Morgunblaðið - 03.12.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.12.1994, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Upplýsingamiðstöð um eitranir opnuð á Borgarspítalanum Alhliða upplýsingar um eiturhrif o g meðferð UPPLYSINGAMIÐSTOÐ um eitranir var opnuð við Borgar- spítalann fimmtudaginn 1. des- ember. Á stöðinni varða veittar verða upplýsingar og ráðgjöf í eitrunartilfellum. Samkvæmt könnunum sem gerðar hafa ver- ið eru fyrirspumir til slysa- deildar Borgarspítalans vegna eitrana í flestum tilfelllum vegna barna yngri en fimm ára. Algengustu efnin sem börn höfðu tekið vom þvottaefni, tóbak og lyf. Samvinna við marga aðila Upplýsingastöðinni er ætlað að vera liður í því að bjarga mannslífum og koma í veg fyrir varanlegan skaða og heilsutjón af völdum eitrana. Borgarspít- alninn hefur gerst áskrifandi að gagnagrunni á geisladiskum með upplýsingakerfi um ly f ög eiturefni þar sem sérfræðingar á hverju sviði standa á bák við úrvinnslunn. Þar má finna áí- hliða upplýsingar m.a. um verk- un, eiturhrif og meðferðarúr- ræði og era upplýisngamar endurnýjaðar ársfjórðungslega Upplýsingamiðstöðin verður rekin í samvinnu slysadeddar, lyflækningasviðs, apóteks og rannsóknadeildar Borgarspítal- ans, og Rannsóknastofu Há- skóla Islands í lyfjafræði, en að öðra leyti verður byggt á þeirri starfsemi sem fyrir er á spítal- anum. Einnig hefur verið byggt upp samstarf spítalans og Slökkviliðs Reykavíkur til að bregðast við bráðatilfellum. Heilbrigðisráðherra veitti sérstakri 2 millj. kr. fjárveit- ingu til verkefnisins og í fjár- lagafrumvarpi fyrir næsta ár er gert ráð fyrir 5 miiy. kr. í rekstur miðstöðvarinnar á næsta ári. Verður eitrunarmiðstöðin opin allan sólarhringinn og er símanúmer hennar 5696670. BRYNJÓLFUR Mogenseii, fdr- stöðulæknir á tíórgarspítálán- um, og Pálína Ásgeirsdóttir hjúkrunardeildarstjóri við tölvu upplýsingamiðstöðv- arinnar. Spítalinn er áskrif- andi að gagnagrunni með upp- lýsingum um Iyf og eiturefni. Uppiýíinjiwiíiáöi um eltronír s 53 569-6670 Borgarstjóri segir erfiða pólitíska ákvörðun hafa verið nauðsyn Kostimir holræsagjald, minni framkvæmdir eða lántaka Minnihlutinn segir aldraða og barn- margar fjölskyldur fara illa út úr skattlagningunni INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, mælti fyrir reglugerð um holræsagjald á fundi borgar- stjórnar á fimmtudag. Hún sagði gjaldið nauðsynlegt til að standa straum af áframhaldandi holræsa- framkvæmdum enda hefðu tekjur borgarinnar farið heldur minnkandi, rekstrarkostnaður og skuldir hækk- að á undanfömum árum. Árni Sigf- ússon, borgarfulltrúi, tók fram að aldraðir sem ættú erfitt með að losna við stórt húsnæði og bammargar íjölskyldur færu sérstaklega illa út úr skattlagningunni. Reglugerðin er í fimm liðum og ex gert ráð fyrir að árlega sé 0,15% af heildarfasteignamati fasteigna greitt í holræsagjald. Borgarstjórn getur hækkað eða lækkað gjaldið um allt að 50% án þess að Ieita þurfi staðfestingar ráðuneytis. Hol- ræsagjaid fellur í gjalddaga 15. jan- úar ár hvert og skal innheimta með sama hætti og fasteignagjöld. Hús- eigandi og lóðarhafi, lóðareigandi, ef um eignarlóð er að ræða, bera ábyrgð á greiðslu holræsagjalds og er gjaldið með lögveði í lóð og mann- virkjum. Gjalddögum fasteigna- gjalda fjölgað Ingibjörg sagði að vegna erfiðrar fjárhagsstöðu borgarinnar hefðu borgaryfirvöld staðið frammi fyrir þremur kostum vegna fyrirliggjandi holræsaframkvæmda. Hægt hefði verið að draga verulega úr holræsa- framkvæmdum, taka lán eða leggja á holræsagjald. Sjálfstæðismenn hefðu líklega bmgðist við vandanum með því að taka lán en tekin hefði verið sú erfiða pólitíska ákvörðun á leggja á holræsagjald enda væru framkvæmdirnar nauðsynlegar. Nefndi Ingibjörg í því sambandi að aðeins væri verið að uppfylla lág- markskröfur EES á þessu sviði. Sagði hún að til þess að létta fólki róðurinn yrði gjalddögum fasteigna- gjalda fjölgað en þeir hafa verið þrír á ári hingað til. Áður en Ingibjörg sté úr pontu lýsti hún yfir furðu sinni á ábyrgð- arleysi sjálfstæðismanna í bókunum borgarráðs. Þeir gagnrýndu í sífelldu en kæmi ekki með tillögur til lausn- ar., Árni Sigfússon sagði að meiri- hluti R-lista héldi því fram að með HÚ SEIGEND AFÉLAGIÐ hefur skorað á borgaryfirvöld að hætta við öll áform um álagningu hol- ræsagjalds á fasteignir, en í álykt- un stjórnar félagsins er því mót- mælt harðlega að álögur á húseig- endur í Reykjavík verði enn aukn- ar með boðuðu holræsagjaldi. Þessi fyrirhugaða álagning muni hafa í för með sér nálægt 25% hækkun á fasteignagjöldum í borginni. Fasteignagjöld séu öðr- um þræði álögur á spamað fólks sem það eigi í fasteignum sínum og hins vegar álögur á skuldir þess. Því sé um tví- eða margskött- un að ræða og öllum megi vera ljóst hversu óréttlátt það sé. í ályktun stjórnar Húseigend- afélagsins segir m.a. að miklar álögur á fasteignir séu óeðlilegar og óréttlátar af ýmsum ástæðum. í fyrsta lagi sé álagningin óháð álagningu holræsagjalds væri verið að bregðast við fortíðarvanda Sjálf- stæðismanna. Staðreyndin væri hins vegar sú áð verið væri að safna 500 til 600 milljónum króna til að standa straum að nokkrum af gylliboðum R-listans fyrir kosningarnar í vor. Ekki væri hægt að krefja Sjálfstæð- ismenn um hvernig þeir ætluðu að fjármagna þessi gylliboð R-listans. tekjum og komi sérstaklega illa við eldra fólk og barnmargar fjöl- skyldur. í öðru lagi sé verið að skattleggja að hluta til sparnað fólks sem það hafi áður greitt skatta og skyldur af. í þriðja lagi séu fasteignagjöld óréttlát gagn- vart atvinnurekstri vegna þess að um mismunun sé að ræða eftir því hvort atvinnurekstur þurfi mikið eða lítið húsnæði undir starf- semi sína. Hækkun húsaleigu óhjákvæmileg Þá bendir Húseigendafélagið á og leggur sérstaka áherslu á að fasteignagjöld séu reiknuð af fast- eignamatsverði eigna sem aftur miðist við staðgreiðsluverð þeirra. I fasteignamatsverðinu sé ekkert tillit tekið til áhvílandi lána á eign- um, en það sé þó öllum ljóst að „Skattaleikur" Árni talaði um skattaleik R-listans og lagði áherslu á að með holræsa- gjaldinu hækkuðu fasteignagjöld um 26%. Gjaldið væri ekki tekjutengd heldur færi eftir verðmæti fasteign- ar og færu aldraðir sem ættu erfitt með að losna við rúmt húsnæði og barnamargar fjölskyldur sem eðli málsins samkvæmt þyrfti stóru hús- næði að halda sérstaklega illa út úr skattlagningunni. Reglugerðin kemur til annarrar og síðari umræðu á næsta fundi borgarstjórnar. veðskuldir á fasteignum séu mikl- ar og hafi hækkað mjög verulega á undanförnum árum. í flestum tilfellum sé nettóeign fólks mikið minni en nemur fasteignamats- verði eigna. Það megi því með gildum rökum halda því fram að með fasteignagjöldum sé ekki síð- ur verið áð skattleggja skuldir fólks en eignir þess. Hækkun fasteignagjalda í formi álagningar holræsagjalda þýði einnig að húsaleiga muni óhjá- kvæmilega hækka að sama skapi, og væntanlegar húsaleigubætur muni því að nokkru leyti fara til að greiða þessar auknu álögur. Samkvæmt þessu muni húsaleigu- bæturnar fara úr borgarsjóði og renna síðan aftur inn í hann gegn- um holræsin með viðkomu hjá leigjendum og leigusölum. Húseigendafélagið mót- mælir holræsagjaldi F orstjóri Kirkju- garðanna SR. ÞÓRSTEINN Ragnarsson hefur verið ráðinn forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurpróf- astsdæmis. Hann tekur við starfinu 1. janúar,_ en þá lætur Ásbjörn Bjömsson af starfínu vegna aldurs. Umsækjend- ur um starfið voru 33 tals- ins. Sr. Þór- steinn er fæddur á Ak- ureyri 1951, sonur Herdísar Helgadóttur hjúkrunarfræðings og Ragnars fjalars Lárussonar, prófasts og sðknafþfests í Hallgrlnispresta- Káiii: Þórsteinn láilk Cánd. the- ol. prófi frá HÍ 1978 og þfófi í viðskiþtá- Ög rekstraffræðum frá Endurmenntunarstofnun HÍ 1991. Hann var sóknarprestur í Miklabæjarprestakalli 1978- 1984, deildarstjóri viðskipta- deildar Rafmagnsveitu Reykja- víkur frá 1984 og safnaðar- prestur Óháða safnaðarins frá 1985. Eiginkona sr. Þórsteins er Elsa Guðmundsdóttir banka- ritari og eiga þau fjórar dætur. Framsóknarflokkur Norðurlandi vestra Prófkjör 13. og 14. janúar FRAMBOÐSFRESTUR vegna prófkjörs framsóknarmanna á Norðurlandi vestra rann út 1. desember. Á kjördæmisþingi flokksins var samþykkt að ekki yrði gengið til prófkjörs nema a.m.k. átta frambjóðendur gæfu sig fram til þátttöku. Þorsteinn Ásgrímsson, formaður kjör- nefndar, sagði að prófkjörsdag- ur hefðu verið valdir 13. og 14. janúr nk. en ekki hefði enn verið tekin ákvörðun um frek- ari útfærslu, svo sem utankjör- staðakosningu, kjörstaði ofl. Eftirtaldir hafa ákveðið að taka þátt í prófkjörinu: Elín R. Líndal, Lækjarmóti, V-Hún., Gunnar Bragi Sveinsson, Sauð- árkróki, Herdís Sæmundardótt- ir, Sauðárkróki, Magnús B. Jónsson, Skagaströnd, Páll Pét- ursson, Höllustöðum, A-Hún., Stefán Guðmundsson, Sauðár- króki, Sverrir Sveinsson, Siglu- firði og Valur Gunnarsson, Hvammstanga. Skuld Al- þýðuflokks 11 milljónir ALÞÝÐUFLOKKURINN skuldar um 11 milljónir króna og eigið fé flokksins er jákvætt um 2 milljónir. Þetta kemur fram í yfirliti yfír fjármál Al- þýðuflokksins sem birt voru í Alþýðublaðinu í gær. A fjárhagsárinu 1. september 1992 til 31. ágúst 1994 voru tekjur og útgjöld flokksins tæp- lega 42 milljónir. Tekjurnar skiptast þannig að tæpar 30 milljónir eru útbreiðslustyrkir, sérfræðiþjónusta er 4,2 milljón- ir, fjárframlög og happdrætti skila 4,8 milljónum og framlög flokksmanna og félaga nema 3,1 milljón. Sr. Þórsteinn Ragnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.