Morgunblaðið - 03.12.1994, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 03.12.1994, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens LOOK, I JU5T DI5COVERED I WA5 HOLPING YOUR 5UPPER PI5H UP5IPE-DOUJN! WHAT IF I HADN’T NOTICED IT? IT'5 HARPTO IMA6INE WHAT MI&HT HAVE HAPPENED..LITTLE THIN65 LIKE THAT CAN CHAN6E YOUR WHOLE LIFE.. MAY5E I LL JU5T 6IVE HIM TWO WEEK5' NOTICE.. Sjáðu, ég var að uppgötva Hvað ef ég að ég hélt dallinum þínum hefði nú ekki á hvolfi! tekið eftir því? Það er erfitt að ímynda sér hvað hefði gerst... smáatvik eins og þetta getur breytt öllu manns lífi ... Ég ætti kannski að gera honum viðvart með tveggja vikna fyrirvara... BREF TTL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329 SAMRÆÐUR: börn á Barnaspítala Hringsins/Landspítala. Kaffisala Hringsins og happdrætti á Hótel Islandi Frá Víkingi Arnórssyni: ÉG VIL vekja athygli á jólakaffi- sölu Kvenfélagsins Hringsins sem fram fer sunnudaginn 4. desember kl. 2 á Hótel íslandi. Hér er um árlegan viðburð að ræða í byijun aðventu og mörgum fínnst það ómissandi þáttur í undirbúningi jólahalds að heimsækja Hrings- konur við þetta tækifæri með vin- um, bömum og barnabömum, gæða sér á kaffi, gosi og alls kon- ar heimagerðu lostæti, kaupa einn og einn happdrættismiða og birgja sig upp að hinum eftirsóttu og ódýru jólakortum Hringsins. Þarna ríkir glaumur og gleði og þó pyngjan kunni eitthvað að létt- ast hjá hinum fullorðnu láta menn sér það í léttu rúmi liggja, meðvit- aðir um að verið er að styrkja göfugt og óeigingjarnt starf Hringskvenna. Og þeir sem reynsl- una hafa era minnugir þess að oft er til mikils að vinna í happdrætt- inu, svo sem utanlandsferðir, mat- arkörfur, rafmagnsáhöld, skart- gripir o.s.frv. • Fórnfúst starf Ótrúlega mikill tími og vinna liggur að baki fjáröflunarstarfsemi Hringskvenna. Þær leggja mikið á sig sjálfar eins og t.d. í sam- bandi við þessa aðventuhátíð, en margir leggja þeim lið utan frá, bæði einstaklingar og fyrirtæki, sem meta fórnfúst starf þeirra að verðleikum. Það er líka vitað mál að hver einasti eyrir sem inn kemur skilar sér í framgangi góðra málefna. Markmið Hringskvenna hefur ávallt verið að hjálpa öðrum og hugga, gefa veikum von um bata og veita straumi góðvildar til þeirra sem bágt eiga. Þetta gerðu þær með beinum hætti í árdaga er þær gáfu fátækum klæði og fæði. Og söm er gerðin í dag, þó með óbeinum hætti sé, með stuðn- ingi við þá starfsemi sem fram fer á Barnaspítala Hringsins. Segja má með sanni að henni sé að veru- legu leyti haldið uppi af Hrings- konum hvað útvegun tækjabúnað- ar snertir. Sem sláandi dæmi um slíkan stuðning Hringskvenna má nefna að fyrir nokkrum dögum vantaði sárlega smátæki á eina deild barnaspítalans til að hægt væri úr vaktstofu að fylgjast með and- ardrætti ungbarns á sjúkrastofu sinni svo unnt væri að grípa strax inn í ef eitthvað bjátaði á. Þetta tæki kostar um 70 þús. krónur og allt tækjakaupafé Landspítalans uppurið fyrir löngu. Eins og svo oft endranær hlupu Hringskonur undir bagga og við gátum eignast öndunarsírita. Draumurinn er sérhönnuð barnaspítalabygging Hringskonur láta ekki deigan síga þó á líðandi stund blási í móti á ýmsum sviðum þjóðlífsins og mörgum fínnist nóg að hugsa um eigin hag og sinna. Hringskon- ur líta til framtíðar. Um langt skeið hefur það verið baráttumál þeirra að upp rísi sérhönnuð barn- aspítalabygging í tengslum við Landspítalann. Nú er sá draumur að rætast og er það ekki síst fyrir atbeina Guðmundar Árna Stefáns- sonar fyrrverandi heilbrigðismála- ráðherra að ákvörðun var tekin af hálfu stjómvalda um að slík bygging skuli rísa á næstu 3 árum. Byggingarnefnd hefur verið skip- uð og framkvæmdir munu hefjast á næsta ári að loknum nauðsynleg- um hönnunarundirbúningi og út- boði. Raunar er þetta mál allra landsmanna, en Hringskonur munu áfram vera þar í farar- broddi. Treyst er á að fjárframlög berist víða að til viðbótar fjárveit- ingum ríkisins svo framkvæmdir dragist ekki á langinn. Hringurinn átti 90 ára afmæli í janúar á þessu ári. Það var góð afmælisgjöf að fá fyrirheit um byggingu nýs barnaspítala. Með efndum þess verða þáttaskil í heil- brigðis- og velferðarmálum ís- lenskra barna og unglinga. Vafalaust verða kræsingar á borðum á Hótel íslandi í dag og lánsamir njóta sín í happdrættinu. Barnakór syngur og danspar sýnir listir sínar. Mætum sem flest í kaffi Hrings- kvenna. Samgleðjumst þeim á merkisafmæli félagsskaparins og veitum þeim stuðning okkar á komandi árum. VÍKINGUR ARNÓRSSON, prófessorogyfirlæknir á barnaspítala Hringsins/Landspítala.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.