Morgunblaðið - 03.12.1994, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.12.1994, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1994 27 Sjálfstæður háskólí HÁSKÓLAR Vest- urlanda hafa í aldanna rás verið uppspretta nýrra hugmynda. Þeir hafa menntað og rannsakað en jafn- framt verið miðstöð þjóðfélagslegrar gagnrýni. Rætur vest- ræns samfélags liggja því að miklu leyti í háskólunum. En brautryðjendastarf háskólanna hefur ekki alltaf vakið eintóma hrifningu. Valdsmenn á hveijum tíma hafa viljað hafa hönd í bagga með þessu starfi og kæfa gagnrýnisraddirn- ar. Því leggja háskólamenn mikið upp úr því að háskólarnir séu sjálf- stæðir enda verður ekki séð að hægt sé að skapa frjótt umhverfi rannsókna, kennslu og þjóðfélags- umræðu nema háskólarnir séu í öllum grundvallaratriðum óháðir öðrum þjóðfélagsöflum. Um leið og utanaðkomandi aðilar geta með einhverjum hætti stýrt stefnu há- skólans er hætt við að eitthvað annað en sannleiksleitin komist í öndvegi. Fé er forsenda Almennt er um það nokkur sátt að Háskóli íslands eigi að vera sjálfstæð stofnun. En í hverju felst sjálfstæði stofnunar sem HI? Svar- ið er ekki einhlítt en ákveðin at- riði blasa við, t.a.m. sjálfræði varð- andi mannaráðningar, stefnu á sviði rannsókna, kennslu o.s.frv. En fleira kemur til. Sjálfstæði er innantómt hugtak ef því fylgir ekki fjárhagslegt sjálfstæði. Vaid- ið til mannaráðninga er til að mynda heldur lítilfjörlegt þegar ekki eru til neinir peningar til að greiða laun. Rannsóknir og kennsla verða ekki stunduð án peninga og í raun verður enginnn háskóli til án peninga. Stjórnvöld vega að sjálfstæðinu Nú er ljóst að Háskóli íslands mun aldrei geta orðið fullkomlega fjárhagslega óháður öðrum. Hing- að til hefur skólinn nær eingöngu verið fjármagnaður af hinu opin- bera. Þessa skipan tel ég vera afar óhentuga og í raun óbærilega fyrir stofnun sem metur sjálfstæði sitt mikils. Háskólinn er ofurseldur sviptivindum stjómmálanna. Sjaldan hefur þetta verið jafn ber- sýnilegt og síðustu misseri því framlög til skólans hafa stöðugt dregist saman að raungildi og er nú svo komið að yfirvöld skólans telja sig vart geta sinnt lögboðnum skyldum sínum. Hér eru stjórnvöld að hafa áhrif á þróun skólans með mjög óæskilegum hætti. Skólinn er þvingaður til ákveðinna breyt- inga á starfsemi sinni og sjálf- stæði hans er fyrir bí. Hvað er til ráða? Undirritaður er ekki þeirrar skoðunar að þessar gerðir stjórn- valda komi til af illum hug eða mannvonsku. Niðurskurður fram- laga til HÍ er í samræmi við þá meginstefnu yfirvalda að draga saman útgjöld ríkisins sem flestir skynsamir menn hljóta að fallast á. Bent hefur verið á, og er tekið undir það hér, að rökin sem búi að baki sparnaðarstefnunni eigi illa við þegar HÍ er annars vegar. Það hefur þó ekki nægt til að yfir- völd breyti stefnu sinni. Nú er tvennt til fyrir háskólamenn. Þeir geta barið hausnum við steininn og hafið áróðursstríð gegn ráðamönnum eins og forystumönn- um Stúdentaráðs HÍ virðist efst í huga um þessar mundir eða þeir geta leitað nýrra leiða til að tryggja fjár- 'hagslegt sjálfstæði skólans. Fyrra ráðið er gjörsamlega afleitt. Háskólamönnum ber vitaskuld að koma sjónarmiðum sínum á framfæri með mál- efnalegri rökræðu en ráðamenn verða ekki barðir til hlýðni. Sós- íalistar í Háskólanum koma auðvitað ekki auga á aðrar leiðir því ríkisvaldið er upphaf og endir alls í þeirra hugmyndafræði. Til að leysa þann vanda sem nú steðjar að þarf víðsýnni þanka- gang. Langtímasamningur - frelsi til athafna Vökumenn hafa bent á að æski- legt sé að Háskólinn geri lang- tímasamning við ríkisvaldið um Æskilegt er fyrir háskólann, segir Ingvi Hrafn Oskarsson, að gera langtímasamning um fjárframlög, t.d. til fjögurra ára. fjárframlög, t.a.m. til 4 ára í senn. Skólanum yrði tryggð viðunandi fjárveiting á hvern nemanda til langs tíma. Þar með gæfist há- skólamönnum ráðrúm til að afla viðbótarfjár til skólans, t.d. með samstarfi við fjársterka aðila úr atvinnulífinu, sem hafa augljósan hag af bættum háskóla. Fyrirtæki eða samtök þeirra gætu veitt fé til einstakra námsskeiða eða styrkt sérstakar prófessorsstöður. Gott dæmi um slíkt væri samvinna verktakafyrirtækja um aðstoð við meistaranám í verkfræði. Sam- vinnan er öllum í hag, betur menntaðir einstaklingar koma til starfa í greininni og fleiri tæki- færi skapast fyrir þá sem stunda nám og rannsóknir á þessu sviði. Grundvallaratriði slíkra samninga yrði að akademískar kröfur verði í heiðri hafðar, enda er það aug- ljós hagur þeirra sem fjárfesta í verkefninu. Hagur hins opinbera Langtímasamningur við ríkið tryggir að þrátt fyrir að HÍ áskotn- ist fé með samstarfi við aðra aðila verða fjárframlög ríkisins ekki skorin niður vegna þess. Þetta fyrirkomulag er ríkinu jafnframt hagkvæmt því gróskumikið há- skóiastarf mun leiða til hug- myndaríkrar og öflugrar verð- mætasköpunar í atvinnulífinu sem skilar sér beint með auknum skatt- tekjum ríkisins. Hugmyndirnar sem hér hafa verið reifaðar miða að því að skjóta fleiri stoðum und- ir Háskólann og þar með tryggja betur sjálfstæði hans. Niðurstaðan • yrði betri Háskóli. Því er ljóst að það ætti að vera háskólamönnum keppikefli að háskólinn sé ekki algerlega háður neinum einum aðila um fjármögnun. Sjálfstæður háskóli þarf traustari grundvöll. Höfundur er í stjórn Vökufls. Ingvi Hrafn Oskarsson íslenskt, já takk skilar það árangri? Hallur A. Baldursson GREIN sem undirritaður skrif- aði í ársrit Sambands íslenskra auglýsingastofa og kom út fyrir skömmu hefur verið til umræðu á síðum Morgunblaðsins að undan- förnu. Greinin fjallar um mikil- vægi sterkra vörumerkja í mark- aðsstarfi' og tekið er dæmi frá Bandaríkjunum um langlífi sterkra vörumerkja. Þar kemur meðal annars fram að af 22 vöru- merkjum sem voru í fyrsta sæti árið 1925 (þ.e. höfðu mesta mark- aðshlutdeild) voru 19 enn í fyrsta sæti 1985 og 3 í öðru sæti. í grein- inni er lýst þeirri skoð- un undirritaðs að til að ná slíkum árangri þurfí langtímasjón- armið að vera ráðandi þegar markaðsað- gerðir eru ákveðnar á hveijum tíma. Mörg- um reynist hinsvegar erfitt að standast freistandi skamm- tímaaðgerðir sem auka söluna um stundarsakir oft á kostnað langtíma- hagnaðar. Einnig er því haldið fram í greininni að auglýs- ingastofur innan SIA sérhæfi sig í vinnu- brögðum sem byggja á langtíma- sjónarmiðum og kvartað er yfir því að íslenskt atvinnulíf nýti sér í of litlum mæli þá þjónustu sem stofurnar bjóða uppá. í greininni er síðan velt upp þeirri spurningu hvort íslenskt at- vinnulíf sé á villigötum með átakið Islenskt - já takk í ljósi stað- reynda um markaðshlutdeild ís- lenskrar iðnaðarvöru á árunum 1984 til 1993 (sjá töflu). Taflan er frá Hagstofu íslands og sýnir minnkandi markaðshlutdeild ýmissa íslenskra iðnaðarvara síð- astliðin tíu ár þrátt fyrir umtals- verðan áróður um að velja íslenskt bæði frá íslenskum framleiðendum fyrr á árum og nú síðast með þessu sameiginlega átaki aðila vinnu- markaðsins. I mínum huga eru þessar herferðir af sama meiði því undirtónninn hefur ávallt verið það sem ég leyfi mér að kalla kreppu- boðskap, þ.e. „kauptu íslenskt, annars deyr íslenskt atvinnulíf“. Og í ljósi alls þessa er því spurt í greininni: Hafa aðstandendur íslenskt - já takk-herferða velt fyrir sér langtímaáhrifum slíks boðskapar á hugi íslenskra neyt- enda? Fagleg vinnubrögð Auglýsingaherferðir geta haft mjög víðtæk áhrif. Ekki er þó allt- af víst að áhrifin séu þau sem ætlast er til sérstaklega ef ekki er mótuð vel skilgreind auglýs- ingastefna áður en fé er lagt í framkvæmd auglýsingaherferðar- innar. Auglýsingastefna er nokkrir þættir sem eru misjafnlega mikil- vægir í hveiju tilviki. Helstu þætt- ir auglýsingastefnu eru: Markmið Setja þarf skýr og raunhæf markmið sem auglýsingunum er ætlað að ná fram. Slík markmið verða að byggjast á rannsóknum en ekki óskhyggju og órökstudd- um tilfinningum. Auglýsingar koma upplýsingum á framfæri við neytendur í ýmiss konar formi. Þessum upplýsingum er ætlað að hafa áhrif á huglæga þætti svo sem skoðanir, tilfinningar, viðhorf og vitneskju þeirra sem áreittir eru sem síðan leiðir vonandi til þeirrar hegðunar sem sóst er eft- Markaðshlutdeild innlendrar iðnaðarvöru 1984-1993 Heimild: Hagtíðindi Hagstofu Islands Málningar- Kaffi Þvotta- og Sælgætis Öl og vörur brennsla ræstiefni vörur gos 1984 55,8 79,9 60,6 43,3 1985 52,5 74,3 56,2 43,6 1986 52,6 73,5 57,7 44,1 1987 52,8 67,1 49,9 44,9 1988 53,0 64,4 49,3 37,2 92,4 1989 55,5 57,2 49,8 39,2 87,4 1990 55,1 52,2 53,1 44,1 84,8 1991 51,8 42,6 51,3 42,9 86,2 1992 41,0 39,2 52,7 45,3 88,7 1993 43,1 36,7 51,5 42,9 90,0 ir. Ekki er óalgengt að menn gleymi að huga að huglægu þáttunum þegar aug- lýsingamarkmið eru sett. Markhópur Frá upphafi verður að vera ljóst hvaða hóp neytenda er mikil- vægast að tala við. Mjög algeng mistök í auglýsingastarfi fel- ast í að markhópar eru skilgreindir of vítt, þ.e. reynt er að ná athygli allra jafnt. Þeir sem ætla sér að sannfæra alla jafnt þ.e. tala við eitthvert meðaltal neytenda, sem í raun er ekki til, lenda gjarnan í því að sannfæra ekki neinn. Auglýsingaloforðið Hér er komið að mjög mikilvæg- um þætti í öllu auglýsingastarfi þ.e. hver er boðskapur auglýsing- anna? Aftur og aftur sýnir það sig að ekki þýðir að reyna að bjóða neytendum eitthvað sem þeir trúa ekki á. Auglýsingar geta ekki feng- ið fólk til að gera eitthvað gegn vilja sínum. Auglýsingaloforðið verður því að vera trúverðugt. Birting auglýsinganna Eins og flestir vita kosta auglýs- ingaherferðir umtalsverða fjár- muni. Stærsti hluti fjármagnsins fer til fjölmiðlanna sem greiðsla fyrir birtingu auglýsinganna. Því er mikilvægt að gera birtingaáætl- anir af kostgæfni og nýta til þess alla þá tækni og þekkingu sem til er í dag. Setja þarf skýr markmið um dekkun og tíðnidreifingu aug- lýsingaáreitanna og getur slíkt skipt sköpum um árangur og nversu vel tekst til um hagkvæma nýtingu fjármagnsins. Hver og einn verður að huga að þróun og mark- aðssetningu eigin vöru- merkja, segir Hallur A. Baldursson, svo þau standist samkeppni til langframa. Árangursmælingar Að mæla árangur aðgerðanna er jafnnauðsynlegt og allir hinir þættirnir því ef árangur er ekki mældur veit enginn hvort herferð- in heppnaðist eins og til stóð og því engan lærdóm hægt að draga af aðgerðunum. Mjög mikilvægt er að mæla bæði breytingar á huglægu þáttunum auk hegðunar- breytingar neytenda til að gera sér grein fyrir orsakasamhenginu þar á milli. Ég vona að þetta greinarkorn varpi ljósi á þau atriði sem ég fjall- aði um í grein minni í ársriti SÍA. Ég vil undirstrika að ekkert er athugavert við það að íslenskt at- vinnulíf myndi samstöðu um að vekja upp jákvæð viðhorf til þess sem íslenskt er. Hins vegar mega íslenskir framleiðendur ekki gleyma því að hver og einn verður að huga að þróun og markaðssetn- ingu eigin vörumerkja svo þau standist samkeppnina til lang- frama. Markvissar aðgerðir byggðar á faglegum vinnubrögðum eru þar sem annars staðar líklegastar til árangurs. Höfundur er formaður Sambands íslenskra auglýsingastofa og framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Yddu hf. Selma Júlíusdóttir ilmolíufræð- ingur verður með kynningu á TISSERAND ilmolíum og Golden Gate punktanudd- skóm í Skóhöllinni, laugardag 3. des. kl. 10 -16 og sunnud. 4. des. kl. 13- 17 SKÓHÖLLIN Bæjarhrauni 16 - Sími 54420
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.