Morgunblaðið - 03.12.1994, Side 9

Morgunblaðið - 03.12.1994, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1994 9 FRÉTTIR Framsóknarflokkur Prófkjör á Veslíjörðum PRÓFKJÖR Framsóknarflokksins í Vestfjarðakjördæmi fer fram um helgina, 3. og 4. desember. Fjórir menn stefna á efsta sæti listans, en Framsóknarflokkurinn fékk einn mann á þing í kjördæminu í síðustu kosningum. Þá skipaði Ólafur Þ. Þórðarson 1. sæti listans, en hann hefur ákveðið að draga sig í hlé. Prófkjörið er opið öllum flokks- bundnum framsóknarmönnum, sem og þeim, sem verða kjörgengir við næstu kosningar og undirrita stuðn- ingsyfirlýsingu við flokkinn. Kosið verður á 16 stöðum, Reykhólum, Patreksfírði, Bíldudal, Tálknafírði, Þingeyri, Mýrahreppi, Flateyri, Suð- ureyri, Isafirði, Bolungarvík, Súða- vík, Hólmavík, Drangsnesi, Árnes- hreppi, Hrútafirði og Kollafírði. Fjórir menn stefna á 1. sæti list- ans, þeir Pétur Bjarnason, sem skip- aði 2. sæti síðast, Gunnlaugur M. Sigurmundsson, Sigmar B. Hauks- son og Sigurður Kristjánsson. Miðhúsasilfrið Danir rannsaka sjóðinn SILFURSJÓÐUR, sem fannst við bæinn Miðhús í Egilsstaðahreppi 1980, verður innan skamms sendur til Danmerkur þar sem hann verður rannsakaður á Þjóðminjasafni Dana. Dr. James Graham-Campbell, prófessor í Lundúnum, rannsakaði silfursjóðinn í júní sl. að beiðni þjóð- minjaráðs og í skýrslu sem hann skilaði að rannsókn lokinni kemur fram að mögulegt sé að aldur alls sjóðsins sé ekki hinn sami. í framhaldi af því þótti eðlilegt að rannsaka sjóðinn enn með það fyrir augum að fá eins örugga vitn- eskju og kostur er á um aldur hans alls og í september 1994 fól mennta- málaráðuneytið nýskipuðu þjóð- minjaráði og Þjóðminjasafni íslands að hlutast til um frekari vísindalegar athuganir á silfursjóðnum. Þjóðminjaráð ákvað að óska eftir því við Þjóðminjasafn Dana að það taki að sér frekari rannsókn sjóðs- ins. Nú hefur borist svar frá Dan- mörku þar sem Þjóðminjasafnið tek- ur að sér slíka rannsókn og verður sjóðurinn fluttur til Kaupmanna- hafnar á næstu dögum, segir í fréttatilkynningu frá Þjóðminjasafni íslands. -----»-■♦--♦- Verkalýðsmálanefnd Alþýðuflokksins Kratar leysi sjúkraliða- deiluna VERKALÝÐSMÁLANEFND Al- þýðuflokksins hefur sent frá sér ályktun þar sem skorað er á þing- flokk Alþýðuflokksins að ganga fram fyrir skjöldu til lausnar kjara- deilu sjúkraliða. „Það er allri þjóðinni ljóst, að við upphaf þjóðarsáttar var láglauna- fólki heitið bættum kjörum þegar stöðugleiki hefði náðst. Forsætisráð- herra hefur lýst yfír að ávinningur þess stöðugleika, sem þjóðarsátt- arsamningar hafa skapað, gefi svig- rúm fyrir launahækkanir til lág- launahópa. Sjúkraliðar eru láglauna- hópur og nú er komið að efndum þessa loforðs gagnvart þeim.“ Ályktunina undirritar Hervar Gunnarsson, formaður verkalýðs- málanefndar Alþýðuflokksins, en hann er jafnframt varaforseti ASÍ. ^ÖLABJALLAN 1994 Handmálaður safngripur, kr. 1.980 Qull - silfur - skartgripir - hnífapör - postulín - kristall. 9s SILFURBÚÐIN iC/ Kringlunni 8-12 - Sími 689066 abecita ÆÉ$ nótt og dag ... W | F-.j./ Full búð af fallegum Á undir- og nátt- fatnabi. 1 0 ^~Zc afsláttur í tilefhi dagsins. ‘‘ 'J^í- - 5 Laugavegi 4, sími 14473 Opnum í dag nýja og glœsilega verslun á SKÓLAVÖRÐUSTÍG 10 Laugardagstilboð 15% AFSLÁTTUR AF ÚLPUM OG NÁTTFÖTUM DIMMALIMM Bankastræti 4 • Skólaiförðustíg 10 laugardag og sunnudag 25 jólakort í pakka kr. 499 Englaspíl með 4 kertum kr. 199 — Jólablómabakki 3 jólablóm í bakka: Jólasýprís, Jólabegónía og Bergflétta á hring. kr. 1.299 Qrenilengjur 275 cm á svalir og handrið. kr. 599

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.