Morgunblaðið - 03.12.1994, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.12.1994, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Ingveldur Eyj- ólfsdóttir, eða Inga eins og hún var alltaf kölluð, var fædd á Hvoli í Mýrdal 22. febrúar 1907. Hún lést á heimili sínu í dval- arheimilinu Hjalla- túni í Vík í Mýrdal 22. nóvember síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Eyjólf- ur Guðmundsson bóndi og rithöfund- ur og Amþrúður Guðjónsdóttir kona hans og var hún næstelst fimm systkina. Hin eru: Anna Rósa, f. 1905, d. 1991, Steinunn, f. 1910, d. 1979, Guðmundur, f. 1912, búsettur á Hvoli, og Sig- urður, f. 1915, einnig búsettur á Hvoli. Ingveldur giftist Daníel Guðbrandssyni frá Loftsölum, f. 5. 12. 1906, d. 1964. Þau ætt- leiddu tvær systur, Elínu Am- þrúði, f. 1948, og Huldu, f. 1951, og ólu upp sem sinn son Sævar Sæmundsson. Útför Ingveldar fer fram frá Skeiðflatarkirkju í dag. INGA ólst upp á Hvoli á mann- mörgu heimili og í samheldnum systkinahópi. Á þeim tíma voru bömin snemma sett til verka og fór Inga ekki varhluta af því fremur en aðrir. En þó alltaf væri nóg að gera gafst samt tími til leikja og hafa margar sögur af leikjum og glensi þeirra systkina lifað gegnum tíðina og það væri synd að segja að það hafi ekki oft verið glatt á hjalla í hópnum. Inga var fjóra vet- ur í bamaskólanum í Litla-Hvammi og sextán ára var hún send til org- elnáms hjá Margréti Þorsteinsdótt- ur í Vík, þegar vantaði organista við Skeiðflatarkirkju og seinna sótti hún námskeið fyrir organista hjá Páli ísólfssyni í Reykjavík. Seytján ára gömul tók Inga við starfi organ- ista við Skeiðflatarkirkju og gegndi því allt til ársins 1946 þegar hún flutti úr sókninni. Inga var mikið í félagsmálum á yngri árum og fylgdi föður sínum oft á alls kyns fundi og samkomur og um árabil var hún formaður ungmennafélagsins Garð- arshólma. Þáttaskil verða í lífi Ingu þegar hún gengur að eiga Daníel Guð- brandsson. Fyrsta búskaparár sitt vom þau á Hvoli og síðan tvö ár á Loftsölum. Árið 1946 keyptu þau jörðina Keriingardal í Mýrdal og bjuggu þar til ársins 1960. Til sín í Kerling- ardal tóku þau í fóstur Sævar Sæmundsson og ólst hann upp hjá þeim eins og þeirra eigin sonur. Þá ætt- leiddu þau sem ung- börn systurnar Elínu Amþrúði og Huldu. Þær alast upp í Kerl- ingardal hjá foreldrum sínum til 1960 en þá flytur fjölskyldan að Norðurgarði. Sumarið 1964 missir Inga eig- inmann sinn eftir löng og erfið veikindi og stendur þá ein uppi með dætur sínar. Þær búa áfram í Norðurgarði eitt ár eftir lát Daníels en flytja þá búferlum að Pétursey, þar sem Steinunn systir Ingu bjó ásamt manni sínum Sigur- jóni Árnasyni og bömum þeirra. Þar átti Inga heimili þar til hún flutti í Hjallatún, dvalarheimili aldr- aðra í Vík, í ársbyijun 1984 og var það heimili hennar til dánardags. Dætur hennar fluttust báðar til Reykjavíkur og stofnuðu þar heim- ili og eru barnabörnin fimm og eitt bamabarnabarn. Búskaparárin í Kerlingardal vom oft erfið, bærinn afskekktur og Daníel heilsulítill. Inga þurfti oft að sjá alfarið um búskapinn ásamt börnunum og einnig vom oft börn hjá henni að sumarlagi sem mörg hver hafa haldið tryggð við hana alia tíð. Þá hafa margir þeir sem smöluðu afréttinn, oft í kalsaveðr- um, haft á orði hversu gott var að koma í kjötsúpuna hjá Ingu í Kerl- ingardal að lokinni erfiðri smölun. Reyndar þurfti ekki smölun til, þau hjón Inga og Daníel vom ákaflega gestrisin og vildu öllum gott gera. Þrátt fyrir oft erfíðar stundir hélt Inga léttu lundinni og var ætíð til- búin í grín og glens. Hún var ein- staklega orðheppin og aldrei stóð á hnyttnum tilsvömm hjá henni, er óhætt að segja að hún hafi oft ver- ið hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi. Inga var hörkudugleg, jafnt til inni- og útiverka. Eftir að hún brá búi og flutti að Pétursey var hún alltaf tilbúin að rétta hjálpar- hönd og dvaldi oft um lengri eða skemmri tíma á bæjum þar sem illa stóð á vegna veikinda eða annarra hluta og gekk þar jafnt í útiverk sem inni. Eftir að Inga flutti í „Letigarð", en það kallaði hún íbúðina sína í Hjallatúni, vom ekki margar ferð- irnar til Víkur sem ekki var litið inn í „Letigarð" og spjallað yfir kaffí- bolla í lengri eða skemmri tíma. Víst fínnst okkur Víkin tómlegri eftir og hætt við að okkur þyki mikið vanta þegar við getum ekki lengur litið inn til Ingu frænku. Einnig er hætt við, nú þegar jólin em í nánd, að það vanti mikið í Pétursey og á Hvoli, þar sem Inga dvaldi alltaf til skiptis um jól og áramót og lífgaði ævinlega upp á tilvemna þegar hún kom, eins og hennar var vandi. Eins og nafna hennar í Pétursey sagði: „Mamma, hvemig verður með jólin, það em engin jól fyrr en frænka er komin.“ Elsku Ella, Hulda og fjölskyldur, inniiegar samúðarkveðjur. Þið hafið misst mikið en við getum huggað okkur við að nú líður frænku vel og vissulega var hún farin að hlakka til samfundanna hinum megin. Elsku Inga frænka, við þökkum þér allar stundir sem við áttum með þér. Guð blessi minningu þína. Fjölskyldurnar á Hvoli og í Pétursey. Gott er sjúkum að sofa, þess hafði hún föðursystir mín óskað í veikindum sínum síðustu dagana. Þó það sé huggun harmi gegn að nú líður hún ekki lengur, þá er því samfara sársauki og tregi en þann- ig hefði hún síst viljað að sín væri minnst því henni fylgdi ævinlega hressandi andblær og deyfð var henni fjarri skapi. Ingveldur eða Inga eins og hún var kölluð, ólst upp við alla algenga sveitavinnu, hafði yndi af skepnum og blómum og var röskleikakona. Um tvítugt nam hún um nokkurra mánaða skeið orgelleik hjá Páli ísólfssyni í Reykjavík og var orgel- leikari Skeiðflatarsóknar til ársins 1946 að hún fluttist að Kerlingar- dal í Mýrdal, þá gift Daníel Guð- brandssyni frá Loftsölum. Árið 1960 fluttu þau Inga og Daníel að Norðurgarði í Mýrdal og þar lést Daníel árið 1964 en Inga bjó þar til vorsins 1965 að hún flutti að Pétursey með dæturnar til Stein- unnar systur sinnar, en þar dvaldi hún til ársins 1984 að hún flutti í íbúð aldraðra í Vík. Mér er í fersku minni þegar Inga og Daníel bjuggu í Norðurgarði. Öllum var fagnað af alúð og gest- risni og meðan fullorðna fólkið sat að spjalli lékum við systkinin okkur við Ellu og Huldu og þáðum góð- gerðir eftir ærslin hjá frænku. Hún sýndi okkur bróðurbörnum sínum mikinn áhuga og fylgdist með okk- ur í leik og starfí. Hún var bók- hneigð og minnug á atburði og margar vísurnar og sögurnar fór hún með fyrir mig á engjunum þeg- ar við vorum að raka. Hennar yndi var að gleðja og gefa og í sínum búskap miðlaði hún öllum af gleði sinni og gáska. Til hennar sóttu margir í „Letigarðinn" í Vík, en það kallaði hún íbúðina sína. Hún frænka hverfur nú inn í ei- lífðina og heldur til fundar við vin- ina sína sem taka henni opnum örmum og eflaust er hún tekin að segja þeim ferðasöguna. Það rökk- var seint í Norðurgarði, en ég trúi því að andblærinn heima bjóði henni góða nótt. Arnþrúður. Nú er okkar elskulega amma farin. Við munum sakna hennar mikið. Margs er að minnast þegar hugsað er um ömmu, glaðlegt við- mót, blíða og væntumþykja er eitt- hvað sem geislaði frá henni, enda átti hún hjörtu margra. Það var líka svo skemmtilegt hvað hún var alltaf bjartsýn og jákvæð og alltaf gat hún séð spaugilegu hliðarnar á málunum, þannig var amma. Amma sem var svo „ömmuleg" í útliti með sitt síða gráa hár sem hún fléttaði í langa, langa fléttu og svo vafði hún henni eins og kór- ónu um höfuð sitt. Svo sat hún í stólnum sínum og pijónaði vettlinga í takt við stofuklukkuna. Amma var líka þekkt fyrir sína glæsilegu vett- linga sem hún var svo dugleg að gefa öllum ættingjum og vinum, þannig að við sem fengum þeirra að njóta þurftum ekki að hafa áhyggjur af kulda. Og þrátt fyrir að sjónin hennar ömmu væri farin að gefa sig lét hún það ekki aftra sér frá að búa ýmsa hluti til, mála á dúka og svuntur sem voru svo listavel gerð, lesa dönsku blöðin sín og skáldsögurnar og pijóna alveg fram á síðustu daga. Það er margs að minnast þegar við vorum að fara í sveitina til ömmu í Pétó. Því þá bjó amma í Pétursey og upp frá því kölluðum við hana alltaf ömmu í Pétó. Það var alltaf svo spennandi að fara austur, kynnast öllum dýrunum og náttúrunni fara um sveitina og há- punkturinn var svo að heimsækja Dyrhólaey og fara niður í fjöru. Og svo kom að því að amma flutti til Víkur, á Dvalarheimilið þar, og alltaf var jafn hlýlegt að koma þangað, tifíð í klukkunni og klinkið í pijónunum var enn á sínum stað. Amma hafði mikla frásagnargleði og hafði mjög gaman af því að segja okkur sögur og auðvitað var kímni hennar þó ekki langt undan. Þetta voru sögur af öllu milli himins og jarðar, til dæmis hvemig lífíð var í gamla daga, af fólkinu í sveit- inni, og hinu daglega amstri og svo ekki síst af sjálfri sér. Seinustu dagana sem hún lifði hittum við hana. Þá talaði hún um að vilja sofna sínum seinasta blundi. Og nú hefur hún fengið hvíldina sem hún var farin að þrá og er horfin yfír móðuna miklu, en minn- ing hennar mun ætíð lifa í hjörtum okkar. Við þökkum góðum guði fyrir að hafa fengið að njóta hennar. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hjnn síðsta biund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Hafdís Ósk, Inga Dagmar og Daníel. Inga frænka mín er horfin sjón- um okkar 87 ára gömul. Inga var alveg sérstök kona og gleymist aldrei þeim sem henni kynntust. Með örfáum og fátækleg- um orðum langar mig til að minn- ast elskulegrar frænku minnar og koma á framfæri aðdáun á dugnaði og kærleika hennar. Ég minnist þeirrar stundar þegar Daníel unn- usti Ingu kom ríðandi í hlað að Hvoli á sólheitum sumardegi til að heimsækja unnustu sína og ræða um framtíðaráform þeirra. væntan- lega hefur ekki verið rætt um inn- réttingar, utanlandsferð eða hvern- ig húsgögn skyldi kaupa. Ég efa ekki, að umræðuefnið hefur aðeins snúist um bújörð í Mýrdalnum. Ungu hjónin hófu búskap í Kerl- ingardal, erfíðri jörð og húsakynni á þann veg að taka þurfti til hönd- unum svo að híbýli gætu talist. Tóku þau Daníel til við húsbætur og endurbætur í Kerlingardal. Bráðlega voru þar öll hús endur- bætt og hafist handa við búskap- inn. Vegna veikinda Daníels kom það að mestu í hlut Ingu að huga að verkum bæði inni og úti sem virtist vera henni létt. Eg heyrði ekki Ingu kvarta um erfíðar að- stæður, þvert á móti var hún góður ráðgjafí með jákvæðar ráðleggingar til annarra. í bókinni „Afí og amma“ eftir Eyjólf föður Ingu, er nöfnu hennar og langömmu þannig lýst: „Á andlitinu var góðmennsku- svipur, aðlaðandi, en öll framganga ákveðin og sköruleg. Það var lík- ast, sem geisla slægi á andlit henn- ar, svo kom hún hreinlega fram, að enginn veigraði sér við að segja henni allan trúnað og leita hennar ráða.“ Þannig var Inga mín á Hvoli í mínum huga. Árið 1960 fluttu þau hjón á mun hægari jörð, Norðurgarð í Dyrhóla- hverfí, og bjuggu þar í nokkur ár. + Ástkær sonur okkar, KENNETH CHARLES MEISSNER JR. lést þann 30. nóvember. Jaröarförin auglýst síðar. Sigrún Linbergsdóttir, Kenneth Charles Meissner, Linda Alísa Meissner, Svava Sólveig Svavarsdóttir. Elsku sonur okkar og bróðir, KRISTINN EGILSON, Oddeyrargötu 36, Akureyri, sem lést á heimili sínu 26. nóvember, verður jarösunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 5. desember kl. 13.30. Sveinbjörn Þ. Egilson, Sólveig Björk Kristinsdóttir, og systkini hins látna. INGVELDUR EYJÓLFSDÓTTIR Daníel andaðist þar árið 1965, 57 ára að aldri. Þegar dætur hennar voru famar að heiman og Inga ein eftir á bújörðinni fluttist hún til systur sinnar, Steinunnar, að Pét- ursey og þaðan til Víkur í íbúð fyr- ir aldraða. Ingveldur og Daníel vom hin mestu mannkosta- og merkishjón. Dætmm þeirra og öðmm skyld- mennum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Hreinn Þ. Garðarsson. Amma í Letigarði er látin og fækkar þá sennilega ferðunum austur í Mýrdal. Nokkmm dögum áður en amma lést kom presturinn í heimsókn. Um kvöldið sagði amma við mig og mömmu að hann hefði sagt við sig að hún skildi eftir sig gullkom, það em orð að sönnu nema hvað þessi gullkom em stór og mörg. Ég hef átt margar yndis- legar stundir með ömmu, bæði þeg- ar ég bjó hjá henni í Letigarði eitt sumarið og hennar síðustu daga. Þegar við vomm að spila og alltaf vann hún mig, ég var alveg viss um að hún svindlaði en hún vildi ekki samþykkja það. Það var alltaf hægt að grínast í henni alveg til síðasta dags. Ég spurði hana oft hvort hún hefði nú ekki farið og kíkt á strákana og ævinlega svar- aði hún því til að þeir væm orðnir of gamlir fyrir sig. Alltaf voru allir velkomnir í Leti- garð, alltaf svo vel tekið á móti öllum. Ég held að það sé ekki til sá maður, sem þekkti ömmu, sem hafí ekki líkað vel við hana, það var ekki annað hægt. Amma var mjög vel lesin og ef ég þurfti að vita eitthvað um ætt- fræði eða bara hvað sem er þá vissi amma það ævinlega. Amma sat ævinlega í stólnum sínum við gluggann og var að pijóna eða lesa. Það em ekki ófáir vettlingarnir sem hún hefur pijónað í gegnum árin og alla gaf hún. Síðari árin var hún farin að mála dúka sem em alveg hrein listaverk af konu sem alltaf hefur séð svo illa. Gaf hún þá alla líka. Þegar amma bjó í Pétursey var ég þar í sveit í nokkur sumur og vomm við þijár Ingveldarnar, til að aðgreina okkur vorum við kallað- ar stórveldur, sem átti mjög vel við ömmu, miðveldur og litlaveldur. Ég er fegin að hafa fengið að vera hjá henni síðustu dagana og vona að ég hafí nú getað snúist eitthvað í kringum hana. Leið þú mig i myrkri nauða, mig þú leið, er sólin skín. Leið þú mig í lífi’ og dauða, leið mig, Guð, æ nær til þín. (Jakob J. Smári) Inga. Núna verður skrítið að fara til Víkur og vita til þess að engin amma situr í stólnum sínum og er að pijóna í Letigarði, en svo kallaði hún íbúðina sína. Það nafn á mjög vel við því alltaf þegar ég kom til hennar færðist ró yfir mig og ég varð svo afslöppuð. Ég held að ég muni ekki eftir ömmu öðmvísi en pijónandi eða lesandi þrátt fyrir slæma sjón og það em ófáir vett- lingar sem hún hefur gefíð mér. Hún sótti alltaf reglulega föndur- tíma á elliheimilinu og henni þótti mjög gaman í þessum tímum og það em mörg heimili sem dúkar hennar prýða. Amma hafði góða frásagnar- hæfíleika og hún sagði mér oft sög- ur úr fortíðinni og alltaf var jafn gaman að hlusta á hana hvort sem var á sögumar eða ættfræði sem hún var einstaklega vel að sér í. Það var alltaf stutt í grínið hjá henni jafnvel á hennar síðustu stundum. Þegar amma var hjá okkur í bænum var alltaf notalegt að koma heim úr skólanum og heyra í henni eða klinkið í pijónunum hennar því það var allt of sjaldan sem hún var hjá okkur. Þegar ég var lítil hélt ég að allir yrðu hjá mér þangað til að ég færi sjálf í hina löngu ferð en svo, þegar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.