Morgunblaðið - 03.12.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.12.1994, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Júlíus SVEFNÁLMA hússins slapp að mestu við eldskemmdir en einhverjar skemmdir urðu vegna vatns og reyks. Þak hússins er svo að segja ónýtt en rjúfa þurfti það á stórum hluta. Kviknaði í út frá rafmagni í húsi við Elliðavatn Vaknaði við gelt í Týru Morgunblaðið/Júlíus BJARGVÆTTURIN, hundurinn Týra. Með Týru á myndinni eru barnabörn Ólafíu, Lóa Sigríður 11 ára (l.t.v.), Þorsteinn Konráð 19 ára og Guðmundur Bjarni 12 ára Ólafsböm. Húsatryggingar Reykiavíkur Iðgjöld lækka um 50 til 55 milljónir MIKIÐ tjón varð þegar kviknaði í íbúðarhúsinu Víðivöllum við Norð- lingabraut við Elliðavatn í fyrrinótt. íbúar hússins, ekkja og þrír upp- komnir synir hennar, sluppu ómeidd- ir. Húsið, sem er 240 fermetra stein- hús með um 25 fermetra viðbygg- ingu, er mikið skemmt. Þakið er ónýtt en svefnálma hússins slapp að mestu. Eldurinn kviknaði vegna rafmagnsbilunar í ljósi í eldhúsi. Gísli ísfeld Guðmundsson vaknaði við gelt í heimilistíkinni, Týru. Hann fann reykjarlykt og vakti móður sína, Ólafíu Olafsdóttur, og bræð- uma, Bjöm Inga og Guðmund Víði, og hringdi síðan á slökkvilið. Ólafía segir að þau hafi öll verið í fasta- svefni og það hafi orðið þeim til bjargar að tíkin gerði þeim viðvart. Sáu engan eld Ólafía segist hafa vaknað við að hún heyrði Gísla kalla að það væri reykur í húsinu. „Ég þaut fram og þar var talsvert mikill reykur sem tók vel í hálsinn. Við áttuðum okkur þó ekki á því hvaðan hann kom því við sáum engan eld en mér virtist hann vera mestur í stofunni. Gísli kallaði á okkur að klæða okkur strax og ég var svo heppin að hafa hlý föt við rúmið sem ég hafði ekki geng- ið frá. Og það var víst eitt það fyrsta sem Bjöm sonur minn gerði að koma dýrunum á öruggan stað,“ segir Ólafía en fjölskyldan á einn kött fyrir utan tíkina Týru. Tóku fyrst það sem þeim var kærast Ólafía segir að þau mæðgin hafi strax byijað að bjarga munum úr húsinu. „Við tókum fyrst_ það sem okkur var annast um. Ég missti móður mína þegar ég var á fyrsta ári og föður minn þegar ég var ung og ég tók fyrst mynd af móður minni og litla kommóðu sem faðir minn smíðaði þegar ég var bam að aldri. Það lýsir því hvað er hjartanu kær- ast þegar á reynir," segir Ólafía. Hún segir að þau hafi öll haldið ró sinni. „Ég undraðist það mest eftir á hvað ég var róleg. Ég held að manni gefíst einhver styrkur þeg- ar svona kemur fyrir.“ Var draumaland Guðmundar Ólafía segir að búið sé að tæma húsið af húsgögnum og munum og koma þeim í geymslu. „Maður verð- ur að taka öll verðmæti því húsið er opið. Við eigum mikið af hlutum sem eru kærir, m.a. tréskurði, handavinnu og mikið af bókum.“ Ólafía er ekkja Guðmundar Guð- mundssonar í trésmiðjunni Víði sem lést árið 1987. Hún segir að hún hafí verið búin að festa rætur á staðnum en þau fluttu í húsið árið 1961 og segir hún að það hafí verið draumaland Guðmundar. Vatn sótt í Elliðavatn Þegar slökkvilið kom á staðinn um hálffjögur með tvo bíla rauk mikið úr þaki hússins. Reykkafarar fóru inn og í ljós kom að eldur var í þakinu eingöngu. Rjúfa þurfti mik- inn hluta þess til að komast að eldin- um. Sækja þurfti vatn í Elliðavatn og leiða það um nokkra tugi metra. Þakið var einangrað með hálmi og var eldurinn mikið á milli þilja í þakinu. Tveir reykskynjarar voru í húsinu en hvorugur þeirra fór í gang. Ólafía vill þakka slökkvilðinu vasklega framgöngu og öllum sem rétt hefðu hjálparhönd. UM 2.800 af 37.000 húseigendum á höfuðborgarsvæðinu höfðu sagt upp brunatryggingu Húsatrygginga Reykjavíkur þegar frestur til upp- sagnar rann út 30. nóvember. Eyþór Fannberg, forstöðumaður Húsa- trygginga, tekur fram að ekki hafi endanlega verið lokið við að bera saman uppsagnir og staðfestingar frá tryggingafélögum og því liggi endanlegar tölur ekki fyrir. Flest virðist hins vegar benda til að ið- gjöld til Húsatrygginga lækki um 50 til 55 milljónir vegna afnáms skyldutryggingar. Eyþór sagði að 2.800 aðilar hefðu sagt tryggingunni upp og tækju uppsagnimar til 4.500 eininga (eigna) af 52.000 í borginni. Hann sagði að með tilliti til skiptingar milli eigna mætti ætla að miklu máli skipti hvort hlutaðeigandi þyrfti að tryggja aðrar eignir, t.d. vegna atvinnustarfsemi. Iðgjöldum að upp- hæð þremur milljónum hefur verið sagt upp vegna íbúðarhúsnæðis (6%), iðgjöldum að upphæð 40 millj- ónum vegna atvinnuhúsnæðis (30%) SEXMANNANEFND hefur ákveðið breytingar á svokölluðum verðlags- grundvelli nokkurra landbúnaðaraf- urða. Búast má við að smásöluverð á nýmjólk, léttmjólk og undanrennu lækki um krónu á lítrann, en líklegt er að verð á unnum nautakjötsvörum til neytenda hækki um 4%. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu Upp- lýsingaþjónustu landbúnaðarins. Verðlagsgrundvöllur segir til um hvað bændur fá greitt fyrir afurðir sínar. Sexmannanefndin endurskoð- ar grundvöll verðs ýmissa landbún- aðarafurða á þriggja mánaða fresti. í henni sitja þrír fulltrúar bænda og þrír frá launþegahreyfingunni. Grundvallarverð mjólkur lækkar um 1,5%, eða um 0,78 krónur á lítra. Lækkunin er einkum tilkomin vegna lækkunar á aðföngum á borð við kjamfóður og vegna hagræðingar- kröfu í gildandi búvörusamningi. Beingreiðslur ríkisins til bænda munu lækka um 0,37 krónur á lítra og þar með sparast 37 milljónir króna. Afurðastöðvar taka afgang lækkunarinnar á sig. Framleiðendaverð á nautakjöti hækkar um 8% og nær til 1. til 4. verðflokks. Hækkun nautakjöts nemur 5,5% fyrir alla verðflokka að meðaltali. „Mikið verðfall á naut- og vegna áhættu atvinnuhúsnæðis 9,5 milljónir (30%). Samtals er hér um 52,5 milljónir að ræða en eins og áður sagði hefur ekki verið farið endanlega yfir uppsagnir og stað- festingar. Eyþór sagði að hér væri um 25% iðgjalds að ræða eða svipað hlutfall og gert hefði verið ráð fýrir í fyrstu hugmyndum fjárhagsáætlunar. Hann sagði aðspurður að sex trygg- ingafélög hefðu boðið tryggingar og sér sýndist að hæsta hlutfall iðgjalda sem sagt hefði verið upp færi til Sjóvár Almennra. Óviss greiðslumátí Aðspurður um greiðslumáta á næsta ári sagði Eyþór að Samkeppn- isstofnun hefði nú til umfjöllunar Qárhagsleg tengsl Húsatrygginga við Reylq'avíkurborg og tilhögun á innheimtu gjalda. Þar til niðurstaða fengist um hið síðamefnda yrði unn- ið með tilliti til óbreytts greiðslu- máta, þ.e. iðgjald yrði innheimt sem hluti af fasteignagjöldum. gripakjöti á síðustu misserum í kjöl- far offramboðs er meginorsök verð- hækkunarinnar og hefur framleið- endaverð verið undir framleiðslu- kostnaði um langt skeið," segir í fréttatilkynningu Upplýsingaþjón- ustu landbúnaðarins. Verðhækkun tíl að hamla gegn samdrætti í framleiðslu „Verð á nautgripakjöti til bænda var fyrir þessa hækkun tæp 60% af því sem það nam á árinu 1989. Það eru einkum miklar verðlækkanir á árinu 1992 og í ár sem valdið hafa verðfallinu með þeim afleiðingum að vemlega hefur dregið úr fram- leiðslu nautakjöts. Þessari hækkun er ætlað að hamla gegn minnkandi framleiðslu." Guðmundur Sigþórsson, formaður sexmannanefndar, segir að nú sé talið að nautakjötsmarkaðurinn sé kominn í jafnvægi og framboðið orð- ið hæfílegt miðað við eftirspurn. Verðlagsgmndvöllur í eggjafram- leiðslu lækkar um rúmt hálft pró- sentustig, en hækkar um rúmt pró- sentustig í kjúklingarækt. Ekki er endanlega ákveðið hvaða breytingar 'verða á útsöluverði. Það verður ákveðið á fundi svokallaðrar fímmmannanefndar 6. desember. Verðbreytingar á landbúnaðarvörum Nautakjötið hækkar en mjólk lækkar A Ríkisstjómin boðar breytingar á högum Afengis- og tóbaksverslmiar ríkisins Einkaleyfi til að flytja inn áfengi afnumið EINKARÉTTUR ríkisins til að flytja inn áfengi verður afnuminn 1. apríl á næsta ári samkvæmt fmmvarpi sem fjármálaráðherra lagði fram á Alþingi í gær. Þá er gert ráð fyrir að um áramótin leggist sérstakt áfengisgjald á allt áfengi en vín- andagjald sem nú er verði lagt af. Samkvæmt fmmvarpinu verður öllum heimilt að flytja áfengi til landsins en einungis verður leyft að endurselja það til Áfengis- og tób- aksverslunar ríkisins, veitingastaða með vínveitingaleyfi, lækna og lyf- sala. Má rekja þessar breytingar að miklu leyti til samningsins um Evr- ópska efnahagssvæðið, og athuga- semda sem Eftirlitsstofnun EFTA hefur gert við einkarétt ÁTVR til að flytja inn áfengi. Annað fmmvarp fjármálaráð- herra, sem kom fram í gær, gerir ráð fyrir því að um áramótin verði tekið upp áfengisgjald í stað vín- andagjalds og það lagt á áfengi með svipuðum hætti og vömgjöld á aðrar vömr. Er talið eðlilegra og einfald- ara fyrir ríkið að afla tekna af áfengissölu með því að leggja skatt á innflutning þess í stað þess að fá tekjurnar sem hagnað af starfsemi einkasölu. Eftir þessa breytingu á álagning ÁTVR aðeins að standa straum af kostnaði fyrirtækisins og skila hæfí- legum arði af því og fjárfestingum þess. Samkvæmt þessu verður ÁTVR ekki lengur innheimtuaðili fyrir ríkissjóð og meginhluti tekna ríkisins af áfengissölu verður inn- heimtur af öðmm. Greiðslur ÁTVR til ríkissjóðs verða eingöngu í formi arðgreiðslna af reglulegri starfsemi. Ekki er áætlað að meðalverð áfengis hjá ÁTVR breytist þrátt fyrir þetta en fjármálaráðuneytið segir að breyttar álagningarreglur geti þó leitt til einhverra breytinga á verðhlutföllum. Gert er ráð fyrir að tekjur ríkis- sjóðs af áfengissölu dragist lítið eitt saman vegna breytinganna. Á þessu ári er áætlað að ríkið fái 4.310 millj- ónir króna í sinn hlut vegna sölu á áfengi en hagnaður ÁTVR og áfengisgjald gætu numið samtals 4.260 milljónum króna. Á móti þeirri lækkun áætlar fjármálaráðuneytið að tekjur aukist af framleiðslu og innflutningsstarfsemi einkaaðila og því hafí þessi breyting í heild ekki áhrif á tekjur ríkissjóðs. Allir þeir sem flytja inn eða fram- leiða áfengi hér á landi til sölu eða vinnslu verða að greiða áfengis- gjald, sem samkvæmt fmmvarpinu verður 58,10 krónur á hvert prósent vínanda umfram 2,25%. Þeir sem flytja til landsins áfengi til eigin nota, eða fá sent áfengi erlendis frá til einkanota, greiða einnig ákveðið gjald sem fer eftir sfyrk áfengisins. Greiða þarf 300 krónur af hveijum lítra áfengs öls og 600 krónur þarf að greiða af hveijum lítra af léttu víni. Greiða þarf 1.200 krónur af hveijum lítra annars áfengis sem er allt að 22% að styrkleika, 1.800 krónur af áfengi sem er 22-32% að styrk- leika, 2.400 krónur af áfengi 32-40% að styrkleika, 3.000 krónur af áfengi 40-60% að styrkleika og 7.000 krónur af áfengi 60% eða meira að styrkleika.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.