Morgunblaðið - 03.12.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.12.1994, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þingmenn Sjálfstæðisflokks mdu utanríkisráðherra harðlega á Alþingi „Segðu ekki nei, segðu kannski, kannski, kannski . . .“ Japönsk söfnun til Þj óðarbókhlöðu Tókýó. Morgunblaðið. VINÁTTUFÉLAGIÐ Japan-ísland er nú að hefja söfnun meðal félags- manna vegna bókagjafar japan- skra verka á frummálinu og á ensku til Þjóðarbókhlöðu. Þetta var ákveðið á aðalfundi félagsins í Tókýó nýlega. Fram- kvæmdastjóri þess, Yoshihiko Wakita, sagði þar einnig í samtali við blaðamann að áhugi léki á að beina kröftum félagsins á við- skiptasvið; að ferðamálum og fisk- innflutningi frá íslandi. Þá væri undirbúningur að sölu leirs úr Bláa lóninu á japönskum markaði kom- inn vel á veg. Gagnkvæmar heimsóknir fólks úr löndunum tvcimur eru þó að sögn Wakita aðálmarkmið félags- ins. Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðluleik- ari, kom fram á tónleikum eftir aðalfundinn. Að þeim loknum hitt- ust japanskir íslandsvinir og ýmsir íslendingar búsettir í Tókýó í mót- töku. Vináttufélagið var stofnað fyrir tveimur árum til að efla tengsl þjóðanna á sviði menningar og íþrótta. Forseti þess er Junichi Watanbe, þekktur japanskur rit- höfundur, og blaðaútgáfan Sports Nippon er sérstakur styrktaraðili félagsins. í því eru nú 500 félag- ar; 200 einstaklingar og 70 fyrir- tæki. Heimsókn japanskra listamanna til íslands í janúar á þessu ári og ferð íslenska landsliðsins í fótbolta til Japan í mars er meðal þess sem vináttufélagið hefur staðið fyrir að undanfömu. Nýjar sendingar af hornsófum Hornsófi 2+3 aðeins kr. 79.800 stgr. Hornsófi m/svefnsófa aðeins kr. 98.000 stgr. OPIÐ í DAG TIL KL. 16.00. SUNNUDAG FRÁ KL. 14.00-16.00. IC1K3HHBE3 HÚSGAGNAVERSLUN Reykjavíkurvegi 66, Hafnarfirði, sími 654 100 Fíkniefni og þýfi fannst við handtöku FÍKNIEFNADEILD lögreglunnar í Reykjavík handtók á miðvikudag mann með þýfi í Kópavogi. í fram- haldi af handtökunni fundust fíkni- efni og þýfi á tveimur stöðum. Við leit í bíl mannsins fundust 3-4 grömm af amfetamíni, afsöguð haglabyssa og stolin ávísanahefti. Þá var gerð leit á heimili manns- ins í Hafnarfirði og þar fundust um 300 grömm af hassi, 22 alsælutöflur og þýfí, m.a. ávísanahefti, sjónvarps- tæki og myndbandstæki. Maðurinn, sem er í haldi vegna málsins, hefur verið yfírheyrður af Rannsóknarlögreglu ríkisins og fíknjefnadeild. Þýfí sem fannst hjá manninum reyndist vera úr húsi í Hafnarfírði. RLR hefur yfirheyrt tvo menn, grun- aða um aðild að því máli og var annar þeirra úrskurðaður í ellefu daga gæsluvarðhald á fimmtudag. Alþjóðadagur fatlaðra Húsnæðismál víða í ólestri Friðrik Sigurðsson ALÞJÓÐLEGUR dagur fatlaðra er í dag, en í lok áratugar fatl- aðra, sem stóð frá 1980- 1991, skoruðu Sameinuðu þjóðirnar á aðildarríki sín að efna til sérstaks dags fatl- aðra 3. desember ár hvert. Friðrik Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Landssamtak- anna Þroskahjálpar, segir að tilgangur dagsins sé ekki síst að vekja athygli á ýmsum brýnum hagsmunamálum fatlaðra. Mörg verkefni sem stuðla að bættum hag fatl- aðra séu enn óunnin. Er þetta ífyrsta skipti sem haldið er upp á alþjóðlegan dag fatlaðra hér á landi? „Það var haldið upp á þennan dag í fyrsta skipti með formlegum hætti í fyrra. Hann er að festa sig í sessi og við erum að reyna að tengja við hann ákveðna viðburði. I fyrra afhentum við fyrirtæki viðurkenn- ingu, sem að okkar mati hefur rekið vinsamlega atvinnustefnu gagnvart fötluðum. Þessa viður- kenningu veitum við aftur í ár. Verðlaunin eru listaverk eftir fatl- aðan listamann." Hvaða mál eru mest aðkallandi að ykkar mati í dag? „Það sem brennur mest á fötl- uðum í dag eru húsnæðismálin, en í þeim málum ríkir ákveðið neyðarástand, sérstaklega á höf- uðborgarsvæðinu. Margir fatlaðir eru á biðlista eftir húsnæði. Vandamálið er kannski ekki að útvega húsnæðið því að það er hægt að gera í gegnum félagslega íbúðarlánakerfið. Vandamálið er að það fást ekki auknir fjármunir til að standa undir þeim rekstri sem húsnæðið krefst. Það má ekki ráða fólk til að þjónusta þá fötluðu einstaklinga sem væri hægt að koma í íbúðir." Árið 1992 var samþykkt í stjómarnefnd Ríkisspítala að leggja niður Kópavogshæli í nú- verandi mynd og flytja langflesta þeirra sem þar hafa búið ígegnum árin út. í sambýli og minni eining- ar. Eru fatlaðir sáttir við þessa stefnumörkun? „Já, það hefur lengi verið á stefnuskrá Landssamtakanna Þroskahjálpar að leggja niður þess- ar stóru stofnanir því við teljum þær vera tímaskekkju. En því mið- ur sjáum við þess ekki merki að gert sé neitt átak í þessu efni. Það er ekkert um þetta að fínna í fjár- lagafrumvarpi fyrir árið 1995. Við vitum ekki til þess að það sé nein áætlun í gangi um þetta. Það er ábyrgðarhluti af yfírvöldum að taka svona ákvörðun og vekja með henni vonir í bijósti heimilismanna og aðstandenda þeirra ef það á síðan ekki að vinda sér í það í beinu framhaldi að gera átak í því að fram- kvæma þá ákvörðun sem tekin hefur verið. Annað stórt mál sem brennur á fötluðum eru vemduðu vinnustaðirnir. Það hef- ur verið liðið í mörg ár á vernduð- um vinnustöðum að starfsmenn hefðu enga kjarasamninga. Þeir sem þama vinna em án réttinda, eru ekki í verkalýðsfélagi og borga ekki í Iífeyrissjóði. Við leggjum mikla áherslu á að það verði gerð- ir einhvers konar kjarasamningar. Síðan er annað mál hvemig þeir samningar líta út, en við teljum óþolandi að þessir starfsmenn hafí enga kjarasamninga." Eru menntamál fatlaðra ekki ofarlega á baugi? „Jú, við veltum t.d. fyrir okkur ► Friðrik Sigurðsson er þroskaþjáifi að mennt. Hann er fertugur að aldri og hefur unnið að málefnurn fatlaðra í yfir 20 ár. Friðrik tók við starfi framkvæmdastjóra Landssam- takanna Þroskahjálpar í sumar, en áður var hann forstöðumað- ur sambýlis á vegum Styrktar- félags vangefinna. Friðrik er kvæntur Þórdísi Guðmunds- dóttur og eiga þau tvo syni. hvaða afleiðingar grunnskóla- fmmvarpið hefur fyrir fatlaða. En við höfum ekki síður áhyggjur af ástandinu í framhaldsskólunum. Það segir sig sjálft að ef fötluðum einstaklingum, sem em að ljúka grunnskólaprófi 16 ára gamlir, er ekki boðið upp á framhaldsnám, verða þeir afskaplega illa úti í samfélagi sem er með 5% atvinnu- leysi. Fatlaður 16 ára einstakling- ur, sem ekki á möguleika á að komast inn í skóla, er í mikilli klípu. Við teljum að samfélagið eigi að mennta þessa einstaklinga. Við teljum að það sé mjög góð fjárfesting." Hafa málefni fatlaðra ekki tek- ið miklum framförum á seinni árum, þó mörg verkefni séu óunn- in eins og þú bendir á? „Jú, okkur dettur ekki í hug að draga úr því að margt hefur áunnist. Við teljum að það hafí ekki síst gerst fyrir tilstuðlan svona hagsmunasamtaka eins og Þroskahjálpar." Hvernig stöndum við okkur í samanburði við nágrannaþjóðim- ar? „Við stöndum okkur ekki nægi- lega vel í samanburði við ná- grannaþjóðir okkar. Þær eru komnar lengra en við i því að leggja niður þessar stóm sólar- hringsstofnanir. Við höfum kannski staðið okkur betur í at- vinnumálunum, þó þetta ástand sé á vemduðu vinnu- stöðunum. Það gmnd- vallast á þeirri stað- reynd að það hefur ver- ið meiri eftirspum eftir vinnuafli en framboð. Það er hins vegar ástæða til að vera vel á verði nú þegar atvinnu- leysi er að aukast. Það er ekkert náttúmlögmál að fatlaðir séu svona virkir á vinnumarkaði eins og þeir hafa verið. Fyrir ári samþykktu Sameinuðu þjóðimar 22 gmndvallarreglur sem þau beina til aðildarríkjanna. Þar em ákvæði um réttindamál fatl- aðra, sem við teljum ástæðu til að minna á. Einnig em þama ákvæði um rétt hagsmunasamtaka eins og Þroskahjálpar til að hafa áhrif. Við viljum kynna þessar gmndvallar- reglur fyrir þjóðinni.“ Nágranna- þjóðir okkar feti framar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.