Morgunblaðið - 03.12.1994, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 03.12.1994, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1994 45 einhver nákominn deyr, er það allt- af erfitt, en amma, ég veit að þú vilt að ég verði sterk og ég reyni eins og ég get. Ég þakka Guði fyr- ir að hafa kynnst þessari gæða konu því hún átti fáa sína líka. Ég veit að hvar sem þú ert núna ertu að gera góðverk því þannig er þér best lýst og ég vona að aðrir fái að njóta þín. Mamma, Ella og aðrir aðstand- endur, ég votta ykkur samúð mína. Jóhanna Bjarnarson. Þú félagi, vinur, þín för enduð er á framandi stundu að landi þig ber. Við syrgjum og gleðjumst hér saman um stund en seinna við mætumst á unnari grund. Sá líknandi faðir er lífið gaf þér hann leiði þig áfram um eilífðar veg en minningin lifir oss mönnunum hjá á meðan að dveljum við jörðinni á. (E.B.V.) Kristín. Gott er þér, vinur, guðs í dýrð að vakna, þig gladdi löngum himininn að sjá. Vist er oss þungt að sjá á bak og sakna, samvista þinna. En oss skal huggun ljá: Vér eipm líka úr lífsins svefni að rakna. (Konráð Gíslason.) Ég fann vel fyrir því í sumar sem leið hvað hún frænka, eins og hún var alltaf kölluð af mér og fjöl- skyldu minni, var orðin lífsþreytt og þráði orðið að komast til Guðs. Vanheilsan var þá farin að segja nokkuð til sín en þar sem frænka hefur alla tíð þótt hörð af sér og glímt við sín vandamál án þess að kvarta þá var það líka svo í þessu tilfelli. Hún vildi bjarga sér sem mest sjálf í sinni sjálfsumönnun og fannst það óþarfa truflun að vera að kalla á starfsfólkið þegar eitt- hvað var. Frænka var mjög kát og skemmtileg kona og átti alltaf svör við öllu. Hún var mjög gestrisin og fólk var ekki fyrr komið inn úr dyrunum en hún vildi að það fengi sér kaffi og eitthvað með því. Minn- ug var hún mjög, bæði á fólk og atburði og fylgdist vel með nútím- anum alveg fram á síðustu daga. íbúðina sína kallaði frænka „Leti- garð“ og bað hún mig að útbúa fyrir sig skilti með þessu nafni og setja utan á hurðina. Ég man að mér var ekkert vel við að gera þetta í fyrstu en henni var það mikið í mun og lýsir því vel hvernig hún hugsaði. Svona átti hún það til að snúa hlutunum upp í hið mesta grín sem beindist þá fyrst og fremst að henni sjálfri. En mikið þótti henni nú samt vænt um íbúðina sína og gat ekki hugsað sér að deyja annars staðar. Þá ósk fékk hún líka uppfyllta sem betur fer og er svo góðu fólki fýrir að þakka. Frænka var alla tíð í miklu uppá- haldi hjá mér og fjölskyldu minni og reyndum við að koma eins oft við hjá henni og við gátum þegar leið lá í Víkina. Við töluðum saman um allt milli himins og jarðar og sagði hún mér m.a. mikið frá gamla tímanum. Mér þótti þá sérstaklega vænt um að heyra af ömmu minni, heitinni, sem dó þegar ég var sex ára. Frænka kunni heil ósköp af vís- um og máltækjum sem hún fór mjög oft með fyrir mig. Hún þurfti stundum ekki annað er að heyra einhvern hlut eða eitthvað fyrirbæri nefnt, þá var vísan komin. Þrátt fyrir mjög takmarkaða sjón las frænka heil ósköp af bókum og pijónaði bæði sokka og vettlinga af kappi, alveg fram á síðasta dag. Þessi iðja stytti henni mikið stund- irnar. Þar sem ég vann á hjúkrunar- heimilinu í Vík í sumar gafst mér tækifæri til að vera mikið með frænku og njóta með henni þessa, hinstu sumars sem hún lifði. Ég veit að í framtíðinni á ég eftir að minnast allra þeirra stunda sem við áttum saman með þökk og gleði í hjarta. Blessuð sé minning þín, elsku frænka. Steinunn Eyjólfsdóttir. MINNINGAR ÞORGERÐUR BJÖRNSDÓTTIR + Þorgerður Björnsdóttir fæddist á Refsstöðum, A- Húnavatnssýslu, 22. nóvember 1912. Hún lést á Borgarspítal- anum 23. nóvember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bústaðakirkju 2. desember. AMMA Gerða er dáin. Mig langar að heiðra minningu hennar með þessari minningargrein. Amma hefur alla mína tíð búið í Hólmgarðinum í Reykjavík. Enda þótt við höfum ekki búið í sama landshluta nema stuttan tíma hafa tengslin á milli okkar verið góð. Það eru margar skemmtilegar minningar sem ég á um ömmu. Sem bam fékk ég oft að fara suður til hennar, ein eða með Maríu systur. Alltaf var nóg að gera í þessum heimsóknum og tíminn leið fljótt. Við spiluðum, lásum, skmppum í heimsóknir til ættingja og margt fleira. Stundum var setið við borð í herberginu hennar og púslað. Þannig gat maður setið lengi með ömmu án þess að tala mikið, bara púsla. Þessi endurminning er eitt- hvað svo ljúf og innileg. Manni leið alltaf svo vel með ömmu. Þegar ég var unglingur fór ég oftar til ömmu. Stundum voru vin- konur með í för, en það var nú lít- ið mál þó svo að stundum hefði hún leigjendur í einu herbergjanna. Hún virtist bara hafa gaman af því að hafa ungt fólk í kringum sig. Árið 1986 fluttum við Birgir til Reykjavíkur þar sem ég stundaði nám. Stundum þegar ég fékk mér hvíld frá náminu eða frí var í kennslustundum skrapp ég í Hólm- garðinn. Amma hellti þá uppá sitt ljómandi góða kaffi og svo sátum við og spjölluðum. Hún sýndi námi mínu áhuga og oft var rætt um kennslu- og uppeldismál. Hún var vel með á nótunum í þessum efnum og hafði sínar skoðanir svo oft urðu umræðurnar fjörugar. Eftir námið fluttum við til Sauð- árkróks og hitti ég þá ömmu ekki eins oft og áður. Ámma var þó dugleg að koma norður og heim- sækja fólkið sitt þar, síðast kom hún norður í sumar sem leið. Amma Gerða varð 82 ára gömul 22. nóvember sl. Aldurinn bar hún mjög vel og fannst mér hún varla hafa breyst í útliti síðan ég man fyrst eftir henni. Á sumrin hafði hún gaman af því að sitja úti í sól- inni og gaf það henni hraustlegt og fallegt útlit. Manni fannst amma alltaf líta svo vel út, svolítið brún og útitekin sem fór svo vel við hvíta fallega hárið. Það var ekki fyrr en síðustu vikurnar að hún lét eitthvað á sjá, en veikindi tóku greinilega sinn toll. Amma virtist alltaf vera sjálfri sér nóg og átti sér ýmis áhugamál sem hún var dugleg að sinna. Þeg- ar maður heimsótti hana sat hún aldrei aðgerðarlaus. Hún var annað hvort að leysa krossgátu, lesa, hluta á útvarpið, púsla en oftast var hún með einhveijar hannyrðir í gangi. Einnig hafði amma gaman af að grípa í spil. Þegar hún kom norður gaf hún sér góðan tíma í að spila við barnabamabörnin, þannig skap- aðist gott samband á milli þeirra. Til marks um hversu vel ömmu gekk að ná til langömmubama sinna setti Sævar, sonur okkar, langömmu sína ávallt efst á heim- sóknarlistann þegar við vorum í Reykjavík. Ég hitti ömmu í síðasta sinn á Borgarspítalanum í byijun nóvem- bermánaðar. Þá var hún nýkomin á spítalann og var orðin töluvert lasin. Ég kveð nú innilega mina kæm ömmu og veit að ég mun aldrei gleyma henni. Ég á margar kærar minningar um hana sem ég mun gleyma. Þorgerður Sævarsdóttir, Sauðárkróki. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, FANNEYS. GUNNLAUGSDÓTTIR, Furugerði 1, Reykjavík, andaðist í Borgarspítalanum 1. desem- ber. Árni Elíasson, Elías Hilmar Árnason, Steinvör Sigurðardóttir, GunnlaugurÖrn Árnason, Sólveig Helgadóttir, Guðrún Esther Árnadóttir, Jón Haukur Baldvinsson, Ólafur Jón Árnason, Þórunn Berndsen, Ómar Þór Árnason,, Margrét Pétursdóttir, Svanhildur Ágústa Árnadóttir, Jón Baldvin Halldórsson, barnabörn og barnabarnabörn. Í Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓNINNA ÞÓREY HAFSTEINSDÓTTIR, Sogavegi 136, Reykjavik, verður jarðsungin frá Búðstaðakirkju mánudaginn 5. desember kl. 13.30. Ólafur Guðlaugsson, Laufey Ólafsdóttir, Friðbjörn Kristjánsson, Ari Ólafsson, Helga Ámundadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar end- urgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringl- unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akur- eyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi í númer 691181. Það eru vinsamleg tilmæli blaðsins að lengd greinanna fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. + Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRIÐUR JÓNSDÓTTIR frá Giljum, áðurtil heimilis á Sjaf nargötu 1, sem lézt á Droplaugarstöðum laugardaginn 26. þ.m., verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 5. desember kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Minningarsjóð Gilnahjóna við Byggðasafnið í Skógum. Minningarkort fást í Frfmerkjahúsinu, Bókhlöðustíg 2, og eins í Byggðasafninu í Skógum. Jón Aðalsteinn Jónsson, Vilborg Guðjónsdóttir, Jón Viðar Jónsson, Guðjón Jónsson, Elísabet Sólbergsdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Hrafn Óli Sigurðsson og langömmubörn. + Þökkum innilega auðsýnda vináttu og samúð við andlát og útför systur okkar, SIGMUNDU HANNESDÓTTUR, Lindargötu 64. Sérstakar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu henni um- hyggju og aðstoð í veikindum hennar. Systkini hinnar látnu. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför SVEINS R. BRYNJÓLFSSONAR, Fögrusíðu 15a, Akureyri. Sigrún H. Guðjónsdóttir, Brynjólfur Sveinsson, Sandra Hrönn Sveinsdóttir, Birkir Guðjón Sveinsson, Sigurbjörg Helgadóttir, Guðrún Brynjólfsdóttir, Ragnheiður Brynjólfsdóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Dísa Pétursdóttir, Guöjón Jónsson og aðrir aðstandendur. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengadamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR G. GUÐBRANDSDÓTTUR frá Loftsölum. Sérstakar þakkir til starfsfólks Vffils- staðaspítala fyrir góða umönnun og hlýlegt viðmót í okkar garð og hennar gegnum árin. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför sonar míns, föður okkar og bróður, GUÐMUNDAR EINIS GUÐMUNDSSONAR vélstjóra, Hörgsholti 3, Hafnarfirði. Guð veri með ykkur. Sigurunn Konráðsdóttir, Guðmundur Einisson, Valgerður Gísladóttir, Óðinn Einisson, Laufey Gunnarsdóttir, Björk Einisdóttir, Valtýr E. Valtýsson, systkini og barnabörn. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, afa og langafa, LÚÐVÍKS JÓSEPSSONAR fyrrverandi alþingismanns. Fjóla Steinsdóttir, Steinar Lúðvíksson, Elín Sólveig Steinarsdóttir og börn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.