Morgunblaðið - 03.12.1994, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.12.1994, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ +Jóhanna C.M. Jóhannesson fæddist í Flensborg í Þýskalandi 19. mars 1908. Hún lést í vistheimilinu Seljahlíð í Reykja- vík 23. nóvember síðastliðinn. Jó- hanna var dóttir hjónanna Margar- ethe Svensson og Heinrich Svensson. Hún átti einn al- bróður, Karl Jo- hann Heinrich Svensson, sem nú er látinn, og einn hálfbróður, Heinrich Brogmus, sem búsett- ur er í Flensborg. Jóhanna nam bókasafnsfræði og starfaði á Héraðsbókasafninu í Flensborg til ársins 1929, þegar hún flutt- ist til íslands. Eiginmaður hennar var Friðþjófur Ó. Jó- hannesson útgerðarmaður og forstjóri á Vatneyri við Pat- reksfjörð. Þau eignuðust fjögur börn. Þau eru: Unnur, Kristinn, Kolbrún og Bryndís. Minning- arathöfn um Jóhönnu var í Fossvogskirkju þriðjudaginn 29. nóvember, en útför hennar fer fram frá Patreksfjarðar- kirkju í dag. ELSKULEG amma okkar er látin. í okkar huga var hún alltaf amma á Patró. Ævi hennar var að mörgu leyti óvenjuleg. Hún var fædd og uppalin í landamæraborginni Flens- borg og var í æsku jafnvíg á þýska og danska tungu. Faðir hennar Heinrich Svensson af sænskum ætt- um, en hann missti hún ung er hann féll í fyrra stríðinu. Móðir hennar Margarethe hafði þá fyrir tveimur ungum bömum að sjá. Síðar giftist móðir hennar aftur Peter Brogmus og áttu þau einn son, Heinrich, sem búsettur er í Flensborg. Amma var mikil námsmanneskja og góðum gáfum gædd. Hún hafði undurfagra söngrödd og lék listavel á lútu. Bróðir hennar Karl bjó einn- ig yfir miklum tónlistarhæfíleikum og margir sem honum kynntust minnast fagurrar barítonraddar hans. Amma lagði stund á bókasafns- fræði og vann sem ung kona á Héraðsbókasafninu í Flensborg. Á þeim tíma stundaði ungur íslend- ingur verslunamám í Flensborg. Hann hét Friðþjófur Ó. Jóhannes- son frá Vatneyri. Þetta unga fólk kynntist árið 1925 og felldu þau hugi saman. Eftir að Friðþjófur fór aftur til íslands héldu þau uppi bréfasambandi og árið 1929 kom Friðþjófur aftur út og sótti brúði sína. Þau giftu sig á Vatneyri 20. desember árið 1929. Oft höfum við velt því fyrir okkur hvemig afa tókst að lokka ömmu frá hinum gróðursæla og friðsæla bæ sem Flensborg er, um langan veg til íslands og vestur á fírði. Þegar amma kom til íslands var fyrsti áfangastaðurinn Reykjavík. Hélt hún reyndar, að þá væri hún komin vestur á Patreksfjörð og fannst heldur lítið til bæjarins koma. Hægt er að gera sér í hugarlund að það hafi verið menningaráfall fyrir hana að setjast að í litlu og harðbýlu sjávarþorpi á þessum árum. Fyrsta hjúskaparárið bjuggu afí og amma hjá foreldrum afa, Áróm Backmann Jóhannesson og Ólafí B. Jóhannessyni útgerðar- manni á Vatneyri, sem bjuggu í $ svokölluðu Ólafshúsi. Þar var vel tekið á móti hinni langt aðkomnu tengdadóttur á myndarlegu heimili þeirra Vatneyrarhjóna. Amma lýsti oft fyrir okkur heimilishaldinu í Ólafshúsi, hver mínúta dagsins var skipulögð og tíminn í Ólafshúsi var sem hússtjórnarskóli fyrir ömmu. Þegar framtíðarheimili hennar og S afa að Urðargötu 2 var tilbúið hófu þau sinn eigin búskap. Heimili þeirra að Urðargötu var mjög glæsilegt og búið mörgum fögram og sögulegum munum. Við uppeldi barna sinna hélt amma að hluta til í þýskar hefð- ir. Þótti það víst undar- legt í þorpinu þegar börnin í Friðþjófshúsi settu skóinn í gluggann frá 14. des- ember til jóla og fengu í hann smágjafir frá jólasveininum og í hús- inu hékk aðventukrans sem kom fyrir hver jól frá ömmunni í Flensborg. En á þeim tíma höfðu þessir siðir ekki borist ti! Patreksfjarðar. Um páska hópaðist heimilisfólkið í Friðþjófs- húsi út í garð á páskadagsmorgun og leitaði eggja frá páskahéranum. Fylgdu þessu mikil ærsl og gleði. Jafnframt uppeldi barna sinna stóð amma fyrir umfangsmiklu heimilis- haldi og var þar jafnan mikill gesta- gangur bæði erlendra og innlendra gesta. Þegar stríðið braust út féll skuggi á þetta glaðværa heimili. Þetta tímabil reyndist ömmu erfitt. í lang- an tíma fékk hún ekki fregnir af fjölskyldu sinni í Þýskalandi nema með stijálum bréfum sem komust til hennar í gegnum svissneska Rauða krossinn. Yngsti bróðir hennar týndist og sat í rússneskum fangabúðum þá einungis 19 ára gamall þar sem hann lifði af mikið harðræði. Eldri bróðir hennar flutt- ist hins vegar til íslands árið 1938 og settist hér að. Eftir að stríðinu lauk fór afí á vegum íslensku ríkis- stjórnarinnar og Félags íslenskra botnvörpuskipaeigenda til Þýska- lands til að greiða fyrir ísfískmark- aði fyrir íslenska togara sem samið hafði verið um í tengslum við Marshallhjálpina. Dvaldist hann þar langdvölum, en á sama tíma sinnti amma uppeldi barna þeirra fyrir vestan. Upp úr 1960 urðu mikil um- skipti í íslenskri togaraútgerð og mörg útgerðarfyrirtæki í landinu hættu togaraútgerð. Fyrirtæki ijöl- skyldunnar hafði stundað togaraút- gerð frá Patreksfirði í áratugi. Þessi þróun hafði mikil áhrif á afkomu afa og ömmu, en af miklum dugn- aði og hugrekki hóf amma eigin atvinnurekstur. Fyrst opnaði hún kaffíbrennslu og minnast Patreks- fírðingar enn í dag þess góða kaff- is sem hún framleiddi og kallaði Vatneyrarkaffí. Síðar tók hún að sér sölu og dreifíngu á bensíni og olíuvöram fyrir Skeljung og rak samhliða því söluturn. Fyrirhyggja ömmu og hagsýni var aðdáunarverð við þennan rekstur. Árið 1968 veiktist afí og var hann rúmliggjandi til dauðadags síðla árs 1971. Þessi ár vora ömmu erfíð en hin einstaka ást og hlýja sem var alltaf á milli þeirra hjálp- aði henni í veikindum afa. Hún stundaði hann á sjúkrabeðinum og þá kom ve! fram hversu mikilsvirt hún var af Patreksfírðingum en margir vora henni innan handar og hjálpsamir á þessum erfíðleikatím- um. Árið 1973 flyst amma suður til Reykjavíkur og þá byrjar nýtt skeið í lífi hennar. Þar léku barnaböm og bamabarnabörn stórt hlutverk. Hún bar ríkulega umhyggju fyrir öllum afkomendum sínum og er það okkur öllum mikils virði að hafa átt hana að. Hún hafði sérstaka gáfu til að sjá bjartar hliðar á tilver- unni og bjó yfir einstöku innsæi og hlýju í garð alls fólks. Það er ómet- anlegt fyrir okkur að eiga minning- arnar um ömmu. Bæði frá sumar- dvöl okkar sem börn vestur á Patró, þar sem ýmislegt var brallað, og svo ekki síður eftir að hún fluttist hingað suður til Reykjavíkur. Það var alltaf gott að koma til ömmu, alltaf lumaði hún á einhveiju góð- gæti fyrir börnin og hún kunni þá MINNINGAR list að hlusta og hvetja okkur til dáða. Hin djúpa virðing og ást sem var á milli afa og ömmu var einstök. Þegar hún talaði um hann kom ávallt sérstakur glampi í fallegu bláu augun hennar. Patreksfjörður varð strax hennar heimabyggð og sú ást sem hún bar til afa yfirfærð- ist á þorpið. Þegar amma notaði orðið „heima“ átti hún alltaf við Patreksfjörð, þar mun hún nú verða lögð til hinstu hvílu við hlið afa sem hún unni svo mjög. Minningin um stórbrotna konu mun varðveitast í hugum okkar allra um ókomin ár. Friðþjófur K. Eyjólfsson, Jóhanna K. Eyjólfsdóttir og fjölskyldur. Hjartkær amma mín er horfin, farin og kemur ekki aftur. Það verð- ur erfítt að sætta sig við að hún skuli hafa farið svo snögglega. Auðvitað vissi ég að þessi stund rynni upp óumflýjanlega. En alls ekki núna. Við sem vorum búnar að skipuleggja jólin allar saman. Amma hefur verið styrkasta stoðin sem ég trúði að yrði alltaf til stað- ar. Hún sem hefur vakað yfir hverju mínu fótmáli frá fæðingu. Það er svo einkennilegt að hún hringi ekki lengur til að fá nýjustu fréttir af dóttur minni. Hvað Elísa- bet Hanna hafi sagt og gert snið- ugt í dag. Það sem það gladdi hana að heyra allt um litla krúttið, eins að spjalla við hana í símann. Hvað hún gladdist þegar litla Elísabet sagði „Bless elskan mín“, eins og amma var vön að kveðja hana. Hún trúði naumast að tveggja ára barn segði þetta. Sorgleg staðreynd að þær fái ekki lengri tíma saman. Amma Hanna var með allt á hreinu um málefni allra innan fjölskyld- unnar og sá alltaf ljósu punktana í öllu. Þvílík umhyggjusemi gagn- vart öllum. Það er aðdáunarvert. Það er svo ómetanlegt að hafa átt svona yndislega og góða ömmu. Hún var til fyrirmyndar í öllu, svona amma sem allir vilja eiga. Hún var óþijótandi með heilræði okkur til handa, sem eiga eftir að gagnast okkur vel í lífínu. Alltaf var hún svo innilega ánægð að sjá oþkur þegar við komum í heimsókn. Otrú- lega þakklát fyrir hvert smáræði sem fyrir hana var gert. Það var einmitt svo gaman að gleðja hana því hún ætlaðist aldrei til neins. Hún var svo laus við eigingimi. Sjálf var amma endalaust að gleðja aðra. Ótrúlegt hvað hún var fund- vís á réttu gjafírnar til allra fyrir afmæli og jól. Endalausar fallegar minningar líða um hugann sem erfítt er að koma orðum að. Ég sakna ömmu Hönnu óumræði- lega. Það verður tómlegt að halda jól án hennar, en ég veit að afí hef- ur tekið henni opnum örmum og ég trúi að þau eigi gleðileg jól saman. Þau voru bæði svo mikil jólabörn. Elsku, hjartans amma mín, megi góður guð geyma þig. Margfaldar ástarþakkir fyrir allt alltaf. Hanna Maja. Hanna Jóhannesson var ein af þeim beztu vinkonum, sem ég hefí átt. í návist hennar var gott að vera, hjá henni ríkti góðleikinn og birtan. Ung að árum fluttist hún frá sínu heimalandi, Þýzkalandi, til að bind- ast þeim manni, sem hún unni af öllu hjarta, Friðþjófi Ó. Jóhannes- syni, frá Vatneyri við Patreksijorð, þar sem hann var útgerðarmaður, kaupmaður og konsúll. Fyrir um það bil 29 áram kynnt- ist ég þessum góðu hjónum fyrst. Þá kom ég á þeirra fallega heimili, Urðargötu 2 á Patreksfirði. Öllum var þar tekið opnum örmum. í kirkjunni á Patreksfirði átti að skíra sameiginlegt barnabarn okkar og hlaut það nafnið María Jóhanna í höfuðið á okkur ömmunum, Hönnu og mér. Hanna Maja, eins og hún er kölluð, hefur ávallt verið sólar- geislinn í lífi okkar. Aldrei get ég fullþakkað Hönnu minni hennar góðsemi við barna- börnin, Hönnu Maju og Pétur, son- arson minn. Síðan kom barnabarnabarn okk- ar sameiginlega einsog fagurt ljós inn í líf okkar, litla Elísabet Hanna, sem nú er rúmlega tveggja ára. Alltaf var það okkur mikið gleðiefni að tala um Bryndísi, yngstu dóttur Hönnu og Friðþjófs, og fjölskyldu hennar í Unufelli 20, Hönnu Maju, Elísabet Hönnu og Pétur. Hanna og Friðþjófur eignuðust íjögur börn og era þau Unnur, Kolbrún, Kristinn og Bryndís, sem öll reyndust móður sinni mjög vel. Hanna var sú bezta og um- hyggjusamasta móðir, tengdamóð- ir, amma og langamma sem ég hefi haft kynni af. Alla fjölskyldu sína umvafði hún miklum kærleika. Það mun aldrei gleymast. Það mun geymast í hjörtum allra. Hinstu kveðju kveð ég nú Hönnu mína. Ég votta börnum hennar, tengdabörnum, barnabörnum og barnabarnabörnum mína innileg- ustu samúð. Nú er hún Hanna mín komin upp á æðra svið, til Friðþjófs síns, og þeirra sem vora henni kærir. Hún dvelst nú þar sem ljósið, kærleikur- inn, friðurinn og góðleikinn era ríkj- andi. Ég bið þann sem öllu ræður að blessa sálu hennar og get ég aldrei fullþakkað honum fyrir það að leyfa mér að eignast svo góða konu fyrir vinkonu. Það er dýrmætara en orð fá lýst. María J. Sigurðardóttir. Foreldrar ömmu minnar vora nýflutt til Flensborgar þegar hún fæddist. Heinrich Svensson faðir hennar var frá Hesteiy í Svíþjóð og þar höfðu foreldrar hennar ætlað að setjast að. Atvinnuieysi og ákveðni Margarethe móðurömmu varð til þess að ungu hjónin fluttu búferlum aftur heim til Þýskalands til landamæraborgarinnar Flens- borgar í Slésvík-Holstein. Flens- borg hefur í gegnum tiðina ýmist verið í Danmörku eða Þýskalandi. Margarethe Svensson, fædd Han- sen, var frá Tönder í Slésvík-Hol- stein en nú í Danmörku. Amma sagði mér margar sögur frá æskuárum sínum í Flensborg. Mamma hennar var saumakona. Hún sat heima innan við gluggann, saumaði og fylgdist með ömmu þar sem hún hoppaði og lék sér á göt- unni fyrir framan húsið í Waitz- strasse. Ef hún gleymdi sér í hita leiksins og gerði éitthvað sem ekki samræmdist uppeldisreglunum eða gleymdr að koma inn á réttum tíma var bankað í rúðuna. Föðurafí hennar bjó einnig í borginni og hann var gaman að hitta. Hann laumaði oft að henni aurum fyrir sætabrauði en ekki var hægt að braðla með peninga í því- líkt heimafyrir. Einu sinni sem oftar hitti hún afa sinn í bænum og hann gaf henni seðil. Hún fór ekki beint í bakaríið, en var að laumast með seðilinn á götunni. Þá var bankað í gluggann og amma varð að hlaupa inn. Seðillinn var umsvifalaust tek- inn og aldrei gat hún gleymt hvað var hræðilegt að sjá eftir seðlinum og missa af sætabrauðinu. Á sunnudögum var spásserað með nesti út í Marienhölzung semer skógur rétt utan við borgina. Þar hittist fólk, spjallaði og fór í leiki. Heinrich, pabbi ömmu, var mál- ari. Hann var með verkstæði og seldi málningarvörur í bakhúsi við húsið. Svo skall stríðið á og hann var kallaður í herinn. Þaðan átti hann ekki afturkvæmt. Hann lét lífíð á vígvellinum árið 1915 þegar amma var einungis sjö ára gömul. Langamma var nú ein með tvö böm, ömmu og Kalla bróður hennar sem var fjórum áram yngri. Það vora stríðstímar og lítill matur til í landinu. Danir buðu þýskum börn- um á bóndabæi í Danmörku sér til heilsubóta. Þangað var amma send um tíma. Þar sá hún fyrst svo hún myndi eftir stór kjötstykki, smjör og ijóma. Móðir ömmu og Kalla giftist aft- ur og eignaðist einn son Heinrich Brogmus sem býr í Flensborg. Hluti JOHANNA C.M. JÓHANNESSON námsins fór fram í bókabúð borgar- innar. Þar kynntust þau, hún og Friðþjófur afí. Hann var hress ung- ur maður frá fjarlægu landi. í bóka- búðinni kviknaði sá neisti sem ekki varð slökktur og lágu leiðir þeirra saman upp frá því. Hún lauk náminu og hélt síðan út á hafíð með unnusta sínum á vit hins ókunna. Eftir erfiða ferð um úthafið sé hún ljós í landi og hugsaði með sér: „Þetta er nú ekki svo hræðilega lítið þorp.“ En undr- unin var mikið þegar henni var sagt að þetta væri höfuðborgin Reykjavík, en ekki áfangastaðurinn Patreksijörður. Þegar hún síðan sigldi inn á Patreksfjörð sá hún bara fjallið sem grúfði yfír byggð- inni. Þar átti hún eftir að eyða lengstum tíma ævinnar og upp frá því varð Patreksfjörður hennar heimaþorp og ísland landið hennar ömmu. Þau gengu í hjónaband um veturinn og bjuggu allan sinn bú- skap á Vatneyri við Patreksíjörð. Fjölskylda afa átti verslunar- og útgerðarfyrirtækið Verslun Ó. Jó- hannessonar og hennar ævistarf var tengt því fyrirtæki. Kalli bróðir ömmu kom til Pat- reksfjarðar 1937 og bjó þar upp frá því. Hann féll frá langt um aldur fram úr illvígum sjúkdómi einungis 48 ára gamall. Árið 1960 kvaddi hann vini og ættingja á íslandi og fór til móður sinnar í Flensborg. Þar lést hann skömmu síðar. Hann var eins og amma, söngvinn, geð- góður, opinn og áhugasamur fyrir öllum hlutum. Afi veiktist alvarlega 1968 og var rúmfastur upp frá því. Amma annaðist hann af ást og ósérhlífni í veikindunum og lét ekkert stöðva sig í að komast til hans á hveijum degi. Afi lést svo á jóladag 1971. Síðustu árin á Pat- reksfírði rak amma sjoppu. I því starfi eignaðist hún marga unga vini sem minnst hafa hennar með hlýju æ síðan. Eftir að afí dó hætti hún rekstrinum, flutti til Reykjavík- ur og eyddi þar ævikvöldinu. Amma fygldist með fréttum hvaðanæva úr heiminum fram á síðasta dag. Við sem yngri voram máttum oft skammast okkar þegar hún ræddi um fréttir frá öðrum löndum sem höfðu rannið gegnum huga okkar án þess að nokkuð sæti eftir. En hún hafði þetta allt á hreinu og gat útskýrt fréttirnar fyrir okkur. Eflaust hafði hún betri skilning á hörmungum fólks í fjar- lægum löndum en gerist og geng- ur. Hún fylgdist ótrúlega vel með nýjungum í blöðum, sjónvarpi og útvarpi og vildi ræða um hlutina og fá þær skýringar sem hana vant- aði. Ámma hafði hugann við að gleðja aðra þegar tilefni gafst til. ðfáar voru sendiferðirnar sem fam- ar voru til að kaupa eitthvað sem hún hafði séð auglýst og hentaði þeim sem hún vildi gleðja í það skiptið. Nú síðasta árið var sjóninni farið að hraka og amma hafði verið stirð í höndunum eftir veikindi á síðasta ári. En jólin voru í nánd og núna síðast þegar ég kom til hennar lá útskrifað blað á borðinu með jóla- kveðjum og nafninu hennar. Amma var að æfa sig fyrir skriftina á jóla- kortin. Jólin voru hennar tími og í byijun desember var hún oftast búin að útbúa jólapakka og skrifa jólakort fyrir allar fjölskyldurnar sínar. Jólaljósin ljómuðu, allt var fagurlega skreytt og gómsætar kræsingar á borðum. Eins var það á páskunum. Ég man hvað það var gaman að koma til hennar á pásk- um þegar við systkinin voram lítil, því þá voru páskaegg falin út um allt hús og við máttum leita þangað til hver hafði fundið sitt egg. Amma hafði yndi af litlum börnum og andlitið ljómaði þegar hún sá eða talaði um þessi litlu kríli. Nú síðast fylgdist hún með framförum Elísa- betar litlu af miklum áhuga. Það sem amma miðlaði mér af reynslu sinni og hjartahlýju verður ekki fullþakkað og söknuðurinn er sár. En stundin var runnin upp og nú er hún laus við þjáningar þessa heims. Hafðu þökk fyrir allt, elsku amma. Steingerður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.