Morgunblaðið - 03.12.1994, Side 24

Morgunblaðið - 03.12.1994, Side 24
24 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ h ERLENT Leiðtogi kanadískra aðskilnaðarsinna Tvísýn barátta við holdátu Ottawa. Reuter. LUCIEN Bouchard, einn vinsælasti leiðtogi aðskilnaðarsinna í Quebec í Kanada, lá á milli heims og heljar á sjúkrahúsi í Montreal í gær. Hafði hann veikst af svokallaðri holdátu og var búið að taka af annan fótinn. Var sýkingin komin í hinn fótinn, annan handlegginn og bringuna. Læknar staðfestu, að tvísýnt væri um líf Bouchards en kanadíska ríkis- útvarpið hafði það eftir vinum hans, að um væri að ræða streptokokka- sýkingu, algengar bakteríur, sem stundum geta valdið óviðráðanlegu drepi. Taldi sig með flensu Bouchard, sem er 55 ára gamall, kom fram á stjómmálafundi um helgina og virtist þá við hestaheilsu en á mánudag taldi hann sig vera kominn með flensu. Á þriðjudag var hann fluttur á sjúkrahús vegna mik- illa verkja í öðrum fæti og þá kom í ljós hvers kyns var. Málaferli vegna silikonpúða í bijóstum 250 milljarðar kr. í skaðabætur? Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. 210 danskar konur hafa lagt fram skaðabótakröfur á hendur bandarísku fyrirtæki vegna meints leka í silikonpúðum, sem notaðir hafa verið við bijóstaaðgerðir. Dönsku kröfumar ganga til aðila í Bandaríkjunum, sem rekur málið fyrir hönd hundruð þúsunda kvenna um allan heim. Það getur tekið hátt í áratug áður en kemur að því að greiða skaðabætur, en banda- ríska fýrirtækið, sem stefnt er hef- ur lagt um 250 milljarða íslenskra króna til hliðar vegna hugsanlegra skaðabóta. Dönsku konurnar sem fara í mál eru mis illa haldnar. Sumar em öryrkjar, aðrar kenna sér einskis meins en höfða málið til að hafa vaðið fyrir neðan sig. Margar kon- ur, sem fengið hafa silikonpúða í btjóstin til að fá stærri eða betur löguð bijóst hafa fengið alls kyns kvilla upp úr aðgerðunum. Álitið er að þeir geti stafað af því að sili- kon hafi lekið úr púðunum eða þeir hreyfst til. Kvillamir em yfirleitt einhvers konar liðasjúkdómar, sem engar skýringar fínnast á. Slíkir kvillar em þekktir út um allan heim meðal kvenna sem feng- ið hafa silikonpúða í bijóstin frá ákveðnu bandarísku fyrirtæki og því hafa konur í mörgum löndum tekið sig til og höfðað mál. Öllum kröfunum er safnað saman á einn stað og í vikunni rann út frestur til að skila inn kærum. Bandaríska fyrirtækið hefur lagt til hliðar 250 milljarða íslenskra króna til að mæta hugsanlegum bótakröfum. Fyrir nokkmm ámm féll dómur í sambærilegu máli vegna getnaðar- varnarlykkju, Það mál var höfðað fyrir hönd 300 þúsund kvenna um allan heim og púðamálið er ekki umfangsminna. Eftir átta ár féll dómur í lykkjumálinu. Skaðabætur til þeirra sem fengu einhveijar voru á bilinu 1-10 milljónir íslenskra króna. Achille Lauro sökk á Indlandshafi Róm. Reuter. LÚXUSSKIPIÐ Achille Lauro sökk í gær á Indlandshafi rúmlega tveimur sólarhringum eftir að eld- ur kviknaði í skipinu. Skipið logaði enn er það sökk og blés svartur reykstrókur upp úr því er það hvarf í hafið um það bil 250 kílómetrum undan strönd- um Sómalíu. Taug hafði verið komið í Ac- hille Lauro og var ætlunin að draga það til hafnar og reyna bjarga því. Skrokkurinn virðist hins vegar hafa laskast það mikið af völdum hita að sjór komst inn í skipið. Áhöfn og farþegum Achille Lauro, tæplega eittþúsund manns, var bjargað og eru á leið með 10 skipum til Djibouti og Mombasa. MAL í Borgarkringlunni MÆTUMÖLLOG /S\ TÖKUMÞÁ TTÍ MÁLPÍPUNNI KAV Er holræsagjald í Reykjavík sanngjörn álaga eða skattpíning? í dag kl. 14.00 í Málpípunni í Borgarkringlunni munu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri og Inga Jóna Þórðardóttir, borgarfulltrúi, eigast viö um þessa áleitnu spurningu. Umræðunum verður útvarpað á Rás 2. Reglur fyrir Mátpípuna: Frummælendur fá 4 mín. í fyrri umferð og 2 mín. í seinni umferð. Fyrir hverja spumingu sem þeir fá frá fólki úr sal fá þeir 70 sek. til að svara. Reuter GÁMASKIPIÐ Kota Suria eftir áreksturinn. Skemmdir á því eru tiltölulega litlar en það sigldi þvert á ferjuna, sem hvolfdi skömmu síðar og sökk. Um 150 manns fórust með filippískri ferju Sökk eftir árekst- ur við gámaskip Manila. Reuter. Reuter Rafbíla- hátíð MIKIÐ var um dýrðir í Disney- landi í Anaheim í Kaliforníu í fyrradag og það var raf- magnsbíll frá General Motors, Impact, sem var í aðalhlut- verkinu eins og hér má sjá. Var honum ekið í broddi mik- illar fylkingar eftir aðalgöt- unni en fulltrúar fyrirtækja og stjórnvalda víða um heim eru saman komnir á ráð- stefnu um rafbíla framtíðar- innar. Er þar rætt um nýjustu tækniframfarir á þessum vettvangi. Það eru fyrst og fremst rafgeymarnir, sem hafa staðið í vegi, en erfiðlega hefur gengið að hlaða þá nægilegri orku til að knýja bílana meiraen 100 eða 200 km. Mikil árangur hefur þó náðst á því sviði og það er rtil mikils að vinna fyrir þau fyrirtæki, sem sigra í þessari samkeppni. OTTAST er, að nærri 150 manns hafi farist þegar feija sökk í gær eftir árekstur við gámaskip í Man- ila-flóa á Filippseyjum. Átti slysið sér stað fyrir birtingu í gær en um 650 manns voru með skipinu. Tókst sumum að komast um borð í gáma- skipið en öðrum var bjargað úr sjónum. Björgunarmenn fundu 34 lík í sjónum en saknað er 113 manna, farþega og skipveija á feijunni Cebu City. Eru þeir líklega flestir innilokaðir í skipinu, sem liggur á aðeins 30 metra dýpi, og raunar eru kafarar þegar búnir að stað- festa það. Þetta er mesta sjóslys við Filippseyjar frá 1988 en þau eru óvíða tíðari en þar. Lenti á feijunni miðskips Eigendur Cebu City segja, að gámaskipið Kota Suria frá Singap- ore hafi siglt á feijuna miðskips en mjög mikil sigling er um sundið þar sem áreksturinn varð. Tókst sumum farþegum á efri þilförum að komast yfír í Kota Suria áður en feijan losnaði frá og sökk. Aðr- ir fóru í sjóinn og var bjargað upp í báta. Fidel Ramos, forseti Filippseyja, hefur fyrirskipað rannsókn á slys- inu en mesta sjóslys, sem orðið hefur á friðartímum, átti sér einnig stað á Filippseyjum. Það var í des- ember 1987 þegar rúmlega 4.000 manns fórust er filippíska feijan Dona Paz sigldi á olíuskip, sem sprakk í loft upp við áreksturinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.