Morgunblaðið - 03.12.1994, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.12.1994, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1994 35 AÐSENDAR GREINAR Þeir sem minnst mega sín Athugasemd við opið bréf Helgu Garðarsdóttur til Ólafs Þ. Stephensens í MORGUNBLAÐINU hinn 25. nóvember sl. ræðir Helga Garðars- dóttir í opnu bréfi til Ólafs Þ. Stephensens m.a. um, að ályktun á nýafstöðnum landsfundi Kvenna- listans um stöðu ungra atvinnu- lausra lítið menntaðra einstæðra mæðra, hafi verið sleppt frekar en að fara rengt með, eftir að kona úr Reykjavík hafi fullyrt að tölur í ályktuninni væru rangar. Hér er ekki ætlunin að fjalla um af- greiðslu landsfundarins, heldur vil ég, þar sem málið er mér skylt, koma réttum upplýsingum á fram- færi, er varða niðurstöður viðhorfs- könnunar Rauða kross íslands (RKÍ) um þá sem minnst mega sín. Forsendur ályktunarinnar Ályktunin byggði á niðurstöðum nýrrar viðhorfskönnunar vinnu- hóps RKÍ um þá sem minnst mega sín í íslensku þjóðfélagi. Enda þótt viðhorfskönnun þessi hafi ekki enn birst opinberlega í heild sinni, hef- ur engu að síður verið vitnað títt í einn þátt í niðurstöðum hennar. Það er staða ungra atvinnulausra lítið menntaðra einstæðra mæðra, en samkvæmt niðurstöðum flestra viðmælenda í könnunni er það sá hópur sem hlutfallslega má sín minnst í íslensku þjóðfélagi í dag. í því sambandi má t.d. nefna, að þriðja hver einstæð reykvísk móðir þurfti að leita aðstoðar Félags- málastofnunar Reykjavíkurborgar á árinu 1993. Hæpin blaðamennska í Tímanum ástæða misskilnings Mikilvægt er að leiðrétta þann misskilning sem komst á kreik í kjölfar fréttar í Tímanum síðsum- ars og náði m.a. að teygja sig inn á nýafstaðinn landsfund Kvenna- listans. Umrædd frétt byggði á túlkun tölulegra upplýsinga úr skýrslu Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar fyrir árið 1993. Blaðamaður tekur fjþlda ein- hleypra karla sem nutu aðstoðar stofnunarinnar á árinu 1993 (alls. 1.520) og ber saman við heildar- fjölda einhleypra karla á þjóðskrá (alls 16.545). útkoman er fjögurra dálka fyrirsögn: „Nær 10. hver einhleypur karl fær aðstoð.“ Þessi fyrirsögn olli því m.a. að sumir meðtóku yfirskrift fréttarinnar gagnrýnislaust og báru í sömu andrá brigður á áreiðanleika niður- stöðu vinnuhóps RKÍ, þ.e. að ung- ar atvinnulausar lítið menntaðar einstæðar mæður væru í raun sá hópur sem mætti sín minnst í ís- lensku þjóðfélagi. Ef blaðamaður Tímans hefði við- haft vönduð vinnubrögð hefði hann komist að raun um að það er næst fjölmennasti hópur aðstoðarþega sem réttilega hefði átt að koma fram í fyrirsögn fréttarinnar, þ.e. einstæðar mæður sem reyndust vera alls. 1.114 (af 1.172 einstæð- um foreldrum). Þegar þessar 1.114 einstæðu mæður eru bomar saman við heildarfjölda einstæðra reyk- vískra mæðra á þjóðskrá (alls 3.553), kemur fram að þriðja hver einstæð móðir fær aðstoð. Fer því ekki á milli mála hvor hópurinn er bágstaddari í Reykjavík; það eru einstæðu mæðurnar. Frétta- mennska af því tagi sem hér hefur verið greint frá verður að teljast ámælisverð þar sem hún gefur fólki ranga mynd raunveruleikanum. af Helga María Bragadóttir Ungar atvinnulausar lítið menntaðar einstæðar mæður og börn þeirra í grein Helgu Garð- arsdóttur segir orð- rétt: „Ég undirstrika hér að það búa fleiri atvinnulausir við kröpp kjör en einstæð- ar mæður, bæði konur og karlar. Stöðu alls þess fólks þar að bæta.“ Ég er í sjálfu sér sammála Helgu Garðarsdóttur um að fleiri hópar búi við kröpp kjör, þótt ég telji ekki eðlilegt að setja einhleypa konur og einhleypa karla undir sama hatt og einstæðar mæður, því einstæðar mæður þurfa að bera ábyrgð á bömum sínum. Það má ekki gleyma því að baki einstæðu mæðranna sem leita þurftu til fé- lagsmálastofnunar borgarinnar á árinu 1993 voru a.m.k. 2.000 börn. Niðurstöður viðhorfskönnunar vinnuhóps RKÍ em jafnframt í þá veru, að fleiri eigi um sárt að binda en ungar atvinnulausar lítið menntaðar einstæðar mæður. Aðr- ir hópar koma einnig til, svo sem lítið menntaðir karlar á öllum aldri, geðfatlaðir, vegalausir unglingar og ýmiskonar fólk sem lent hefur í fjárhagserfiðleikum. Engu að síð- ur kom það fram hjá flestum við- mælenda í viðhorfskönnun RKÍ, að ungu atvinnulausu lítið mennt- Það er skylda stióm- valda, segir Helga María Bragadóttir, að láta sig varða hags- muni ungra atvinnu- lausra lítt menntaðra einstæðra mæðra. uðu einstæðu mæðurnar ættu erf- iðast. Flestir viðmælenda höfðu einnig verulegar áhyggjur af ótryggri framtíð bama þessara mæðra, vegna þess hve mikil hætta er á að þessi böm verði undir í þjóðfélaginu ef ekkert verður að- hafst. Sú staðreynd, að þriðjungur ein- stæðra mæðra í Reykjavík leitaði til félagsmálastofnunar borgarinn- ar á síðastliðnu ári undirstrikar þörfina. Þá má geta þess að sam- kvæmt mánaðarlegum skýrslum Vinnumiðlunar Reykjavíkur (sem eru sundurliðaðar eftir starfsheit- um) fyrir tímabilið janúar til júlí 1994 reyndust að meðaltali 85% kvenna sem þá vom skráðar at- vinnulausar í Reykjavík, ófaglærð- ar. Hjálpum þeim til að bjálpa sér sjálfum Kröfur um menntun í tækni- væddu þjóðfélagi nútímans hafa stöðugt aukist á undanfömum ára- tugum. Nú hefur bæst við vanda- mál sem gerir skort á menntun enn tilfinnanlegri, sem er atvinnuleys- ið. Það er því brýn nauðsyn að koma fyrrgreindum hópum til hjálpar með því að hjálpa þeim að hjálpa sér sjálfir. Það má t.a.m. gera það með því að auðvelda þessu fólki að afla sér menntunar. Ekki síst á það við ungar atvinnu- lausar lítið menntaðar einstæðar mæður, því ef þörfum þeirra verð- ur ekki sinnt, þá munu þær ekki einar líða fyrir það, heldur einn- ig börn þeirra og þjóð- félagið í heild. Banda- lag íslenskra kvenna hefur nú gengið á und- an í þessum málum, en á haustfundi þess var samþykkt að stofna starfsmenntun- arsjóð ungra kvenna eftir að stjórnarkona hlýddi á útvarpskynn- ingu á fyrstu niður- stöðum úr könnun RKÍ. ALMANNATRYGGINGAR, helstu bótaflokkar 1. desember 1994 . Mánaðargreiðslur Elli / örorkulífeyrir (grunnlífeyrir) 12.329 '/2 hjónalífeyrir 11.096 Full tekjutrygging ellilífeyrisþega 35.841 Full tekjutrygging örorkulífeyrisþega 36.846 Heimilisuppbót 12.183 Sérstök heimilisuppbót 8.380 Barnalífeyrirv/ 1 barns 10.300 Meðlag v/1 barns 10.300 Mæðralaun/feðralaun v/ 1 barns 1.000 Mæðralaun/feðralaun v/ 2ja barna 5.000 Mæðralaun/feðralaun v/ 3ja barna eða fleiri ... 10.800 Ekkjubætur / ekkilsbætur 6 mánaða 15.448 Ekkjubætur/ekkilsbætur12mánaða 11.583 Fullur ekkjulífeyrir .' 12.329 Dánarbætur í 8 ár (v/slysa) 15.448 Fæðingarstyrkur 25.090 Vasapeningarvistmanna 10.170 Vasapeningarv/sjúkratrygginga 10.170 Daggreiðslur Fullirfæðingardagpeningar 1.052,00 Sjúkradagpeningareinstaklings 526,20 Sjúkradagpeningarfyrir hvert barn á framfæri 142,80 Slysadagpeningareinstaklings 665,70 Slysadagpeningarfyrir hvert barn á framfæri . 142,80 I desember er greiddur 58% tekjutryggingarauki á tekjutryggingu, heimilisuppbót og sérstök heimilisuppbót, 30% vegna desember- uppbótar og 28% vegna láglaunabóta. Tekjutryggingaraukinn er reiknaður inn í tekjutrygginguna, heimilisuppbótina og sérstöku | heimilisuppbótina og skerðist á sama hátt. Skylda stjórnvalda Það er skoðun mín sem kvenna- listakonu í Reykjavík að það sé skylda stjórnvalda að láta sig varða hagsmuni ungra atvinnulausra lítið menntaðra einstæðra mæðra. í því sambandi má nefna, að nauðsyn- lega þarf t.a.m. að breyta gildandi reglum í þá veru að fólk á atvinnu- leysisstyrk missi ekki atvinnu- leysisbæturnar við það að sækja sér dagskólamenntun. Kvennalist- inn hefur lagt fram á Alþingi þing- sályktunartillögu um málið, en við litlar undirtektir. Slíkt lýsir skiln- ingsleysi þingmanna annarra flokka á þörfum atvinnulausra, vegna þess að það hlýtur að teljast til grundvallar mannréttinda að fólki sé gert kleift að bæta við menntun sína til þess að verða samkeppnishæft á vinnumarkaðn- um. Þingmenn, vaknið og gerið skyldu ykkar! Höfundur starfar sjálfstætt við rekstrar- og markaðsráðgjöf. Olíuverð á Rotterdam-markaði, 22. sept. til 1. des. BENSIN, dollarar/tonn 180 160 140 120 Súper 168,0/ 166,0 Blýlaust 158,0/ 155,0 23. 30. 7.0 14. 21. 28. 4.N 11. 18. 25. r STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN )EKDl( /leðor\ Kuldaskór í miklu úrvali Tegund: ANDIAMO 4228 Verð: 5.995,- Stærðir: 36-41 Iitir: Svartur og brúnn Tegund: PRIME LONDON 708 Verð: 5.495,- Staerðir: 36-41 Litir: Svartur og brúnn Tegund: 2778 Verð: 3.995,- Stærðir: 36-42 Iitur: Svartur Tegund: 3120 Verð: 6.995,- Stærðir: 36-48 Litín Brúnn og svartur Tegund: OUTDOOR 21513 Verð: 6.995,- Stærðin 36-46 Litir: Brúnn og svartur Tegund: 1336 Verð: 6.995.- Stærðir: 36-42 Litin Svartur og brúnn Ath: Allar verslanirnar verða opnar á sunnudag firá kl. 13-17 POSTSENDUM SAMDÆGURS 5% STAÐGREIÐSLUAFSlATTUR STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN SÍMI 18519 <P & STEINAR WAAGE > ------:------------ -CsT f i I I SIMI 689212 i J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.