Morgunblaðið - 03.12.1994, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 03.12.1994, Qupperneq 6
6 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Seljahverfi Fundað um þakhæðir BORGARSTJÓRN Reykjavíkur hefur samþykkt að fela borgar- skipulagi Reykjavíkur að boða til fundar með íbúðareigendum á Fálkhóli í Seljahverfi vegna nýtingar þakhæða í hverfínu. Hilmar Guðlaugsson, borgar- fuiltrúi Sjálfstæðisflokks, lagði tillöguna fram á borgarstjórn- arfundi á fímmtudag. Hún ger- ir ráð fyrir að tilgangur fundar- ins verði að fá viðhorf og hug- myndir íbúa um hvort mögulegt sé að auka nj'tingu þakhæða í þessu hverfí. Guðrún Ágústdóttir, fulltrúi R-lista, taldi að með kvistbygg- ingum myndi tilhneiging til að skipta húsum upp í fleiri íbúðir aukast. Þar með ykist bíla- stæðavandi í hverfinui. Hún lagði til að núverandi bílastæða- vandi yrði ræddur á fundinum. Málið kom til umræðu vegna umsóknar íbúa í Flúðaseli um kvistbyggingu og var umsókn- inni hafnað. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Deild fyrir blinda og sjónskerta vígð í Eir NÝ DEILD fyrir blinda og sjónskert á hjúkrunarheimil- inu Eir í Grafarvogi var vígð við hátíðlega athöfn fimmtu- daginn 1. desember. Kristín Aðalsteinsdóttir, deildarstjóri á heimilinu, sagði að rými væri fyrir 25 einstakl- inga í einbýli og tvíbýli á deild- inni. Fyrstu íbúarnir flyttust á deildina, sem væri á annarri hæð í suðurenda, á mánudag og kæmi þeir bæði af öðrum stofnunum og heimilum á höf- uðborgarsvæðinu. Á myndinni má sjá Sighvat Björgvinsson, heilbrigðisráð- herra, flytja ávarp við athöfn- ina og sjást sitjandi Páll Gísla- son, stjórnarformaður, hr. Ólafur Skúlason, biskup Is- lands, og frú Ebba Sigurðar- dóttir. Neytendasamtökin kæra áskriftarskilmála Stöðvar 2 Islenska útvarpsfélagið ítrekað kært til Samkeppnisstofnunar NEYTENDASAMTÖKIN hafa -sent kæru til Samkeppnisstofnunar vegna áskriftarskilmála Stöðvar 2. Sigriður Amardóttir, lögfræðingur Neytendasamtakanna, sagði að skil- málum Stöðvar 2 hefði verið breytt að hluta eftir kæru Neytendasam- takanna til Samkeppnisstofnunar í nóvember í fyrra. Við yfirstandandi myndlyklaskipti hafi hins vegar komið í ljós að gildandi áskriftarskil- málar væm ekki efnislega sam- hljóða skilmála frá því í desember í fyrra. Hún sagði Neytendasamtök- in knúin til að fara með málið í fjöl- miðla til að vekja athygli áskrifenda á höfuðborgarsvæðinu, sem énn ættu eftir að fá nýju myndlyklana, á ákvæðum skilmálans. Því miður væra um 19.000 manns úti á landi þegar búnir að skrifa undir hann. Jafet S. Ólafsson, útvarpsstjóri, seg- ir að aðeins hafí verið gerðar smá- vægilegar orðalagsbreytingar á samningnum. Fyrirtækið sé algjör- lega háð viðskiptavinum sínum og allar aðgerðir til að varpa skugga á góð samskipti við þá v.æru glap- ræði. Honum þykir Neytendasam- tökin gera úlfalda úr mýflugu í málinu. Neytendasamtökin hafa sent kæra til Samkeppnisstofnunar vegna einstakra ákvæða áskriftar- skilmálans, enda bijóti þau í bága við 20. grein samkeppnislaga um óhæfilega viðskiptahætti gagnvart hagsmunum neytenda. Túlkun ís- lenska útvarpsfélagsins á 4. máls- grein 2. greinar sé önnur en kemur fram í greininni. Þar segi að áskrif- anda sé óheimilt að tengja áskriftar- búnaðinn við sjónvarpstæki utan heimilis hans eða skráðs notkunar- staðar. Á hinn bóginn komi fram í bréfí Jafets Ólafssonar, útvarps- stjóra frá 1. nóvember, að sumarbú- staður eða annar tímabundinn dval- arstaður áskrifenda sé skilgreindur sem heimili hans. í kæranni segir að ákvæðið sé mjög óskýrt. Ekkert tillit til aldurs búnaðar Athugasemd er gerð við að í skil- málanum sé gert ráð fyrir að hægt sé að breyta áskriftartíma án þess að notandinn eigi endurkröfurétt á íslénska útvarpsfélagið. Slíkt ákvæði er talið mjög ósanngjarnt, því hagsmunir ÍU séu eingöngu hafðir til hliðsjónar. Ekki þykir held- ur réttlætanlegt að gera þá kröfu til áskrifanda að hann greiði kostn- aðarverð vegna nýs áskriftarbúnað- ar vegna viðgerða á áskriftarbúnaði af völdum slæmrar meðferðar, eða ef hann glatast eða eyðileggst, án tillits til aldurs búnáðarins. Sú regla, að fella megi útsending- ar niður, allt upp í viku, án þess að áskriftargjald sé endurgreitt er talin ósanngjörn. Þá er gerð athuga- semd við að ÍÚ geti ákveðið að breyta samningsskiimálum með því að segja þeim upp með mánaðar fyrirvara án þess að tekið sé fram að breytingarnar séu kynntar áskrifendum skriflega og með ákveðnUm fresti. Að lokum segir að áskrifandi eigi ekki að vera bundinn af samningi, hafí honum ekki verið gefið tæki- færi til að lesa hann. í skilmála segi að greiðsla áskrifanda á áskriftargjaldi eftir móttöku áskrift- arbúnaðar á heimili hans jafngildi undirskrift áskrifenda. „Þjófnaður á dagskrá" vandamál Jafet lagði áherslu á að áskriftar- skilmálar bæru þess merki að lög væra ekki skýr varðandi svokallað- an „þjófnað á dagskrá". Tekið yrði á því máli í frumvarpi menntamála- ráðherra sem lagt yrði fram á næst- unni. Ákvæði um að óheimilt væri að tengja áskriftarbúnað við sjón- varpstæki utan heimilis væri fyrst og fremst til að veijast misnotkun, t.d. lán á myndlykli eða skipulega framleigu og fjöltengingu. Akvæði um að IÚ væri heimilt að gera breyt- ingar á áskriftartíma ári þess að áskrifandi gæti gert kröfu til endur- greiðslu áskriftargjalds yrði ekki notað undir venjulegum kringum- stæðum. Annað ákvæði vegna greiðslna fyrir viðgerðir tæki aðeins á þeim tilMum þar sem áskrifandi eyðilegði vísvitandi áskriftarbúnað með óeðlilegri notkun. Jafet sagði að með ákvæði um að ÍÚ ábyrgðist ekki útsendingar- og móttökuskilyrði væri félagið t.d. að tryggja sig fyrir því að áskrifend- ur með ófullnægjandi loftnetsbúnað gætu gert kröfur á það. Breytingar á samningsskilmálum væra að sjálf- sögðu tilkynntar skriflega og áskrif- andi hefði ávallt tækifæri til að fara yfir samning fyrir undirritun. Sjúkraliðar segja tölur fjármálaráðherra staðfesta mikla launahækkun hjúkrunarfræðinga KRISTÍN Á. Guðmundsdóttir, for- maður Sjúkraliðafélagsins, segir að í svari fjármálaráðherra, sem lagt var fram á Alþingi í gær, komi fram upplýsingar sem staðfesti að með kjarasamningi hjúkrunarfræðinga frá því í maí í vor hafi laun hjúkrun- arfræðinga hækkað um 15% umfram laun sjúkraliða. Þorsteinn Geirsson, formaður samninganefndar ríkisins, hafnar því og segir að kjarasamning- ur hjúkrunarfræðinga hafí ekki raskað launabili milli hjúkrunar- fræðinga og sjúkraliða. Kröfur sjúkraliða raski hins vegar öllu launajafnvægi milli heilbrigðisstétta. Síðan verkfall sjúkraliða hófst hafa sjúkraliðar og samninganefnd ríkisiris nokkrum sinnum kallað blaðamenn á fund sinn og afhent þeim tölur um samanburð á launum sjúkraliða og annarra starfsstétta og þá sérstaklega samanburð á laun- um sjúkraliða og hjúkrunarfræð- inga. Tölumar hafa verið mjög mis- vísandi. Ástæðan fyrir þessari talna- leikfími er að krafa sjúkraliða er að fá sambærilega hækkun og aðrar heilbrigðisstéttir. Síðan -------- verkfall hófst, fyrir þrem- ur vikum, hefur hvor aðili fyrir sig borið saman launatölur fram og aftur án þess að komast að . sameiginlegri niðurstöðu. Launasamanburður án niðurstöðu Björn Arnórsson, hagfræðingur BSRB, sagði að sjúkraiiðar hefðu margsinnis lagt til að sérfræðingar frá deiluaðilum settust niður til að koma þessum talnagrunn á hreint. Þessu hefði samninganefnd ríkisins hafnað. Hann sagði að á þeim 20 áram, sem hann hefði starfað að samningamálum, hefði þetta verið meginverkefni sitt. Hann sagði að Segja hjúkrunarfræðinga hafa hækkað um 15% það myndi flýta mjög fyrir allri samningavinnu ef samningsaðilar kæmu sér saman um þann talna- grunn sem byggja ætti samningavið- ræðumar á. Þorsteinn Geirsson sagði að allar tölulegar upplýsingar um laun opin- bérra starfsmanna lægju fyrir. Hann minnti á að Bjöm sæti í kjararann- sóknamefnd opinberra starfsmanna þar sem allar tölur um laun opin- berra starfsmanna lægju fyrir. Björn heldur því hins vegar fram að lykil- upplýsingar um laun félaga í BHMR skorti. Sjúkraliðar segjast vera komnir með allar upplýsingar Kristín Guðmundsdóttir sagði að ---------------- með upplýsingum, sem BSRBvillað komu fram ‘ svari fjár' málaráðherra við fyrir- spum Ólafs Ragnars Grímssonar alþingis- Alþingi hagfræðingar meti tölurnar Greidd grunnlaun sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga samkvæmt upplýsingum fjármálaráðuneytisins Jan. ’90 Maf ’93 Okt. ’94 ’90-’94 ’93-’94 57.701 68.750 69.281 20% 1% 77.552 91.702 100.170 29% 9% 70.660 82.816 94.438 * 33% 14% Sjúkraliðar alls Hjúkrunarfræðingar alls Almennir hjúkrunarfr. * 15% almennra hjúkrunarfræðinga eiga kost á að verða deildarhjúkrunarfræðingar 1 þann 1. sept. 1994 og 8% almennra hjúkrunarfræðinga eiga kost á að verða deildar- hjúkrunarfræðingar 2 þann 1. jan. 1995. 1 "" manns á Alþmgi í gær, teldi Sjúkraliðafélagið sig vera búið að fá þær upplýsingar sem það hefði verið að bíða eftir. Þessar upplýs- ingar koma fram í meðfylgjandi töflu, en hún sýnir greidd mánaðar- laun sjúkraliða og hjúkrunarfræð- inga í janúar 1990, í maí 1993 og í október 1994. Um er að ræða greidd grannlaun án yfírvinnu og vaktaálags. Munur á dálkunum, hjúkrunarfræðingar alls og almennir hjúkrunarfræðingar, er að í fyrri dálkinum eru allir hjúkrunarfræð- ingar, deildarstjórar og aðrir yfír- menn. Seinni dálkurinn sýnir laun almennra hjúkranarfræðinga án yf- irmanna. Hluti almennra hjúkrunar- fræðinga á eftir að fá 3% launa- hækkun 1. september 1994 og 1. janúar 1995. Hækkunin 1. septem- ber er ekki nema að litlu leyti kom- in til framkvæmda. Þar að auki fá allir hjúkrunarfræðingar 1% greiðslu í vísindasjóð. Þetta tvennt segja sjúkraliðar að þýði um 2% hækkun. Ríkið vill horfa til lengri tíma Þorsteinn Geirsson sagði ekki að öllu leyti sanngjarnt að horfa ein- göngu á þetta tímabil. Ef laun þess- ara stétta væru borin saman frá árinu 1987 kæmi í ljós að launamun- ur hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða hefði verið 40% í janúar 1987, 34% í janúar 1990 og 44% í október 1994. Þorsteinn bendir á að byijunar- laun hjúkrunarfræðings á almennri deild hafi hækkað frá janúar 1990 til október 1994 um 17-19% á með- an byijunarlaun sjúkraliða hafi hækkað um 17%. Hæstu laun hjúkr- unarfræðings á almennri deild hafí hækkað um 29-32% á meðan laun sjúkraliða hafi hækkað _____________ semdir við þetta mat ríkisins. Þorsteinn Geirsson sagði að kröf- ur sjúkraliða röskuðu öllu jafnvægi milli launa einstakra starfsstétta í heilbrigðisgeiranum. Hann sagði nauðsynlegt að horfa á fleiri þætti en einungis laun hjúkrunarfræðinga og nefndi laun Sóknarstarfsmanna, matartækna, læknaritara og fleiri. Kristín Guðmundsdóttir hafnaði því að kröfur sjúkraliða fælu í sér rösk- un á launakerfinu. Röskunin hefði orðið með samningum sem ríkið gerði við hjúkranarfræðinga í maí í vor. Sérstaða hjúkrunarfræðinga Þorsteinn sagði að í þessu máli öllu þyrfti að hafa í huga að kjara- samningur hjúkrunarfræðinga væri um margt sérstakur. Hjúkrunar- fræðingar hefðu verið í tveimur fé- lögum, annnars vegar almennir hjúkrunarfræðingar og hins vegar háskólamenntaðir hjúkrunarfræð- ingar. Með samningi ríkisins við Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga í vor hefðu menn verið að sameina kjarasamninga þessara um 19%. Hagfræðingur Rfkið Seqir all- tvegg)a hoPa og þá eðli- BSRB vill ekki gera mikið ar tölur liaaia lega tekið það besta úr með þessar tölur og bend- báðum samningum. Þor- ir á að hinn eðlilegi sam- a DOroinu steinn sagði að eðlisbrevt- ingar væra að verða á menntun hjúkrunarfræðinga. Allir nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar ar tölur liggja á borðinu anburður séu greidd laun, en ekki einstök launaþrep. Raska launakerfinu Sjúkraliðar hafa krafist þess að 5.500 króna launahækkun komi á hvert launaþrep. Þetta þýðir um 9% hækkun á lægstu laun og hlutfalls- lega minni hækkun á aðra launa- flokka. Auk þess krefjast þeir ýmissa annarra breytinga á kjörum sínum. Samninganefnd ríkisins segir að samtals þýði þessar kröfur um 20% hækkun á Iaunum sjúkraliða. Sjúkraliðar hafa ekki gert athuga- væru með margra ára háskólapróf að baki. Það væri eðlilegt að þessi aukna menntun endurspeglaðist í laununum. Björn Arnórsson benti á að há- skólamenntaðir hjúkrunarfræðingar væru aðeins 20-25% af öllum hjúkr- unarfræðingum í dag. Mörg ár væru í að stettin yrði almennt skipuðum haskolamönnum. Hann sagðist því ekki fallast á þessi rök fyrir hækkun til hjúkrunarfræðinga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.