Morgunblaðið - 03.12.1994, Blaðsíða 40
- 40 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
MINIMIIMGAR
FANNÝ
- GUÐJÓNSDÓTTIR
+ Fanný Guðjóns-
dóttir fæddist á
Oddsstöðum í Vest-
mannaeyjum 4.
mars 1906. Hún lést
á Sjúkrahúsi Vest-
mannaeyja 26. nóv-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Guðjón
Jónsson (f. 1874)
^ bóndi og líkkistu-
smiður frá Túni í
Vestmannaeyjum
og Martea Guðlaug
Pétursdóttir (f.
1877) frá Þórlaug-
argerði í Vestmannaeyjum. Af
11 alsystkinum Fannýjar eru
eftirlifandi: Njála, húsmóðir í
Reykjavík, f. 1909, og Ósk,
húsmóðir í Reykjavík, f. 1915.
í æsku létust Arni, Guðrún,
Njáll og óskírt sveinbarn. Einn-
ig eru fallnir frá fimm bræður,
sem allir bjuggu í Vestmanna-
eyjum: Kristófer, verkamaður,
f. 1900, Pétur, sjómaður og
bóndi, f. 1902, Jón, bóndi og
smiður, f. 1903, Herjólfur,
verkstjóri, f. 1904, og Guð-
mundur, verkstjóri, f. 1911.
Hálfsystkini Fannýjar sam-
feðra eru: Ingólfur, prentari í
Vestmannaeyjum, f. 1917, Guð-
laugur, trésmíðameistari í
Vestmannaeyjum, f. 1919,
Árni, trésmíðameistari í
Reykjavík, f. 1923, og Vilborg,
húsmóðir í Reylq'avík, f. 1924.
Fósturbörn Guðjóns og seinni
konu hans, Guðrúnar Gríms-
- dóttur, eru: Hjörleifur Guðna-
son, systursonur Guðrúnar,
múrarameistari í
Vestmannaeyjum,
f. 1925, og Jóna
Pétursdóttir, son-
ardóttir Guðjóns,
verslunarmaður og
húsmóðir í Reykja-
vík, f. 1933.
Fanný giftist
árið 1929 Páli Eyj-
ólfssyni síðar for-
stjóra Sjúkrasam-
lags Vestmanna-
eyja. Páll var ætt-
aður úr Höfnum,
sonur Helgu Gísla-
dóttur og Eyjólfs
Símonarsonar, bónda og
hreppstjóra í Merkinesi. Páll
andaðist 1986 á áttugasta og
fimmta aldursári. Börn Fannýj-
ar og Páls eru: Guðjón, tónlist-
armaður á Akureyri, f. 1929,
sambýliskona Brynja Björns-
dóttir; Helga, f. 1930, dó í
bernsku; Eyjólfur, fram-
kvæmdastjóri í Vestmannaeyj-
um, f. 1932, maki Ásta Ólafs-
dóttir; Jón, sjómaður í Kópa-
vogi, f. 1934; Guðlaug, skrif-
stofumaður og húsmóðir í
Reykjavík, f. 1939, maki Már
Lárusson; Ásta, skrifstofumað-
ur og húsmóðir í Reykjavík, f.
1940, maki Brynjar Franzson;
Erla, starfsst. og húsmóðir í
Vestmannaeyjum, f. 1944;
Tómas Njáll, þjónustustjóri í
Vestmannaeyjum, f. 1950, maki
Sigurrós Ingólfsdóttir. Ommu-
börn Fannýjar eru 25 og
langömmubörn 27. Útför
Fannýjar fer fram hjá Landa-
kirkju í dag.
Hún hlúði þér fyrst, og ef mótlæti og mein
þér mætti, hún reyndi að vinna á því bætur.
Við vangann þig svæfði! hjá vöggunni ein
hún vakti oft syfluð um hrollkaldar nætur.
Hún hrökk við af ótta, ef hún heyrði í
þér vein,
hún hafði á þér vakandi og sofandi gætur.
Hún gekk með þér, tók burtu úr götu hvern
stein,
er gang reyndu fyrst þínir óstyrku fætur.
Það verður ei talið, hve margt henni mátt
þú muna að þakka frá bemskunnar dögum.
Frá morgunstund lífs þíns svo margvíslegt
smátt
í minni hún geymir af hugljúfum sögum.
Hún veitti þér allt sitt og var með það sátt!
Öll von hennar hvíldi á bamsins síns höpm.
Að hossi þér gæfan, en hún eigi bágt
er hróplegust synd móti skaparans löpm.
(Þ.G.)
Með þessum ljóðlínum viljum við
heiðra minningu tengdamóður
okkar, Fannýjar Guðjónsdóttur.
Orð mega sín lítils, ef lýsa á sam-
bandi og samskiptum okkar við
hana, en þar bar aldrei skugga á.
Hún var ekki aðeins góð tengda-
móðir, hún var einnig vinur og
félagi, sem setti velferð fjölskyldna
okkar ætíð í öndvegi.
NJÖRÐUR
ÓSKARSSON
+ Njörður Ósk-
' arsson fæddist
á Húsavík 1. apríl
1974. Hann Iést á
Húsavík 26. nóvem-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hans eru
Óskar Axelsson og
Ásdís Jóhannes-
dóttir. Systkini
hans eru Jóna, f.
1962, Elfar, f. 1963,
og Rúnar, f. 1965.
Útför Njarðar fer
fram frá Húsa-
víkurkirkju í dag.
ÞEGAR mér barst sú harmafregn
að litli bróðir minn hann Njörður
væri látinn, brast eitthvað innra
með mér. Það hafði enginn í minni
' nánustu fyölskyldu dáið svona
óvænt fyrr. Hugur minn er dofinn
og flestar stundir kemst engin
hugsun að sem ekki snýst um
hann.
Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína
sem hefði klökkur gígjustrengur brostið,
og enn ég veit margt hjarta harmi lostið
sem hugsar til þin alla daga sína.
(Tómas Guðmundsson)
Fyrsta skýra minn-
ingin í huga mínum
um Njörð bróður er
þegar hann lærði að
ganga. Ég var yngstur
okkar hinna aðeins tíu
ára. í langan tíma
höfðum við fjölskyldan
fylgst með veikburða
og hikandi tilraunum
hans til að standa á
eigin fótum, og satt
að segja var ég orðinn
harla vonlítill um
árangur. En dag einn
okkur til mikillar gleði
og stolts, sleppti
Njörður bróðir loks takinu og gekk
einn og óstuddur. Hann var í miklu
dálæti hjá okkur systkinunum og
við létum mikið með hann. Ég
passaði Njörð stundum þegar hann
var lítill, og man vel að oft var
haft á orði hve fallegt bam hann
væri. Meira að segja jafnaldrar
mínir sem annars pældu nú lítið í
smábörnum, gátu ekki orða bund-
ist. Og vissulega var hann fallegur
eins og börn eru, en einnig var um
að ræða einhveija glaðlega útgeisl-
un sem snart marga.
Að skilnaði þökkum við öll góðu
árin sem við áttum samleið með
henni. Þó að söknuður sé í hugum
okkar nú, mun hann hverfa sem
dögg fyrir sólu, þegar við sækjum
í sjóð góðra minninga um Fanný.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Ásta Ólafsdóttir,
Sigurrós Ingólfsdóttir.
í dag verður til moldar borin
ástkær föðuramma mín Fanný
Guðjónsdóttir.
Margs er að minnast úr upp-
vextinum í samskiptum mínum við
þessa dásamlegu konu sem hún
amma mín var.
Þau voru ófá skiptin sem ég kom
í heimsókn á Brimhólabrautina og
alltaf var amma tilbúin með sóda-
köku eða sultutertu og mjólk.
Það var alltaf svo gott að koma
til ömmu því hjá henni ríkti svo
mikill friður og ró.
Amma Fanný hafði mikinn
áhuga á íþróttum og eftir að hún
hætti að treysta sér á völlinn fylgd-
ist hún vel með í útvarpi og sjón-
varpi.
Aðfangadagur verður tómlegur
án ömmu þar sem hún hefur glatt
okkur mjög með nærveru sinni öll
jól síðan ég man eftir mér. Ég er
þakklát fyrir að hafa getað verið
við hlið ömmu minnar og haldið í
hönd hennar síðustu dagana og
stundirnar meðan hún lifði.
Elsku amma, Guð geymi þig.
Anna Lilja Tómasdóttir.
Æ, hvar ertu amma
Æ, ansaðu mér.
Því ég er að gráta
og leita að þér.
Fórstu í bæinn
eða fórstu út á hlað,
eða fórstu til Jesú
í sælunnar stað.
(Höf. ók.)
Elsku amma mín. Takk fyrir
allt sem þú hefur gert fyrir mig.
Ég sakna þín mjög mikið. Það
verður tómlegt hjá okkur um jólin,
því þú ert ekki hjá okkur.
Guð geými þig, elsku amma mín.
Ömmustelpan þín,
Thelma Rós Tómasdóttir.
Deyr fé,
deyja frændr,
deyr sjálfr it sama;
Eitt sinn snemma á unglingsár-
unum tók hann upp á því að kaupa
sér rafmagnsgítar sem síðan átti
hug hans allan. Fylltu nú hann og
gítarinn heimilið af miður fögrum
hljómum að flestra áliti. Stóðu
þessi ósköp yfir svo mánuðum og
árum skipti og flestir búnir að
gefa upp alla von um að úr rætt-
ist. En Njörður gaf sig ekki pg
uppskar árangur erfiðisins. Ég
dáðist að fæmi hans á gítarinn og
var stoltur því hann var sá eini
af okkur systkinunum sem hafði
það úthald og þann áhuga sem
þarf til að læra vel á hljóðfæri.
Ég veit að Njörður naut mikils
ástríkis á heimilinu alla tíð bæði
hjá mömmu og pabba, en þó var
samband hans og mömmu sérstak-
lega náið. Fyrir mér var hann
yndislega værukær, geðgóður og
glaðlyndur drengur. Hann var sér-
staklega barngóður og sóttu því
börnin í fjölskyldunni mikið til
hans. Mér, eins og svo mörgum
þessa dagana, reynist það mikil
raun að rifja upp minningar tengd-
ar Nirði. Það nístir svo sárt. En
sá yfirþyrmandi harmur sem nú
skekur nánustu ættingja og vini,
mun væntanlega dvína smám sam-
an þegar frá líður og sár söknuður
koma í kjölfarið. Þá verður gott
að orna sér við hinar mörgu góðu
minningar sem við öll eigum og
geymum svo vel.
en orðstírr
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getr._
(Úr Hávamálum)
Er aðventan nálgaðist með allri
sinni ljósadýrð, var sem eitt ljósið
slokknaði í fjölskyldu okkar, því
að síðastliðinn laugardag lést
amma mín, Fanný Guðjónsdóttir,
á átttugasta og níunda aldursári.
Andlát hennar kom okkur, vinum
hennar og ættingjum, ekki á óvart,
en samt er það svo undarlegt, að
við mannfólkið virðumst alltaf jafn
óviðbúin því að maðurinn með ljá-
inn beiji að dyrum í fjölskyldunni.
Ung að árum giftist amma afa
mínum, Páli Eyjólfssyni, síðar for-
stjóra Sjúkrasamlags Vestmanna-
eyja, og tel ég þau hafa stigið þar
mikið gæfuspor, enda voru þau
einstaklega samhent hjón. Bjuggu
þau allan sinn búskap í Eyjum, að
undanskildum tveimur árum, sem
þau bjuggu í Reykjavík eftir eld-
gosið á Heimaey. Aldrei var annað
til umræðu hjá ömmu en að flytja
heim aftur, svo heitt unni hún
Eyjunum. Hún var sannkallaður
V estmanneyingur.
Fyrstu tvö æviárin bjó undir-
ritaður ásamt foreldrum hjá afa
og ömmu á Heiðarveginum, eða
afa og ömmu á „Heiðó“, eins og
við barnabömin sögðum oftast.
Þótt sveinninn flytti frá þeim, voru
afi og amma alls ekki laus við
hann, því hann var ekki hár í loft-
inu þegar hann fór að fara einsa-
mall til þeirra. Alla tíð sótti ég
mikið til afa og ömmu, enda var
mér alltaf tekið opnum örmum.
Amma var alltaf að hlúa að manni,
hvort sem var í fæði, klæði eða
með sinni einstöku hjartahlýju,
sem hún átti svo sannarlega nóg
af. Alltaf var umhyggjan fyrir öðr-
um í fyrirrúmi.
Margar stundirnar átti ég í fal-
lega garðinum með afa á „Heiðó“.
Var þá ákaflega notalegt að fara
inn í hús og fá mjólkurbland hjá
ömmu og kökubita.
Eftir að afi og amma fluttu aft-
ur til Eyja, var það minn háttur
að heimsækja þau á hveiju hausti
er sumarvinnu Iauk og áður en
skóli byijaði. Horfði ég alltaf til
þessara ferða með tilhlökkun.
Amma hafði marga mannkosti
til að bera. Hún var alltaf jákvæð.
Hún sagðist ekki nenna að vera
alltaf að velta sér upp úr neikvæð-
um hliðum lífsins; sagði það vera
slítandi. Ég held að óhætt sé að
segja að amma hafi haft sérstak-
lega létta og ljúfa lund. Fyrir til-
Þínum anda ætið fylgdi gleði
gamansemin auðnu þinni réði.
Því skaltu halda áfram hinum megin
með himnaríkisglens við mjóa veginn.
Eg vona að þegar lífi mínu lýkur
ég líka verði engiii gæfuríkur.
þá við skoðum skýjabreiður saman
og skemmtum okkur. Já það verður gaman.
(Lýður Ægisson)
Elsku hjartans Njörður minn,
guð veri með þér á leið þinni til
ljóssins. Stattu þig vel í öllum þeim
verkefnum sem þér verða falin og
mundu að ást okkar allra og hlýja
munu fylgja þér. Elsku mamma
og pabbi, guð gefi ykkur styrk til
að syrgja svo sárin megi gróa.
Elsku vinir: Hilmar, Abba og allir
hinir, ekki gefast upp, lífið heldur
áfram. Njótið styrks hvort af öðru.
Þið eruð öll svo óendanlega dýr-
mæt.
Fyrir hönd systkina minna,
Rúnar.
Kveðja frá foreldrum
Aldrei mun ég, aldrei gleyma
... okkar góðu stundum hér.
Allt það mun ég ávallt geyma
eins og gull, í hjarta mér.
(J.F.E.)
Guð veri með þér, elsku Njörður
okkar.
Mamma og pabbi.
stilli þessara eiginleika hennar var
hún mjög vinamörg. Kynslóðabil
var hugtak, sem ekki átti upp á
pallborðið hjá ömmu. Hún átti í
raun vini á öllum aldri. Undirritað-
ur er viss um að hann var í þeim
hópi, enda tel ég að afi og amma
hafi ekki aðeins verið mér afi og
amma, heldur með mínum bestu
vinum, sem ég hefi átt, þrátt fyrir
að nokkrir áratugir hafi verið á
milli okkar í aldri.
Um 25 ára skeið var amma
umboðsmaður Happdrættis SÍBS í
Vestmannaeyjum. Er hún lét af
því starfi, vantaði hana nokkra
mánuði í að ná áttræðisaldri.
Kynntist hún mörgu góðu fólki í
því starfi. Ótrúlega þolinmæði
sýndi amma þegar við litlu börnin
vildum fá að setja happdrættismiða
í umslögin, en sjálfsagt hefur mað-
ur ekki verið til mikils gagns, eins
og gengur.
Nú þegar leiðir skilja, langar
mig að þakka elsku- ömmu sam-
fylgdina og verður aldrei fullþakk-
að allt það sem hún gerði fyrir
mig og mína fjölskyldu. Hennar
sakna ég sárt, en minningin um
góða ömmu mun ylja mér um
ókorain ár.
Megi elsku amma hvíla í Guðs
friði.
Páll Brynjarsson.
Þar sem ég á þess ekki kost að
vera við útför ömmu minnar
Fannýjar Guðjónsdóttur, langar
mig til að kveðja hana með nokkr-
um orðum.
Samskipti okkar ömmu fy
„Heiðó“ eins og ég kallaði hana
alltaf þar sem hún bjó lengi á
Heiðarvegi 28 í Vestmannaeyjum,
voru ekki jafn mikil á seinni árum
og ég hefði kosið og bera orð sex
ára dóttur minnar þess vitni, því
þegar ég sagði henni að langamma
hennar í Vestmannaeyjum væri
dáin fór hún að gráta og sagði:
„Ég vil ekki láta hana deyja, ég
hef aldrei séð hana ömmu.“
Ég mun ávallt minnast ömmu
minnar sem einnar af allra
skemmtilegustu og léttlyndustu
konum sem ég hef kynnst, alltaf
var hún hress og kát og smitaði
svo út frá sér að maður gat ekki
verið með ólund í návist hennar.
Amma var afar vinnusöm og
féll sjaldan verk úr hendi, enda
kom það sér betur um dagana þar
sem heimili þeirra afa var lengst
af mjög fyölmennt.
Amma pijónaði mikið og eru þau
ófá vettlinga- og sokkapörin sem
hún hefur pijónað á ættingjana í
gegnum árin.
Ekkert var betra á köldum vetr-
ardegi en hafa mjúka og hlýja
ullarvettlinga frá ömmu á höndun-
um.
Eins minnist ég þess að ég var
fremur linur við að drekka mjólk.
Einu skiptin sem mig langaði í
mjólk var hjá ömmu, mjólkin henn-
ar ömmu var af einhveijum ástæð-
um alltáf köld og góð.
Amma missti afa fyrir átta árum
og var missir hennar mikill, enda
voru þau einstaklega góðir vinir.
Elsku amma mín. Nú tekur við
vist á æðri stöðum, þar sem ég
veit að afi hefur undirbúið komu
þína vel.
Minningarnar um ömmu mína
og afa munu lifa í hjarta mínu.
Takk fyrir allt. Hvíl þú í friði.
Pétur Þór Brynjarsson.