytisins sjái
hér eftir um samskipti við umboðs-
mann. ítrekað er, að skrifstofu-
stjóri vamarmálaskrifstofu hafi
komið munnlegum upplýsingum á
framfæri við utanríkisráðherra um
ráðningu tollvarðar og er tekið fram
að utanríkisráðuneytinu þyki miður
að þessar upplýsingar hafi ekki
verið skráðar og sendar umboðs-
manni.
Varðandi athugasemd umboðs-
manns um aðdraganda dréfs deild-
arstjóra tollgæslunnar segir í bréfi
utanríkisráðuneytisins að augljóst
hafi verið af upplestri utanríkisráð-
herra að þar hafi verið lýst liðnum
atburðum. Utanríkisráðherra hafi
átt fund með tilteknum umsækj-
anda og skrifað honum afsökunar-
bréf, þar sem í ljós hefði komið að
upplýsingar um feril hans reyndust
að hluta til rangar.
Umboðsmaður ritaði utanríkis-
ráðherra bréf 21. október sl. og tók
þar meðal annars fram, að svör
ráðuneytisins gæfu að hans dómi
ekki tilefni til sérstakra athuga-
semda af hans hálfu.
T
l
l
I
Í
I
I
I
i-
I