Morgunblaðið - 03.12.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.12.1994, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU Sáralítil loðnuveiði í haust Loðnuleysið hefur víða mikil áhrif á atvinnulífið _____FRÉTTIR: EVRÓPA_ Kanadamenn vilja fríverzlunarsamn- ing NAFTA og ESB París. Reuter. JEAN Chrétien, forsætisráðherra Kanada, stakk upp á því í gær að aðildarríki Fríverzlunarsamnings Norður-Ameríku (NAFTA) og Evr- ópusambandið gerðu með sér samn- ing um aukið frelsi í viðskiptum. „Við verðum að yfirstíga við- skiptadeilurnar, sem eru Þrándur í Götu góðra samskipta og skapa ónauðsynlegan ótta og fordóma," sagði Chrétien í ræðu, sem hann hélt á fundi franska verzlunarráðsins í París í gær. Varar við verndarstefnu „Ég held til dæmis að við ættum að íhuga vandlega þá hugmynd að gera altækan samning um aukið frelsi í viðskiptum milli NAFTA og Evrópusambandsins," sagði for- sætisráðherrann. Hann varaði við því að svæðis- bundið efnahagssamstarf gæti dreg- ið úr viðskiptum milli svæða og heimsálfa og gat þess að stöðnun virtist nú ríkja í viðskiptum Kanada og Evrópu. „Hvað sem það kostar, verðum við að koma í veg fyrir að þessar viðskiptablokkir taki upp verndarstefnu," sagði Chrétien. Hann sagðist ekki hafa neina tímaáætlun í huga varðandi samn- ingsgerð milli ESB og NAFTA. Diplómatískar viðræður um svo vandasamt verkefni væru ekki einu sinni hafnar. Hann minnti hins veg- ar á að Kanada og Frakkland hefðu tækifæri til að hleypa nýju lífi í við- skipti milli Norður-Ameríku og Evr- ópu; Kanadamenn sem gestgjafar á næsta fundi sjö helztu iðnríkja heims og Frakkar sem næsta formennsku- land í ráðherraráði Evrópusam- bandsins. ÖRNINN KE landaði 180 tonnum af loðnu á Siglufirði í gærmorgun, en annars hefur loðnuveiði verið treg þar eins og annars staðar í haust. Sáralítil loðna hefur veiðst í október og nóvember og óvíst hvort hún birtist snögglega nú í desem- ber. í fyrra veiddust hins vegar yfir 70.000 tonn af loðnu síðustu þijá mánuði ársins og meðaltals- loðnuveiði fyrir sama tímabil síð- ustu fjögur ár er nærri 90.000 tonn. „Þetta hefur verið voðalega tregt,“ sagði Þórður Jónsson, rekstrarstjóri hjá SR-Mjöli á Siglu- firði. „Sú loðna sem hefur borist hefur verið mjög misjöfn. Sumt hefur verið bæði smátt og horað en annað hefur verið ágætis loðna, stór og feit. En þetta hafa nánast verið bara sýnishorn.“ Þórður sagði að það væri lítið að gera hjá SR-Mjöli á Siglufirði nema stunda viðhald og tiltektir og því miður hefði þurft að fækka starfsmönnum verulega. „Maður verður alltaf að standa klár á því að annaðhvort sé allt yfirfullt af loðnu eða nánast ekkert af henni. Við trúum að loðnan komi af krafti þegar henni hentar og við reynum bara að vera tilbúnir," sagði hann. Engin loðna í rúma 3 mánuði „Það hefur nær engin loðna veiðst síðan fyrripartinn í ágúst,“ sagði Finnbogi Jónsson, fram- kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar á Neskaupstað. „Þetta er að verða mjög langur tími sem engin loðnu- veiði hefur verið og það bólar ekk- ert á henni ennþá. Þetta er mikil breyting sérstaklega frá því í fyrra, þegar var mjög góð veiði. Þetta er með því daprara sem við höfum séð.“ Finnbogi sagði að loðnuleysið hefði auðvitað mikil áhrif á atvinnu- lífið í Neskaupstað. Bræðslan hjá Síldarvinnslunni hefði auðvitað sáralítið að gera og annað af tveim- ur loðnuskipum hefði verið sett á bolfisk. Loðnuleysið hefur þó ekki lamað atvinnulíf í Neskaupstað. Síldar- vinnslan er með fjögur önnur skip í gangi, rækjuveiði hefur verið ágæt og svo hafa verið saltaðar yfir 30.000 tunnur í haust, sem er al- gjört met hjá fyrirtækinu, að sögn Finnboga. „Það má eiginlega segja að síldin hafi haldið uppi atvinnulíf- inu hér í landi í Neskaupstað á þessum haustmánuðum," sagði hann. „Við höfum samt trú á því að loðnan komi, að hún sé ekki alveg horfin. En hún birtist væntanlega ekki fyrr en einhvern tíma eftir áramót úr því sem komið er, þó enginn geti sagt um það. Það er náttúrulega mikill skaði að Haf- rannsóknastofnun skuli ekki hafa fjármagn í að stunda loðnurann- sóknir af meiri mætti en raun ber vitni,“ sagði Finnbogi. Dautt í Smugunni en góð veiði á Svalbarðasvæðinu SNORRI Sturluson er á heimleið úr Smugunni eftir rúmlega tveggja mánaða veiðiferð. Kristinn Gests- son skipstjóri sagði í samtali við Morgunblaðið að það hefði mestall- an tímann verið dautt á miðunum. Snorri Sturluson er væntanlegur til Reykjavíkur í dag með 220 tonn upp úr sjó. 13-14 skip voru í Smug- unni, Hágangarnir, Siglir og Arnar II eru þar enn og ætla að vera til jóla. „Það er búið að vera fremur lítið að fá.. Það var héma fjöldi skipa, 13-14 áður við lögðum af stað heim, þar af fimm íslendingar, en afgang- urinn var Færeyingar," sagði Krist- inn Gestsson. Kristinn ráðgerði að vera að vera kominn til Reykjavíkur á laugar- dagsmorgunn. „Það verða allir guðs lifandi fegnir að komast heim. Þetta tekur á en annars hefur þetta nú verið rólegt. Það er skemmtilegra þegar eitthvað veiðist. En ég á ekki von á því að við förum aftur í Smuguna. Það er ekki hægt að stunda þessar veiðar hér þegar við megum ekki fara inn á Svalbarða- svæðið í Ieiðinni. Þar er fískurinn. Þeir voru að fá hann þarna Rúss- amir og Norðmennirnir þegar við keyrðum fram hjá þeim. Við verðum að semja við Norðmennina og þeir verða að fara að alþjóðalögum," sagði Kristinn. HANDVERKS- MARKAÐIIR ..I KOLAPORTINU UM HELGINA íslenskir handverksaðilar bjóða þessa helgi upp á mikið úrval af íslenskum listmunum, fatnaði, jólaskreytingum og öðru á sérstökum markaði í austurenda hússins. Kjörid tækifæri fyrir þa sem vilja gefa íslenska jólagjöf! AVUIIAUL . .. ..... Nokkur sölupldss laus á handverksmarkaðnum 17-18 desember. KOLAPORTIÐ Opið laugardag kl. 10-16 og sunnudag kl. 11-17 Austurríki styður að- ild Möltu • FRANZ Vranitsky, kanzlari Austurríkis, sagði eftir fund sinn með Fenech Adami, forsætisráð- herra Möltu, á fimmtudag að Aust- urríkismenn styddu ESB-aðild Möltu og myndu beita sér fyrir því að aðildarviðræður við ríkið yrðu hafnár. Malta, 345.000 manna eyríki í Miðjarðarhafi, hef- ur undanfarin ár aðlagað löggjöf sína og efnahagslíf einhliða af kröfum ESB til þess að vera betur undir aðild búin. „Malta hefur ekki aðeins náð góðum árangri í efnahagsmálum, heldur er eyjan hernaðarlega mikilvæg," sagði Vranitsky í samtali við fréttastof- una APA. Hann bætti við að ESB væri nú að auka tengsl sín við Austur-Evrópuríkin og hann sæi ekki hvers vegna það sama ætti ekki við um Möltu. • LÖGÞING Álandseyja sam- þykkti í gær með 26 atkvæðum gegn fjórum að fylgja Finnlandi inn í Evrópusambandið, en sjálf- stjórnarsvæðið hefði getað kosið að standa fyrir utan. Hinn 20. nóvember var þjóðaratkvæða- greiðsla um ESB-aðiid Álandseyja og voru 73,7% kjósenda henni hlynntir. • LEON Brittan, sem fer með utanrikisviðskiptamál í fram- kvæmdastjórn ESB, fagnaði því í gær að Bandaríkjaþing hefði sam- þykkt GATT-samkomulagið. Hann sagðist eiga von á að öll aðildarríki GATT myndu sam- þykkja á fundi í Genf í næstu viku að standa við það að samningurinn taki gildi 1. janúar næstkomandi. Lúxemborg staðfesti samkomu- lagið á fimmtudag, fyrst ESB- ríkja. • DÓMSMÁLARÁÐHERRAR ESB-rílyanna hafa samþykkt að leggja til á leiðtogafundi sam- bandsins í Essen að svindl á sjóð- um sambandsins verði skilgreint sem glæpur og viðeigandi refsins Reuter Misheppnað Ariane-skot ARIANE-eldflaug Evrópsku geimferðastofnunarinnar var skotið á loft frá frönsku Guy- ana í Suður-Ameríku aðfara- nótt föstudagsins. Flaugin átti að koma bandarískum gervi- hnetti á sporbraut sína en hrapaði í sjóinn fimmtán mín- útum eftir flugtak. Þetta er í annað skipti á þessu ári sem það gerist. lögð við því að svikja fé út úr ESB. Þessi tillaga siglir í kjölfar skýrslu endurskoðenda ESB, þar sem fram kom að misnotkun fjár úr sjóðum Evrópusambandsins væri útbreidd. • FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr- ópusambandsins hyggst leggja fyrir leiðtogafundinn í Essen í næstu viku tillögur um breytingar á upprunareglum, sem eiga að auðvelda innflutning frá Austur- Evrópuríkjum. Búizt er við að leið- togarnir samþykki tillögurnar, en þær hafa þó mætt andstöðu í Frakklandi og Portúgal, þar sem þrýstihópar hafa haldið því fram að ódýr innflutningur auki at- vinnuleysi. Rætt um ESB-aðild í Sviss Parls. Reuter. FLAVIO Cotti, utanríkisráðherra Sviss, segir að innganga hlutlausu ríkjanna Austurríkis, Svíþjóðar og Finnlands í Evrópusambandið verði vonandi til þess að Svisslendingar íhugi inngöngu í ESB. Cotti segir þetta í viðtali við franska blaðið Le Monde. Þar segir hann einnig að hlutleysi Sviss hafi þróazt og sé ekki ósamrýmanlegt ESB-aðild. Svissiendingar höfnuðu EES- samningnum í þjóðaratkvæða- greiðslu fyrir tveimur árum, en Cotti segir að Sviss sé eitt helzta viðskiptaríki ESB og geti betur varið hagsmuni sína með því að ganga í sambandið. Utanríkisráðherrann segir að af- staðan til ESB kljúfi svissnesku þjóðina, en báðar fylkingarnar telji þó nauðsynlegt að ræða málið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.