Morgunblaðið - 03.12.1994, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1994
NEYTENDUR
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Þorkell
Jólaheimur
á Hótel
Loftleiðum
EINS og undanfarin ár hefur Hót-
el Loftleiðir útbúið sérstakan jóla-
heim fyrir bömin. Þar má sjá per-
sónur úr Galdrakarlinum í Oz og
Walt Disney, spiladósir, jámbraut-
arlestir og sitthvað fleira. Leikin
eru jólalög og jólasveinninn rekur
inn nefíð.
í fyrra komu 4.000 gestir í jóla-
hlaðborð hótelsins og 1.200 leik-
skólaböm í hópum. Börn sem koma
með foreldrum sínum í jólahlað-
borð geta líka stytt sér þar stund-
ir og þeir fullorðnu hafa trúlega
ekki síður gaman af að skoða það
sem fyrir augu ber.
Á Hótel Loftleiðum er sérstök
jóladagskrá öll kvöld og dansleikur
um helgar.
Blóm vikunnar
Jólasljörnur eru
misjafnar að gæðum
JÓLASTJARNAN er vinsælasta pottablómið á íslandi og ef að líkum
lætur prýða þær mörg heimili um þessar mundir. Jólastjömur em
afar misjafnar að gæðum og em þær flokkaðar í framleiðslu, eftir
vaxtarlagi, stærð og þéttleika.
í Blómavali fengust þær
upplýsingar að jólastjömur
séu til á femu verði, 195 kr.,
650 kr., 795 kr. og 990 kr.
Lítil en vel þétt jólastjama
gæti lent í 1. flokki en stærri
og óþéttara blóm lenti oft í
lægri flokki. Tekið er tillit til
íjölda greina og blóma.
Meðferð jólastjarna vill oft
vefjast fyrir fólki, en forðast
skal að láta plöntumar standa
í kulda og trekki og við mikinn
ofnhita. Vökvið jólastjörnu ríf-
lega með volgu vatni og hald-
ið moldinni rakri í meðalbirtu,
en varist að láta vatn standa
lengi á undirskálinni. Hægt er að
láta jólastjömu vaxa áfram eftir
jól, en af því að hún tengist jólun-
um, eins og jólatréð, fínnst flestum
skrýtið að sjá hana á öðmm tímum
árs.
Sé meiningin að halda henni
áfram þarf að klippa greinar til
hálfs í mars og potta jólastjörn-
unni í stærri pott með góðri potta-
mold. Hún þarf góð birtuskilyrði
og áburðargjöf vikulega allt sum-
arið. í september verður að sjá til
þess að plantan fái 14 klst. órofna
nótt. Birta af lömpum og götulýs-
ingu getur komið í veg fyrir að
plantan myndi rauð blöð og búi sig
til blómgunar. Við venjulegar að-
stæður, það er eðlilega dagsbirtu,
blómgast jólastjarnan í nóvember-
desember hér á landi. í heimkynn-
um sínum, Mexíkó, blómgast hún
í janúar.
Varist snertingu
Dæmi em um að börn hafí borð-
að blöð plöntunnar, en varast ber
að hafa jólastjörnu þar sem börn
ná til þar sem að snerting við blöð
plöntunnar getur valdið húðbólgu,
roða og jafnvel blöðmm. Ef blöðin
em borðuð veldur það bólgu í vör-
um, munni og hálsi með meltingar-
færaertingu. í alvarlegustu tilfell-
um, sem greint er frá í bókum,
er lýst uppköstum, verkum í
kviðarholi, niðurgangi, krömpum
og óráði.
SKULA I IANSF.N
f hádeginu kr. 1.695. Á kvöldin kr. 2.395.
Skólabrú
Vcitingahús við Austurvöll. Pantanir í síma 62 44 55
Endurskoðuð manneldismarkmið líta dagsins ljós
Ahersla lögð á hægfara
breytingar í hollustuátt
MANNELDISRÁÐ er nú að gefa
út endurskoðuð manneldismarkmið
og segir dr. Laufey Steingrímsdótt-
ir, forstöðumaður Manneldisráðs
þau ábendingar um heilsusamlegt
mataræði og mið tekið af nýjustu
rannsóknum í næringarfræði, að-
stæðum í landinu, heilsufari þjóðar-
innar og framleiðsluháttum.
Helstu nýjungar varða samsetn:
ingu fítu, að sögn Laufeyjar. „í
fyrri útgáfu, eins og þeirri nýju, var
hvatt til minni neyslu
mettaðra fitusýra og
var skilgreint æski-
legt hlutfall fjölómett-
aðra og mettaðra fitu-
sýra. Nú hefur verið
horfíð frá umræðu um
þetta hlutfall en inn-
leitt nýtt hugtak, sem
að vísu hefur oft verið
notað í daglegu tali
en án skilgreiningar
þ.e. hugtakið hörð fíta
og er hér átt við bæði
mettaðar fitusýrur og
trans-ómettaðar fítu-
sýrur. Öll hörð fíta er
sett undir einn hatt
til einföldunar enda
hafa báðir flokkar
fítusýra áhrif á að
kólesteról í blóði
hækkar. Trans-
ómettaðar fítusýrur
myndast fyrst og
fremst við herðingu
jurta- eða fiskolía og
er helst að fínna í
hertri fítu t.d. í hörðu smjörlíki."
Mælt með hægfara breytingum
Manneldismarkmið voru fyrst
mótuð og birt hér 1987, en nokkru
áður höfðu komið út samnorræn
markmið sem íslendingar einir
Norðurlanda áttu ekki hlut að. Mat
Manneldisráðs var þá að norrænu
markmiðin fælu í sér of róttækar
breytingar á mataræði þjóðarinnar,
einkum fítu og salti. Við endurskoð-
un kom svo til umræðu að samræma
þau hinum Norðurlöndunum. Þrátt
fyrir vísindaleg rök í þá átt var
fallið frá þeim hugmyndum og því
gætir enn íhaldssemi í nýjustu út-
gáfu manneldismarkmiðanna og
lögð höfuðáhersla á hægar breyt-
ingar á mataræði þjóðarinnar.
„Manneldismarkmið okkar eru
því síður en svo einhver öfgastefna
heldur hófsemis- og raunsæisstefna
og tillit er tekið til aðstæðna í land-
inu. Þó eru þar ýmsar athyglisverð-
ar nýjungar, sem ennn hafa ekki
birst í markmiðum annarra þjóða.“
Salt og blóðþrýstingur
Laufey segir að breytt og bætt
matvælaframleiðsla hafi nú þegar
haft jákvæð áhrif á
neyslu og hollustu þó
enn megi betur gera
á ýmsum sviðum.
Matarsalt, natríumkl-
órið, stuðli að hækkun
blóðþrýstings, sem sé
útbreitt heilsufars-
vandamál enda salt-
neysla mikil. „Hér er
3. hver maður með
of háan blóðþrýsting
um sextugt, fjórði
hver um fímmtugt, og
er ástæðan fyrst og
fremst of mikil salt-
neysla frá unga aldri.
Um tveir þriðju hlutar
alls salts, sem við
neytum, koma úr til-
búnum fæðutegund-
um, aðeins um 20%
er rakinn til matar-
gerðar í heimahúsum.
Matvælaframleiðend-
ur hafí þannig úrslita-
áhrif á saltneyslu.
Menn geta sagt að
fólki sé í sjálfsvald sett að velja
saltminni vörur, sneiða hjá flögum
og saltstöngum, saltkjöti og slíku,
en þessar vörur hafa ekki úrslita-
áhrif á saltneyslu þorra fólks. Það
eru „venjulegri" neysluvörur, sem
gera gæfumuninn. Má nefna tilbúið
morgunkorn, pakkasúpur, tilbúna
rétti og ekki síst brauð, sem er
holl matvara og við viljum hvetja
fólk til að borða í meira mæli en
nú. Ég skora því á bakara að endur-
meta þörfina fyrir salt í brauðum
sínum og auka trefjainnihald."
Jurtamisskilningur
Laufey segir að töluverðs mis-
ekilnings gæti oft um hollustu eða
óhollustu einstakra fitutegunda.
Manneldismarkmið
fyrir fullorðna og
börn frá 2 ára aldri
► 1. Æskilegt er að heildar-
neysla sé í samræmi við orkuþörf
til að tryggja eðlilega líkams-
þyngd, vöxt barna og þroska.
► 2. Hæfilegt er að samsetning
fæðunnar sé þannig að prótein
veiti að minnsta kosti 10% heild-
arorku.
► 3. Hæfilegt er að fita veiti
innan við 35% af orkunni, þar
af veiti hörð fita ekki meira en
15% orkunnar. Ekki er æskilegt
að skerða fituneyslu um of, börn
og unglingar ættu að fá að
minnsta kosti 30% orku úr fitu
og fullorðnir ekki minna en 25%.
► 4. Hæfilegt er að úr kolvetn-
um fáist um 50-60% af orkunni,
þar af ekki meira en 10% úr fín-
unnum sykri.
► 5. Æskilegt er að neysla fæðu-
trefja sé að minnsta kosti 25 g á
dag miðað við 2.500 hitaeininga
fæði.
► 6. Æskilegt er að neysla á
matarsalti sé undir 8 grömmum
má dag fyrir fullorðna.
► 7. Stefnt skal að sem fjöl-
breyttustu fæðuvali úr öllum
fæðuflokkum: a) kornmat
b) mjólkurmat
c) grænmeti, rótarávöxtum,
baunum og ávöxtum
d) kjöti, fiski og eggjum
e) feitmeti.
„Algengasti misskilningurinn er um
orðið jurta í heiti matvara. Margir
álíta að sé jurtafíta notuð sé varan
hollari. Fljótandi jurtaolíur eru að
vísu mjúk fíta, sem ekki hækkar
kólesteról í blóði, en hert jurtaolía
hefur glatað þessum eiginleika og
pálmafeiti og kókósfeiti eru dæmi
um mjög harða fítu - þótt hún sé
óhert. Jurtafíta, sem notuð er í
matvælaiðnaði, við kexgerð, ísgerð,
kökugerð og annan bakstur er oft
tiltölulega hörð fita og í henni eru
óæskilegar trans-ómettaðar fitu-
sýrur auk mettaðra fítusýra."
Dr. Laufey Stein-
grímsdóttir, for-
stöðumaður Mann-
eldisráðs, segir að
ýmissa jákvæðra
breytinga hafí orðið
vart í matvælafram-
leiðslu, en bætir þó
við að betur megi
gera ef duga skal.
Lofttæmd
ílát fyr-
ir matvæli
ALADINO-lofttæmingartæki
eru nú seld í Ziemsen-
verslunum. Tækið er ætlað
til heimilisnota og
með því fylgja
fímm ílát í mis-
munandi stærð-
um.
í fréttatilkynn-
ingu frá umboðs-
aðila tækisins seg-
ir meðal annars: „Aladino-
lofttæmingarvörurnar geta
stóraukið matvælanýtingu
heimilisins. Matvara sem
geymd er í lofttæmdum um-
búðum helst fersk minnst
þrisvar sinnum lengur en við
venjulegar aðstæður, vegna
þess að lofttæming hindrar
bakteríuvöxt í matvælum.“
Tækið ásamt ílátum, lokum
og tappa fyrir flöskur, kostar
14.900 krónur.
Morgunblaðið/Kristinn
150 FERMETRUM var breytt úr lager í verslunarrými.
Hagkaup stækkað
SÉRVÖRUDEILD Hagkaups í
Kringlunni hefur verið stækkuð um
150 fermetra og nú fylla leikföng
og jólavörur rými sem áður var
notað undir lager. Verslunin flytur
beint inn leikföng, t.d. frá Barbie
og Fisher Price.
„Við getum núna nýtt rýmið á
hagkvæmari hátt og komum til með
gera frekari breytingar í versluninni
eftir áramót," segir Óskar Magnús-
son, forstjóri. Þá er fyrirhugað að
setja upp „búð í búð,“ eða margar
afmarkaðar verslunareiningar í
sömu versluninni. „Sveiflutilboð
verða bæði í Kringlunni og Skeif-
unni í framtíðinni, en þá eru
ákveðnar vörur seldar á tilboðsverði
meðan birgðir endast.