Morgunblaðið - 13.12.1994, Blaðsíða 60
60 ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
611720
JOiA
*PORTIO*
¦stærsti jólamarkaður ársins!
í Jólaportinu bjóða um 100 seljendur fjölbreytt
úrval af vöru s.s. fatnað, léikföng, gjafavöru,
verkfæri, sælgæti, geisladiska, skartgripi,
búsáhöld, jólamat, íslenskt og erlent handverk
og falleg jólatré úr Normansþyni á frábæru veröi.
NOKKUR
DÆMI:
Vandaöir skíðagallar í stærðum frá
S til XXL Verð aðeins kr. 4.900,-.
Sölubás RL8.
Fjölbreytt úrval leikfanga á mjög
góðu verði. Eldhús á kr. 1.299,-
Dótakallinn í sölubás F20.
Láttu setja mynd af þér á könnu,
bol eða barmmerki. Verð frá
kr. 1.500,-. SölubásA21.
Falleg jólaföt á 1-7 ára drengi.
Buxur, vesti, skyrta og bindi eða
slaufa á aðeins fcr. 3.500,-
Sölubás B4.
Allir nýjustu geisladiskamir á
kr. ±199,-. Einniggott úrval af
sígildri mússik.
Verslunin Mifa í sölubás E.
Gómsæt jólasíld á góðu verði.
Silvur,Gull,SólogKryddá
kr. 400,- og Marineruð á kr. 300,-
Pólarsíld í sölubás D17.
Dregnir eru út skemmtilegir vinningar í
Jólaleiknum alla þriojudaga og fimmtudaga
í beinni útsendingu a Bylgjunni.
íslenskir og erlendir tónlistarmenn
skapa skemmtilega jólastemmningu alla
mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl 18-19.
íslensku jólasveinamir kíkja við um leið
og þeir koma í bæinn. Á Þoriáksmessu
koma síðan Gryla og Leppalúði og allir
jólasveinamir í heímsokn með stórum hópi
af tónlistarmönnum og dönsurum.
Jólaportið er opið aila virka daga
kl. 14-19 í húsi Kolaportsins.
JRttgimlribifeife
-kjarnimálsins!
iDAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags
Gefum
hjúkrunarfólki
2-3% af
laununum
okkar
MIG langar til að tjá mig
urn mál sjúkraliða.
Ég er gift lækni, sem
er sérfræðingur, og þiggur
laun frá ríkissjóði. Læknir
nær ekki þessum áfanga
nema með mikilli vinnu og
oft á tíðum álagi á fjöl-
skyldu. Ávöxturinn er oft
góður. Fyrst og fremst
þekkingin, að geta gert
betur, og síðan betri laun.
Þessi skrif mín eru
beiðni til maka umræddra
sérfræðinga um að stinga
upp á að laun maka okkar
verði lækkuð um 2-3% ef
þörf krefur til að hækka
laun hjúkrunarfólks.
Kannski erum við af-
lögufær.
Maki
Þrjár ánægðar
VIÐ erum hérna þrjár
stúlkur sem viljum lýsa
ánægju okkar með við-
skiptin sem við höfum haft
við Skuggamyndir við
Laugaveg.
Höfum við allar farið í
myndatöku áður en aldrei
orðið fullkomlega ánægðar
með myndirnar.
En Helga Bragasyni í
Skuggamyndum tekst að
laða fram allt það besta í
manni. Er hann bæði
skemmtilegur í framkomu
og fagmaður á sínu sviði.
Við vorum allar frekar
stressaðar þegar byrja átti
að mynda, en það hvarf
fljótlega . vegna léttrar
framkomu hans og al-
mennilegheita.
Með þessu bréfi viljum
við mæla eindregið með
honum og hikum ekki við
að lofa ykkur, sem til hans
farið, að þið munið eiga
ánægjuleg viðskipti við
hann.
Einnig viljum við koma
á framfæri okkar innileg-
ustu þökkum til Helga fyr-
ir mjög góð vinnubrögð.
Qjrjstine, Guðrún
og Anna.
Þakkirtil
Hemma Gunn
MIG LANGAR að þakka
Hemma Gunn fyrir góðan
þátt sl. miðvikudagskvöld.
Það var alveg frábært að
sjá hvað hann náði góðu
sambandi við þorskahefta
fólkið sem var gestir hjá
honum.
Ágiisla
Tapao/fundið
Kerruvagn tapaðist
KERRUVAGNINN sem
myndin er af hvarf frá
Veghúsum 31 mánudags-
kvöldið 5. desember sl.
Vagninn er mjög skraut-
legur með fjólubláu, gulu,
bláu og svörtu rákóttu
mynstri sem virðist vera
málað á með grófum
pensli. Grindin sjálf er
svört. Ef einhvert getur
gefið upplýsingar um
vagninn er hann vinsam-
lega beðinn að láta vita í
síma 876904 eða tilkynna
það til lögreglunnar.
Farsi
MmtmoB0MenltM*ti*1KU*Md9m*%maam
UJAIS6t-ASS/cao<-TU*W
' É9 JcuibL þer a& drekka, ekki, si/oncc
SKAK
llmsjón Margeir
Pétursson
ÞESSI staða kom upp á
helgarskákmótinu á Suður-
eyri við Súgandafjörð í vor.
Hannes lék síðast 28. -
Kg8-f7? sem gaf kost á
glæsilegum vinningsleik.
sjá stöðumynd
James Burden (2.205),
varnarliðsmaður á Kefla-
víkurflugvelli, hafði hvítt og
átti leik, en Hannes Klifar
Stefánsson (2.560), stór-
meistari var með svart.
James Burden lék 29. Hd6?
og framhaldið varð 29. -
Dxd4, 30. Hxd4 -
exd4, 31.Ba5-Ke8
og upp kom jafnte-
flislegt endatafl.
Hannes reyndi að
vinna það, teygði sig
of langt og tapaði.
Hvítur gat hins veg-
ar þvingað fram
vinning í stöðunni
með 29. Rxb5!! því
göffluð og hrókurinn
á a6 að auki. Það er
sýnt að eftir 29.
Rxb5! ræður svartur
engan veginn við
hótanir 30. Rc7 og 30.
Rd6+. Umhugsunartíminn
á helgarmótum sem Tíma-
ritið Skák gengst fyrir er
aðeins hálftími, það skýrir
þessa gagnkvæmu yfirsjón.
Víkverji skrifar...
SÍÐUSTU tvo sunnudaga hefur
ríkissjónvarpið sýnt þætti um
stjórnendur hljómsveita, sem voru
einstaklega fræðandi og
skemmtilegir. Hinir miklu hljóm-
sveitarstjórar þessarar aldar hafa
allir verið í senn miklir hæfileika-
menn á sviði tónlistar - sumir
þeirra snillingar - og sterkir per-
sónuleikar, sem hafa markað þær
hljómsveitir, sem þeir hafa byggt
upp og stjórnað og raunar aðt
umhverfi sitt með afgerandi
hætti.
Einn af viðmælendum þátta-
gerðarmannanna komst þannig
að orði um einn stjórnandann, að
hann hefði músíkina í sér. Þetta
er rétt. Víkverji minnist þess að
hafa fyrir nokkrum árum séð eina
af óperum Wagners í Scala-óper-
unni í Mílanó undir stjórn Ricardo
Mutis. Sá stjórnandi hafði músík-
ina í sér. Og setti svo sterkan
svip á sýninguna, að það var nán-
ast ómögulegt að horfa á annað
en stjórnandann.
I miklum hljómsveitarstjóra
sameinast snilligáfa, sterkur per-
sónuleiki og mikið vald. Þegar
þetta þrennt fer saman fer ekki
hjá því, að áheyrendur verði hug-
fangnir, svo að vægt sé til orða
tekið.
ÞAÐ ER nokkuð til í því, sem
Jóhanna Sigurðardóttir sagði
á Alþingi sl. föstudag, að rekja
mætti skuldasöfnun heimilanna til
ársins 1980, þegar þurfti að end-
urfjármagna húsnæðið í landinu
eftir að verðtrygging var tekin
upp. Frá þeim tíma hafa verið
teknar nokkrar ákvarðanir, sem
skipt hafa sköpum. í fyrsta Iagi
var verðtrygging tekin upp og tók
bæði fólk og stjóraendur fyrir-
tækja mörg ár að skilja og skynja
hvað í henni fólst. í öðru lagi voru
allir vextir frádráttarbærir, hverju
nafni sem nefndust á þeim tíma,
en smátt og smátt var dregið úr
því og eru þau hlunnindi húsbyggj-
enda ekki nema svipur hjá sjón
miðað við það, sem áður var. í
þriðja Iagi voru vextir gefnir frjáls-
ir um miðjan áratuginn og allt að
fimmfölduðust í kjölfar þess. í
fjórða lagi var vísitölutenging
launa afnumin vorið 1983 en vísi-
tölutenging lánaskuldbindinga
hélzt hins vegar óbreytt. Þegar
áhrif þess alls eru lögð saman
þarf engum að koma á óvart, þótt
syrt hafi í álinn hjá mörgum. Þess
vegna er það rétt hjá Jóhönnu
Sigurðardóttur að rót umtalaðs
vanda heimilanna má rekja einn
og hálfan áratug aftur í tímann.
SÚ ÁKVÖRÐUN verðbréfa-
fyrirtækjanna að hvetja fólk
til þess að kaupa hlutabréf fyrir
áramót og nýta sér þar með
skattafslátt vegna þeirra kaupa,
með því að bjóða upp á raðgreiðsl-
ur á greiðslukortum, er mjög um-
deild. Það er hægt að halda því
fram með nokkrum rökum, að með
þessu sé verið að misnota kerfið.
Til hvers var þessi skattafslátt-
ur tekinn upp? Hann var tekinn
upp til þess að hvetja fólk til að
leggja sparifé sitt í atvinnulífið og
ávaxta það þar. Á sama tíma og
skuldir heimilanna eru hins vegar
eitt helzta umræðuefni stjórn-
málamanna og verkalýðsleiðtoga
beita verðbréfafyrirtækin sér fyrir
því að auka þessa skuldsetningu
með gylliboðum af þessu tagi.
Þau hafa ekki fyrir því sjálf að
upplýsa fólk um það hvað skattaf-
slátturinn skerðist mikið vegna
kostnaðar við þessar lántökur. Þau
hafa heldur ekki fyrir því að benda
fólki á, að hlutabréfin geta lækkað
í verði á þeim tíma, sem raðgreiðsl-
urnar standa yfir, þannig að verð-
mætin, sem fólk fær í hendur geta
minnkað á sama tíma og skuldirn-
ar aukast vegna vaxtakostnaðar.
Geta fjármálafyrirtæki verið þekkt
fyrir svona vinnubrögð?