Morgunblaðið - 03.12.1994, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 03.12.1994, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1994 43 lengst til hagsbóta öllum sem hér undir Jökli búa. Ekki veitir okkur af. Höfðinginn Rögnvaldur er kvaddur með virðingu. Eiginkonu hans og öðrum að- standendum vottum við hjónin samúð okkar. Helgi Kristjánsson. Fallinn er í valinn Rögnvaldur Ólafsson, framkvæmdastjóri Hrað- frystihúss Hellissands. Það skarð verður vandfyllt, hann var vakinn og sofinn yfir velferð fyrirtækisins og öllum málum sem til framfara horfðu fyrir Hellissand og Snæ- fellsnes. Hellissandur hefur misst mikið, því hann var einn traustasti hlekkur byggðarlagsins, sem allir gátu reitt sig á. Kynni mín við fjöl- skyldu Rögnvalds Ólafssonar hóf- ust fyrir hartnær fjörtíu árum, þeg- ar ég kom fyrst til Hellissands að heimsækja konuefni mitt, en faðir hennar var verkstjóri í frystihúsinu hjá Rögnvaldi, og var því mikill samgangur milli heimilanna. Síðan hafa verið farnar æðimargar ferðir vestur á Hellissand, sérstaklega þegar tengdaforeldrar mínir bjuggu þar. Ávallt var komið í heimsókn til Rögnvalds og Jónu, dægurmálin rædd og slegið á létta strengi. Já, vináttuböndin hafa ver- ið kyrfilega treyst í gegnum tíðina. Ég minnist sérstaklega áramóta fyrir hartnær þrjátíu árum þegar ég og fjölskykia mín vorum á Hellissandi yfir jól og áramót. Vor- um við boðin á heimili Rögnvalds og Jónu ásamt tengdaforeldrum mínum og fjölskyldu Jónasar, bróð- ur konu minnar. Vorum við boðin til þeirra á gamlárskvöld. Þar var mjög glatt á hjalla, sagðar sögur, spjallað og sungið, etið og drukkið. Heim var ekki farið fyrr en klukk- an átta um morguninn. Sjaldan hef ég séð Rögnvald glaðari og kátari en þessa nótt. Já, þetta voru góðir dagar og gott að ylja sér við minn- ingu þeirra. Rögnvaldur var einlægur sjálf- stæðismaður, skoðanafastur og gott var að leita til hans um hin margvíslegu úrlausnarefni varð- andi þjóðmálin. Þá voru ótaldar allar laxveiðiferðirnar sem við Rögnvaldur fórum saman í, en hann hafði mjög gaman af þeirri íþrótt að veiða lax. Eins og að fram- an er getið, var mikill vinskapur milíi tengdaforeldra minna og fjöl- skyldu Rögnvalds og Jónu og féll þar aldrei skuggi á. Þá var Olafur sonur þeirra mjög hlýr og góður tengdaforeldrum mínum, og minn- ist tengdamóðir mín hans ætíð með hlýhug. Elsku Jóna, við hjónin, ásamt ijölskyldum Hallsbæjar-systkina og tengdamóður minnar, vottum þér og öllum ættingjum og vinum dýpstu samúð og biðjum góðan guð að styrkja þig á þessum erfiðu stundum. Hörður Pálsson. Rögnvaldur Ólafsson starfaði um árabil sem skrifstofumaður hjá hraðfrystihúsinu í Innri-Njarðvík. Árið 1950 gerðist Rögnvaldur framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Hellissands, er stofnað hafði verið árið 1941 af áhugasömum fram- kvæmdamönnum á Snæfellsnesi og Reykjavík, og var félaginu ætlað að stunda alhliða fískvinnslu. Árið 1943 hóf félagið hraðfrystingu sem þá var óðum að ryðja sér rúms og gerðist það sama ár aðili að Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna. Árið 1983 brann hraðfrystihúsið til kaldra kola, og var þá afráðið að reisa nýtt hraðfrystihús á hafnar- bakkanum á Rifi. Húsið sem var í alla staði hið vandaðasta tók til starfa fullbúið í febrúar 1985. Sam- hliða vinnslu bolfisks hófst rækju- vinnsla í húsinu árið 1987. Rögn- valdur var af lífi og sál í fekstri félagsins alla tíð og var við brugð- ið áhuga hans og atorku við upp- byggingu félagsins í kjölfar brun- ans. Rögnvaldi voru falin margvísleg trúnaðarstörf. Hann sat m.a. í stjórn Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna frá 1972 til ársins 1991 og hafði áður setið í varastjórn félagsins frá 1965. Hann lét sig ætíð hagsmuni félagsins miklu varða og var einlægur baráttumað- ur fyrir bættum hag fiskvinnslunn- ar. Hann var ekki gefinn fyrir að hafa sig mikið í frammi, en glögg- ur var hann á leiðir til lausnar vanda þegar til hans var leitað og lagði þá jafnan gott til mála. Við- mót hans var hlýtt og svipurinn bjartur. Oft var stutt í gamansem- ina og átti Rögnvaldur létt með að slá á létta strengi. Við samstarfsmenn Rögnvalds í stjórn SH minnumst hans með hlýju og þakklæti fyrir ánægjulegt sam- starf. Eftirlifandi eiginkonu hans, börnum og barnabörnum og öðrum aðstandendum er vottuð dýpsta samúð. Jón Ingvarsson. Sól er sigin til viðar. Hann Rögn- valdur á Sandi er dáinn, valinkunn- ur sæmdarmaður, stórbrotinn per- sónuleiki, eftirminnilegur öllum þeim er honum kynntust. Hann skilur eftir sig stórt skarð í röðum samtíðarmanna sinna. Lítið sjávarpláss á á bak að sjá máttarstólpa í atvinnumálum Vest- urlands. Ungur að árum kemur hann til Hellissands í því skyni að rétta við hag frystihússins á staðn- um sem átti þá í vök að veijast. Þetta var árið 1950 þegar gert var út í Krossavík, bátaflotinn lítill og smár og allar samgöngur á landi í ófremdarástandi. Rögnvaldur mun ekki hafa hugsað sér að hafa langa dvöl þarna, eða í eitt til tvö ár, á meðan hann væri að rétta við hag frystihússins, en þessi stutti tími átti eftir að verða lengri eða í 44 ár. Hann horfði sívökulum augum sérhvern dag á sem flesta þætti fyrirtækisins og var fljótur að átta sig á afkomunni frá degi til dags. Til hinsta dags var hann sívinn- andi, þó að aðaiþunginn væri nú kominn í hendur Ólafs sonar hans. í sögu fyrirtækisins komu fyrir erfiðleikatímabil sem þurfti að yfir- stíga og ráða fram úr. Eitt stærsta áfallið var þegar frystihúið brann fyrir um það bil tíu árum. Ekki kom annað til greina en að endurreisa allar byggingar. Hann sýndi þá mikla framsýni og reisti þá húsin á hafnarbakkanum í Rifi, þar sem nú er rekin umfangsmikil fiskverk- un, svo að segja eina fyrirtækið í vinnslu sjávarafurða í landi sem er innan marka hins gamla sveit- arfélags Neshrepps. Það segir sig sjálft að mikils virði er fyrir allt byggðarlagið að afkoman sé sem best. Ef einhvern tíma verður skrif- uð saga Neshrepps þá yrði þáttur frystihússins með Rögnvald í aðal- hlutverki merkilegt innlegg í þá sögu og öldum og óbomum til eftir- breytni. Hann hafði ýmis störf á höndum fyrir sitt byggðarlag og má þar til nefna Sparisjóð Hellis- sands á meðan hann var starfrækt- ur. Ennfremur var hann sýslu- nefndarformaður fyrir sitt sveitar- félag til margra ára. Rögnvaldur vr þéttur á velli og þéttur í lund, traustur vinur sem réð manni heilt og vil ég þakka honum vináttu hans og heilræði alla tíð. Samfélag okkar hér á Hellissandi verður nú svipminna og verður skarðið vandfyllt. Hann var skoðanafastur og átti ekki í vanda með að rökstyðja mál sitt. Það var gott á hann að hlýða, framkoma örugg og allt fas traustvekjandi. í hópi vina var hann glaðlyndur og gamansamur og sagði vel frá. Að leiðarlokum þakka ég þessum stórbrotna samferðamanni góð kynni. Megi minning hans verða leiðarsteinn inn í framtíðina. Konu hans og börnum votta ég innilega samúð mína. Kristinn Kristjánsson. Mig langar að minnast Rögn- valds vinar míns nokkrum orðum M1IMNIIMGAR þar sem ég get ekki vegnar dvalar erlendis fylgt honum síðasta spöl- inn. Það eru tæp tuttugu ár liðin frá því að ég hitti Rögnvald fyrst eða í byijun árs 1975, en ég var þá nýkominn til starfa sem læknir í Ólafsvík, ungur og lítt lífsreyndur. Fyrstu kynni mín af Rögnvaldi voru á vettvangi Sjálfstæðisflokksins, en þar var hann alla ævi ötull baráttu- maður, fastur fyrir og fylginn sér. Eftir nokkurra ára dvöl fyrir vestan mynduðust vináttubönd milli mín og Sigríðar konu minnar og þeirra heiðurshjóna Rögnvalds og Jónu. Þessi vinátta varð æ sterkari og tryggari eftir því sem árin liðu þó svo að aldursmunur væri verulegur. Eftir að við Sigríður fluttumst suð- ur 1988 styrktust böndin enn betur og við hjónin fundum æ sterkar hvílíka vildarvini við áttum í þeim hjónum Rögnvaldi og Jónu. Þau hafa verið ötul við að líta inn á ferðum sinum hér syðra og þeim hefur ávallt fylgt glaðværð og hressileiki. Á sama hátt höfum við reynt að endurgjalda vináttuna og sótt þau hjón heim vestur flest síð- ustu sumur og dvalið hjá þeim í stórkostlegu yfirlæti. Fyrir þetta allt verðum við Sigríður ævinlega þakklát. Rögnvaldur Ólafsson var mynd- arlegur maður, sem bar aldurinn vel. Því kom skyndilegt fráfall hans okkur vinum hans í opna skjöldu. Rögnvaldur fylgdist afar vel með þjóðmálum almennt. Hann var alla tíð eindreginn stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins. Rögnvaldur var maður mjög vandaður, honum mátti alltaf treysta. Hann sagði ekki meira en hann gat staðið við. Með skoðanir sínar fór hann aldrei leynt, undirferli og baktjaldamakk voru honum ekki að skapi. Menn vissu ávallt hvar þeir höfðu Rögn- vald, jafnt samheijar sem andstæð- ingar. Auk mikils þjóðmálaáhuga og áhuga á atvinnulífinu hafði Rögn- valdur feiknalega mikinn áhuga á allskonar íþróttum- og fylgdist grannt með. Þótti Jónu vinkonu okkar stundum fullmikið af því góða þegar Rögnvaldur las Morg- unblaðið samhliða þvi að hlusta á frettir í útvarpi og horfa á íþróttir í sjónvarpi. Sjálfur var Rögnvaldur glúrinn veiðimaður og dró margan laxinn á land um ævina. Það er til marks um hve stórhuga og kjarkmikill athafnamaður Rögn- valdur vinur minn Ólafsson var, að fyrir um áratug brann fyrirtæki hans Hraðfrystihús Hellissands, til kaldra kola. Fyrirtækið hafði Rögn- valdur byggt upp af myndarskap og dugnaði. Fyrirtækið hafði alla tíð verið vel rekið og við brunann nær skuldlaust. Margur hefði búist við að við brunann myndi Rögnvald- ur leggja árar í bát enda þá kominn hátt á sjötugsaldur. Svo var aldeilis ekki. Rögnvaldur fór strax í að byggja fyrirtækið upp á hafnar- bakkanum í Rifí. Á nokkrum árum tókst honum að rétta reksturinn við og hefur skilað umtalsverðum hagnaði á síð- ustu árum á meðan flestir aðrir hafa verið að tapa í sjávarútvegi eða hreinlega að gefast upp. Rögn- valdur hafði ávallt í heiðri og að leiðarljósi hin gömlu góðu gildi, að vera heiðarlegur og samviskusamur og standa ávallt við sitt. Margsinnis þegar ég ræddi við vin minn Rögnvald um það hvernig honum tækist að skila hagnaði á meðan aðrir töpuðu fékk ég ávallt sama svarið: „Ég hef aldrei á ævinni skrifað út innistæðulausa ávísun og mun aldrei gera.“ Við það stóð Rögnvaldur svo sannarlega. Mér er í dag söknuður efst í huga. Söknuður að sjá á eftir góð- um vini yfir móðuna miklu. Söknuð- ur að fá ekki lengur að njóta sam- vista við Rögnvald Ólafsson, ræða hressilega við hann um þjóðmálin og þiggja frá honum neftóbakskorn. Élsku Jóna mín, Óli og fjöl- skylda, Þuríður og fjölskylda. Guð veri með ykkur og styrki ykkur í sorg ykkar því missir ykkar er mik- ill. Kristófer Þorleifsson. Ég heyrði Rögnvalds Ólafssonar fyrst getið fyrir mörgum árum í samtali við afa minn Kristján Jó- hann Kristjánsson. Afi minn var ættaður af Snæfellsnesi og heima- hagarnir voru honum kærir. Hann hafði þó nokkrum árum áður geng- ið til liðs við Sigurð Ágústsson í Stykkishólmi með það markmið í huga að koma fótum • á ný undir rekstur frystihúss á Hellissandi. Afi minn fékk það verkefni að afla fjárstuðnings frá kaupsýslumönn- um í Reykjavík, en jafnframt lögðu starfsmenn og fleiri heimamenn fram fé til stuðnings málefninu. Framkvæmdastjóri hins endur- reista fyrirtækis hafði verið ráðinn Rögnvaldur Ólafsson. Þegar þetta samtal okkar átti sér stað, stóð fyrirtækið traustum fótum og var í öruggum rekstri. Reykvísku kaupsýslumennirnir höfðu ekki glatað sínu fé, og þeir sem vildu höfðu fengið framlag sitt endurgreitt. Heimamenn höfðu líka með stuðningi sínum tryggt fjölda fólks atvinnu hjá traustu fyrirtæki. Ekki man ég nú lofsyrði afa míns um Rögnvald, en hitt er víst að nafn hans festist í huga ungl- ingsins. Síðar, þegar ég að afa mínum gengnum fór að fylgjast með rekstri fyrirtækisins, sé ég að þeir höfðu ekki talið ástæðu til að funda mikið og því síður að bóka stíft. Ástæðan var ofur einföld. Rögnvaldur, sem þó var aðeins minnihlutaeigandi, hélt ávallt utan um þetta fjöregg Hellissands sem sitt eigið. Honum var einfaldlega treyst fullkomlega og hann reis svo sannarlega undir því trausti. Fyrir- tækinu var stjórnað af dugnaði og eljusemi og hófs gætt í hvívetna. Hin síðari árin hefur Ólafur sonur hans starfað af dugnaði við hlið föður síns. Sá tími sem ég starfaði með Rögnvaldi í stjórn frystihússins hefur verið mér mikilvægur. Gott hefur mér þótt að fá innsýn í rekst- ur undirstöðufyrirtækis sem þessa, en meira hefur mér þótt um vert að hafa fengið að kynnast hugsjón- um og viðhorfum þessa kröftuga baráttumanns.'Hann hafði skoðan- ir og setti þær fram skýrt ög skor- inort og af rökfestu. Við vorum sammála um, að ekki ætti að binda fiskveiðikvóta við skipsskrokka ein- vörðungu, og fáa veit ég núlifandi hafa helgað sér meiri rétt til að- gangs að auðlindinni en þennan dugmikla fiskverkanda á Snæfells- nesi. í stormasömu og ótraustu umhverfi sjávarútvegs stóð hann áratugum saman, aldrei bugaður og markmiðin voru ávallt skýr. Þetta eru einkenni á sönnum for- ustumanni. Fráfall þessa máttarstólpa er missir fyrir hans heimabyggð. En það er líka skarð fyrir skildi í at- vinnugreininni og hjá félögum hans í Sölumiðstöðinni, þar sem hann skipaði sér í forystuveit um árabil. Einu er þó ástæða að gleðjast yfir, og það er að fram til síðasta dags sá hann ævistarfið, Hraðfrystihús Hellissands, standa traustum fót- um. Ég vil færa eiginkonu hans Jónu og börnunum Olafi og Þuríði og þeirra fjölskyldum mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Leifur Agnarsson, formaður stjórnar Hrað- frystihúss Hellissands. Þegar mér barst sú fregn að hann Rögnvaldur á Hellissandi væri dáinn þá setti mig hljóðan. Þegar manni í fullu fjöri eins og Rögnvaldi er kippt frá okkur á jafn sviplegan hátt og nú þá spyr mað- ur sig þeirra spurninga: Hvers vegna, af hveiju núna og í hvaða tilgangi? Við þessum spurningum fáum við sjálfsagt seint svör, en það er bjargföst trú mín að tilgang- ur þessa sé mikill og verðugur og að Rögnvaldi sé ætlað mikilvægt hlutverk annars staðar. Rögnvaldi kynntist ég fyrir um fimmtán árum þegar leið mín lá til Ólafsvíkur. Ég ætlaði mér ekki á þeim tíma að setjast að í Ólafs- vík til langframa, en eftir stutta dvöl mína hér og kynni mín af Rögnvaldi og fjölmörgu öðru góðu fólki, hef ég ílengst hér á utan- verðu Snæfellsnesi. Það má kannski segja að áhrifin frá Rögn- valdi og þau nánu kynni sem með okkur tókust strax hafi ráðið hvað mestu um það að ég hóf þá starf- semi hér sem ég hef nú með hönd- um, líkt og hjá honum sjálfum, þegar vinir hans báðu hann á haustdögum 1950 að fara til Hellis- sands og veita þar forstöðu frysti- húsinu á«staðnum. Hann sagði mér að hann hefði ætlað að gera það fyrir þá góðu vini sína í eitt ár, en árin urðu síðan 44, því hann starf- aði allt til dauðadags í fullu starfi sem framkvæmdastjóri Hraðfrysti- húss Hellissands hf. Þessi 44 ár hans í því starfi hafa verið honum, fyrirtækinu og ekki síst byggð- arlaginu öllu mikið heillatímabil. Rögnvaldi verður seint nægilega þakkað, af hálfu allra sem hér búa, það starf sem hann hefur innt af hendi við uppbyggingu og efl- ingu atvinnulífsins í sinni heima- byggð. Sá grunnur sem hann hefur lagt hér á vonandi eftir að standa um ókomin ár öllum til heilla sem hér búa. Rögnvaldur gegndi mörgum trúnaðarstörfum á sviði sjávarút- vegs og er það fyrst að nefna stjórnarstörf hjá Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna, í varastjórn frá 1965 og aðalstjóm frá 1972 og allt til ársins 1991. Einnig átti hann sæti í stjórn Skreiðarsamlags- ins, fulltrúi í sýslunefnd fyrir sitt byggðarlag til margra ára, stjórn- ar- og starfsmaður Sparisjóðs Hell- issands í fjölmörg ár, í stjórn Vinnuveitendafélags Breiðfjarðar auk fjölmargra trúnaðarstarfa fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ekki er hægt að ljúka þessum fáu orðum án þess að minnast á og þakka fyrir sam- starfið við Rögnvald innan Sjálf- stæðisflokksins og segir mér svo hugur nú að kosningabarátta okkar sjálfstæðismanna hér verði að því leytinu öðruvísi hér eftir en hingað til að aðalspekúlantinn okkar um tölur, fyrri úrslit og svo margt sem okkur skipti svo miklu máli, vantar á meðal okkar. Ég vil að endingu þakka fyrir það að hafa fengið að kynnast Rögnvaldi og starfa með honum að hinum ýmsu málum á sl. fímmt- án árum. Þau góðu kynni hafa verið mér hvað traustust í mínu starfi, því á Rögnvald gat ég alltaf reitt mig til skrafs og ráðagerða þegar mig vantaði góð ráð. Elsku Jóna, Óli og Þuríður, ég og fjölskylda mín vottum ykkur og fjölskyldum ykkar dýpstu samúð okkar og vonum að minningin um góðan félaga og vin lifi að eilífu. Páll Ingólfsson. Þegar Rögnvaldur vinur okkar er dáinn er margs að minnast. Þær voru ekki fáar stundirnar sem við áttum með þeim hjónum bæði hér heima og á sólarströnd, því það var fastur liður hjá okkur nú síðustu ár að fara saman út og þá aðallega til Kanarí. Betri ferðafélaga var ekki hægt að hugsa sér. Einnig eru ferðirnar vestur á Hellissand ofar- lega í huga á þessari stundu. Oft var vakað fram eftir nóttu og lands- málin og pólitíkin rædd því þar var Rögnvaldur vel að sér í öllu. Var það mjög lærdómsríkt. Þá má ekki gleyma stundunum í veiði í Flekku- dalsá nokkur sumur. Rögnvaldur var traustur félagi, léttur í lund og gerði gott úr öllu. Elsku Jóna, þinn missir er mikill og biðjum við guð að styrkja þig. Einnig sendum við Óla, Hildi, Þui-ý, Jóni og börnum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ragna og Magnús. Fleirí minningargreinar um Rögnvald Ólafsson bíða birt- ingar og munu birtast næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.