Morgunblaðið - 03.12.1994, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ
MIINIIMINGAR
LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1994 3 7
ALMA KAREN
FRIÐRIKSDÓTTIR
+ Alma Karen
Friðriksdóttir
fæddist í Reykjavík
27. janúar 1947.
Foreldrar hennar
voru Friðrik Krist-
ján Sigfússon yfir-
tollvörður sem nú
er látinn og Kristín
Sigurbj örnsdóttir
húsmóðir. Alma bjó
i uppvexti sínum í
Keflavík. Eftirlif-
andi eiginmaður
hennar er Jón
Andrés Snæland
tollvörður. Þau
giftu sig 3. febrúar árið 1967.
Þau bjuggu fyrstu sambýlisár
sín í Reykjavík en fluttu alfarin
til Keflavíkur árið 1970. Þau
áttu saman þijú börn: Kristínu
Guðbjörgu, f. 18. 4. 1969, Frið-
rik Kristján, f. 1. 9. 1970 og
Sigurbjörn Arnar, f. 27.4. 1976.
Alma Karen átti tvö barnabörn,
þá Alexander, f. 1989 og Jón
Stefán, f. 1994, syni Friðriks
Ki'istjáns. Útför Ölmu fer fram
frá Keflavíkurkirkju í dag.
DROTTINN gaf og drottinn tók.
Þessi orð koma svo sannarlega upp
í hugann þegar við stöndum. frammi
fyrir því að ástkær móðir okkar er
látin. Engum datt í hug að Reykja-
víkurferðin hinn 25. nóvember síð-
astliðin ætti eftir að verða hennar
síðasta ferð.
Þegar ástvinur deyr eins skyndi-
lega og hún móðir okkar gerði, sárn-
ar manni mest að hafa ekki getað
kvatt hana. Orðin þjóta fram í hug-
ann hvert af öðru en verða eitthvað
svo innihaldslaus og innantóm þegar
enginn er til að taka við þeim. Eina
huggunin harmi gegn er sú að nú
líði henni vel í eilífri vörslu guðs hjá
föður sínum, afa okkar heitnum, og
öðrum ástvinum sínum.
Þegar við stöndum frammi fyrir
þessari dapurlegu staðreynd og sökn-
uðurinn og sorgin verða svo mikil
að engin orð fá lýst, koma allar yndis-
legu minningarnar um elsku mömmu
svo Ijóslifandi fram í hugann. Af
mörgu er að taka en það sem við
eigum eftir að sakna hvað mest eru
allar hinar óteljandi stundir sem við
áttum með henni við eldhúsborðið.
Þangað leituðum við systkinin ásamt
vinum okkar, vinum hennar og kunn-
ingjum til að fá góð ráð. En við leituð-
um ekki bara til mömmu okkar til
að fá góð ráð heldur var hún líka
alltaf í gegnum allt okkar líf, okkar
besti vinur í blíðu og stríðu. Hún var
nefnilega ekki bara uppalandi okkar
heldur góður vinur sem alltaf átti
nóg af gríni og glensi ef þvi var að
skipta. Endalaust gátum við setið
við eldhúsborðið með mömmu og
spjallað um heima og geima, jafnvel
fram á nótt ef tilefni var til. Nú er
stóllinn hennar auður og við veltum
fyrir okkur hvernig við hefðum farið
að án hennar og hvemig líf okkar
allra verður í framtíðinni nú þegar
hennar nýtur ekki lengur við.
Hún móðir okkar var yndisleg
kona með sterkan persónuleika sem
laðaði að sér fólk á öllum aldri. Hún
var hrókur alls fagnaðar þegar svo
bar við, en þegar á reyndi var enginn
betri en hún. Hún var besta móðir
sem hægt hefði verið að eignast, það
vitum við ekki bara systkinin heldur
allir vinir okkar sem fundu í henni
trúnaðarvin og móðurlega hiýju.
Þeirra missir er einnig mikill. Barna-
börnin hennar tvö héldu líka mikið
upp á hana. Tilhugsunin um að nú
fái þau aldrei að sjá hana áftur og
gleðisvipurinn sem færðist yfir and-
litið á þeim, sem og henni þegar
amma kom í heimsókn mun ekki sjást
framar, er kannski það sorglegasta
af öliu. Harmur okkar systkinanna
vegna brotthvarfs mömmu er mikill,
en þó er harmur föður okkar og
ömmu ekki minni. Pabbi og mamma
voru gift í 27 ár og vart er hægt
að hugsa sér betra hjónaband heldur
en það sem þau bjuggu í. Tillitssem-
in og ástúðin sem þar ríkti hefur án
nokkurs vafa gert okk-
ur þtjú að betri ihann-
eskjum en ella. Að vaxa
úr grasi með foreldrum
þar sem ástin og vinátt-
an eru jafn áþreifanleg
og hjá pabba og
mömmu er nokkuð sem
er ómetanlegt. Elsku
amma okkar þarf nú að
sjá á eftir einkadóttur
sinni og eina barninu
sem hún sá vaxa úr
grasi og engin, ekki
einu sinni við, getum
gert okkur í hugarlund
þann harm sem hún ber
í bijósti. Guð blessi
hana og föður okkar og gefi þeim
styrk. Minningin um hana mömmu
mun lifa í hugum okkar allra svo
lengi sem við lifum. Guð blessi hana
og varðveiti.
Kristín G. Snæland Jónsdóttir,
Friðrik Krislján Jónsson,
Sigurbjörn Arnar Jónsson.
Svona er lífíð, alveg óútreiknan-
legt. Hún Alma Karen er dáin. Nei,
það hlaut að vera einhver misskiln-
ingur, ég vildi ekki trúa þessari sorg-
arfrétt. En svona er þetta líf, fólk á
besta aldri er kallað burt, en svo ligg-
ur rígfullorðið fólk rúmliggjandi
árum saman og á þá ósk heitasta
að fá að kveðja þennan heim.
Eg hugsa til baka og þarf ekki
iengra en til miðvikudagsins í síðustu
viku. Þá töluðum við Alma svo lengi
saman og skiptumst á skoðunum um
lífsins gang.
Hún sagði mér frá utanlandsferð-
inni sem hún og Jón voru nýbúin að
fara í og hún var svo ánægð með
þessa ferð. Hún hefði haft svo gott
af þessari upplyftingu.
Hún sagði mér frá litlu ömmu-
strákunum og ástin og umhyggjan
skein úr augunum. Við töluðum um
svo margt og margt.
Alltaf var fjölskyldan í fyrirrúmi,
svo sem ekki risastór fjölskylda, en
samheldin og góð fjölskylda.
Alma Karen var eina barn foreldra
sinna, þeirra Friðriks Sigfússonar og
Kristínar Sigurbjörnsdóttur. Pabba
sinn missti Alma fyrir nokkrum árum
úr hjartaáfalli. Það er mikil ábyrgð
sem hvílir á einbirni þegar annað
foreldrið fellur frá þegar fólk er kom-
ið á efri ár.
Alma brást ekki þeirri skyldu
sinni, hún gerði allt sem hún gat
fyrir mömmu sína og umhyggjan var
alltaf sú sama og henni sjálfri fannst
að kannski hefði hún getað gert bet-
ur. En það vissu allir sem þekktu
Ölmu að um það þurfti hún ekki að
efast. Fjölskyldan og heimilið var
henni allt og myndarlegri húsmóður
var ekki hægt að finna þó víða væri
leitað.
Hún sagði mér frá veikindunum
og frá verknum sem hún hafði alltaf
haft út í handlegg. Einhverra hluta
vegna var það aldrei athugað gaum-
gæfilega. Kannski vegna þess að hún
bar ekki veikindin utan á sér. Alma
var alltaf svo hress og hispurslaus.
Ég dáðist oft að því hvað þau
Alma og Jón voru góðir uppalendur.
Það var talað um alla skapaða hluti
á þeirra heimili og þeir útskýrðir á
einfaldan og hispurslausan hátt.
Börnin hennar Ölmu fengu ástina,
umhyggjuna og fræðsluna um lífíð
heima, þau þurftu ekki að leita neitt
annað.
Kæra Kristín, Jón, Kristín, Friðrik,
Anna, Sigurbjörn og litlu ömmudren-
girnir. Ég veit að sorg ykkar er mik-
il en af ljúfum og góðum minningum
eigið þig nóg. Það er huggun harmi
gegn.
Þið eigið mína innilegustu samúð.
Bergþóra Káradóttir.
Nær alltaf þegar vinir okkar í
Keflavík hringdu til okkar eða komu,
fylgdi því lífsgleði og kraftur. Fréttir
af fjölskyldu, sögur af mannlífinu í
kringum þau. Oftast eitthvað
skemmtilegt að gerast. En fréttin frá
Keflavík sl. laugardag var ekki þann-
ig. Alma Karen var farin frá okkur
að sinni. Hún lést að kvöldi föstu-
dagsins. Skarð er höggvið í vinahóp.
Stærra skarð er höggvið í fjölskyldu
vinar okkar Jóns Snælands. Alltaf
er maður jafn óviðbúinn breytingum
sem þessum, sem við höfum ekkert
svar við.
Þegar ég sest niður í byijun að-
ventu og kveiki á fyrsta kertinu á
aðventukransinum og kalla fram í
hugann minningar um samvistir við
Ölmu Karen, er af miklu að taka.
Kynni okkar Ölmu hófust þegar við
kynntumst eiginmönnum okkar, en
þeir eru skólabræður og æskuvinir,
svo að við kynntumst mjög vel og
urðum góðar vinkonur. Skemmst er
að minnast þess þegar við hittumst
á ferð okkar um Þýskaland í fyrra.
Þá kom það vel fram hvað Alma
Karen var mikill aufúsugestur hjá
vinum sínum þar. Vinum sem hún
hafði kynnst á ferðum sínum þar.
Nutum við ferðafélagar hennar þess
vel.
Alma Karen var fagurkeri, en það
kom best fram í áhuga hennar á
náttúru landsins. Fóru þau hjónin
oft með vinum sínum í skoðunarferð-
ir um landið til að njóta þess. Einnig
til að fylla vítamínglösin eins og hún
orðaði það. Alma Karen lagði að
jöfnu vítamínneyslu, ferðalög og
náttúruskoðun.
Fyrir nokkru höfðu Alma Karen
og Jón fest kaup á landi fyrir sum-
arhús. Ekki er ég viss um það, að
Alma Karen hafí þar einungis verið
að huga að sínum eigin áhugamálum,
heldur hafi hún þar verið að hugsa
til bama og bamabama sinna. Hún
vildi að fjölskyldan hefði stað, þar
sem þau gætu sameiginlega komist
í sveitaloftið. Sjálf hafði hún verið
mikið með sínum foreldrum við veið-
ar, náttúmskoðun og sumarbústaða-
líf. Segja má að Alma hafí verið
húsmóðir í fyrsta flokki, var með
meðfædda hæfileika, auk þess að
vera með gott nám að baki frá Hús-
mæðraskólanum á Varmalandi.
Heimsóknir til Ölmu og Nonna í
molakaffí enduðu oftar en ekki í stór-
veislum.
Fljótlega eftir að Alma Karen og
Jón stofnuðu heimili fluttu þau til
Keflavíkur. Var það vegna starfa
Jóns hjá Tollgæslunni á Keflavíkur-
flugvelli. Einnig bjuggu foreldrar
Ölmu syðra. Býr móðir Ölmu þar enn
og kveður hún nú einkadóttur sína.
Voru þær mjög samrýndar og var
Ölmu sérstaklega annt um líðan
hennar alla tíð. Friðrik faðir Ölmu
lést fyrir nokkmm ámm.
Elsku Nonni, Friðrik, Stína, Sibbi
og Kristín eldri. Megi minningin um
góða konu verða ykkur styrkur á
þessum erfiða tíma. Ég kveð nú góða
vinkonu með söknuði. Við í Sigtúninu
þökkum Ölmu Karen samfylgdina
og biðjum guð að geyma hana.
Hjördís Ragnarsdóttir.
Hún Alma er dáin. Svo stutt er
síðan við hittum hana hressa og káta,
eins og við minnumst hennar ætíð.
Við höfðum þá ánægju að kynnast
Ölmu í gegnum dóttur hennar, Stínu.
Þó að kynslóðabil skildi okkar á milli
þá var Alma eins og ein af okkur
stelpunum. Oft hittum við hana
heima þegar við heimsóttum dóttur
hennar. Og það var yndislegt að fá
hana í hópinn, svo geislandi af lífi
og gleði. Við munum skemmtilegu
sögumar og þann eiginleika hennar,
frásagnarlistina. Oft var setið fram
eftir nóttu, skrafað og hlegið á fal-
lega heimilinu hennar, sem hún lagði
mikla alúð í að hafa notalegt.
Með þessum fáu orðum er ef til
vill ekki allt sagt, en við munum
ætíð minnast Ölmu Karenar með
söknuði.
í friði leggst ég til hvíldar og sofna,
því að þú, Drottinn,
lætur mig búa óhultan í náðum.
(Sálmur 4:9)
Elsku Kristín, Nonni, Stína og
Sibbi, Friðrik, Anna og synir, Guð
styrki ykkur í sorg ykkar.
Þó styttist dagur, daprist ljós
og dimmi meir og meir,
ég þekki ljós, sem logar skært,
það ljós, er aldrei deyr.
(Margr. Jónsd.)
Sigrún, Signý og Sif.
Hún Alma mín er dáin. Ég trúi
því varla að ég eigi ekki eftir að sjá
þig aftur. Þú varst svo ánægð þegar
ég sá þig síðast, nýkomin að utan
með öll fínu fötin sem þú hlakkaðir
svo til að fara í. Ég minnist þess að
í hvert skipti sem við hittumst vildir
þú alltaf klæða mig betur, annað-
hvort var ég of illa klædd eða þér
fannst mín fatasamsetning alveg
innilega ég, og sagðir: „Svona myndi
enginn klæða sig nema Sigurbjörg,
mikið ofsalega langar mig nú til að
sjá þig virkilega fína, Sigurbjörg
mín.“ Og ég lofaði þér því að þú
fengir að sjá mig virkilega fína núna
um jólin.
Lífíð er ekki alltaf sanngjarnt, þú
fórst alltof snemma frá okkur, en
enginn veit sína ævina fyrr en öll
er, og við sem eftir sitjum söknum
þín sárt.
Það koma í hugann minningabrot
frá öllum þeim stundum sem við
sátum saman við eldhúsborðið og
töluðum um allt milli himins og jarð-
ar. Þegar við rifjuðum upp sögurnar
af mér og Stínu litlu. Þú sagðir allt-
af svo skemmtilega frá þessu og við
hlógum mikið. Sumt mundum við
Stína, en svo fylltir þú í eyðurnar.
Ég gleymi því aldrei hvað þú hjálp-
aðir mér mikið eftir að mamma dó.
Alltaf gat ég leitað til þín með mín
vandamál, og alltaf fékk ég ýmsa
fróðleiksmolá með í farteskinu til að
vinna út frá. Líka í bréfunum sem
fóru á milli okkar. Þar fengu lífsregl-
urnar ætíð að fylgja með til mín.
Eða þá hvað mér þótti vænt um þeg-
ar þú kynntir mig sem „fósturdóttir“
þína og eftir það var ég alltaf kölluð
fósturdóttir á heimili þínu og Nonna.
Það er svo margt sem mig langar
að segja þér en get ekki komið orðum
mínum á blað, en eins og þú veist
þá hef ég alltaf átt erfitt með það.
Einhvem tímann eigum við eftir að
hittast og tala saman aftur og þá
verður mamma með okkur.
Þakka þér, elsku Alma mín, fyrir
alla þá ást og umhyggju sem þú
hefur gefíð mér síðustu 23 ár. Með
þessum fátæklegu orðum langar mig
til að kveðja þig, elsku Alma mín,
Guð geymi þig.
Elsku Kristín, Nonni, Stína, Sig-
urbjörn, Friðrik, Anna, Alexander
og Jón Stefán, megi Guð gefa ykkur
styrk í þessari miklu sorg.
Sigmrbjörg.
Það var hnípinn hópur skólasystra,
sem hittist síðastliðið mánudags-
kvöld; það vantaði eina. Driffjöðrinni
okkar, Ölmu Friðriksdóttur, var
meinað að setja sinn hressilega svip
á samkunduna og eftir sátum við
hinar agndofa yfír þeirri ráðstöfun
almættisins að hrífa hana til sín.
Kynni okkar skólasystranna hóf-
ust haustið 1964, þegar 43 ungmeyj-
ar víðs vegar að af landinu komu til
náms við Húsmæðraskólann að
Varmalandi í Borgarfirði. Ýmsar
okkar voru óöruggar með sig og
horfðu með kvíðnum huga til kom-
andi vetrar. Aðrar báru höfuðið hátt,
ákveðnar í að taka því sem að hönd-
um bæri með glaðværð og reisn. Þar
fór Alma fremst í fiokki. Með sínu
jákvæða hugarfari og smitandi hlátri
létti hún yfirbragð hópsins. Um-
gengnin við hana var mörgum okkar
mikil lyftistöng í daglegu amstri við
nám og störf.
Þegar skóla lauk skildi leiðir
flestra og hver fór til síns heima.
Nokkru seinna var stofnaður hefð-
bundinn saumaklúbbur, sem flestar
stúlkurnar, er dvöldu í Reykjavík og
nágrenni, tóku þátt í. Alma var fljót-
lega virkur félagi og sá andblær, sem
hún bar þar með sér, var sá sami
og veturinn forðum. Hún hafði þá
höndlað þá lífshamingju að kynnast
honum „Nonna sínum“, eins og hún
kallaði Jón Snæland, eiginmann sinn.
Það leyndi sér aldrei, að þau kynni
voru ekki bara hennar gæfa, heldur
þeirra beggja. Samhentari hjón gat
varla að líta og sú ástúð og um-
hyggja, sem þau sýndu hvort öðru,
mætti vera mörgum til eftirbreytni.
Saman komu þau sér upp fallegu
heimili í Keflavík og börnin þeirra
þijú voru þeirra augasteinar. Fjöl-
skylda Ölmu átti hug hennar allan
og var þar ekkert til sparað. Þegar
bamabömin tvö komu til sögunanr
var það stolt amma, sem sýndi okkur
heilu myndaraðimar af litlu sólar-
geislunum sínum.
Jón var óþreytandi að aka Ölmu
í klúbbana til okkar og bíða eftir
því, að okkur þóknaðist að huga að
heimferð. Og þegar við sóttum þau
heim tók hann ávallt brosandi á
móti okkur. Alma var einstök hús-
móðir og veisluborðið, sem alltaf
beið okkar í Keflavík, átti sér fáa
líka.
Þegar við skólasystumar áttum
20 ára útskriftarafmæli frá Varma-
landi, hafði Alma samband við allar
í hópnum og skipulagði hópferð í
Borgarfjörðinn. Þetta var vel heppn-
uð ferð, og var það ekki síst Ölmu
að þakka, sem sparaði sig hvergi við
undirbúning hennar.
Við skólasystur Ölmu eigum eftir
að sakna hennar sárt, og vottum
þeim, sem enn sárar eiga um að
binda; fjölskyldu hennar, móður, eig-
inmanni og afkomendum, okkar
dýpstu samúð. Ölmu þökkum við
samfylgdina, og biðjum góðan Guð
að annast hana'.
Skólasystur frá Varma-
landi 1964-1965.
Styrkir úr Málræktarsjóði
Auglýst er eftir umsóknum um styrki
úr Málræktarsjóði. Sjóðurinn var
stofnaður árið 1991. Samkvæmt
skipulagsskrá er tilgangur hans:
a) að styrkja fjárhagslega nýyrða- og íðorðastarf í
landinu,
b) að styrkja fjárhagslega starf orðanefnda sem vinna
að þýðingum á tæknimáli eða sérhæfðu máli,
c) að styrkja fjárhagslega útgáfu handbóka og
leiðbeininga um málnotkun,
d) að styrkja fjárhaglega útgáfu kennsluefnis í
íslensku,
e) að styrkja fjárhagslega útgáfu orðabóka,
f) að veita einstaklingum, samtökum og stofnunum
viöurkenningu fyrir málvöndun og málrækt,
g) að styrkja með fjárframlögum hvers konar framtak
sem verða má til þess að markmiðum Málræktar-
sjóðs verði náð.
Umsóknareyðublöð fást í skrifstofu íslenskrar mál-
stöðvar, Aragötu 9,101 Reykjavík (sími 24480), og
skal umsóknum skilað þangað fyrir 1. febrúar 1995
MÁLRÆKTARSJÓÐUR