Morgunblaðið - 03.12.1994, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 03.12.1994, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ ■ 56 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1994 Stóra sviðið kl. 20.00: • VALD ÖRLAGANNA eftir Giuseppe Verdi Á morgun, fáein sæti laus, - þri. 6/12, laus sæti, - fim. 8/12, örfá sæti laus, næstsíðasta sýning, - lau. 10/12, uppselt, síðasta sýning. • GA UKSHREIÐRIÐ eftir Dale Wesserman Fös. 13. janúar, laus sæti. BGAURAGANGUR eftir Ólaf Hauk Símonarson f kvöld, 60. sýning, uppselt - fös. 6. jan., laus sæti. Ath. fáar sýningar eftir. •SNÆDROTTNINGIN eftir Evgeni Schwartz Byggt á ævintýri H.C. Andersen. Á morgun kl. 13, (ath. sýningartima) - mið. 28/12 kl. 17 - sun. 8. jan. kl. 14. Litla sviðið kl. 20.30: • DÓTTIR LÚSÍFERS eftir William Luce f kvöld, uppseit, aukasýn. fim. 8/12 kl. 20.30, síðasta sýning. Smíðaverkstæðið kl. 20.00: •SANNAR SÖGUR AF SÁLARLÍFI SYSTRA eftir Guðberg Bergsson í leikgerð Viðars Eggertssonar. Á morgun, næstsiðasta sýning, - þri. 6/12, síðasta sýning. GJAFAKORT í LEIKHÚS, SÍGILD OG SKEMMTILEG GJÖF Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Tekið á móti símapöntunum virka daga frá kl. 10.00. Græna línan 99 61 60 - greiðslukortaþjónusta. BORGARLEIKHUSIÐ sími 680-680 ' LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR STÓRA SVIÐIÐ KL. 20: • Söngleikurinn KABARETT — Frumsýning í janúar. • LEYNIMELUR 13 eftir Harald Á. Sigurðsson, Emil Thoroddsen og Indriða Waage. Sýn. lau. 3/12, fös. 30/12, lau. 7/1. LITLA SVIÐIÐ kl. 20: • ÓSKiN (GALDRA-LOFTUR) eftir Jóhann Sigurjónsson. Sýn. lau. 3/12, fös. 30/12, lau. 7/1. • ÓFÆLNA STÚLKAN eftir Anton Helga Jónsson. Sýn. fim. 29/12, sun. 8/1 kl. 16. Gjafakortin okkar eru frábær jólagjöf! Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga frá kl. kl. 13-20. Miðapantanir í síma 680680 frá kl. 10-12 alla virka daga. Greiðslukortaþjónusta. F R Ú E M I L í A| 1 L ,JJ K H U S 1 Seljavegi 2 - sími 12233. KIRSUBERJAGARÐURINN eftir Anton Tsjekhov. Sun. 4/12, fös. 9/12, lau. 10/12, sun. 11/12. Sýningar hefjast kl. 20. SfÐUSTU SÝNINGAR! Miðasalan opin frá kl. 17-20 sýningar- daga, sími 12233. Miðapantanir á öðrum tímum í símsvara. Leikbrúðuland Jólasveinar einn og átta Sýning í dag ki. 15.00, sunnud. 4. des. kl. 15.00. Síðustu sýningar. Miðasalan opnuð kl. 13.00. Sími 622920. Fríkirkjuvegi 11, Rvík. Sýnt í íslensku óperunni. Vegna gífurlegrar aðsóknar bætum við aðeins þessum sýningum við: Lau. 3/12 kl. 24, örfá sæti laus. Fim. 8/12 kl. 20, fös. 9/12 kl. 24, lau. 10/12 kl. 24. Bjóðum fyrirtækjum, skólum og stærri hópum afslótt. Ósóttar pantanir eru seldar 3 dögum fyrir sýningu. Miðapantanir i símum 11475 og 11476. Ath. miðasalan opin virka daga frá kl. 10-21 og um helgar frá kl. 13-20. Ath. miðasala lokuð á sunnudag. Ath. Síöustu sýningar! KatíiLcikhúslfj I HLADVARPANUM Vesturgötu 3 ____________ Eitfhvað ósagt — i kvöld og 10. og 16. des. Leikhús í tösku - jólasýning f. börn i dag kl. 14 og 16 10. og 17. des. MiöaverS aðeins 500 kr. Þó mun enginn skuggi vera til 8. oq 15 8. og T5. des.______ Lítill leikhúspakki Kvöldverður og leiksýning aðeins 1400 kr. á mann. Jólaglögg - Barinn opinn eftir sýningu. r Kvöldsýningar hefjast kl. 21.00 FOLKI NATASHA Richardson hefur verið mikið í sviðsljósinu síðustu misserin eftir að hún skildi við eiginmann sinn og tók sarnan við Liam Neeson, sem sló eftirminni- lega í gegn í hlutverki Oskars Schindler í „Schindler’s List“. Þau hittust fyrst þegar þau léku saman á Broadway í leikrit- inu „Anna Christie" eftir Eugene O’Neill, og ekki Ieið á löngu þar til þau byrjuðu að vera saman. Eftir að þau giftu sig í haust hafa þau vakið mun meiri at- hygli heldur en ýmis önnur fræg hjón í kvikmyndaheiminum, og verða til dæmis Kenneth Bra- nagh og Emma Thompson, Renny Herlin og Geena Davis, Tom Cruise og Nicole Kidman að láta sér lynda minni umfjöllun og athygli fjölmiðlanna. Aður en þau byrjuðu að vera saman urðu þau Natasha og Liam hins vegar að láta sér nægja meiri virðingu en dálksentí- metra, en saman eru þau hund- elt af ljósmyndurum og sífellt á milli tannanna á fólki sem lifir og hrærist í skemmtanaiðnaðin- um. Þau hjónakornin sjást nú á næstunni saman í kvikmyndinni „Nell“, en í henni leika þau geð- lækna sem annast og rannsaka unga konu sem alist hefur upp meðal dýra í óbyggðum og aldrei hefur komist í snertingu við aðr- ar manneskjur, en með hlutverk hennar fer Jodie Foster. Hin 31 árs gamla Natasha kemur úr mikilli leikaraætt í Bretlandi en móðir hennar er Vanessa Redgrave, dóttir Michel Redgrave, og faðir hennar er leikstjórinn Tony Richardson. Natasha kom fyrst fram í kvik- myndinni „The Devils“ sem Ken Russell leikstýrði, en í henni fór Vanessa móðir hennar með hlut- verk bæklaðrar nunnu með brók- arsótt. Eftir nám í leiklistarskóla hreifst hún mest af myndum Judy Garland, „Coal Miner’s Daug- hter“, „The French Lieutenant’s Woman" og „Julia“, en fyrir hlut- verk sitt í þeirri mynd hlaut móð- ir hennar OsakarsVerðlaun. en Liam var orðaður við hlutverk í myndinni. Þau hafi bæði haft mikinn áhuga á þessum hlutverk- um annað hvort saman eða þá ella einungis annað þeirra. „Við vissum að ef annað okkar fengi ekki hlutverk í myndinni myndi það ekki þýða að hitt hætti við. Við vorum alls ekki eins og einhver pakki sem í boði var. Persónan sem ég leik er haldin svo mikilli fullkomnunar- áráttu að hún getur ekki opnað sig og tekið áhættuna að verða ófuiikomin að einhveiju leyti. Þetta þekki ég vel, því ég hef gengið í gegnum þetta sjálf og þurft að yfirstíga þessar tilfinn- ingar. Helsti munurinn á mér og henni er sá að hún er ekki i tengslum við tilfinningar sínar, en ég er hins vegar í of miklum tengslum við mínar tilfinningar.“ Meðal hlutverka sem Natasha segir að hana hafi hungrað í að leika eru hlutverk Debru Winger í „The Sheltering Sky“, hlutverk Meg Ryan í „Sleepless in Seattle" og hlutverk Michelle Pfeiffer í „The Age of Innocence". Hún viðurkennir að hún hafi ekki allt- af fengið þau hlutverk sem hún hafi sóst eftir, og sömuleiðis hafi hún hafnað hlutverkum sem hún hafi seinna dauðséð eftir að hafa gert. Sérstaklega hafi ein mynd sem hún neitaði hlutverki í orðið mjög vinsæl, en sögusagnir herma að það hafi verið „How- ard’s End“. Natasha segir að þrátt fyrir að hún sé í óðaönn að reyna að skapa sér stjörnunafn hafi hún mikinn hug á að eignast börn með Liam. Hún þekki fjölda dæmi um að leikurum hafi tekist að lifa hamingjusömu fjölskyldu- lífi, en það sé þó mun erfiðara fyrir leikkonur en leikara því þær verði að taka sér ársfrí frá kvikmyndaleik vegna barneigna. Engu að síður vilji hún að þau hjónin eignist börn, en leggur samt áherslu á að hún vilji ekki að þau feti í fótspor foreldranna og verði leikarar. Natasha villá Nastasha Richard- son er á góðri leið með að verða ein skærasta kvik- myndastjarna Hollywood. ÞAÐ fer vel á með þeim hjónakomunum Natöshu Richardson og Liam Neeson. Eftir að hún hóf kvikmynda- leik kom Natasha aðallega fram í myndum sjálfstæðra kvik- myndagerðarmanna, allt frá „Patty Hearst" til „The Hand- maid’s Tale“, en það var snilldar- leg frammistaða hennar í leikrit- inu Ánna Christie sem varð til þess að henni fóru að bjóðast bitastæðari hlutverk, en Natasha var tilnefnd til Tony-verðlaun- anna fyrir hlutverk sitt í leikrit- inu. Hin mikla umfjöllun og frægð sem þau hjónin hafa hlotið upp á síðkastið hefur orðið til þess að Natasha gerir nú meiri kröfur til hlutverka sem henni bjóðast og er hún jafnvel sögð eiga í vændum að verða meðal skær- ustu kvikmyndastjama Banda- ríkjanna. „ Að vera stjaraa skiptir mig miklu máli því ég vil geta valið úr þeim kvikmyndahandritum sem einhverju máli skipta, en em í raun sárafá jafnvel fyrir þær fimm fremstu í faginu,“ sagði hún nýlega í blaðaviðtali. Aðspurð um hvort sambúðin með Liam Neeson hefði orðið til þess að hún fékk hlutverk geð- læknisins í „Nell“ segir Natasha svo alls ekki vera. Hún hafi lesið rulluna og gefið kost á sér áður Eitt blað fyrir alla! - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.