Morgunblaðið - 03.12.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.12.1994, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Morgunblaðið/Ingibjörg Nýtt brauð án rotvarn- ar og aukaefna HÚSIÐ á Sléttunni í Hveragerði hefur sett tvær nýjar brauðteg- undir, svokallaða Þrumara, á markaðinn. Önnur tegundin, sem merkt er bláum miða, er vel seidd og sæt, elduð í hverapotti í 20 klst., hin, sem merkt er grænum miða, er minna seidd og sykur- minni, elduð í 15 klst. í brauðunum er vatn, rúgmjöl, hveiti, heilhveiti, hveitiklíð, ís- lenskt bygg, púðursykur, jurtaolía, maltaðar kornsýrur, sjávarsalt og ger. Brauðin eru gerilsneydd, án rot- varnarefna og aukaefna og hafa því meira geymsluþol; allt að mán- uði inni í ísskáp og í hálfan mánuð í stofuhita. Vegna þessa segja framleiðendur þau sérlega hentug í jólapakka handa vinum erlendis. Frá Húsinu á Sléttunni er einn- ig væntanlegt á markað geril- sneytt súrdeigsbrauð fyrir þá sem þjást af sveppasýkingu og hafa ofnæmi fyrir geri, hvítu hveiti, lyftidufti og aukaefnum. Húð barna er þynnri en húð fullorðinn og því myndast frekar djúp brunasár Verðlaun fyrir þjóðlega minjagripi og nytjahluti SÍÐASTA laugardag fór fram verðlaunaafhending í samkeppni um hönnun á minjagripum og nytjahlutum úr íslensku hráefni í Listasafni Kópavogs - Gerðar- safni. Keppninni var skipt í flokka eftir uppruna hráefnis og því hvort um var að ræða nytjahluti eða minjagripi. Alls bárust 410 tillögur af öllu landinu, en veitt voru verðlaun fyrir 18 þeirra, samtals ein milljón króna. Verðlaun fyrir sérstaklega þjóðlegan hlut fengu Sigrún Eld- járn og Hjörleifur Stefánsson. Verkið nefndu þau „Amma æsku minnar", og er það brúða í peysu- fötum, ætluð til að hanga í lofti. Keppnin var á vegum Hand- verks, sem er þriggja ára reynsluverkefni á vegum forsæt- isráðuneytisins. Markmið þess eru m.a. að efla handverksiðnað og liðsinna einstaklingum og fyr- irtækjum sem starfa að hand- verki, heimilis- og listiðnaði, að auðvelda og hvetja til samskipta handverksfólks, hönnuða og ann- arra sem í greininni starfa, stuðla að framförum í fram- leiðslu handverksmuna, efla gæðavitund og vinna að kynning- ar- og markaðsmálum með hand- verksfólki. Samkeppninni var ætlað að hvetja fólk til að nýta íslenskt hráefni í minja- og nytjahluta- gerð og reyna að finna nýjar leið- ir í framleiðslu. Sýning á verð- laununum og athyglisverðustu tillögunum stendur til 11. desem- ber í Listasafni Kópavogs - Gerðarsafni. Veg og vanda af uppsetningu sýningarinnar hafði Hildur Hákonardóttir. Gætaþarf varúðar þegar börnín baka Morgunblaðið/Þorkell FORSETI íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, sem afhenti verð- launin, er hér ásamt Sigrúnu Eldjárn og Hjörleifi Stefánssyni að virða fyrir sér Ömmuna fljúgandi. BRUNASLYS á börnum eru aldrei tíðari en í desember og verða þau aðallega í eldhúsi þegar börnin taka þátt í jólabakstri, eða þegar að- ventukransar eða jólaskreytingar verða hættulega heillandi. Herdís Storga- ard, barnaslysavarnarfullltrúi hjá Slysavarnarfélagsi íslands, segir brýnt að foreldrar gæti vel að öryggi barna sinna á þessum tíma. Húð barna er þynnri en húð fullorðinn og því myndast frekar djúp brunasár á börnum. Algengt er að börn brenni sig á bakstursplötum, eða þau hvolfi þeim yfir sig. Gamlir bakarofnar hitna oft að utan og geta börn þá brennt sig á þeim. Ennfremur valda heitar hellur á eldavélum oft bruna á börnum. Brunasár eru erfið viður- eignar og eru yfirleitt lengi að gróa,“ segir Herdís. Litlir puttar og bökunarplötur Hún hvetur foreldra til að gæta fyllstu varúðar, þegar börn taka þátt í jólabakstri: „Þá þarf að gæta þess að gera ekki of mikið í einu og gefa sér góðan tíma til þess sem verið er að gera. Börn ættu að hnoða eða móta kökurnar sínar langt frá ofni og eldavél og foreldr- ar þurfa að passa vel upp á bökun- arplötur meðan þær eru að kólna. Litlir puttar leita gjarnan á bökun- arplötu til að sækja nýbakaða og glóðvolga köku, en afleiðingarnar geta verið alvarlegar." Herdís segir að hroðaleg slys á höndum hafi orðið í eldhúsi, þegar börn fálma í hrærivél. „Matvinnslu- vélar hafa flestar ef ekki allar ör- yggisbúnað, en um hrærivélar gegnir öðru máli. Ef barn fer með hönd í spaða á hrærivél getur orðið stórslys. Ein af reglunum sem ætti alltaf að hafa í heiðri í eldhúsi, er að láta börn aldrei sitja uppi á eld- húsborði. Séu þau of lítil til að taka þátt í bakstri, ættu þau að vera í þar til gerðum ungbamastólum eða í leikgrind, svo þau séu örugg.“ Kertaljósið heillar Böm, sérstaklega lítil börn sem eru óvitar, eru yfirleitt yfir sig heill- uð af kertaljósum. Herdís varar sérstaklega við sprittkertum. „Vax- ið verður fljótandi þegar sprittkerti brennur og ef barn hellir því yfir sig getur það brennst á stóm svæði. Lítil börn sækja mikið í alls kyns jólaskreytingar og aðventukransa og því miður kemur fyrir að þau brenni sig á kertunum. Það er mikil- vægt að kenna börnum að umgang- ast kertaljós, sem eru allsráðandi í desember og skilja ekki eftir log- andi kertaljós þar sem lítil börn em ein. Brugðist við bruna Bmnasár em misjafnlega alvar- leg og talað er um 1. stigs, 2. stigs og 3. stigs bruna. Herdís gefur hér góð ráð ef brunaslys verður. Hún miðar við lítið brunasár, sem er minna en lófastærð barnsins. Ef um er að ræða minniháttar bruna, til dæmis eftir að barn hefur stutt hönd á heita'eldavélarhellu, á að kæla brunann í 18-20 gráðu heitu vatni í skál eða vaski. Ekki á að nota ískalt vatn og brunasár á aldrei að kæla undir rennandi vatni. Kæla á sárið í l-V/2 klukkustund og öðm hvora þarf að bæta köldu Morgunblaðið/Júlíus GAMAN er að leyfa börnum að taka þátt í jólabakstri, en sorg- legt er hversu mörg slys verða á börnum, einmitt fyrir jólin. vatni við, þar sem líkamshiti bams- ins hitar vatnið smám saman. Reglulega þarf að gefa barninu að drekka, því það verður fljótt fyrir vökvatapi. Eftir kælingu er brunasárið skoð- að. Sé aðeins roði, er um að ræða 1. stigs brana og er frekari aðgerða þá ekki þörf. Sviði getur verið við- varandi í nokkra klukkutíma og þess vegna er nauðsynlegt að kæla brennda svæðið áfram, þar til barn- ið hættir að finna fyrir sviða. Ekki á að bera krem eða annað á sárið fyrsta sólarhringinn, en nokkrum dögum síðar, þegar húð er orðinn þurr á brunastað, er gott að bera milt, mýkjandi krem á. 2. stigs bruni Merki um 2. stigs brana eru blöðrur eða sprungnar blöðrur og sár. Sárið er kælt eins og lýst er hér að framan, í l-D/2 klukkustund og séu blöðrur eða sár, þarf að fara með barnið á heilsugæslu eða slysa- varðsstofu. Á leiðinnni þangað, er gott að vefja sárið með blautum klút, sem er hálfkaldur, en ekki borgar sig að gera sjálfur neitt við sárið, heldur láta hjúkranarfólk um það. 3. stigs bruni 3. stigs brani er alvarlegur. Barn- ið finnur engan sviða, en húðin verður hvít og á henni geta verið blöðrar eða sár. 3. stigs bruni getur til dæmis orðið á hönd, sem tekur utan um bökunarplötu sem nýkom- in er úr heitum ofni. Þá ber að fara með barnið strax á heilsugæslustöð eða slysavarðsstofu og á leiðinni má kæla sárið í 18-20 gráðu heitu vatni, sem haft er í skál eða öðra íláti. SIGURVEGAR 2,8 grömrry—-— AIR TITANIUM •y/ ' léttasta gleraugnagmgjörð í. heimi eru fyrir alla sem vilja léltor, þægilegar og sleikar gleraugnaumgjarðir, hvort sem er við vinnu, formleg tækifæri eða íþróttoiðkun. f ’ff/i ^ Við val á þessum heimsins léttustu gleraugnaumgjörðum getur 1 /'ji. viðskiptavinurinn valið úr fjölda lita og haft lögun glerja að eigin víld. , - AIR TITANIUM var valin besta gleraugnaurngjörðin fyrir hönnun og tækni ó alþjóðlegu gleraugnasýningunni SII.MO '94 í Paris. ÓSKAR GUÐMUNDSSON, sjóntækjafræðingur og gleraugriahönnuður ósamt ÖNNU F. GUNNARSDÓTTUR (ANNA OG ÚTLITIÐ) leiðbeina við val ó gleraugum út fró arKjlítsfolli og lífsstíl í verslun okkar í Mjódd, Álfabakka 14, laugardaginn 3. desember fró kl. 12.00-18.00. Gleraugnctverslun í MjódcJ sími 872123 Gleraugnaverslun Kefiovikur sími 92-13811 1 I I \ 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.