Morgunblaðið - 03.12.1994, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.12.1994, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1994 9 FRÉTTIR Framsóknarflokkur Prófkjör á Veslíjörðum PRÓFKJÖR Framsóknarflokksins í Vestfjarðakjördæmi fer fram um helgina, 3. og 4. desember. Fjórir menn stefna á efsta sæti listans, en Framsóknarflokkurinn fékk einn mann á þing í kjördæminu í síðustu kosningum. Þá skipaði Ólafur Þ. Þórðarson 1. sæti listans, en hann hefur ákveðið að draga sig í hlé. Prófkjörið er opið öllum flokks- bundnum framsóknarmönnum, sem og þeim, sem verða kjörgengir við næstu kosningar og undirrita stuðn- ingsyfirlýsingu við flokkinn. Kosið verður á 16 stöðum, Reykhólum, Patreksfírði, Bíldudal, Tálknafírði, Þingeyri, Mýrahreppi, Flateyri, Suð- ureyri, Isafirði, Bolungarvík, Súða- vík, Hólmavík, Drangsnesi, Árnes- hreppi, Hrútafirði og Kollafírði. Fjórir menn stefna á 1. sæti list- ans, þeir Pétur Bjarnason, sem skip- aði 2. sæti síðast, Gunnlaugur M. Sigurmundsson, Sigmar B. Hauks- son og Sigurður Kristjánsson. Miðhúsasilfrið Danir rannsaka sjóðinn SILFURSJÓÐUR, sem fannst við bæinn Miðhús í Egilsstaðahreppi 1980, verður innan skamms sendur til Danmerkur þar sem hann verður rannsakaður á Þjóðminjasafni Dana. Dr. James Graham-Campbell, prófessor í Lundúnum, rannsakaði silfursjóðinn í júní sl. að beiðni þjóð- minjaráðs og í skýrslu sem hann skilaði að rannsókn lokinni kemur fram að mögulegt sé að aldur alls sjóðsins sé ekki hinn sami. í framhaldi af því þótti eðlilegt að rannsaka sjóðinn enn með það fyrir augum að fá eins örugga vitn- eskju og kostur er á um aldur hans alls og í september 1994 fól mennta- málaráðuneytið nýskipuðu þjóð- minjaráði og Þjóðminjasafni íslands að hlutast til um frekari vísindalegar athuganir á silfursjóðnum. Þjóðminjaráð ákvað að óska eftir því við Þjóðminjasafn Dana að það taki að sér frekari rannsókn sjóðs- ins. Nú hefur borist svar frá Dan- mörku þar sem Þjóðminjasafnið tek- ur að sér slíka rannsókn og verður sjóðurinn fluttur til Kaupmanna- hafnar á næstu dögum, segir í fréttatilkynningu frá Þjóðminjasafni íslands. -----»-■♦--♦- Verkalýðsmálanefnd Alþýðuflokksins Kratar leysi sjúkraliða- deiluna VERKALÝÐSMÁLANEFND Al- þýðuflokksins hefur sent frá sér ályktun þar sem skorað er á þing- flokk Alþýðuflokksins að ganga fram fyrir skjöldu til lausnar kjara- deilu sjúkraliða. „Það er allri þjóðinni ljóst, að við upphaf þjóðarsáttar var láglauna- fólki heitið bættum kjörum þegar stöðugleiki hefði náðst. Forsætisráð- herra hefur lýst yfír að ávinningur þess stöðugleika, sem þjóðarsátt- arsamningar hafa skapað, gefi svig- rúm fyrir launahækkanir til lág- launahópa. Sjúkraliðar eru láglauna- hópur og nú er komið að efndum þessa loforðs gagnvart þeim.“ Ályktunina undirritar Hervar Gunnarsson, formaður verkalýðs- málanefndar Alþýðuflokksins, en hann er jafnframt varaforseti ASÍ. ^ÖLABJALLAN 1994 Handmálaður safngripur, kr. 1.980 Qull - silfur - skartgripir - hnífapör - postulín - kristall. 9s SILFURBÚÐIN iC/ Kringlunni 8-12 - Sími 689066 abecita ÆÉ$ nótt og dag ... W | F-.j./ Full búð af fallegum Á undir- og nátt- fatnabi. 1 0 ^~Zc afsláttur í tilefhi dagsins. ‘‘ 'J^í- - 5 Laugavegi 4, sími 14473 Opnum í dag nýja og glœsilega verslun á SKÓLAVÖRÐUSTÍG 10 Laugardagstilboð 15% AFSLÁTTUR AF ÚLPUM OG NÁTTFÖTUM DIMMALIMM Bankastræti 4 • Skólaiförðustíg 10 laugardag og sunnudag 25 jólakort í pakka kr. 499 Englaspíl með 4 kertum kr. 199 — Jólablómabakki 3 jólablóm í bakka: Jólasýprís, Jólabegónía og Bergflétta á hring. kr. 1.299 Qrenilengjur 275 cm á svalir og handrið. kr. 599
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.