Morgunblaðið - 13.12.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.12.1994, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ t FRETTJR Siv Friðleifsdóttir efst hjá Framsókn á Reykjanesi Bjartsýn fyrir kosninga- baráttuna framundan „ÉG ER mjög ánægð með niður- stöðuna. Við verðum greinilega með mjög sterkan lista. Því er ég mjög bjartsýn fyrir kosningabaráttuna sem fyrir höndum er," segir Siv Friðleifsdóttir, sjúkraþjálfari, um niðurstöður prófkjörs framsóknar- manna í Reykjaneskjördæmi um helgina. Hún hreppti 1. sætið. Hjálmar Árnason, skólameistari, varð í öðru sæti, Drífa Sigfúsdóttir, forseti bæjarstjórnar Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafnar, í þriðja sæti og Unnur Stefánsdóttir, leikskóla- kennari, í fjórða sæti. Björgvin Njáll Ingólfsson, rafmagnsverkfræðing- ur, varð í fimmta sæti og Sigur- björg Björgvinsdóttir, forstöðu- kona, í sjötta sæti. Drífa og Unnur Innbrot í Fella- og Hólakirkju Tolvum og tækj- um stolið BROTIST var inn í skrifstofur sóknarpresta og kirkjuvarðar í Fella- og Hólakirkju aðfara- nótt sunnudags og stolið það- an tveimur nýlegum tölvum og tölvuprenturum, faxtæki, ritvél, síma og útvarpi auk annarra muna. Að sögn sr. Hreins Hjartarsonar sóknar- prests unnu þjófarnir ekki skemmdir á húsnæði að öðru leyti en því að þeir spenntu upp hurðir til þess að komást inn.' Hreinn sagði augljóst að fleiri en einn maður hafi stað- ið að innbrotinu og greinilegt á öllum ummerkjum að þjóf- arnir hafi gefið sér nægan tíma við iðju sína. Hann sagði þjófana ekki hafa farið inn í sjálfa kirkjuna, heldur aðeins inn í skrifstofuálmuna. „Þetta er sárgrætilegt ekki síst á þessum tíma nú fyrir jólin, en þess má geta að sama daginri komu til mín tvær telpur með sparibauka með fé sem þær höfðu safnað handa fátækum," ságði sr. Hreinn. Lottó 5/38 Fimm með fimm rétta FIMM voru með fimm rétta og hlutu rúmar 5,4 milljónir í Lottó 5/38 á Iaugardaginn. Vinningsmiðarnir voru seldir í Skálanum í Þorlákshöfn, söluturninum Gerplu í Reykjavík, Þríhyrningi Þór á Hellu, Horninu á Selfossi og Skalla í Reykjavík. Níu voru með fjóra rétta og eina bónustölu og hlutu 225.530 krónur hver. Mun fleiri, eða 444, voru með fjóra rétta og hlutu 7.880 krónur. Enn fleiri lottóspilarar, eða 16.384, voru svo með þrjá rétta og fengu 490 krónur. Vinningstölurnar á laugar- daginn voru 10, 18, 19, 20, 36 og bónustalan var 6. k hlutu yfir 50% Æá lk atkvæða í þriðja vr^l og fjórða sæti og hafa því hlotið bindandi kosn- W •'•¦ / ingu. Gild atkvæði voru samtals m 3.305 og ógild og auð 257. Atvinnumá jöfnuðu 1 og lífskjara-r á oddinn Siv þakkaði sigur sinn því að hún hefði starfað lengi innan Framsókn- arflokksins. „Ég hef starfað innan allra stofnana flokksins og verið farsæl í mínum störfum fyrir flokk- inn. Síðan er ég með mjög góða stuðningsmenn sem hafa unnið mjög markyisst með mér að þessu framboði. Ég vil nota tækifærið og þakka þeim þennan mikla stuðning. Ég lagði mig líka sjálf alla fram og hafði mikið samband við fólk. Svo fann ég fyrir mjög miklum meðbyr í baráttunni. Eg tel mjög gott fyrir flokkinn að stilla þarna upp ungri konu í fyrsta sætið." Hún sagði að sér litist vel á að leiða listann. „Við erum með gott fólk á honum og mjög góða stuðn- ingsmenn í kringum okkur. Ég veit að hér er mörg verk að vinna sem við munum ganga í. Við munum setja atvinnumálin og lífkjarajöfnuð á oddinn," sagði Siv. Morgunblaðið/Kristinn HINIR nýbökuðu Norðurlandameístarar tóku nokkur spor fyrir yósmyndarann í gær. 11 ára Norðurlanda- meistarar í dansi - Prófkjör Framsóknarflokksins í Reykjaneskjördæmi HÓPUR íslenskra dansara sem tók þátt í Norðurlandameistara- móti í samkvæmisdónsum, kom heim á sunnudagskvöldið, eftir vel heppnaða og árangursríka - ferð. Af níu pörum okkar íslend- inga komust sjö í úrslit, <><r eitt par komst alla leið á toppinn, Haraldur Anton Skúlason og Sig- rún Ýr Magnúsdóttir. Hinir nýju Norðurlandameist- arar eru aðeins 11 ára að aldri og hafa verið í dansi frá blautu barnsbeini, en saman eru þau búin að dansa í þrjú ár.Norður- landamótið fór fram í Óðinsvéum í Darnnörku. Að sögn Haraldar og Sigrúnar var keppnin geysi- lega hörð og jöfn og háðu þau mikla baráttu við par frá Dan- mörku, en stóðu að lokum uppi sem sigurvegarar. Aðspurð um það hvernig til- finning það hafi verið þegar til- kynnt var hverjir hlytu 1. sætið þá sögðu þau bæði í kór: „ Alveg æðisleg ..." og Haraldur hélt áfram „en við föttuðum ekki strax að við hefðum unnið, því við skild- um ekki hvað kynnirinn sagði því hann talaði dönsku, en tilfinning- in var alveg meiri háttar!" Æfa þrisvar sinnum í viku Þau Haraldur og Sigrún æfa að jafnaði þrisvar sinnum í viku, og fyrir keppni fara þau á auka- æfingar og í einkatíma, þau eru bæði sammála um að það þurfi að stunda æfingarnar samvisku- samlega og reglulega til að ná árangri. Þau segjast vera orðin þreytt eftir þetta úthald; miklar æfingar og mörg mót og ætla því að hvíla sig og borða góðan mat yfir hátíðarnar. Atkvæði Atkvæði alls Röð frambjóðenda 1. sæti 2. sæti 1.-2. samt. 3. 1.-3. samt. 4. 1.-4. sæti 1. Siv Friðleifsd. 1306 2. Hjálmar Árnason 1000 3. Drífa Sigfúsd. 901 4. Unnur Stefánsd. - 46 5. Björgvin N. Ingólfsson* 6. Sigurbjörg Björgvinsd.* * Ekki fást upplýsingar um 462 487 523 121 atkvæði 514 332 1487 387 360 1424 522 1946 411 167 623 790 706 tveggja neðstu frambjóðenda. 2614 2225 2357 1496 Hjálmar Árnason Þakklæti ef st íhúga „ÉG GET ekki verið annað en mjög ánægður með niðurstöðuna og tel 2. sætið raunar vera stórsigur," seg- ir Hjálmar Árnason, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Keflavík, um nið- urstöðu próf- kjörsins. Hann varð í 2. sæti og segir árangurinr fyrst og fremst byggjast á stór- kostlegu stuðn- ingsliði. . „í Ijósi þess að ég er tiltölulega nýr í flokknum, samtök framsóknar- kvenna beittu sér mjög í kvenna- vakningu, við vorúm tvö að bítast um atkvæði hér á Suðurnesjum og ég auglýsti af ásettu ráði ekki mik- ið, er ég mjög ánægður og tel að listinn verði mjög góður. Við ætlum okkur mikinn og' góðan sigur enda sóknarfæri góð," sagði Hjálmar og kvaðst sannfærður um að framsókn- armenn á Reykjanesi fengju tvo menn kjörna á alþingi í vor. Starfið hafi haft áhrif Hjálmar sagðist ekki telja að veru- legur munur hefði verið á stefnumál- um frambjóðendanna. „En hugsan- lega er ein ástæðan sú að margir hafi kynnst mér og störfum mínum við skólann og treysta mér til að vinna með svipuðum áherslum í þessu starfi sem er verið að sækjast eftir. Enda er eiginíega svona stór fjölbrautaskóli þverskurður af mannlífinu og atvinnulífinu." Drífa Sigfússdóttir Niðurstaðan vonbrigði „ÉG STEFNDI á fyrsta sætið og svo ég tali hreint út olli niðurstaðan mér vonbrigðum," segir Drífa Sigfúss- dóttir, forseti bæjarstjórnar Kefla- víkur, Njarðvíkur og Hafna, um nið- urstöðu prófkjörsins. Hún varð í þriðja sæti. Hún tók fram að litlu hefði munað á þeim Hjálmari. „Hér heima var rekinn mjög sterkur áróður fyrir því að ekki mætti missa mig úr bæjar- málum. Svo auglýstu formenn sex Frarasóknarfé- laga stuðning við Hjálmar í blaði sem dreift var her í öU, hús. Við tvö vorum aðal- lega í baráttunni hér áSuðurnesj- um. Ég held að þetta tvennt hafi haft mikil áhrif fyrir mig. En ég veit að ég fékk mjög góðan stuðning á Suðurnesjum," sagði Drífa. „Mér finnst athyglisvert hvað konum hefur gengið vel. Konur eru í fyrsta sæti, þriðja, fjórða og sjötta sæti," sagði Drífa. Nauðsynlegt að hafa kjark „í pólitík verður maður að hafa kjark til að fara út í hluti. Ég taldi mig auðvitað sitja við sama borð og aðrir þegar ég fór af stað og allir sem fara í prófkjör vita að ekkert er sjálfgefið. Maður verður bara að vega það og meta fyrirfram. En Siv svejf þarna framúr okkur. Hún er auðvitað á svæði þar sem eru lang- flest atkvæði. Suðurnesjamenn hafa oft átt erfiðara með að koma sér áfram í prófkjörum hjá flokknum." Unnur Stefánsdóttir Eðlilegt að ein- hverjir nái ekki takmarki sínu „ÞEGAR allir frambjóðendur stefna á 1. eða 2. sæti er auðvitað eðlilegt að einhverjir nái ekki takmarki sínu. Við getum ekki gert annað en sætta okkur við niður- stöðuna," segir Unnur Stefáns- dóttir, kennari yið Fósturskóla íslands, um nið- urstöðu próf- kjörsins. Hún varð í fjórða sæti. Hún vildi koma á framfæri þakklæti til stuðningsmanna sinna og þeirra sem unnu með henni fyrir prófkjörið. „Ég minni á að mig vant- aði innan við hundrað atkvæði til þess að ná þriðja sæti. Því var af- skaplega mjótt á munum. Maður getur ekki sagt annað en að það vantaði einfaldlega fleiri atkvæði og getur ekki kennt öðrum um en sjálf- um sér fyrir að hafa ekki náð þeim," sagði Unnur. Framsóknarmenn á Norðurlandi eystra Guðmundur Bjarna- son með yfirburða- kosningu í fyrsta sæti GUDMUNDUR Bjarnason hlaut yfirburðakosningu í fyrsta sæti framboðslista flokksins fyrir komandi alþingiskosningar á aukakjördæmisþingi 10. desem- ber. Guðmundur hlaut 147 at- kvæði, Jóhannes Geir Sigurgeirs- son 29 atkvæði og Guðmundur Stefánsson 1 atkvæði. Valgerður Sverrisdóttir varð í öðru sæti með 122 atkvæði, Jó- hannes Geir hlaut 43 atkvæði í sama sæti, Ingunn St. Svavars- dóttir 11 atkvæði og Guðmundur Stefánsson 1 atkvæði. Jóhannes Geir varð í þriðja sæti með 114 atkvæði, Ingunn hlaut 31 at- kvæði í það sæti og Guðmundur Stefánsson 30 atkvæði. Tveir fengu eitt atkvæði hvor. Ingunn varð í fjórða sæti með 114 at- kvæði, Guðmundur Stefánsson hlaut 51 atkvæði í það sæti, Elsa Friðfinnsdóttir 8 atkvæði, einn var með 2 atkvæði og annar með eitt. Guðmundur Stefánsson varð í fimmta sæti með 141 atkvæði. Elsa hlaut 18 atkvæði, Gísli Sig- urðsson 9 atkvæði, tveir tvö at- kvæði og tveir eitt atkvæði hvor. Helga Eiríksdóttir varð í 6. sæti með 96 atkvæði og Elsa Friðf- innsdóttir í 7. sæti með 109 at- kvæði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.