Morgunblaðið - 03.12.1994, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.12.1994, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1994 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Hver er í kreppu, Styrmir? I REYKJAVIKUR- BRÉFI Morgunblaðs- ins sl. sunnudag er fjallað um kreppu Al- þýðubandalagsins og talin upp ýmis stefnu- mál flokksins sem hafa eins og gufað upp á síðustu árum. Höfund- ur spyr hver sé tilgang- urinn með starfsemi fiokksins eftir að hann hefur komist að því að hann sé hættur við að koma á sósíalisma, hættur við að reka her- inn úr landi og hættur að vera pólitískur arm- ur verkalýðshreyfing- arinnar. Þarna hittir bréfritari naglann á höfuðið, en eins og oft vill verða í Morgunblaðinu og öðrum flokks- málgögnum er ekki nema hálf sag- an sögð. Sjónarhornið er vísvitandi haft þrengra en ástæða væri til. Það má nefnilega fullyrða með al- veg sama brúnaþunga að tilgangur hinna fíokkanna sé líka týndur að meira og minna leyti. Og þeir sem ekki hafa týnt tilganginum eru frosnir fastir í gömlum skotgröfum. Það heyrist oft að nú eigi sér stað mikil geijun í íslenskum stjórn- málum og er þá gjarnan bent á fylgið sem Jóhanna Sigurðardóttir fær í skoðanakönnunum sem sönn- um fyrir því. Það er alveg hárrétt. Skýring- arnar á því er að leita í þeim miklu umskipt- um sem orðið hafa inn- an og ekki síður utan landsteinanna síðustu misserin. Víglínurnar riðlast Nú eru rúmlega fimm ár síðan Berlín- armúrinnn féll, en við þann sögulega atburð fór allt á flot í stjórn- málalífi heimsins, ekki síst þeim gamla eins og Evrópa er gjarnan nefnd. Afleiðingarnar hafa raunar birst á öllum helstu átakasvæðum heims eins og þróun mála í Suður-Afríku og Palestínu bera gleggst vitni um. Hér heima birtist þetta í því að hefðbundin ágreiningsefni stjóm- málaflokka tóku verulegum breyt- ingum. Allt í einu skipti herliðið í Miðnesheiði engu máli í pólitíkinn og kommagrýlan dó. Við það bætt- ist að í kjölfar hruns Sovétríkjanna fór Samband íslenskra samvinnufé- laga sömu leið. Flokkarnir urðu að koma sér upp nýjum deilumálum. Af þeim er reyndar nóg, en gallinn við þau flest er sá að ágreiningurinn gengur þvert á flokka en ekki á milli þeirra. Það eru allir flokkar klofnir í þeim málum sem mestu skipta fyrir póli- tíska nútíð og framtíð þessarar þjóðar. í öllum flokkum eru skiptar skoð- anir um samskipti íslands við Evr- ópusambandið. Þótt flokkarnir hafi hver sína stefnu eru innan þeirra allra misháværir minnihlutar sem ekki skrifa undir álit forystunnar. í öllum flokkum eru skiptar skoð- anir á sjávarútvegsmálum, einkum og sérílagi hvað varðar kvótakerfið og veiðileyfagjald, um það veit höf- undur Reykjavíkurbréfs manna best. Sömu sögu má segja af öðrum atvinnumálum - t.d. landbúnaðar- málum - og ekki síður menntamál- um, sveitarstjórnarmálum, velferð- armálum o.s.frv. Smákóngarnir bítast Ef farið er ofan í þessa kreppu flokakkerfisins sést glöggt að átök- in standa oftast milli annars vegar þeirra sem viija færa þjóðfélagið fram í takt við tækniþróunina og breytingar á umheiminum og svo hinna sem annað hvort vilja hverfa aftur til fortíðar eða sem hafa það gott í núverandi kerfi og sjá enga ástæðu til að stefna í hættu þeim völdum eða auðæfum sem þeir ráða yfir. Og er þá ekki alltaf jafnmikið I húfi, maður lifandi. Þessi átök hijá alla flokka, það veit höfundur Reykjavíkurbréfs innst inni þótt Flokkakerfið er úr takt við veruleikann að mati Þrastar Haraldssonar. Hann telur tímabært að þjóðin losi sig úr viðjum þess. hann kjósi að segja það ekki uppátt. Við skulum taka dæmi. í Morgunblaðinu hefur mátt lesa frásagnir af athyglisverðum við- brögðum áhrifamanna innan Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna við tilraunum íslenskra sjávarafurða til að auka hlutdeild sína í útflutningi sjávarafurða. Þar eigast við tveir gamlir hrímþursar úr kaldastríðinu, en hafa þó þiðnað mjög mishratt. Annars vegar eru íslenskar sjávar- afurðir sem nú eru lausar undan verndai-væng - og oki - SÍS og blómstra sem aldrei fyrr. Þar hafa komist til áhrifa menn sem þora að sækja fram og taka áhættu, hafa beinlínis neyðst til þess því sagan sýnir að SÍS-leifarnar áttu ekki sjö dagana sæla eftir að mamma dó. A móti þessu standa svo kalda- stríðsjálkarnir í forystusveit Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna sem engu vilja breyta og halda dauða- haldi í þá svarthvítu veröld sem var af því þeir þora ekki að takast á við þessa nýju og litríku, þora ekki einu sinni að breyta sér í hlutafé- lag. Þeir geta ekki hugsað þá hugs- un til enda að hin skelfilega SIS- klíka, sem talin var af, gangi aftur og nái undirtökunum í markaðsmál- um íslensks sjávarútvegs. í þeirra augum er það mikilvægara að sölu- maðurinn sé með rétt flokksskír- teini en að fiskurinn seljist. Ekki trúi ég því að jafnskynugur maður og höfundur Reykjavíkur- bréfs ætli að halda því fram að þróun og átök þessara tveggja risa í íslensku efnahagslífi láti Sjálf- stæðis- og Framsóknarflokk alger- lega ósnortna, eða hvað? Er það ekki einmitt forystusveit SH sem myndar kjarnann í þeim sægreifa- her sem Morgunblaðið hefur eytt ómældum dálksentimetrum í að beijast gegn? Þessi sveit hefur veru- leg áhrif á stefnumótun Sjálfstæðis- flokksins og kemur í veg fyrir að stefna Morgunblaðsins nái þar fram að ganga. Framsóknarflokkurinn á líka í töluverðri tilvistarkreppu eftir að samvinnuformið er alls staðar á undanhaldi. Ég hef nú aldrei verið klár á því hver var tilgangurinn með starfsemi Alþýðuflokksins, annar en að raða á ríkisjötuna, en hann virðist svo sannarlega vera í vandræðum, ekki síður en aðrir flokkar. Lýðræðið tekið úr sambandi Viðbrögð flokkakerfísins þegar að því kreppir eru fyrst og fremst þau að herða tökin á stofnunum lýðræðisins og þjappa valdinu sam- an. Alþingi hefur verið sveigt æ meir undir vilja framkvæmdavalds- ins og miðstýringin er að verða svipuð og á dögum Brésnéfs í Sovét- inu. Það eru ráðherrarnir sem á ríkisstjórnarfundum taka hinar raunverulegu ákvarðanir um allt sem máli skiptir og almennir þing- menn verða veskú að hlíta því. Valdastofnanir flokkanna koma þar hvergi nærri, hvað þá að almennir flokksfélagar séu spurðir álits. Þeir fá að mæta á flokksþing og sam- þykja einhveija huggulega pappíra sem síðan er ekki litið á framar og enginn man eftir þegar komið er inn á ríkisstjórnarfund. Afleiðingarnar af þessu sovéska kerfi eru nákvæmlega þær sömu og fyrir austan. Hroki ráðamanna eykst í réttu hlutfalli við samþjöpp- un valdsins eins og nýlegar um- kvartanir umboðsmanns Alþingis ISLENSKT MAL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 773. þáttur Svavar Ármannsson sendir mér þetta góða bréf: „Góði Gísli! Ég hef í áratugi veitt lán og milljónir og dytti aldrei í hug að veita lánum né milljónum. Hins vegar samþykki ég að veita vatni. Ég er sammála Halldóri Krist- jánssyni frá Kirkjubóli og mér líkar ekki þín afgreiðsla málsins f 768. þætti. Þessu bréfí fylgir ljósrit af grein Helga Hálfdanarsonar um efnið, birtri í Morgunblaðinu þann 10. febrúar 1993. Fengur þætti mér að sjá meira um þetta í þínum ágæta þætti.“ Bestu þakkir færi ég Svavari fyrir bréfíð. í stað þess að fímb- ulfamba meira frá sjálfum mér um þetta efni en ég gerði í 768. þætti birti ég bréf Jóns G. Frið- jónssonar sem ég er honum sér- lega þakklátur fyrir. Auðvitað tek ég með þökkum allri fræðslu um efnið. Þá tekur dr. Jón G. Friðjónsson til máls: ,jKæri Gísli. Eg hef talsvert velt fyrir mér notkun sagnarinnar veita í merkingunni ‘láta fé renna (til e-s)’ en í nútímamáli er fallstjóm hennar nokkuð á reiki. Flestir munu kjósa orðalagið veita mikl- um peningum til e-s en sumir veita mikla peninga til e-s. Eink- um virðist mér notkun þágufalls algeng í þolmynd, t.d. miklu fé var veitt til framkvæmda. Notkun sagnarinnar veita er býsna margbrotin en í þessu sambandi virðist mér tvennt skipta mestu máli. I fyrsta lagi er alkunn notkunin veita e-m e-ð í merkingunni ‘láta e-m e-ð í té’. Slík notkun er kunn úr fomu máli og notuð óslitið fram til nútímamáls. í öðru lagi er kunn sögnin veita e-u í merkingunni ‘láta renna’, t.d. veita vatni á engjar, og er sú merking einnig kunn frá fornu máli til nútíma- máls. Merkingin ‘láta fé renna (til e-s)’ er tiltölulega ung í íslensku, vart eldri en liðlega hundrað ára. Ég kannaði dæmi í fórum Orða- bókar Háskólans og fann þar tvö dæmi. Eldra dæmið er: veita allmikið fé bæði til vegabóta og gufuskipaferða (1891). Síðara dæmið er svipað en það er miklu yngra. Þá eru upptalin dæmi um sögnina veita í merkingunni ‘láta fé renna til e-s’. Hins vegar er þar engin dæmi að fínna um notkun þágufalls í sömu merk- ingu. yitaskuld er algengt að gömul og gróin orð fái nýja merkingu. Þannig er því háttað um sögnina veita í merkingunni ‘láta fé renna til’ sem er tiltölulega ung í íslensku eins og áður sagði. En hver er fyrirmyndin? Er það sögnin veita e-m e-ð eða veita e-u? Dæmin tvö úr seðlasafni Orðabókar Háskólans benda til fyrra kostarins og hann má styðja dæmum eins og veita (e-m) góða fyrivgreiðslu og veita (e-m) hagstætt ián. Gegn þessari túlkun mælir hins vegar sú stað- reynd að í slíkum dæmum er merkingin ‘láta (e-m) e-ð í té’ og auk þess stendur ‘viðtakand- inn’ í þágufalli (sem er reyndar stundum undanskilinn). Síðari kostinn má rökstyðja með merk- ingunni. Þegar fé/peningum er veitt til e-s felur það í sér lík- ingu, vísar til þess er vatni er veitt á e-ð. Til frekari rökstuðn- ings má benda á ýmis orð og sambönd, t.d. fjárstreymi, fjár- austur, sjóðþurrð og peningamir renna tii e-s en í öllum tilvikum vísar líkingin til þess er vatni er veitt (á e-ð). Ég fæ ekki betur séð en merking sagnarinnar veita fé sé í góðu samræmi við framanritað og fínnst því eðlilegt málfar að veita e-u. Mér er nær að halda, að notk- un þolfalls með veita í merking- unni ‘Iáta renna til’ sé tillærð, byggð á notkuninni veita e-m e-ð ‘láta e-m e-ð í té’ en þess ekki gætt að merking er önnur auk þess sem þolfallinu fylgir oftast þágufall sem táknar þann eða þá sem tekur við e-u eða fær það sem er veitt, t.d. veita honum upplýsingar og honum voru veitt- ar upplýsingar. Málnotkunin veita peninga til e-s er hins veg- ar ekki sambærileg við veita e-m e-ð, hvorki að merkingu né formi. Notkun þolfalls (veita peninga til e-s) stríðir gegn máltilfínningu fjölmargra manna eins og raunar íjölmörg notkunardæmi sem ég á í fórum mínum eru til vitnis um. Sjálfum fínnst mér notkun þágufalls mjög eðlileg, enda er hún í fullu samræmi við merk- ingu sagnarinnar veita e-u ‘láta renna’. Ekki er því að neita að ég hafði nokkrar efasemdir um nið- urstöðu mína, trúlega þar sem mér er vel kunn notkunin veita e-ð. Ég bar því þetta álitamál undir ýmsa þá sem ég treysti vel og langflestir töldu eðlilegast að nota þágufall. Einn þeirra sem ég spurði sagði mér að í upp- vexti sínum austur á Héraði hefði gamla fólkið aldrei tekið sér í munn veita peninga til e-s heldur ávallt sagt veita peningum til e-s. Slíkar upplýsingar vega þungt að mínu mati því að oft er það gott sem gamlir kveða. Auk þess sýna þær að notkun þágufalls með veita í merking- unni ‘láta fé renna til e-s’ á sér jafnlanga hefð í íslensku og notk- un þolfalls. Niðurstaða mín er því sú að það sé í alla staði eðlilegt að veita miklu fé til e-s og í þol- mynd fínnst mér raunar ótækt að nota annað en þágufall, þ.e. miklu fé hefur verið veitt til e-s. Með bestu kveðju og kærri þökk fyrir þína ágætu þætti.“ Auk þess leggur Sverrir Páls- son til ágætt orð, ofgerð, fyrir pleonasme. Þröstur Haraldsson eru til vitnis um. Hrokinn virðist meira að segja ná til forystumanna Alþýðubandalagsins þótt þeim sé haldið frá kjötkötlunum sem stend- ur. Það hefur til dæmis vakið at- hygli margra að þingmenn flokksins hafa tekið þar öll völd, í það minnsta hefur enginn óbreyttur flokksmaður fengið að vera með í íslandsrútu flokksins. Að raða sér upp á nýtt í þvílíku andrúmslofti er við því að búast að pólitísk geijun eigi sér stað. Hún bókstaflega hlýtur að verða af því fólk lætur ekki svipta sig völdum möglunarlaust. Að vísu verður að játa að tregðulögmálið hefur framlengt líf flokkakerfisins langt umfram það sem efni standa til. En nú er greinilega farið að fjara undan því. Upphlaup Jóhönnu Sig- urðardóttur hefur haft mun meiri áhrif og hljómgrunn en búast mátti við og miklu meiri en fyrri upphlaup gegn flokkakerfinu. Það helgast ekki síst af þeirri stöðu sem Jó- hanna hefur haft. Hún var alin upp sem skilgetið afkvæmi Alþýðu- flokksins í marga ættliði og búin að vera ráðherra um sjö ára skeið. Það hlaut að losna um ýmislegt fyrst einnig henni var nóg boðið. Það segir líka sína sögu að Jóhanna virðist taka fylgi sitt frá öllum flokkum, ekkert síður Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki en þeim sem kenna sig við alþýðuna. En Jóhanna Sigurðardóttir er ekkert endilega einhver endastöð fyrir þá geijun sem er í gangi. Þörfín fyrir að losa landið og þjóð- ina úr viðjum sem gera okkur erfitt fyrir að takast á við nútímann, svo ekki sé talað um framtíðina, er það brýn að henni haldi engin bönd. Um allt land er fólk að fást við þetta verkefni, en stanslaust klúður og vandræðagangur- ráðamanna virkar sem dragbítur á þróunina. Flokkakerfið er orðið úr takti við veruleikann og stendur okkur fyrir þrifum. Við verðum einfaldlega að losna úr þessum viðjum og raða okkur upp á nýtt. Það hefur fennt yfir gömlu skotgrafimar og þeir sem þar hanga lengur uppskera ekkert annað en seigdrepandi kal- bletti á sál og líkama. Eins og dæmin sanna. Höfundur er blaðamaður á Dalvík. ---------------- Útivist skoðarsam- skipti og samgöngur árið 2004 LÝÐVELDISGÖNGU Útivistar lýk- ur sunnudaginn 4. desember. Frá 16. janúar sl. hefur Útivist staðið . fyrir gönguferðum mánaðarlega og rifjað upp merka atburði á stöðum þar sem þeir gerðust á tíu ára bili I frá 1894-1994 og frá 1954 til árs- ~ 1 ins í ár. í gönguferðinni á sunnudaginn sem hefst á Ingólfstorgi kl. 10.30 verður reynt með aðstoð fróðra manna að mynda framtíðarsýn af samskiptum og samgöngum árið 2004. Staldrað verður við á ýmsum stöðum sem hugsanlega tengjast i þessari framtíðarsýn. Þangað koma þeir Einar Her- mannsson, skipaverkfræðingur, Douglas A. Brotchie, forstöðumaðr ur Reiknistofnunar Háskólans, Jó- hann Pétur Malmquist, prófessor við Háskóla íslands, Gísli Jónsson, prófessor við Háskóla íslands o.fl., til að horfa fram í tímann. Einnig verður í leiðinni litið inn í Þjóðar- bókhlöðuna. Gengar verða leiðir um höfnina, Kvosina, Melana og Vatns- | mýrina og í lokin farin gönguferð meðfram Skeijafírði. Komið verður til baka á Ingólfstorg um kl. 16. Allir eru velkomnir. Ekkert þátt- tökugjald.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.