Morgunblaðið - 13.12.1994, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 13.12.1994, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR Biðlistar og búsetumál fatlaðra í Reykjavík í DAG eru 1.200 skjólstæðingar á skrá hjá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík, en það eru fatlaðir einstaklingar sem hafa fengið þjónustu frá skrifstofunni. Mun fleiri fatlaðir einstaklingar búa þó í Reykjavík. Samkvæmt upplýs- ingum frá Tryggingastofnun ríkis- ins fengu 5.860 einstaklingar á öllu landinu örorkulífeyri í nóvember 1993, þ.e.a.s. voru metnir til 75% örorku eða meira, þar af voru 3.041 í Reykjavík sem er 51,9%. Alls eru um 150 starfsmenn á launaskrá í 100 stöðum hjá Svæðis- skrifstofu Reykjavíkur, þar af sex starfsmenn á sjálfri skrifstofunni. Á vegum Svæðisskrifstofu Reykjavík- ur búa 65 einstaklingar á 12 sam- býlum og heimilum fyrir börn. Svæðisskrifstofa hefur heimild fyrir átta stöðugildum í það sem kallað hefur verið „frekari liðveisla". Þess- ir starfsmenn vinna að framkvæmd frekari liðveislu úti á vettvangi. Starfsmenn frekari liðveislu sinna 40 fötluðum einstaklingum sem búa í 30 félagslegum íbúðum og leigu- íbúðum. Þrátt fyrir minni efni hins opin- bera á almennri þjónustu hefur Svæðisskrifstofa Reykjavíkur leitast við að skapa svigrúm til betrum- bóta. Með hagræðingu vonumst við til að geta veitt fleiri skjólstæðing- um aukna og betri þjónustu með sama tilkostnaði. Biðlistar og búsetuúrræði í dag eru um 200 manns á bið- lista eftir húsnæði hjá Svæðisskrif- stofu Reykjavíkur. Flestar þessara 200 umsókna eru virkar, þ.e.a.s. líklega myndu þessir umsækjendur þiggja búsetuúrræði ef það byðist. Auk þessara 200 einstaklinga eru 15 manns á „saltbiðlista". Um er að ræða fólk, sem ekki er hægt að bjóða betra úrræði en það hefur nú þegar eða það myndi ekki þiggja úrræði eins og er, nema ef aðstæður breyttust til hins verra. Af þess- um 200 umsækjendum eru 25 manns á bráða- lista eftir húsnæði. Ekki alls fyrir löngu var tekinn saman heildaríjöldi umsókna og annarra ótvíræðra beiðna um búsetu sem bárust Svæðisskrifstofu Reykjavíkur og Styrktarfélagi van- gefinna í Reykjavík á tímabilinu 1970-1993. Alls höfðu 419 um- sóknir og beiðnir um búsetu borist Svæðisskrifstofu Reykjavíkur frá 1980 til 1993. Tekist hafði að leysa búsetumál 163 einstaklinga en 184 biðu enn eftir úrræði. Alls féllu 95 mál út af búsetubið- lista Svæðisskrifstofu Reykjavíkur á tímabilinu 1980-1993. Hér er um að ræða fólk sem fluttist frá Reykja- vík til annarra svæða eða úr landi, fékk úrræði á vegum annarra stofn- ana eða félagasamtaka eins og hjá Hússjóði Öryrkjabandalagsins. Þá munu einhverjir hafa látist á þessu tímabili. Eitt af um- fangsmeiri verkefnum sem starfsmenn Svæð- isskrifstofu Reykjavík- ur vinna, er að leita að úrræðum fyrir skjólstæðinga í öðrum kerfum, á öðrum svæð- um og í samvinnu við aðrar stofnanir og svæðisskrifstofur. Vert er að benda á að allt að 23 einstakl- ingar, sem þegar hafa fengið úrræði (eða fluttu af svæðinu), eru aftur farnir að sækja um búsetu í Reykjavík. Einhveijir af þessum einstaklingum búa á sambýlum en óska eftir að fá að flytja í íbúðir. Svæðisskrifstofu Reykjavíkur bárust 40 umsóknir árið 1983. Flestar umsóknir hafa þó borist á árunum 1991-1993. Mál flestra sem sóttu um búsetu á árunum 1980-1987 hafa verið leyst, en alls ekki allra. Þótt markvisst sé unnið að því að bjóða fólki búsetuúrræði, sem beðið hefur eftir úrlausn sinna mála frá því fyrir 1990, eru enn eftir óleyst mál allt frá árinu 1982. Biðlisti Svæðisskrifstofu Reykja- víkur hefur lengst jafnt og þétt frá ári til árs, en þó sérstaklega á árun- um 1991-1993. Úrræði hafa komið en aldrei í samræmi við þörfina. Athyglisvert er að á móti hveijum tveimur málum sem leyst eru með beinu úrræði á vegum Svæðisskrif- stofu Reykjavíkur eða Styrktarfé- Loftur R. Gissurarson Al/ar np/t/ýsingar i siina .) 522300 Komum jólagjöfunum tímanlega á rútuna! 19 21 19 V 22 23 21 24* Forðum vinum og ættingjum frá biðröðum. Sendum jólapakkann vel merktan í ár. Virka daga 07:30-21:30 Laugardaga 07:30-14:30 UM JÓLIN: Aðfangadag 07:30-14:00 Jóiadag, lokað. lags vangefinna er rúmlega eitt mál sem er leyst með öðrum hætti. Málefni geðfatlaðra Réttur geðfatlaðra er ítrekaður með afdráttarlausum hætti í lögum um málefni fatlaðra. Alls sóttu 105 geðfatlaðir einstaklingar um búsetu hjá Svæðisskrifstofu Reykjavíkur á tímabilinu 1980-1993. Þar hefur 21 einstaklingur fengið úrlausn mála með beinu úrræði á vegum skrifstofunnar. Alls biðu 54 enn eftir úrræði árið 1993 og alls leyst- ust búsetumál 36 einstaklinga í samvinnu við eða gegnum aðrar stofnanir. Fleiri og fleiri geðfatlaðir einstaklingar sækja nú um búsetu- úrræði til Svæðisskrifstofu Reykja- víkur og mesta aukningin hefur orð- ið á árunum 1991 og 1993. Samkvæmt nýútkominni skýrslu samstarfshóps Svæðisskrifstofu Reykjavíkur, Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar og Hússjóðs Ör- yrkjabandalagsins munu 227 geð- fatlaðir einstaklingar vera í þörf Stefnan í búsetumálnm fatlaðra í Reykjavík, segir Loftur R. Gissurarson, er að geta boðið sem flestnm búsetuúrræði. fyrir viðunandi búsetuúrræði. Stuðst var við eftirfarandi flokka: Gatan. 38 geðfatlaðir einstakling- ar voru á götunni, ekki vitað um neinn íverustað. Þess ber að geta að heitið á þessum flokki kann að gefa villandi vísbendingar. í skýrsl- unni var verið að vísa til þess, að ekki var vitað um neinn íverustað fyrir viðkomandi og ekki reyndist unnt að komast að því hvar hann eða hún var niðurkomin. Gistiheimili. 12 einstaklingar voru á gistiheimilum. Óöruggt. 134 einstaklingar voru í óöruggu eða óhentugu húsnæði, svo sem ótryggri leigu, óíbúðarhæfu húsnæði, óuppgerðu búi, inni á öldr- uðum eða sjúkum foreldrum o.s.frv. Áfengis- og langlegudeildir. 43 voru á áfangastöðum og langlegu- deildum. Hópur fólks hefur lokið meðferð en hefur ekki í neitt hús að venda. Það sem vekur m.a. athygli varð- andi þennan stóra hóp fólks er að 142 áttu inni umsókn um búsetu hjá Hússjóði Öryrkjabandalagsins, 30 hjá Svæðisskrifstofu Reykjavík- ur en aðeins 15 hjá Félagsmála- stofnun. Þá má nefna að á móti hverri konu reyndust þrír karlar á listanum í búsetuhallæri. Einnig kom í ljós að það gerðist hlutfalls- lega helmingi sjaldnar að konur enduðu á gistiheimili eða á götunni en að karlar gerðu það. Frekari liðveisla Búsetuvandkvæði eru eitt höfuð- vandamál fatlaðra sem til Svæðis- skrifstofu leita. Með tilkomu frekari liðveislu hefur skrifstofunni verið gert kleift að aðstoða einstaklinga við að búa og lifa sjálfstætt í mun ríkari mæli en áður hefur verið hægt. Markmið -frekari liðveislu, eins og hún er veitt hjá Svæðisskrif- stofu Reykjavíkur, er að ná hæsta mögulega stigi sjálfstæðis þjónustu- þegans. Þegar svo ber undir eru settar upp meðferðaráætlanir í sam- vinnu við skjólstæðinginn, t.d. kerf- isbundið nám í að læra að lesa á merkimiða í búðum, greina í sundur mismunandi matartegundir eftir hollustu, læra að þekkja verðgildi peninga, versla og kaupa inn sjálf- stætt, ferðast um bæinn o.s.frv. Til að lýsa verkaskiptingu milli aðila sem þjóna fötluðum er gott að gera greinarmun á tveimur teg- undum af þjónustu. Annars vegar höfum við þjónustu sem tengist samfélagshæfni en hins vegar þjón- ustu sem felst í umönnun. Umönnun skiptist í þætti eins og hjúkrun, heimilishjálp og húsverk. Hér fá þjónustuþegar þjónustu án þess að þurfa að leggja mikið af mörkum sjálfir. Samfélagshæfni er geta ein- staklingsins til að geta hjálpað sér sjálfur, jafnvel í samskiptum við aðra einstaklinga og stofnanir. Hér eru þjónustuþegar gerendur og er þjónusta frekari liðveislu á Svæðis- skrifstofu Reykjavíkur af þessum toga. Niðurlag Stefnan í búsetumálum fatlaðra hjá Svæðisskrifstofu málefna fatl- aðra í Reykjavík er að geta boðið sem flestum skjólstæðingum upp á búsetuúrræði eftir þörfum og óskum hvers og eins. Svæðisskrifstofa býð- ur skjólstæðingum sambýlispláss með eða án næturvakta og félags- legar íbúðir með mismiklum stuðn- ingi. Þróunin hefur verið í þá átt að bjóða fötluðum sem búa á sam- býlum (og/eða í foreldrahúsum) upp á 2-3 herbergja íbúðir með stuðn- ingi. Svæðisskrifstofa Reykjavíkur þarf þó áfram á fleiri sambýlum að halda til að koma til móts við þarf- ir fólks. Þá ber að geta þess að höfuðvandinn við að koma til móts við búsetuþarfír fólks felst ekki í húsnæðinu sjálfu heldur í skorti á rekstrarfé fyrir stöðum starfsmanna til að veita nauðsynlega aðstoð. í framtíðinni getur Svæðisskrif- stofa Reykjavíkur vonandi boðið éin- staklingum upp á fleiri úrræði og þá af margvíslegri toga en nú tíðk- ast, svo sem sérbýli eða heimili með litlum íbúðareiningum ásamt sam- eiginlegu rými, jafnvel meðferðar- heimili fyrir suma, áfanga- eða gisti- heimili fyrir aðra og hjúkrunarpláss fyrir eldri skjólstæðinga. Höfundur er yfirsálfræðingur & Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík. z í Stórglæsileg sending frá Valhúsgögn ÁRMÚLA 8, SÍMAR 812275, 685375. Ítalíu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.