Morgunblaðið - 13.12.1994, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 13.12.1994, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREiNAR Hver siglir und- ir fölsku flaggi? FOSTUDAGINN 2. desember birtist grein í Mbl. eftir Valgerði Gunnarsdóttur, vara- þingmann Alþýðu- flokksins. í greininni, sem ber yfírskriftina „Er Jóhanna Sig- urðardóttir trúverðug- ur leiðtogi?" viðrar varaþingmaðurinn skoðanir sínar á fyrr- um flokkssystur og finnur henni flest til foráttu. Helsta áhyggjuefni Valgerð- ar virðist vera að stefnuskrá Jóhönnu og I^jóðvakans sé keimlík stefnu- skrá Alþýðuflokksins. Hún veltir einnig fyrir sér þeirri spurningu hvað sé nýtt við við framboð Jó- hönnu og hvað komi til með að breytast. Valgerður Gunnarsdóttir furðar sig jafnframt á því að Jó- hanna skildi leyfa sér að ganga úr ríkisstjórn og síðar Alþýðu- flokknum. Líklega er Valgerður búin að gleyma að sjálf gekk hún úr Alþýðubandalaginu til þess að taka þátt í stofnun Samtaka um nýjan vettvang og bætti um betur og gekk þaðan til liðs við Alþýðu- flokkinn. Hún ætti því að tala var- lega um fólk sem skiptir um flokká. Reginmunur er þó á flokkaskiptum þessara tveggja kvenna. Undan- farin þrjú ár hefur Valgerður verið varaþingmaður Alþýðuflokksins. Á þeim tíma hefur hún oft og tíðum setið um tíma á Alþingi. Aftur á móti vita fæstir hvað hún hefur verið að gera þar - ef hún hefur þá gert eitthvað. í prófkjörsbaráttu sinni talaði hún m.a. fjálglega um gildi öflugs heilbrigðiskerfis og Ragnheiður Davíðsdóttir mikilvægi forvarna í heilbrigðisþjónustu. Hvað hefur Valgerður gert til þess að efna þau fyrirheit frekar en stalla hennar Petrína Baldursdóttir sem virðist hafa það eitt markmið sem þing- maður að verja vafa- samar gerðir Jóns Baldvins og rakka nið- ur Jóhönnu Sigurðar- dóttur? Að minnsta kosti verður þessara tveggja „þingmanna" ekki minnst á spjöld- um sögunnar sem öt- ulla framfylgjenda jafnaðarstefn- unnar. Sjálf sat ég nokkra þing- flokksfundi með Valgerði og Petr- ínu og ekki minnist ég þess að þær hafi gert annað en brosa fallega framan í formanninn. Sú fullyrðing að þær hafi verið eitt sterkasta bakland Jóhönnu er því eins og hver önnur skreytni. Munurinn á Jóhönnu og þeim tveimur konum sem gengið hafa fram fyrir skjöldu í að gagnrýna hana er einfaldlega sá að Jóhanna er jafnaðarmaður en þær ekki; jafnaðarmaður sem vill hrinda jafnaðarstefnunni í framkvæmd og efna kosningalof- orð sín í stað þess að senda kjós- endum langt nef eftir kosningar eins og þær stöllur og aðrir Al- þýðuflokksþingmenn hafa gert og misnotað um leið hina fallegu jafn- aðarhugsjón - sjálfum sér til fram- dráttar. Jóhanna Sigurðardóttir og hennar fólk í Þjóðvaka þarf svo sannarlega ekki að skammast sín fyrir að bjóða fram stefnuskrá sem er keimlík stefnu Alþýðuflokksins Stjórnmál snúast ekki um einkahagsmuni mis- viturra manna, segir Ragnheiður Davíðsdóttir, þeirra sem með blekkingum hefur tekist að komast til áhrifa. - því stefnuskrá verður aldrei ann- að en orðin tóm ef efndirnar vant- ar. Ef Valgerður vill fá svar við spurningu sinni hvort Jóhanna Sig- urðardóttir sé trúverðugur leiðtogi er svarið þetta: Skoðaðu heima- verkefnin þín og þá muntu sjá það sem þú og flestir Alþýðuflokks- menn (einkanlega þingmenn og ráðherrar) hafa gleymt, þ.e. að stjórnmálaflokkur er ekkert annað en málefnin sem hann stendur fyr- ir. Stjórnmál snúast EKKI um einkahagsmuni misviturra manna sem með blekkingum hefur tekist að komast til áhrifa. Munurinn á Jóhönnu og „hinum" er sá að hún er heiðarleg og tekur hagsmuni kjósenda fram yfir eigin hags- muni. Hún er stjórnmálamaður með hugsjón sem vill hrinda jafnaðarstefnunni í framkvæmd til hagsbóta fyrir almenning í þessu landi. Á tímum siðspillingar í ís- lenskum stjórnmálum hlýtur þjóðin að taka ofan fyrir slíkum stjórn- málamanni. Jóhanna Sigurðardótt- ir skuldar því lítt vitrum og mis- stórum spámönnum Alþýðuflokks- ins enga skýringu. Verkin hennar og hugrekki tala sínu máli. Hitt er svo önnur saga hvort þeir sem undir fölsku flaggi hafa slysast inn á Alþingi dulbúnir sem jafnaðar- menn skuldi ekki kjósendum skýr- ingu á tilvist sinni þar. Höfundur er fylgismaður jafnaðarstefnunnar. SIEMENS #JOLá|GJAFA Það er gaman að gefa vandaða gjöf -þú getur alltaftreyst á Siemens gœði \, l/S s ?<,-,- •Kaffivél Kaffivélar - 6,10 og 12 bolla. Dæmi: Gæðavélin TC 10310. Hellir upp á 10 bolla á 6 mlnútum. Verð frá kr. 2.900.- T Handþeytari Handþeytari sem er fljótur að hræra, þeyta og hnoða. 3 hraðastillmgar. 160 W. Verð kr. 2.990.- Vöfflujárn Vöfflujárn með suglausum hitastilli handa öllum vöfílufíklunum. Pau seljast eins og heitar... Verð kr. 6.500.- 'Mínútugrill Mínútugrill fyrir steikina, samlokuna og annað góðgæti. Vöffluplötur fylgja með. Namm! Verð kr. 10.900.- ^Gufustrokjárn Gufustrokjárn sem sér til þess að allt verði slétt og fellt. Sérlega létt og meðfærilegt. Verð kr. 5.350.- ?Hraðsuðukanna Hraðsuðukanna sem leysir gamla gufuketilinn af hólmi. Með útslátiarrofa og sýður mest 1,7 1 í einu. Verð kr. 5.700,- Umboðsmenn okkar á landsbyggðinni eru: Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs - Borgarnes: Glitnlr - Borgarfjörður. Rafstofan Hvltárskála ¦ Helllssandur: Blómsturvellir ¦ Grundarfjöröun GuOni Hallgrlmsson ¦ Stykkishólmun Skipavfk • Búoardalur: Ásubúð Isafjöröun Póllinn ¦ Hvammstangi: Skjanni ¦ Sauöárkrókur: Rafsjá ¦ Siglufjöröun TorgiÖ ¦ Akureyri: Ljósgjafinn Húsavfk: Öryggi - Þórshöfn: Norðurraf - NeskaupstaÖun Rafalda - ReyöarfjörOur Ratvélaverkst. Árna E. - Egilsstaðin Svelnn Guömundsson ¦ Breiftdalsvik: Stefán N. Stefánsson ¦ Höfn 1 Hornaflröi: Kristall ¦ Vestmannaeyjan Tréverk Hvobvöllur: Kaupfélag Rangaeinga ¦ Selfoss: Árvirkinn GarÖur Raftækjav. Sig. Ingvarss. ¦ Keflavfk: Ljósboginn HafnarfjörÖur Rafbuð Skúla, Álfaskeiöi SMITH & NORLAND Nóatúni 4 • Sími 628300 ÞRIÐJUDAGUR13. DESEMBER 1994 49 Metsölulisti Bókabúöa Máls og menningar 12. desember FULLORÐINSB/EKUR Villtir svanir Jung Chang - í;^:V' ::,:,¦;;:.•=::: I luktum heimi Fríða Á. Sigurðardóttir Kvikasilfur EinarKárason - "..:> Sniglaveislan ÓlafurJóhann Ólafsson B Ævinlega Guðbergur Bergsson Orðastaður - oröabók um íslenska málnotkun Jón Hilmar Jónsson 01 Grandavegur 7 Vigdís Grímsdóttir !..«.•.' »>P1««I»!«11JI!I UU -»vw™.-..»»» , ef þú vin átt Aðalheiður Hólm, Þorvaldur Kristinsson EE Saga Halldóru Briem Steinunn Jóhannesdóttir BARNA- OG UNGLINGABÆKUR Talnakver Sigrún Eldjárn og Þórarinn Eldjárn Ei Enn fleiri athuganir Matthildur RoaldDahl Amó Amas Þorgrímur Þráinsson Draugur í sjöunda himni Kristín Steinsdóttir „..,,,.,„ '•"'" '¦¦ ffiWWf Syngjandi beinagrind Sigrún Eldjám ¦¦¦¦¦¦. *:W$*M Þýtur í lauf i Astrid Lindgren 3 Gamlar vísur handa nýjum börnum Guðrún Hannesdóttir .......1Tni ...... ' .....i ' i.......iMMBWBMHBMaMBM^Mi 3 Röndóttir spóar Guðrún H. Eiríksdóttir .¦¦':'¦''" 3 Konungur Ijónanna WaltDisney Mál Ityl og menning Laugavegi 18, sími 91-2 42 40 og Síðumúla 7-9, sími 91-68 85 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.