Morgunblaðið - 13.12.1994, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 13.12.1994, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ i aaaM35 omiuuiiím ,M ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1994 45 AÐSENDAR GREINAR í takt við þjóðarsálina íslenskt, já takk hefur að mati aðstandenda átaksins, ASÍ, BSRB, íslensks landbúnaðar, Samtaka iðnaðarins og VSÍ, skilað árangri. Undir þetta mat hefur Þjóðhagsstofnun tek- ið, sem og innlendir framleiðendur. Kreppuboðskapur Hallur A. Baldurs- son, formaður Sam- bands íslenskra aug- lýsingastofa og fram- kvæmdastjóri auglýs- ingastofunnar Yddu hf., varpaði fram þeirri spurningu nýlega hvort aðstandendur átaks- ins Islenskt, já takk hafi velt fyrir langtímaáhrifum „kreppuboð- skaparins - kauptu íslenskt, ann- ars deyr íslenskt atvinnulíf?" Að því búnu fjallaði Hallur í grein sínni (Mbl. 3. desember sl.) um fagleg vinnubrögð, markmið, markhópa, auglýsingaloforð, aug- lýsingabirtingu og árangursmæl- ingar auglýsinga. Tilefni greinar- skrifanna virðist vera minnkandi markaðshlutdeild íslenskra iðnað- arvara þrátt fyrir áratuga áróður um áð velja íslenskt og niðurstað- an, að því ég best fæ séð, er sú að „hver og einn verði að huga að þróun og markaðssetningu eig- in vörumerkja svo að þau standist samkeppni til langframa". Markmiðin Það er einkum þrennt sem átak- ið íslenskt, já takk hefur haft að Helga Guðrún Jónasdóttir. leiðarljósi. í fyrsta lagi að styrkja ímynd íslenskrar vöru, þjón- ustu og verslunar. Við íslenskt hefur lengi loðað að það væri dýr- ara og/eða lélegra en erlent. í öðru lagi að vera íslenskum aðilum í framleiðslu, þjónustu og verslun hvatning til markaðsstarfa og í þriðja lagi stendur vilji átaksins til að efla ís- lenskt atvinnulíf með jákvæðri hvatningu. Bætt ímynd ímynd selur vörur og margt bendir til að slæm ímynd hafi kom- ið ýmsum íslenskum vörumerkjum á kné. Til skamms tíma var eins og innlendir framleiðendur væru feimnir við að setja íslensk fyrir framan vörumerkin sín. Sumir hverjir hafa m.a.s. notað erlend heiti eins og til að fela þá neyðar- legu staðreynd að framleiðslan sé íslensk. Sænsk eða þýsk gæða- vara, svo að dæmi sé nefnt eru hins vegar slagorð sem allir þekkja. Fleira má tína til. í mínu ungdæmi var t.d. enginn maður með mönnum nema hann segði „Valstómatsósa ... ojbjakk!" Fæst okkar höfðu smakkað þessa hrylli- legu vöru og maður varð veikur af tilhugsuninni einni saman. Þeg- ar ég hugsa aftur hef ég ekki hugmynd um hvað olli. Hugtök eins og verð og gæði voru okkur grunnskælingunum framandi. Valstómatsósa var einfaldlega íslensk vara, þjónusta og verslun, segir Helga Guðrún Jónasdóttir, stenst fyllilega saman- burð í verði og gæðum. ekki í tísku og það var bara lífs- spursmál að hún færi ekki inn fyrir varir manns. Auðveldara auglýsinga- og kynningarstarf Það er dýrt að auglýsa. Fjöl- margir innlendur framleiðendur standa frammi fyrir því að þótt þeir hafi kannski ekki úr minna fé að moða í kynningar- og auglýs- ingastarfi en erlendir samkeppnis- aðilar þá nýtist fé þeirra til birt- inga verr, þar sem þeir verða að framleiða auglýsingaefni sitt frá grunni. Átakinu er ætlað að skapa þeim sem áhuga og erindi hafa e.k. ramma til að starfa innan og vera þeim hvatning í markaðs- starfinu. Fjölmiðlar hafa í tengsl- uhi við átakið veitt innlendum aðilum afslætti og það má með tiltölulega litlum tilkostnaði nýta merki átaksins í sölustarfi, svo að dæmi séu nefnd. Fjallkonunni óviðkomandi Svo virðist sem sá þáttur átaks- ins sem snýr að atvinnusköpuninni standi eitthvað í sumum. Áður en lengra er haldið er rétt að undir- strika rækilega að átakið er ekki að hvetja fólk til að kaupa íslenskt af þeirri einu ástæðu að varan er íslénsk. Og það er heldur ekki verið að hvetja fólk til að kaupa íslenskt til þess eins að verja at- vinnustigið í landinu. Slíkt látum við fjallkonunni eftir á 17. 'anum. Átakið er fyrst og fremst hugsað sem jákvæð hvatning til almenn- ings: Að því gefnu að íslenska varan (þjónustan, verslunin) stenst gæða- og verðsamanburð - veljum þá íslenskt og leyfum atvinnulífinu að njóta þess, sem það á skilið. Ég hef ekki orðið vör við að átak- ið nýtti sér hræðsluáróður í þessu sambandi, sem hlýtur að vera frumforsenda þessa „kreppuboð- skapar" sem Hallur talar um. Tíminn og vaninn Þá er atvinnuþættinum ekki síð- ur beint að þeim sem annast inn- kaup fyrir stóra aðila, s.s. ríkis- stofnanir eða stór fyrirtæki. Það er náttúrlega sorglegt að það þurfí að hvetja ríkisstofnanir til að kaupa innlendar vörur, en það segir okkur e.t.v. meira en margt annað um áhrif lélegrar ímyndar eða jafnvel vanans. Neyslumynst- ur, hvort heldur fyrirtækja eða einstaklinga, er oft á tíðum venju- bundið og tíminn sem við höfum af skornum skammti. Niðurstaðan er sú, að það er ekki verið að höfða til þjóðerniskenndar. Enda væri það móðgun við neytendur. Það kaupir enginn lélega vöru dýru verði, þó svo að hún sé ís- lensk. Standist hún hins vegar kröfur okkar, af hverju ekki að velja íslenskt? Góður árangur Nokkuð ítarlegt árangursmat hefur verið gert á vegum átaks- ins. Viðhorfskönnun leiddi í ljós að í fyrra skilaði boðskapur átaks- ins sér til svo að segja hvers ein- asta landsmanns og mikill meiri- hluti aðspurðra taldi sig frekar velja íslenskt en áður. Enn fremur spurðist átakið vel fyrir og margt bendir til að það sé í takt við þjóð- arsálina. Þá töldu framleiðendur hjá sér framleiðsluaukningu. Um 20% aukning var ekki óalgeng tala, og hjá einstaka var hún jafn- vel meiri. Síðast en ekki síst hefur Þjóðhagsstofnun metið átakið sem jákvæða stærð í þjóðhagsreikning- um. Mat aðstandenda átaksins um síðustu áramót var því að halda samstarfinu áfram. Þau gögn sem Hallur vitnar í ná ekki til ársins 1994. Það skýrir e.t.v. þá skökku mynd sem blasir við honum. Islensk vara, þjónusta og versl- un stenst fyllilega samanburð í verði og gæðum. Spurningin er bara sú hvernig vekjum við at- hygli á því, þegar erlendir sam- keppnisaðilar hafa jafnvel áratuga forskot á okkar eigin heimamark- aði, og ímynd innlendrar fram- leiðslu er veik? Ég þekki ekki einn einasta mann í auglýsingageiran- um sem treystir sér til að fullyrða almennt um áhrif auglýsinga o.þ.u.l. Þessi bransi minnir dálítið á „blindkeilu". Það hægt að fella allar keilurnar, er sagt, en við vit- um bara ekki hvaða kúla eða kúl- ur verða til þess. Reglan er síðan sú að þeim mun fleiri kúlur sem þú hefur efni á þeim meiri líkur eru á árangri. Hvað langtímaáhrif auglýsingaherferðarinnar snertir á hug neytenda, þá bindum við von- ir við að átakið verði til þess að bæta ímynd innlendrar vöru, þjón- ustu og verslunar, þannig að ís- lenskt atvinnulíf njóti, að öðru jöfnu, ávaxta síns erfiðis. En hvort við höfum valið réttu „kúlurnar" getur tíminn einn leitt í ljós. Varast ber hins vegar að rugla þessu átaki saman við hefðbundna markaðssetningu vöru (í víðum skilningi) á almennan neytenda- markað, með tilheyrandi markaðs- rannsóknum og vöruþróum Þetta átak gerir engan stikkfrí í mark- aðsmálum. Því er þvert á 'móti ætlað að hvetja viðkomandi til aðgerða sem styrkja íslensk vöru- merki, þjónustu og verslun í nútíð og framtíð. Höfundur er í framkvæmdanefnd átaksins íslensktjé takk. Sorterað samfélag .¦¦¦¦:-.. MORGUM mannin- um hefur orðið fótas- kortur á uppeldis- brautinni, enda yfir margar torfærur að f ara. Mikilvægast mun þó teljast að kenna börnum að bera virð- ingu fyrir lífinu og jörðinni í heild sinni; að þekkja Guð alm&tt- ugan í tilverunni; kunna skil á réttu og röngu og að tjá tilfinn- ingar sínar og skoðan- ir. Þá er afar mikils virði að börn alist upp við kærleiksríkan aga; séu látin fínna fyrir aðhaldi qg áhuga dags daglega; þeim sé hrós- að fyrir útlit sitt og hæfíleika; og síðast en ekki síst, að þau séu ekki kúguð undir vilja hinna full- orðnu heldur hvött til sjálfsbjargar og sjálfstæðis. En því miður er erfitt að heimfæra slíkt uppeldi á tengslarofið og sorterað samfélag. Skólaathvarf í fyrrahaust bauðst foreldrum grunnskólabarna í nokkrum hverf- um Reykjavíkur svokölluð skóla- pössun fyrir börn sín gegn greiðslu. Fyrir útivinnandi foreldra var þetta nauðsynleg lausn á stóru vandamáli — fyrir skólabörnin tækifæri til þess að kynnast betur og fá að vera saman á stað sem kallast gat sameiginlegt heimili allra barnanna. Reyndin varð hins vegar sú að þegar frí var í skólan- um vegna kennarafunda, foreldra- funda o.s.frv. var líka lokað í skólapössuninni. Þegar páska-, Páll Björgvinsson jóla- og sumarfrí var hjá skólanum var það að sjálfsögðu einnig hjá skólapössuninni! Hlutunum var bjarg- að fyrir horn í páska- og jólafríi en erfiðara var að leysa 12 vikna sumarfrí. Niðurstað- an varð þeytingur á námskeið á vegum íþróttafélaga og Tóm- stundaráðs Reykja- víkur fyrir eða eftir hádegi og stundum allan daginn. Skert heimsmynd Skólabarnið í Reykjavík nútím- ans lærir einungis að þekkja sitt nánasta umhverfi, þar sem allt virðist fullkomið á yfirborðinu; slétt og felld úthverfa en kraum- andi óleyst vandamál undir skrápnum. Alltof mörg er hægt að flokka í sjónvarpsbörn; tölvu- börn; spilakassabörn; vímuefna- börn; alkabörn; ofbeldisbörn; ein- elt börn; lyklabörn — óvirk, vansæl og einmana börn. Hugtakið ábyrgð er mörgum þeirra næsta ókunnugt vegna þess að þau bera litla sem enga ábyrgð innan veggja heimilisins eða í skólanum. Flest hafa þau afbakað verðmætamat vegna þess að þau alast upp við það að mamma og pabbi borga fyrir allt með plastkortum eða blaðsneplum — svokölluðum ávís- unum. Fjármál heimilanna eru lítið rædd við börnin eða útskýrt fyrir þeim hversu langan tíma það tek- ur að vinna sér inn t.d. fyrir bux- um og úlpu. Sum barnanna þekkja Fátt er börnum jafn mikilvægt, segir Páll Björgvinsson, og að þeim sé sýnd væntum- þykja daglega. ekki ömmur sínar og afa nema úr fjarlægð því þau eru alltaf að vinna eins og foreldrarnir. Lang- flest verða börnin lítið vör við gamla fólkið í samfélaginu — það er jú í geymslu á elliheimilum eða flutt í séríbúðir fyrir aldraða. í eyrum margra barna í Reykjavík gætu öryrkjar alveg eins verið bændur sem rækta örvar — fatl- aða og veika fólkið geimverur frá öðrum hnetti, svo lítið umgangast börnin þessa samfélagshópa. Sveitina þekkja flest reykvísk börn í gegnum Húsdýragarðinn í Laug- ardal, þar sem þau horfa á blessuð dýrin innan girðinga eða í búrum. Meira að segja sjálf sjómanna- stéttin er flestum borgarbörnunum framandi, þrátt fyrir þá staðreynd að þau búa í fiskveiðiþjóðfélagi sem á allt undir sjávarútveginum. Líklega eru það einungis sjó- mannsbornin sem hafa komið um borð í fískveiðiskip eða komist eitt- hvað út á. sjó. Jafnrétti Spéhræðsla hefur löngum staðið jafnrétti kynjanna í Reykjavík fyr- ir þrifum. Börn hafa verið alin upp við að það sé „kvenlegt" að sinna heimilisstörfum og að það sé „karl- mannlegt" að vera forstjóri. Drengir fyllast því ósjálfrátt spé- hræðslu séu þeir klæddir í svuntu og sagt að baka eða skúra gólf, og halda að með þessu sé verið að niðurlægja þá. Á sama hátt líð- ur stúlkum illa ef þær halda að litið sé á þær sem „ókvenlegar" þegar þær segjast kunna að skipta um dekk eða stilla platínurnar í bílnum. Samt er það heimili beggja kynjanna sem er lykillinn að jafn- rétti, þ.e. sjálfar uppeldisaðferðir foreldranría: Óski foreldrar reyk- vískum dætrum sínum og sonum jafnréttis hljóta þeir að ala þau upp með það fyrir augum að þau njóti nákvæmlega sömu mannrétt- inda og beri sams konar ábyrgð hvað varðar þátttöku í heimilis- störfum, skólagöngu, tómstundir, og njóti sömu hvatningar og að- halds uppalenda sinna. Tilfinningar Það er feimnismál í Reykjavík að sýna tilfinningar — kallað „að bera tilfinningar sínar á torg". Samt er fátt börnum jafn mikil- vægt og að þeim sé daglega sýnd væntumþykja í orðum eða með snertingu. Rannsóknir þar að lút- andi hafa sýnt þá niðurstöðu að kærleikur og blíðuatlot séu börn- um mikilvægari en matur til þess að ná eðlilegum þroska. En jafn- vel á þessu syiði mannlífsins er „ójafnrétti" á íslandi: Allir þekkja orðin „Mild var þín móðurhönd", en hvers vegna kannast enginn við: „Hlýr var þinn föðurfaðmur" eða boðorðið „Heiðra skaltu æsku barns þíns"? Skólakór Vesturbæj- arskóla sagði allt sem segja þarf í þessum efnum í fjölskyldumessu í Dómkirkjunni þann 13. nóvember sl. þegar hann söng lagið „Ef þig langar" fyrir djúpt snortna for- eldra: „... Að elska á morgun er allt of seint... og ónýt hver löngun sem fékk ekki að rætast. Svo sláðu því ást þinni ekki á frest heldur elskaðu nú! það er best." í hnotskurn Tilgangur skólaathvarfsins er að leysa vandamál — ekki búa til ný! Þess vegna er nauðsynlegt að nýta það líka í fríum og hafa þar ýmis námskeið á boðstólum: Fara með börnin þaðan í heimsóknir út í atvinnulífið eða kynnisferðir í hinar ýmsu stofnanir borgar og ríkis, út á land eða niður á höfn þar sem hjarta landsins slær. Takist uppalendum að temja sér jafnrétti innan veggja heimilanna mun fólk hætta að reka upp stór augu þegar kona verður valin í stöðu seðlabankastjóra eins og gerðist nýverið í Danmörku eða í stöðu rektors háskóla og lögreglustjóra eins og reyndin er í dag í Noregi. Fyrst þá mun fólk ekki fyllast vandlætingu þegar karlmaður gerist forstöðumaður leikskóla eða heimavinnandi dagpabbi á íslandi. Loksins þá verður litið á heimilisstörf um víða veröld sem kynlaust „heimilisleg" og allir fá að halda sjálfsvirðingu sinni. Afleiðing uppeldisins í Reykjavík nútímans er kærleiksþyrst, ¦ agalaus, kvíðin börn með sorteraða heimsmynd vegna þess að þau eru ekki í heilbrigðum tengslum við umheim- inn og ná því ekki að skilja hann sem éina samræmda heild. Fögur fyrirheit þegar barn fæðist eru fljót að fyrnast, en uppalendur geta ekki leyft sér að slá ást sinni á frest strax og barn fer að sýna einhvern vott af sjálfsbjargarviðleitni. Höfundur er arkitekt, tveggja barna faðir og ættaður úr Hafnarfirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.