Morgunblaðið - 03.12.1994, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.12.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1994 17 Hrávara Málmar hækka en spáð er stöðvun hækkana Gull og silfur lækka í kjölfar hækkana London. Reuter. SPÁKAUPMENNSKA olli nýjum hækkunum á verði málma á heims- markaði í vikunni, þótt ýmsir sér- fræðingar telji að almennt hafi hækkanir hrávöruverðs á árinu runnið skeið sitt á enda. Staða helztu málma styrktist í vikunni vegna nýrra vísbendinga um uppgang í Bandaríkjunum. En verð á gulii, kaffi, kókó og fleiri hrávörum hefur lækkað eftir mikl- ar hækkanir í kjölfar mikillar lægð- ar vegna samdráttar 1993. Borið hefur á taugatitringi, þótt kopar seldist á hæsta verði í fjögur ár í gær, föstudag. Brezkur ráð- herra hélt því fram að uppgangur sá sem hefur leitt til 45% hækkun- ar á verði hrávöru á þessu ári væri verðbólguhvetjandi. Nánar um hrávörustöðuna í vik- unni: GULL. Verðið var með því lægsta í rúmlega og lækkaði um 5 dollara í innan við 380 dollara únsan. Vonir fjárfesta um að únsan færi á yfir 400 dollara brugðust. SILFUR. Virtist jafnvel standa verr að vígi, því að verðið fór nið- ur fyrir 5 dollara únsan. Verðið var um 4.90 dollarar í vikulokin og óttazt var að ef það færi niður í 4.85 dollara „gæti allt gerzt.“ Platína féll í verði um leið og verð á gulli og silfri. KOPAR. Hélt áfram að hækka og hækkunin nemur nú um 75% síðan verðið var í lágmarki 1993. Tonnið seldist á hæsta verði í fjög- ur ár, 2,948 dollara, í gær. ÁL. Seldist á yfir 2,000 dollara tonnið fyrir 10 dögum í fyrsta sinn síðan 1990, en hefur lækkað. Lægsta verð í vikunni var 1,790 dollarar, en það hækkaði aftur. NIKKEL. Skortur á birgðum frá Norilsk-bræðslunni í Rússlandi leiddi á ný til mestu hækkunar í tæp 4 ár í 8,450 dollara tonnið. BLÝ og ZINK. Verðlækkun olli aukinni eftirspurn, en verðið hækkaði ekki eins mikið og fyrr í haust. Blý komst ekki yfir 700 og zink yfir 1,200 dollara tonnið eins og um miðjan nóvember. HRÁOLIA. Verð á Norður- sjávarolíu til afhendingar strax lækkaði niður fyrir 17 dollara tunnan. Veður er milt á norður- hveli og fyrirliggjandi eru miklar birgðir af olíu til upphitunar. KAFFI. Seldist á innan við 3,000 dollara tonnið, enda hefur enn dregið úr áhyggjum af upp- skeruskemmdum vegna frosta og þurrka í Brasilíu. KÓKÓ. Lægsta verð í um hálft ár vegna stöðugra flutninga frá Fílabeinsströndinni. SYKUR. Bezta verð í London í 4 1/2 ár: 414.50 dollarar tonnið. Ástæðan: sölutregða og ætluð kaup Kínveija og Norður-Afríku- ríkja. Verðið lækkaði síðar um rúmnlega 10 dollara vegna spá- kaupmennsku. HVEITI. Skortur er_ einnig á korni í Kína. Birgðir í heiminum hafa ekki verið minni í 15 ár vegna lélegrar uppskeru í Rússlandi, Úkraínu og Ástralíu, þar sem þurrkar geisa. Þótt verðið hækkaði um 50% í 150 dollara tonnið í nóv- ember hefur það nú lækkað um 10 dollara. Sysdeco kaupir Atex og Sypress Prenttækni SYSDECO Group A.S, alþjóðlegt hugbúnaðarfyrirtæki í Ósló, hefur undirritað viljayfirlýsingu um kaup á öllum hlutabréfum í bandarísku fyrirtæki á sviði prenttæknibúnaðar, Átex Publishing Systems í Bedford, Massachusetts, og Sypress Oy í Finnlandi. 700 starfsmenn í frétt frá Sysdeco segir að með fyrirhuguðum kaupum sé ætlunin að sameina þekkingu og hæfni á sviði útgáfumála, tækni, notenda- hugbúnaðar og kerfisþróunar allra þriggja hlutaðeigandi fyrirtækja í eitt stórt fyrirtæki til að þjóna þörf- um fjölmiðla undir forystu Sysdeco. Áætlað er að á næsta ári verði ársvelta Sysdeco 106 milljónir Bandaríkjadala og starfsmenn 700, en þar af verður hlutur fjölmiðlafyrir- tækisins 70 millj. dollara. Viðskiptin við Atex fela í sér að Sysdeco kaupir hlutabréf Atex í skiptum fyrir hlutabréf í Sysdeco þannig að allir hluthafar Atex munu eiga fjárhagslega aðild að hinu nýja og stækkaða fyrirtæki. í viðskipt- unum við Sypress verður um að ræða sambland staðgreiðslu og skipta á Sysdeco-hlutabréfum. Aukin umsvif Norska hugbúnaðarfyrirtækið Sysdeco er með umfangsmikla al- þjóðlega starfsemi og hefur ein deild þess, Sysdeco Media, fjárfest í fjöl- miðlageiranum í verulegum mæli undanfarið. Það hafði áður keypt m.a. norska hugbúnaðarfyrirtækið sem framleitt hefur ritstjórnarkerfi bæði Morgunblaðsins og Dagblaðsins og lengst af var kennt við Norsk Data. Atex er helzti seljandi ritstjórn- ar- og umbrotskerfa í blaðaheiminum og veltir 55 milljónum dollara á ári. Sypress er seljandi viðurkenndasta auglýsingakerfís heims og gerir ráð fyrir að velta 4,3 milljónum dollara í ár. Johs. Jamne, forstjóri Sysdeco, segir nýja fyrirtækið verða voldugt og afkastamikið afl í útgáfustarfsemi um allan heim. Tilkynning frá Einstakt tækifæri aðeins í nokkra daga! Vikuna 3. til 10. desember veitum við 20% aukaafslátt af öllum bús- áhöldum, rafmagnstækjum, ferðatöskum, verkfærum, myndarömmum, íþróttavörum, myndaalbúmum, reiknitölvum, ritföngum, barnakerrum og rúmum — ekkert er undanskilið — lágt var verðið fyrír!!! Afslátturinn er af skráðu verði og er veittur við kassann Nokkur verðdæmi: Tams borðbúnaður 30 stk. Skráð verð kr. 4.303. Nú kr. 3.442. Pavilion borðbúnaður 20 stk. Skráð verð kr. 3227. Nú kr. 2.582. Glös 6 stk. Skráð verð kr. 391. Nú kr. 313. Vínglös 10 stk. Skráð verð kr. 786. Nú kr. 629. Pottur 10 lítrar. Skráð verð kr. 6.335. Nú kr. 5.068. Brauðbretti. Skráð verð kr. 129. Nú kr. 103. Thermos hitabrúsi m/2 bollum. Skráð verð kr. 824. Nú kr. 659. Moulinex straujárn. Skráð verð kr. 2.435. Nú kr. 1.948. Tefal Super 500 djúpsteikingarpottur. Skráð verð kr. 4.049. Nú kr. 3.239. Hinari hraðsuðuketill. Skráð verð kr. 2.435. Nú kr. 1.948. Kenwood grænmetismixari. Skráð verð kr. 6.992. Nú kr. 5.594. Moulinex rafmagnshnífur. Skráð verð kr. 2.435. Nú kr. 1.948. Hinari samlokugrill. Skráð verð kr. 2.435. Nú kr. 1.948. Tatung ísskápur. Skráð verð kr. 19.960. Nú kr. 15.968. Straubretti. Skráð verð kr. 2.394. Nú kr. 1.915. Philips ferðasamstæða AZ9020 CD Hl Fl. Skráð verð kr. 31.912. Nú kr. 25.530. Bush samstæða MC101 CD. Skráð verð kr. 22.822. Nú kr. 18.258. Constellation ferðataska. Skráð verð kr. 2.799. Nú kr. 2.239. Watermans PVC stresstaska. Skráð verð kr. 3.466. Nú kr. 2.773. Curver stórt verkfærabox. Skráð verð kr. 2.868. Nú kr. 2.294. Hjólahjálmur Junior. Skráð verð kr. 1.807. Nú kr. 1.446. Garavan svefnpoki Starter. Skráð verð kr. 4.900. Nú kr. 3.920. Myndaalbúm. Skráð verð kr. 293. Nú kr. 234. Texet borð relknitölva. Skráð verð kr. 1.173. Nú kr. 938. Parker kúlupenni. Skráð verð kr. 509. Nú kr. 407. Regnhlífakerra. Skráð verð kr. 2.112. Nú kr. 1.689. Jólasælgæti og leikföng í miklu úrvali og á gjafverði! Verslun^J^er opin öllum landsmönnum 16 ára og eldri. Allt verð sem gefið er upp í þessari kynningu er staðgreiðsluverð. : VISA Birgöaverslun F&A, Fosshálsi 27, 110 Reykjavík, sími 873211, fax 873501. Við erum sunnan við ölgerðarhús Egils og norðan við Osta- og smjörsöluna. Athugið breyttan opnunartíma um helgar (vetraropnunartími): Laugardaga kl. 12 til 18 Sunnudaga kl. 13 til 18 Virka daga kl. 12 til 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.