Morgunblaðið - 03.12.1994, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.12.1994, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1994 29 Boðkeflið í síðastliðnum mánuði sendi danski húsnæðisráðherrann frá sér eins konar tilmæli á þann hátt að þau færu sem boðkefli á milli húsnæðisráðherra Norðurland- anna. Tók einn við boðunum af öðrum og í lokin voru þau afhent mér á málþingi í Reykjavík 25. nóvember. Tilmælin sen fengu heitið „Skilmæli" fjalla um að- gengi fyrir alla á byggðu bóli. Skilmælin sem flutt voru á þessum fundum eru hvatning til þeirra fulltrúa Norðurlandanna sem taka þátt í evrópskri samvinnu á sviði byggingar- og skipulagsmála að draga fram í sviðsljósið norræna staðla um aðgengi fyrir fatlaða. Þar er þess getið að reglur Sam- einuðu þjóðanna kveði á um að tryggja eigi fötluðu fólki jafnrétti og fulla þátttöku í samféláginu og að ásamt bræðraþjóðum okkar á Norðurlöndunum erum við aðilar að þeim reglum. Ein af reglunum fjallar um aðgengi á byggðu bóli og á því sviði höfum við Norður- landabúar það sameiginleg sjónar- mið að allir, þeirra á meðal fatlað- ir, skuli hafa óheftan aðgang og not af byggingum og öðrum mann- virkjum í samfélaginu. Það er einnig í fleiri veigamiklum atriðum sem norræn sjónarmið eru frá- brugðin sjónarmiðum margra ann- arra Evrópulanda. I skilmælunum segir að við álítum mikilvægt að koma á framfæri í evrópskri sam- vinnu þeirri sameiginlegu norrænu sýn sem kynnt er í skilmælunum. Margir verða að taka höndum saman Þegar ég tók við boðkeflinu með skilmælunum góðu lýsti ég því yfir að það væri með góðum vilja. Það er mikilvægt að vinna stöðugt að úrbótum í málum fatlaðra og þá ekki síst að bættu aðgengi og ferlimálum. Og það er einmitt til- gangurinn með því að að Alþingi taki sérstaka umræðu um þróun, stöðu og horfur í málefnum fatl- aðra. Það er með sérstakri áherslu á aðgengi og atvinnumál fatlaðra sem að sú umræða fer fram. Ég vænti þess að þegar í næstu viku verði unnt að taka skýrsluna til umræðu á Alþingi og að sú um- ræða verði með þeim jákvæðu for- merkjum að allir þingmenn séu tilbúnir að leggjast á eitt til þess að þróa og bæta þau mál sem eru svo mikilvæg fyrir þann þjóðfé- lagshóp sem þarf á stuðningi okk- ar allra að halda. Höfundur er félagsmálaráðherra. ísland var fyrst nor- rænna ríkja til að þýða reglurnar, segir Olöf Ríkarðsdóttir, sem hér íjallar um nokkurs konar mannréttinda- skrá fatlaðra. urnar hafa þegar vakið mikla at- hygli Víða um heim. í Ástralíu eru t.d. komin ný lög um 'málefni fatl- aðra og byggja þau að miklu leyti á þessum reglum. Á Indlandi eru í undirbúningi ný lög um málefni fatlaðra sem einnig skulu byggð á reglunum og Suður- Afríka hefur einnig í hyggju að gjöra slíkt hið sama í áföngum. Fleiri lönd mætti telja. Nú hafa ríkisstjórnir aðildarlanda SÞ, samtök fatlaðra um heim allan og aðrir sem láta sig varða almanna heill, fengið nýtt verkfæri í hendurn- ar, staðlaðar reglur Sameinuðu þjóð- anna um jafna þátttöku fatlaðra. Það er okkar allra að hrinda þeim í framkvæmd. Höfundur er formaður Öryrkjabandalags íslands. 0 BÓKUM GEYSISHÚSINU 3.-11. desember OKKAR ANÆGJA: SAMTOK IÐNAÐARINS FÉLAG BÓKAGERÐARMANNA SAMTÖK GAGNRÝNENDA BÓKAVARÐAFÉLAG ÍSLANDS FÉLAG ÍSLENSKRA BÓKAÚTGEFENDA HAGÞENKIR FÉLAG ÍSLENSKRA BÓKA- 0G RITFANGAVERSLANA RITHÖFUNDASAMBAND ÍSLANDS D A G S K R A : LAUGARDAGUR 3. DESEMBER Opnun kl. 14:00. Dagskrá fyrir börn kl. 15.00 Höfundar kynna verk sín: Elías Snæland Jónsson Guðjón Sveinsson Iðunn Steinsdóttir Olga Guðrún Árnadóttir Steinunn Jóhannesdóttir SUNNUDAGUR 4. DESEMBER Dagskrá kl. 15:00. Höfundar kynna verk sin: Árni Bergmann Nína Björk Árnadóttir Páll Pálsson Pétur Gunnarsson Silja Aðalsteinsdóttir Sýning á myndskreytingum: Búí Kristjánsson Erla Slgurðardóttir Sigrún Eldjárn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.